Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ EVRAN OG NORÐUR- LÖNDIN Norðurlöndin, Bretland og evran: Nokkrar kennitölur Prósent Danmörk Finnland (sland Noregur Svíþjóð Bretland Utanríkisviðskipti: Evrusvæði 47 32 33 40 44 47 Evrópusambandið 67 56 60 74 61 51 Norður-Ameríka 5 8 12 11 8 14 Útflutningur til Bretlands 9 10 19 20 10 Hagsveiflur: Hagvöxtur - fylgni 63 34 5 7 49 49 Viðskiptakjör - fylgni 72 36 0 0 63 12 Gengi, vextir og verðbólga: Gengi gagnvart evru (5/1-22/9) -0,1 12,3 10,3 12,4 19,8 Daglegt flökt gengis 0,0 0,4 0,3 0,4 0,6 Skammtlmavextir 5,9 4,8 11,2 7,3 4,1 6,2 Skammtímavaxtamunur 1,1 0,0 6,4 2,5 -0,7 1,4 Langtímavaxtamunur 0,5 0,2 6,6 1,5 -0,1 0,5 Verðbólga I ágúst 2,2 2,9 3,9 3,5 1,4 0,6 ATHS: Samsetning utanrikisviðskipta í töflunni er byggð á vöruviðskiptum árið 1996. Samfylgni hagsveiflna er mæld með þeim hluta af sveiflum árlegs hagvaxtar og viðskiptakjara sem skýra má með samtímasveiflum sömu stærða i Evrópusambandínu í heild á árunum 1961-1995. Daglegt flökt gengis er mælt með staðalfráviki daglegra breytinga á gengi viðkomandi gjaldmiðils gagnvart evru. Skammtíma- vextir eru þriggja mánaða millibankavextir í viðkomandi landi. Langtímavaxtamunur er munur á nafnvöxtum ríkisskuldabréfa til 5 ára í við- komandi landi og á meðaltali 5 ára rikisskuldabréfa á evrusvæði. Verðbólga er mæld með 12 mánaða hækkun samræmdrar vísitölu neyslu- verðs Evrópusambandsins (HICP). Heimildir: Már Guðmundsson, Þórarinn G. Pétursson og Arnór Sighvatsson (2000), „Optimal Exchange Rate Policy: The Case of lceland", Central Bank of lceland Working Papers No. 8, Seðlabanki íslands, hagfræðisvið. IMF: Direction of Trade. Hagstofa Islands. Seðlabanki Islands. Gengi norræna gjaldmiðla gagnvart evru 5. jan. 1999 - 22. sept. 2000 5. jan 1999 = 100 íslensk króna Sænsk króna -------------115 120 Norsk króna-J Dönsk króna - 110 105 100 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁS ^ NORÐURLONDIN hafa farið ólíkar leiðir í gengismálum á undan- fömum árum. Finnland er hluti af evrusvæðinu. Danmörk fylgir mjög ákveðinni fastgengisstefnu gagn- vart evrunni og mun á morgun taka um það ákvörðun í þjóðar- atkvæðagreiðslu hvort landið verður einnig hluti af evrusvæðinu. I Svíþjóð er gengið á floti og peningastefnan byggist á beinu verð- bólgumarkmiði. fsland og Noregur eru í raun einhvers staðar milli verðbólgumarkmiðs og >gengismarkmiðs. Þessi mismunur á sér bæði pólitískar og efnahagslegar rætur. Island og Noregur eru utan Evrópu- sambandsins og geta því ekki orðið aðilar að Myntbandalagi Evrópu, en jafnframt er hagkerfi þeirra með þeim hætti að fastgengisstefna er Öll Norðurlöndin, segir Már Guðmundsson, jt uppfylla Maastricht- ------------------7-------- skilyrðin nema Island. ekki eins heppileg og fyrir hin löndin. Danmörk er það Norðurlandanna sem helst ætti að tilheyra evrusvæð- inu þegar litið er á efnahagslega mælikvarða og langa forsögu fast- gengisstefnu gagnvart þýska mark- inu. I þessari grein er gefið nánara yf- irlit um núverandi gengisstefnu Norðurlandanna. Einnig er fjallað um hvernig Norðurlöndin standa gagn- vart efnahagslegum mælikvörðum á það hversu heppileg þátttaka í evr- unni er. Núverandi gengisstefna Af norrænum aðildarlöndum ESB var Finnland með í Myntbandalagi Evrópu (EMU) frá byrjun, en áður fylgdi það svipaðri peningastefnu og Svíþjóð gerir nú. Danmörk samdi um undanþágu frá þátttöku í EMU en er þátttakandi í gengissamstarfi (ERMII) við Seðlabanka Evrópu (ECB). Það kerfi felst í því að þau ESB-lönd sem vilja, geta í samráði við ECB ákveðið fráviksmörk gjaldmiðla sinna gagnvart evrunni. ECB og við- komandi seðlabanki hafa þá gagn- kvæma skyldu til inngripa á gjaldeyr- ismarkaði ef gjaldmiðilÚnn stefnir út íyrir mörkin. ECB getur þó hætt inn- gripum ef bankinn telur þau stangast á við markmið sitt um lága verðbólgu á evrusvæð- inu. Danmörk er með þröng vikmörk, eða ±2(4%, en danski seðla- bankinn hefur haldið gengi dönsku krónunn- ar mun þéttar upp að evrunni, eins og sést á meðfylgjandi mynd og töflu. I raun er þetta ekki annað en framhald á þeirri hörðu fastgeng- isstefnu sem Danmörk fylgdi gagnvart þýska markinu í á annan ára- tug. Danmörk er því nokkurs konar skuggaaðili að EMU, þ.e. dönsk pen- ingastefna verður að taka fullt tillit til vaxtaákvarðana ECB án þess þó að Danir eigi aðild að þeim ákvörðunum. Svíþjóð hefur ekki samið um und- anþágu frá EMU en hefur eigi að síð- ur ákveðið að standa fyrir utan vegna mikillar andstöðu almennings við að- ild. Gengi sænsku krónunnar flýtur en sænska seðlabankanum er gert að nota stjómtæki sín tál að halda verð- bólgu lágri. Vaxtabreytingar hafa áhrif á verðbólgu með töluverðum töf- um. Verðbólguspár bankans leika því stórt hlutverk við mótun peninga- stefnunnar, en þær eru birtar árs- fjórðungslega. Aðild Svíþjóðar að EMU er auðvitað möguleg síðar meir. Góður gangur í sænsku efnahagslífi og veik evra hefur þó dregið úr fylgi við þá hugmynd í bili. Ef jáið sigrar í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Danmörk á morgun gæti þetta breyst, sérstak- lega ef evran styrkist á komandi vetri. Hvorki Noregur né ísland geta tekið þátt í EMU þar sem þau eru ut- an ESB. Bæði löndin eru hins vegar tengd evrusvæðinu nánum efnahags- legum og fjármálalegum böndum í gegnum utanríkisviðskipti og EES- samninginn. I báðum löndunum hefur stöðugleiki í gengismálum verið nokkurs konar millimarkmið stefn- unnar í peningamálum, þótt að fram- kvæmdin hafi verið misjöfn. í Noregi hefur markmiðið verið að halda til- tölulega stöðugu gengi gagnvart evrópskum gjaldmiðlum en á Islandi hefur verið miðað við gengisvísitölu sem byggð er á samsetningu utanrík- isviðskipta landsins. Norðmenn hafa ekki haft formleg fráviksmörk fyrir norsku krónuna síðan í gjaldeyris- kreppunni í árslok 1992 en slík mörk eru til staðar hér á landi. Munurinn er hins vegar ekki svo mikill í raun enda voru vikmörk íslensku krónunnar víkkuð í ±9% í febrúar sl. í báðum löndunum hafa verðbólguhorfur leik- ið stærra hlutverk við mótun pening- astefnunnar að undanfomu og seðla- bankar landanna birta báðir ársfjórðungslegar verðbólguspár og mat á stöðu efnahagsmála. Samfara hefur sveigjanleiki gengisins aukist. Þetta má merkja í meðfylgjandi töflu en þar sést að norska krónan hefur hækkað um rúm 10% gagnvart evr- unni írá því að hún varð til á sama tíma og íslenska krónan hefur hækk- að um rúm 12%. Daglegt flökt þeirra gagnvart evru er svipað en þó heldur meira á íslensku krónunni. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun gengis Norðurlandamyntanna gagn- vart evru frá því hún kom til. Á mynd- inni sést glöggt hve nákvæmlega danska krónan hefur fylgt evrunni. Hinar Norðurlandamyntirnar hafa hækkað gagnvart evrunni, íslenska og sænska krónan svipað en sú norska nokkru minna. Á meðfylgj- andi töflu sjást einnig nokkrar kenni- tölur sem skipta máli varðandi pen- ingastefnu og er Bretlandi bætt við til samanburðar. Hækkun breska pundsins gagnvart evru er reyndar heldur meira á þessu tímabili en Norðurlandamyntanna þriggja sem ekki eru tengdar henni og sömuleiðis er flökt þess meira. Vaxtamunur landanna gagnvart evru endurspegl- ar einkum þrennt, þ.e. mismunandi verðbólgustig, mismunandi fasa hagsveiflunnar og trúverðugleika peningastefnunnar. Munurinn er um- talsverður á íslandi bæði varðandi skammtímavexti og langtímavexti, enda er verðbólga mest þar á Norður- löndum og Island jafnframt á toppi hagsveiflunnar. Það er hins vegar at- hyglisvert að bæði skammtíma- og langtímavextir eru um þessar mundir lægri í Svíþjóð en á evrusvæðinu. Fyrir nokkrum árum hefðu margir talið það óhugsandi. Þetta endur- speglar að Svíar hafa náð miklum ára- ngri með sína verðbólgumarkmiðs- stefnu og trúverðugleiki peninga- stefnunnar er mikill. Efnahagslegir mælikvarðar Hagíræðin hefur að geyma kenn- ingar um þá eiginleika sem gera lönd heppileg til að ganga til myntsam- starfs við önnur lönd. Samkvæmt þeim er land betur til þess fallið að gerast aðili að tilteknu myntsvæði því þyngra vægi sem utanríkisviðskipti hafa í þjóðarbúskap landsins, því meiri sem viðskipti þess eru við myntsvæðið, því samhæfðari hag- sveiflur landsins og svæðisins eru og því sveigjanlegri sem vinnumarkað- urinn með tilliti til launamyndunar og hreyfanleika vinnuafls. A einfaldan hátt má skýra þetta þannig að ef viðkomandi land er efna- hagslega nátengt myntsvæðinu verð- ur viðskiptakostnaður vegna gengis- óvissu meiri. Eftir því sem hlutdeild utanríkisviðskipta er stærri því minni eru líkur á að gengisbreytingar valdi langvarandi breytingum á verðhlut- follum. Sé hagsveiflan svipuð á báðum svæðum eiga þau auðveldara með að búa við sameiginlega peningastefnu þar sem sameiginlegur uppgangur kallar á hærri vexti og öfugt. Á móti kemur að sveigjanleg nafnlaun auð- velda landi að búa við myntsamruna þrátt fyrir ósamhæfðar hagsveiflur. Breytingar á raunlaunum sem áður áttu sér stað samfara gengisbreyting- um og mismunandi verðbólgu verða þá sakir breytinga á nafnlaunum. Til viðbótar koma svo mælikvarðar um samleitni, en Maastricht-skilyrðin fyrir þátttöku í EMU eru dæmi um þá. Hugsunin að baki þeim er að lönd sem hafa traust ríkisfjármál og búa við svipað verðbólgustig, vexti og inn- byrðis gengisstöðugleika, eigi auð- veldara með að mynda myntbandalag en önnur. Þessir mælikvarðar eru auðvitað ekki einhh'tir og alls ekki er víst að svigrúm til sjálfstæðrar pen- ingastefnu sé nýtt með réttum hætti í þeim tilfellum sem heppilegt er talið að það sé til staðar. Áthyglisvert er að skoða hvemig Norðurlöndin standa gagnvart þess- um mælikvörðum, en hluti þeirra er sýndur í meðfylgjandi töflu. Oll löndin uppfylla Maastricht-skilyrðm nema ísland, sem um þessar mundir er með of mikla verðbólgu og of háa lang- tímavexti. Svíþjóð er opnast Norður- landanna ef mælt er með útflutningi og innflutningi vöru og þjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu en þessi lönd eru að jafnaði ekkert opnari á þennan mæhkvarða en meðal ESB- land. Hlutdeild núverandi evrusvæðis í utanríkisviðskiptum þessara ríkja er í öllum tilfellum undir 50% og ekki nema tæplega þriðjungur í tilfelli Finnlands og Islands. Danmörk og Svíþjóð eru með hæsta hlutdeild við- skipta við núverandi evrusvæði. Bæði Noregur og Island eru með umtals- verða hlutdeild utanríkisviðskipta við Norður-Ameríku og Bretland er þeirra stærsti útflutningmarkaður. Þátttaka í EMU er því nokkuð vanda- mál fyrir þessi ríki svo lengi sem Bretland stendur fyrir utan. Sveiflur í hagvexti og riðskiptakjörum hafa mesta fylgni við ESB í heild í Dan- mörku og Svíþjóð. Noregúr og ísland búa hins vegar greinilega við ósam- hæfða hagsveiflu gagnvart ESB enda ekkert marktækt samband á milli sveiflna í hagvexti og viðskiptakjör- umþeirraogíESB. í ljósi ofangreinds, og forsögu gengisstefnu landanna, virðist einsýnt að Danmörk er í fyrsta sæti meðal Norðurlanda sem heppilegur aðih að evrusvæðinu, síðan kemur Svíþjóð en Finland er í þriðja sæti. Það eru hins vegar að óbreyttu viss efnahagsleg vandamál varðandi aðild Islands og Noregs að evrusvæðinu sem verður ekki auðveldlega litið framhjá. Það þýðir ekki að útilokað sé fyrir þessi lönd að gerast aðilar, held- ur hitt að skoða yrði leiðir til að gera hagsveifluna samhæfðari og huga að öðrum sveiflujöfnunarmöguleikum, svo sem í gegnum vinnumarkaðinn. Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabankans. A-. Samarin gegn brjóstsviða! Samarin kemur maganum í lag og losar þig við brjóstsviða! Þessar verslanir selja Samarin: Nóatún, Bónus, Hagkaup, Nýkaup, Fjarðarkaup, KÁ verslun, Samkaup og öll apótek. Már Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.