Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 29 UMRÆÐAN Sama gamla sagan endurtekur sig ALÞINGI ályktaði hinn 3. mars árið 1999, að „opinberum störf- um fjölgi eigi minna hlutfallslega á lands- byggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu". Þetta er afar skýrt markmið, sem felur í sér gjör- breytingu frá ríkjandi ástandi. Þess var því að vænta að átök hæf- ust þegar farið yrði að hrinda þessari stefnu- mótun í framkvæmd. Sú hefur og orðið raunin. Tilefni þessarar ályktunar er meðal annars athugun sem Haraldur L. Hai-aldsson hagfræðingur vann að ósk stjórnar Byggðastofnunar. Sú rannsókn leiddi meðal annai's í ljós að hlutfall stöðugilda er lægra en hlutfall af íbúatölu í öllum kjör- dæmum nema Reykjavík. Það er ljóst að atvinnustefna hins opinbera og ákvarðanir um hvar starfsemi þess fer fram ræður miklu um bú- setuþróun í landinu. Stöðugildi hjá ríkissjóði og fyrirtækjum í meiri- hlutaeign ríkisins samkvæmt rann- sókn Haraldar voru tæplega 24 þúsund. Þar af tæp tvö af hverjum þremur í höfuðborginni. Staðsetn- ing opinberra starfa hefur því bersýnilega haft sitt að segja um búseturöskunina á síðustu árum og áratugum. Við vitum að oftar en ekki hefur það gerst sem af gömlum vana að starfsemi ríkisins er sett niður á höfuð- borgarsvæðinu. Fjar- skiptabylting nútím- ans og framfarir í samgöngum hafa þar litlu um breytt, því miður. Ný opinber störf á landsbyggðinni? Nú segja menn mjög að best sé að staðsetja ný verkefni hins opinbera utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta lögðum við Tómas Ingi Olrich raunar til í þingsályktunartillögu sem við lögðum fram á Alþingi 15. nóvember árið 1996. Þessi hugsun rataði svo inn í byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti mótatkvæða- laust og gildir fyrir árin 1999-2001. Illa hefur hins vegar gengið að framkvæma þessa hugmyndafræði. Ekki það að opinber störf hafi ekki fæðst. Ekkert hefur skort á það. Þessum störfum hefur hins vegar undantekningarlítið verið ætlaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að um ný verkefni hafi verið að ræða. Menn hafa einfaldlega komið sér upp enn einni afsökun- inni fyrir því að sniðganga sam- þykkt Alþingis, með því að segja að nýju störfin eigi sér forsögu á höf- uðborgarsvæðinu, séu unnin innan eða í tengslum við stofnanir sem þar eru og þar fram eftir götunum. Ríkisstofnanir Hefur ekki alltaf orðið djöfulgangur, spyr Einar K. Guðfínnsson, þegar áform hafa verið um að hið opinbera léti framkvæma viðfangsefni sín utan póstnúmera höfuðborg- arsvæðisins? Sú leið sem Morgunblaðið bendir á í leiðara sínum og við Tómas Ingi lögðum til í þingsályktunartillögu okkar hefur ekki dugað af þeim sökum, því miður. Eilífðarvélin Skemmst er líka að minnast þess að á þessu sumri var tveimur nýj- um stofnunum valinn staður í Reykjavík, Persónuverndinni og Lyfjastofnun. Báðar þessar stofn- anir voru þó í eðli sínu nýjar. Þeim var meðal annars ætlað hlutverk sem ekki hafði verið sinnt áður, auk þess að sjálfsögðu að sinna um verkefni sem aðrar stofnanir (sem auðvitað áttu heimilisfesti syðra) höfðu áður haft með höndum. Stað- setning þessara stofnana utan Einar K. Guðfinnsson V atnaj ökulsþj óðgar ð- ur - stórgóð hugmynd fyrir stórbrotið land ? HUGMYNDIN um þjóðgarð varð fyrst að veruleika árið 1872 með stofnun Yellow- stone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum. Mark- miðið var að afmarka landsvæði til verndun- ar; takmarka inngrip manna og leyfa við- komandi svæði að þróast sem allra mest á náttúrulegum forsend- um. Þetta var hug- mynd sem gekk upp og þjónaði samfélaginu á mikilvægan hátt og er fyrirmynd þeirra lið- lega 2.000 þjóðgarða sem í dag finn- ast í a.m.k. 130 ríkjum. Það er ekki til einhlítt svar við því hvað gerir landsvæði þess virði að gera það að þjóðgarði. Land- svæðið þarf að vera stórbrotið eða einstakt á einhvern hátt. Það þarf að búa yfir verðmætri náttúru eða vera á einhvern hátt eftirsóknar- vert til skoðunar. Það þarf að veru- legu leyti að vera mótað af náttúr- unnar hendi en minna af mann- völdum. Það þarf að vera hægt að vernda það með skilvirkum hætti en jafnframt unnt að nýta það til útivistar og vísindarannsókna án þess að það skaðist. Reynsla íslendinga af þjóðgörð- unum þremur á Þingvöllum, í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum er afar góð. Þessi staðir geyma perlur úr íslenskri náttúru og eru jafn- framt eftirsóttir áningastaðir og unaðsreitir sem styrkja aðliggjandi byggðir. Nú hillir undir nýjan þjóðgarð á Snæfellsnesi sem ef- laust mun verða bæði náttúruvernd og útivist til góðs. Það eru fjölmargir staðir á Islandi sem vel gætu staðið undir nafngiftinni þjóðgarð- ur. Vatnajökull og að- liggjandi svæði eru þar fremst í flokki. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og í iðr- um hans er eitt virk- asta eldfjallasvæði heims. Hann er ein- stakur og stórbrotinn. Allt um kring er landslag stórt í snið- um og fjölbreytt og mótað af því mikla afli sem í jöklinum býr. Að undaförnu hafa komið fram hugmyndir um að skynsamlegt gæti verið að gera Vatnajökul og aðliggj- andi svæði að þjóðgarði sem gæti orðið stærsti og fjölbreyttasti þjóð- garður Evrópu. Snemma árs 1999 samþykkti Alþingi tillögu til þings- ályktunar um Vatnajökulsþjóðgarð og síðan hefur umhverfisráðuneytið haft málið til meðferðar. Síðar á ár- inu 1999 varð það niðurstaða aðal- fundar Landverndar að nauðsyn- legt væri að fjalla ítarlega um hugmyndirnar um Vatnajökulsþjóð- garð. Það er í samræmi við störf og stefnu Landvemdar að í umhverfis- málum sé fræðsla, þekking og gagnkvæmur skilningur grundvöll- ur þess að ná megi skynsamlegri og farsælli niðurstöðu. í kjölfarið hafa samtökin, í sam- starfi við fjölmarga aðila, undirbúið efnismikla ráðstefnu sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri 29. september nk. A ráðstefnunni mun vinnuhópur undir stjórn Ingu Rósu Náttúruvernd Skynsamlegt gæti verið, segír Jón Helgason, að gera Vatnajökul og að- liggjandi svæði að þjóð- garði sem gæti orðið stærsti og fjölbreyttasti þjóðgarður Evrópu. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Ferðafélags íslands, kynna hug- myndir um mörk og skipulag hugs- anlegs Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyr- irlesarar frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Norges Naturvernfor- bund munu skoða hugmyndina um Vatnajökulsþjóðgarð frá alþjóðlegu sjónarhorni. Fulltrúar orkufýrir- tækja, bænda, ferðaþjónustunnar, Náttúruverndar ríkisins, Land- græðslu ríkisins, vísindamanna og sveitarfélaga munu fjalla um þá fjölmörgu hagsmuni sem tengjast landnýtingaráformum af þessu tagi. Þá verður fjallað um siðfræðilegt og menningarlegt gildi þjóðgarða og umhverfisráðherra mun draga upp þá framtíðarsýn sem stjómvöld hafa í þessu máli. Ég hvet alla þá sem telja sig hafa eitthvað til þessara mála að leggja, að taka þátt í ráðstefnunni. Frekari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu Landverndar (www.land- vernd.is) Höfundur er formaður Land- verudar. Jdn Helgason landsbyggðarinnar var núna m.a. réttlætt með því að ekki mætti slíta rótfasta starfsemi úr þeim jarðvegi sem hún hefði sprottið. Með þess- um rökum er hægt að rökstyðja út í hið óendanlega, að ríkisstofnanir séu alltaf og ævinlega á höfuðborg- arsvæðinu. Spennandi verður því að sjá hvort verkefni vegna Schengen- samningsins, sem óumdeilanlega eru þó ný, verði unnin innan eða ut- an landsbyggðarinnar. Verkefni - ekki stofnanir út á land? Stundum er lika rætt um að ekki eigi að setja niður stofnanir, heldur skilgreind verkefni rQdsins úti á landi. Með því væri komið í veg fyr- ir óþarfa röskun og umrót. En þessi röksemd er ekki heldur vatnsheld. I dag er þessum verk- efnum sinnt af starfsmönnum opin- beira stofnana. Flestum hverjum á höfuðborgarsvæðinu. Yrðu þau verkefni unnin annars staðar fylgir þeirri ákvörðun vitaskuld röskun fyrir þá starfsmenn sem áður hafa annast þau. Gott dæmi um þetta er þegar stjórn Byggðastofnunar ákvað að verkefni sem þróunarsvið Byggðastofnunar í Reykjavík sá um yrðu unnin af þróunarsviði sömu stofnunar á Sauðárkróki. Það varð uppi fótur og fit. Alveg eins og núna, þegar rætt er um að fela Sparisjóði Bolungarvíkur nokkur verkefni sem nú er sinnt hjá Byggðastofnun. Þannig var það þá, þannig er það nú og þannig verður það. Fyrirséð viðbrögð Hér er nefnilega verið að takast á um mikla hagsmuni. Fólkið í byggðunum úti á landi unir því ein- faldlega ekki að hafa ekki sömu möguleika til þátttöku í opinberri starfsemi og aðrir landsmenn. Við vitum öll að fjarlægðarrökin, masið um einangrun og fjarlægð, eiga ekki lengur við. Það er því ekki að undra að menn utan höfuðborgar- innar séu að tvíeflast í kröfunni um að „opinberum störfum íjölgi eigi minna hlutfallslega á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu". Fáránleg, ofsafengin og fordóma- full viðbrögð gegn fyrirætlunum um að fela traustri og virtri fjár- málastofnun í Bolungarvík nokkur verkefni fyrir eina ríkisstofnun voru á margan hátt fyrirsjáanleg. Hefur ekki alltaf orðið djöful- gangur þegar áform hafa verið um að hið opinbera léti framkvæma viðfangsefni sín utan póstnúmera höfuðborgarsvæðisins? Hafa hinir sjálfskipuðu álitsgjafar á fjölmiðl- unum ekki alltaf viðrað fordóma sína þegar menn hafa gert tilraunir til þess að jafna hlut landsbyggðar- innar? Svar: Jú, í hvert einasta skipti. Þess vegna voru viðbrögðin nú fyrirsjáanleg og í stíl við annað. Það er því ekki frekar ástæða til þess að kippa sér upp við þau að þessu sinni en endranær. Sama gamla sagan endurtekur sig nefni- lega alltaf þegar að þessum málum kemur. Þá varð allt vitlaust - auðvitað Athyglisverð er hins vegar þögn hinna sömu um að fjármálaumsýsla opinberra sjóða fer almennt fram á höfuðborgarsvæðinu, án útboðs. Gamla Húsnæðisstofnunin fól ára- tugum saman undirstofnun eins viðskiptabankanna innheimtu skulda, sem voru margfaldar að umfangi, miðað við fjármála- umsýslu Byggðastofnunar. Þar var ekki byggt á útboði heldur beinum samningum. Mér er ekki kunnugt um að viðskiptabankasambandið hafi hótað hörðum viðbrögðum vegna þess arna. Þar til að því kom að færa verkefnið út fyrir höfuð- borgarsvæðið. Þá varð allt vitlaust - auðvitað. Höfundu r er alþingismaður og situr í stjórn Byggðastofnunar. cJ\Ci\eky/'< - Gœðavara Gjafavdra,— niatar- og kaííistell. Allir veróflokkai. Hciinsfiægir liönnii()ii m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laiigavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.