Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 21 ERLENT Fyrrverandi yfírmaður leyniþjónustu Perú flýr land Stjórn Panama fliugar að veita Montesinos hæli Reuters Stúlka heldur á mútmælaspjaldi með áletruninni „Panama, ekki veita morðingjum hæli“ við sendiráð Panama í Lima. Panamaborg. Reuters, AP, AFP. STJÓRN Panama kvaðst í gær vera að íhuga beiðni Vladimiros Montesin- os, fyrrverandi yfirmanns leyniþjón- ustu Perú, um að hann fengi hæli í landinu. Montesinos flúði til Panama á sunnudag og utanríkisráðherra landsins sagði að ákveðið hefði verið að veita honum dvalarleyfi til bráða- birgða þar sem her Perú hefði ætlað að taka völdin í sínar hendur ef njósnaforingjanum yrði vísað frá Panama. Montesinos fór með flugvél tál Panamaborgar á sunnudagsmorgun þótt stjóm Panama hefði hafnað beiðni hans um hæli daginn áður. Stjómin ákvað þó á sunnudag að veita njósnaforingjanum fyrrverandi dval- arleyfi sem ferðamanni í alit að tvo mánuði vegna þrýstings annarra ríkja í Rómönsku Ameríku. Samtök Ameríkuríkja hafa lagt fast að stjóm Panama að verða við beiðni Montesinos til að auðvelda Perúmönnum að vinna sig út úr þeirri pólitísku kreppu sem ríkt hefúr í landinu eftir að njósnaforinginn fyrr- verandi var staðinn að því að múta þingmönnum stjómarandstöðunnar. Mútumálið varð til þess að Alberto Fujimori, forseti Perú, tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist boða til forsetakosninga og ekki sækjast eftir endurkjöri. Þar til mútumálið kom upp var njósnaforinginn hægri hönd forsetans og leiðtogar stjómarand- stöðunnar höfðu lengi sakað Montes- Vladimiro Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu Perú. inos um að njósna um stjómarand- stæðinga og þvinga þá til að styðja forsetann, auk þess sem hann hefur verið bendlaður við ólöglega vopna- sölu til Kólumbíu og eiturlyfjasmygl- ara. Þá hefur hann verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot, m.a. pyntingar og morð, í baráttunni gegn skæruliðum í Perú. Vildu afstýra valdaráni Montesinos hefur verið mjög áhrifamikill í her Perú og utanríkis- ráðherra Panama, José Miguel Alem- an, sagði að ákveðið hefði verið að taka beiðni hans um hæli til athugun- ar að nýju til að afstýra valdaráni. „Við fengum þær upplýsingar frá ýmsum forsetum og utanríkisráð- herrum að herinn myndi fremja vald- arán á sunnudag ef við gæfum ekki eftir,“ sagði Aleman. „Við fengum upplýsingar um að hersveitir, sem em með bækistöðvar við landamærin, hefðu haldið í átt að Lima í dögun á sunnudag." UtanríkisráðheíTann bætti við að sú staðreynd að margir teldu að út- legð Montesinos væri eina leiðin til að tryggja lýðræði í Perú „benti til þess að hann hefði í raun verið leiðtogi landsins". Margir Panamabúar era þó and- vígir því að Montesinos fái hæli í land- inu og segja að litið sé á það sem griðastað fyrir harðstjóra sem önnur ríki Rómönsku Ameríku vilji losna við. Sinecio Jarama, fyrrverandi hers- höfðingi í Panama, sagði að banda- menn Montesinos í yfirstjóm Perú- hers hefðu komið honum til hjálpar með því að breiða út „skröksögur" um að valdarán væri yfirvofandi. Fujimori gagnrýndur Leiðtogar stjómarandstöðunnar í Perú gagnrýndu Fujimori harkalega fyrir að leyfa Montesinos að flýja land og komast hjá ákæra. Stjómarand- staðan hafði krafist þess að njósnafor- inginn fyrrverandi yrði handtekinn og sóttur til saka. Tveir af þingmönn- um stjómarandstöðunnar fóra til Panama í fyrradag til að freista þess að fá ráðamennina til að hafha beiðni Montesinos. Fujimori leysti Montesinos form- lega frá störfum í fyrradag. Forsetinn kvaðst hafa fallist á „afsögn" njósna- foringjans fyrrverandi og fór lofsam- legum orðum um þátt hans í barátt- unni gegn eiturlyfjum og vinstrisinnuðum skæraliðum. Fjölmiðlar í Panama sögðu að Montesinos dveldi í fjölbýlishúsi í Panamaborg undir vemd öryggis- varða forsetaembættisins. Varafor- seti þingsins í Panama, Teresa de Ar- ias, sagði að hætta stafaði af dvöl Montesinos í landinu þar sem hugsan- lega yrði reynt að ráða hann af dögum með sprengjutilræðum. Stjómvöld í Panama hafa veitt nokkram erlendum leiðtogum hæli í landinu frá árinu 1979 þegar fyrrver- andi keisara írans var leyft að dvelja þar að beiðni Bandaríkjastjómar eftir íslömsku byltinguna. Jorge Serrano Elias, fyrrverandi forseti Guatemala, fékk einnig hæli í Panama árið 1993 þegar hann var granaður um að hafa hlaupist á brott með opinbera sjóði. Ári síðar varð Panama griðastaður leiðtoga herforingjastjómarinnar á Haiti, Raoul Cedras og Phillipe Biamby, sem steyptu Jean-Bertrand Aristide forseta árið 1991. mm j i i 1 i ' I 1 I Haustið heiUar JOBIS JAEGER BRAX GISPA BLUE EAGLE • • • mkm viö Óðinstorg 101 Reykjavík sími 552 5177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.