Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 53 I DAG BRIDS l insjiín (iuðinundiir Páll Arnarxim KEPPNISFORMIÐ er tvímenningur og suður ákveður að fórna í fjóra spaða yfir fjórum hjörtum mótherjanna. Þegar blind- ur kemur upp, lítur út fyr- ir að það hafi verið slæm ákvörðun: Austur gefur; enginn á hættu. Norður + G764 vG ♦ K8753 + 862 Suður + ÁK952 VÁ108 ♦ 94 + 754 Vestur Norður Austur Suður - - llauf lspaði 2 hjörtu 3spaðar 4hjörtu 4spaðar Dobl Pass Pass Pass Vestur kemur út með smátt hjarta og austur lætur kónginn. Suður drepur og sér um leið að hjartagosi makkers trygg- ir tvo trompslagi í vörn gegn fjórum hjörtum. Það eru vonbrigði, því fjögur hjörtu gætu tapast og þá gefur fórnin ekki mörg stig. En hér er verkefnið að spila fjóra spaða. Hvernig myndi lesandinn spila? Þú verður að gefa þér að fjögur hjörtu vinnist og reyna að fara ekki meira en tvo niður. Það er enginn á hættu og gjaldið fyrir tvo niður er 300, en geimið gefur 420 og þá er fórnin góð. En 500 væri hræði- legt, svo þú mátt alls ekki fara þrjá niður. Norður + G764 v G ♦ K8753 + 862 Vestur Austur + 8 + D103 v D9643 v K7.52 ♦ D62 ♦ ÁG10 + ÁDG10 + K93 Suður + ÁK952 y Á108 ♦ 94 + 754 Það er að mörgu að hyggja í tvímenningi. En eftir þessa athugun slærðu því íostu að spaðinn liggi 3-1 (annars tapast fjögur hjörtu). Þú trompar því hjarta í öðrum slag og ferð af stað með spaðagosa úr borði. Þannig ræðurðu við drottningu þriðju í austur og tapar aðeins þegar ein- spil vesturs er drottning. Þetta gengur allt Ijóm- andi vel - fjögur hjörtu vinnast og þú ferð bara tvo niður, ekki satt? Ég nenni ekki heldur yfír til Möggu og Geira. En hugsaðu þér hvað þau verða ánægð ef við afboðum, svo það er best að koma sér. Árnað heilla n A ÁRA afmæli. í dag, I Vf miðvikudaginn 27. september, verður sjötug- ur Ivar Pétur Hannesson, fyrrv. aðstoðaryfirlög- regluþjónn, Otrateigi 48, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdag- JT A ÁRA afmæli. Þann O v/ 4. september sl. varð Sverrir Magnússon í Skógum fimmtugur. Af því tilefni munu hann og kona hans, Margrét Ein- arsdóttir, taka á móti gestum í Skógum, laugar- daginn 30. september nk. á milli kl. 16-19. rA ÁRA afmæli. Á t) U morgun, fimmtu- daginn 28. september, verður fimmtugur Eyjólf- ur Sæmundsson, Fagra- hvammi 7, Hafnarflrði, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. I tilefni afmælis- ins taka hann og eiginkona hans, Gerður Sigurðar- dóttir, á móti ættingjum og vinum í sal safnaðar- heimilis Hafnarfjarðar- kirkju og Tónlistarskólans í Hafnarfirði við Strand- götu á afmælisdaginn kl. 18-20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Alþjóðlegt stærðfræðiár Árið 2000 er alþjóðlegt stærðfræðiár. 27. september stendur Flötur samtök stærðfræðikennara fyrir Degi stærðfræðinnar. Þá munu vonandi sem flestir skólar landsins hafa stærð- fræðina í fyrirrúmi. Flötur hefur gefið út rit sem í eru rúmfræði- verkefni sem upplagt er að nota á Degi stærðfræðinnar og verður hann sendur I alia skóla á næstunni. Einnig verða kynningarfundir víða um land. Þraut 19 Skiptu rúðunetinu í 4 einslaga (kongruent) fleti. Hver flötur á að innnihalda einn af hringjunum. Svar við þraut 18. Svarið er 1 metri. * y x y Z J J z X___ ____X ÍZZIl-5 Merktu myndina með x, y og z eins og myndin sýnir 4 - x 4 = x + 2y svo y = ——— °9 2 3 ” x 3 = x + 2z svo z = —— Flatarmál fánans er 12m2 svo flatarmál ferhyrninganna i horn- unum er samanlagt 6. Þannig að: 6 = 4yz = 4 Ml¥l 6 = (4 - x) (3 - x) x2- 7x + 6 = 0 eða (x - 6) (x -1) = 0 Lausn: x = 6 eða x = 1 og fyrst x < 3 þá er x = 1 í dag 27. september er Dagur stærðfræðinnar hér á landi. Stjórn Flatar samtaka stærðfræðikennara ákvað að standa fyrir þessum degi í tiiefni af ári stærðfræð- innar árið 2000. Þema dagsins er rúmfræði. STÖKUR Enginn grætur Islending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. I öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Jónas Hallgrímsson. STJÖRIVUSPÁ eftir Frances llrakc VOG Afmælisbam dagsins: Pú hefur hæfíleika á mörgum sviðum ognægan metnað til að komastlangt en eitthvað skortir á sjálfstraustið. Efldu það. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Forðastu því í lengstu lög að setja þig í slíka aðstöðu. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er ekki allt gull sem glóir og margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til kastanna kem- ur. Gáðu því vel að því sem þú gerir. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Áfl Þú hefur þínar efasemdir varðandi ákveðið verkefni og átt tvímælalaust að fara eftir þeim. Það verður þér þakkað þó síðar verði. Krabbi (21. júní-22. júlí) Þú kemst langt á metnaði þínum og sanngirni og mundu að hafa það síðarnefnda alltaf að leiðarljósi hvað sem á dyn- ur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Það er ekki þitt að hlaupa eft- ir óskum annarra heldur átt þú að halda áttum og gera það sem sannfæringin býður þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <Ð$L Þú stendur vamarlaus gegn orðróminum en þinn tími mun koma og þá munu þeir sem nú tala mest sitja í þög- ulli skömminni. (23. sept. - 22. okt.) m Þú leggur mjög hart að þér og mátt gæta þín í að ganga ekki of langt. Það er auðveld- ara að missa heilsuna en halda henni. Sþorðdreki (23. okt. -21. nóv.) Þótt allt virðist ganga nokkuð átakalaust fyrir sig núna gæti það breyst í einni svipan ef þú slakar of mikið á. Vertu því vel vakandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ik) Þótt þú hafir margt á þinni könnu er engin ástæða til þess að láta aðvaranir ann- arra sem vind um eyru þjóta. Láttu þér líka annt um sjálf- an þig. Steingeit (22. des. -19. janúar) áSt Það getur verið erfitt að standa á sínu þegar allir virð- ast annarrar skoðunar. Það er þó nauðsynlegt ef menn vilja halda sjálfsvirðingu Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlutina. Láttu því draumana fara að rætast því þú átt það skilið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert afslappaður og í góðu jafnvægi og ættir því að vera í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér hafa bor- ist. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindategra staðreynda. BRIDS Uinsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 22. september var spilaður eins kvölds tvímenningur með Monrad-barómeter sniði. Spil- aðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: SoffíaDaníelsd.-JónStefánss. +79 JúlíusSnorras.-Eiður Júlíuss. +75 Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss. +64 Eggert Bergss. - Þórður Sigfúss. +51 GísliSteingrímss.-ErlendurJónss. +44 Erlingur Sverriss. - Unnar A Guðm.s. +41 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni. 7 sveitir spiluðu 3 umferðir eftir Monr- ad-fyrirkomulagi. Sveitir Sigfúsar Þórðarsonar og Baldur Bjartmars- sonar spiluðu hreinan úrslitaleik í síðustu umferðinni og fór sveit Bald- urs með sigur af hólmi 17-13 og vann alls með 58 stig. Sveit Sigfúsar varð önnur með 54 og í þriðja sæti varð sveit Soffíu Daníelsdóttur. Með Baldri spiluðu: Guðlaugur Sveins- son, Erlendur Jónsson, Eiður Júlíus- son og Júlíus Snorrason. Á föstudagskvöldum BR eru spil- aðir eins kvölds tölvureiknaður tví- menningur með forgefnum spilum. Spilaðir eru til skiptis Monrad-baró- meter og Mitchell-tvímenningar. Spilamennska hefst kl. 19 og að lokn- um tvímenningnum er boðið upp á 3 umferða miðnætursveitakeppni þar sem umferðin kostar 100 krónur á spilara. Keppnisstjóri á föstudögum^ er Sigurbjöm Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum pörum sem og þeim spilurum sem koma stakir í leit að spilafélaga. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á tíu borðum mánudaginn 25. september sl. Miðl- ungur var 168. Beztum árangri náðu: NS _ Guðm. Á. Guðmundss. - Jón Andréss. 219 Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðm. 214,_ Leó Guðbrandss. - Aðalsteinn Guðbr. 175 AV Dóra Friðleifsdóttir - Guðjón Ottósson 203 GuðniÓlafsson-KjartanElíasson 200 Karl Gunnarss. - Sigurberg Sigurðss. 198 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Spil hefst kl. 13.00. Mæting til skráningar kl. 12.45. Útiljós, iðnaðar- og sviðslýsingar Skurðar- og slípivörur Þettiefni, lim og límbönd Öryggisvörur Uti- og inni- klæðningar AHVIK Lyftarar, stigar, tröppur, trillur og vagnar ARMULA 1 SlMI 568 7222 • FAX 568 7295 E3GNAMIÐIUMN lir, slmovonlo og öflun skjolo. Sími 5«» 9090 • Fax 5»« 9095 • SÍAumrila 2 I HÚSNÆÐI ÓSKAST íbúð við Klapparstíg, Skúlagötu eða Kirkjusand óskast. Fjársterkur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð í blokk á ofangreindu svæði. Nýbygging f Mosfellsbæ - parhús. Höfum fengið í sölu fjögur glæsileg 2ja hæða 163,3 fm parbús í byggingu með innbyggðum bílskúr á frá- bærum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Eignin afhendist fullbúin að ulan og tilbúin til innréttinga að innan. Grófjöfnuð lóð. Teikningar og nánari upp- lýsingar á skrifstofu. V. 11,07 m. 9813 4RA-6 HERB. Eiðistorg - lyftublokk. Vorum að fá í sölu 110,5 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk á Eiöistorgi. Eignin skiptist í hol. þvottahús/geymslu í íbúð, eldhús, baðherbergi, stofu og þrjú herbergi. íbúðin er eina (búðin á hæðinni. Stutt í alla þjónustu. V. 11,2 m. 9818 Seilugrandi - nýtt á skrá. 4ra herb. mjög góð um 100 fm íbúð á 2. hæð með suöursvölum og stæöi í bílageymslu sem er innangengt í. Parket. Nýstandsett flísal. baðh. Fallegt útsýni. Verð 13,3-13,5 m. 9823 3JA HERB. Njálsgata - laus. Vorum að fá í einkasölu fallega og endumýjaða u.þ.b. 60 fm 3ja herbergja íbúð í timburhúsi. Ibúðin skiptist I nýstandsett bað- herbergi, eldhús, stofu og tvö herbergi, þar af er annaö herbergið for- stofuherbergl sem hægt er að leigja út. I kjatlara er sam. þvottahús með sturtu og sérgeymsla og aðgangur að WC fyrir forstofuherbergi. íbúðin er öll panelklædd og mjög hlýleg. Laus strax. Verð 7,3 9820 Grandavegur (nýlegt). Mjög góð og vel skipulögð 82 fm íbúð á 3. hæð (2. hæð) í húsi sem bvggt er 1990. Stórar svalir, rúmgóð herbergi og þvottahús á hæðinni. Áhv. 4,9 m. í byggsj. 9822 2JA HERB. Bláhamrar- fyrir 55 ára og eldri. Falleg 64,6 fm íbúð ásamt stæði í bíla- geymslu í húsi fyrir 55 ára og eldri. (búðin er á 4. hæð í fallegu lyftuhúsi. Mikil sameign fylgir eigninni. V. 8,9 m. 9741 Ljósheimar. Björt 2ja herbergja 60,5 fm Ibúð á 9. hæö með stórfenglegu útsýni á þessum vinsæla stað. Eignin skiptist ( hol, eldhús, stofu, her- bergi og baöherbergi. Lögn f. þvottavól í íbúð. Góð eign. 9814 Ásholt. Falleg og björt 2ja herb. (búð á 5. hæð (suöur) í góðu og nýlegu lyftuhúsi. Góðar innréttingar og flísalagt bað. Húsvörður. Stæði í bíla- geymslu. Áhv.4,0 m. frá Byggjs. rík. Tilboð. 6412
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.