Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 64
Maestro Heimavörn % SECURÍTAS Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIB, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. 9 • • Eigendur Olgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. vilja selja fyrirtækið Leitað til fjögurra að- ila um tilboð AÐALEIGENDUR Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. hafa ákveðið að selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu, en þau nema tæpum 98% af skráðu hlutafé. Einungis er m“ieitað til fjögurra fjármálafyrirtækja varðandi tilboð í Ólgerðina og er þá ætlunin að selja allan hlutinn í einu lagi. Það verður síðan undir viðkom- andi kaupanda komið hvert fram- haldið verður. Afkoma Ölgerðarinnar hefur að sögn Jóns Snorra Snorrasonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins verið með ágætum undanfarin ár og stendur fyrirtækið vel í dag. Ars- velta síðasta árs nam rúmum 2,4 milljörðum króna og hagnaður var 150 milljónir króna. Fyrirtækið var stofnað árið 1913 af Tómasi Tómas- syni og er eitt stærsta fjölskyldufyr- irtæki landsins með 140 starfsmenn. Þær fjórar fjármálastofnanir sem gefinn var kostur á gera tilboð í fyr- irtækið eru Landsbanki íslands, Búnaðarbanki Islands, íslands- banki-FBA og Kaupþing. Kynning- arviðræður eru þegar hafnar við hvert þessara fj ármálafyrirtækj a fyrir sig og er ætlast tU að sent verði kauptUboð í allan hlutinn sem er í boði. Að sögn Jóns Snorra er það skýrt tekið fram að öðrum aðilum en þessum fjórum verður ekki boðið að kaupa hlutabréfm og ekki verður rætt við aðra aðUa í því sambandi að svo stöddu. Jón Snorri segir að von- ast sé tU að viðræður gangi vel fyrir sig og að eigendaskipti gangi í gegn í næsta mánuði. Telja gott að selja núna Aðspurður um ástæðuna fyrir söl- unni sagði Jón Snorri að líklega teldu eigendur það gott að selja núna, en að þeir hefðu ekki tilgreint neina eina ástæðu fyrir sölunni, og sagðist hann ekki geta nefnt hugsan- legt kaupverð fyrirtækisins. „Eg geri nú ráð fyrir að menn hafi gert sér eitthvað í hugarlund varð- andi kaupverð. Eins og alltaf þegar menn setja hlut í sölu, þá hafa þeir einhverjar hugmyndir sjálfir, en að öðru leyti var ákveðið að óska eftir tilboðum frá þessum fjórum aðilum.“ Ekki náðist í gær í forsvarsmenn þeirra fjögurra fjármálafyrirtækja sem gefinn er kostur á að gera tilboð í 98% hlut í Ölgerðinni. A leið heim úr skóla STÚLKURNAR þrjár létu ekki dblíða veðráttu á sig fá er þær héldu heim á leið úr skólanum í Reykjavík heldur brostu hressi- lega og veifuðu létt til Ijósmynd- ara Morgunblaðsins. Piltarnir sem með þeim gengu létu sér hins vegar fátt um finnast og örkuðu áfram með vindinn í fang- ið. Um fimmtán þúsund nemendur stunda nú nám við grunnskóla Reykjavíkur. Er skólastarfið komið vel á veg enda langt liðið á septembermánuð. Eftir því sem lengra líður á veturinn er lík- legra að börnin fari að draga fram hlýrri fatnað en mörg þeirra setja einnig upp endur- skinsmerki sem nauðsynleg þykja í skammdeginu. Morgunblaðið/RAX Ríkisstiórnin samþykkir tillögu um Vatnajökuls- og Skaftafellsþjóðgarð Stefnt er að opnun á al- þjóðlegu ári fjalla Netversl- un SH sú stærsta? „ÞETTA er stærsta netverslun ,,Jandsins og líklega í heiminum í ' ’nski," segir Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH-þjónustu, dótturfyrirtækis SH, sem hefur boðið upp á rafræn viðskipti fram- leiðenda og markaðsfyrirtækja SH frá áramótum. Að sögn Kristjáns vinnur lestun- arfólk á annað hundrað pantanir vikulega og tæplega hundrað gám- ar eru hlaðnir auk reglubundinna stórflutninga. Kerfið er nefnt „e-services“ og segir Kristján að um einstakt vinnutæki sé að ræða. Öryggi, hraði og hagkvæmni séu lykilorð í viðskiptum og kostir raf- rænnar miðlunar gagna séu ótví- ræðir fyrir alla. „Og Netið lækkar kostnað, en það hlýtur að vera ••krafa til allra.“ ■ Stærsta netverslun/Cl ------*-+-*-- Guðrún keppir til úrslita í dag GUÐRÚN Arnardóttir keppir í úr- slitum 400 metra grindahlaupsins á Ólympíuleikunum í Sydney klukkan 9:55 árdegis. Guðrún var áttunda stúlkan inn í úrslitahlaup- og önnur tveggja sem komust inn á tíma. Tími hennar í milliriðl- inum var sjötti besti tíminn. Guð- rún hleypur á annarri braut í dag og verður hlaupið sýnt í beinni út- sendingu sjónvarpsins. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra um stofnun Vatnajökuls- og Skaftafells- þjóðgarðs sem nái tíl Vatnajökuls og Skaftafellsþjóðgarðs. Áður en form- lega verður unnt að ganga frá stofnun þjóðgarðsins þarf að skýra betur eignarhald á svæðinu og samræma hugmyndir um landnýtíngu. Alþingi samþykktí þingsályktun í mars í fyrra um að fela umhverfis- ráðherra að láta kanna möguleika á að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Skýrsla um niðurstöður þessarar könnunar var lögð fyrir Alþingi sl. vor og voru þar kynntar tillögur nefndar sem falið var að vinna að málinu. Nefndin taldi mögulegt að taka ákvörðun um stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs á þessu ári, ef mörk hans verði látín fylgja jaðri jökulsins og mörkum Skaftafellsþjóðgarðs, en bentí jafnframt á að mörg mál þurfi að leysa áður en tíl formlegrar stofn- unar þjóðgarðsins getur komið. Siv Friðleifsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að umhverfisráðu- neytið hefði óskað eftir því við óbyggðanefnd að hún tæki Vatnajök- ulssvæðið til meðferðar og úrskurðaði um þjóðlendumörk Vatnajökuls. Nefndin hefði orðið við ósk ráðuneyt- isins að því er varðar hluta svæðisins, þess sem er innan sveitarfélagsmarka Hafnar í Homafirði. Hún upplýsir aukinheldur að fjármálaráðuneytinu hafi verið tilkynnt um ákvörðun óbyggðanefndar og veittur frestur til 15. nóvember nk. til þess að lýsa kröf- um sínum um þjóðlendur á svæðinu. Heimamenn binda miklar vonir við stofnun þjóðgarðs Ýmsar hugmyndir um mörk þjóð- garðsins hafa verið til skoðunar að undanfómu, en einnig möguleikar á samspili við aðra landnýtingu á svæð- inu, svo sem ferðaþjónustu og hugs- anlega þjónustukjama. 2002 „Það er Ijóst að heimamenn binda miklar vonir við stofnun þjóðgarðs á svæðinu og aukna möguleika til upp- byggingar ferðaþjónustu í tengslum við þjóðgarðinn, sérstaklega þar sem landbúnaður á svæðinu hefur dregist saman og byggð stendur höllum fæti,“ segir m.a. í minnisblaði um- hverfisráðherra til rfldsstjómarinnar vegna þessa máls. Siv segir að ákvörðun rfldsstjóm- arinnar sé mjög mikilvæg og í raun sé um að ræða afar mikilvægt skref í umhverfismálum hér á landi. „Það er mjög brýnt að stofna þennan þjóð- garð, þetta er mjög fallegt og merld- legt svæði út frá sjónarmiðum náttúr- unnar. Því munum við leggja okkur fram í þeirri vinnu sem framundan er, svo unnt verði að opna þjóðgarðinn sem fyrst. Árið 2002 er alþjóðlegt ár fjalla og það færi vel á að opna hinn nýja þjóðgarð formlega á því ári.“ Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.