Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 21

Morgunblaðið - 27.09.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 21 ERLENT Fyrrverandi yfírmaður leyniþjónustu Perú flýr land Stjórn Panama fliugar að veita Montesinos hæli Reuters Stúlka heldur á mútmælaspjaldi með áletruninni „Panama, ekki veita morðingjum hæli“ við sendiráð Panama í Lima. Panamaborg. Reuters, AP, AFP. STJÓRN Panama kvaðst í gær vera að íhuga beiðni Vladimiros Montesin- os, fyrrverandi yfirmanns leyniþjón- ustu Perú, um að hann fengi hæli í landinu. Montesinos flúði til Panama á sunnudag og utanríkisráðherra landsins sagði að ákveðið hefði verið að veita honum dvalarleyfi til bráða- birgða þar sem her Perú hefði ætlað að taka völdin í sínar hendur ef njósnaforingjanum yrði vísað frá Panama. Montesinos fór með flugvél tál Panamaborgar á sunnudagsmorgun þótt stjóm Panama hefði hafnað beiðni hans um hæli daginn áður. Stjómin ákvað þó á sunnudag að veita njósnaforingjanum fyrrverandi dval- arleyfi sem ferðamanni í alit að tvo mánuði vegna þrýstings annarra ríkja í Rómönsku Ameríku. Samtök Ameríkuríkja hafa lagt fast að stjóm Panama að verða við beiðni Montesinos til að auðvelda Perúmönnum að vinna sig út úr þeirri pólitísku kreppu sem ríkt hefúr í landinu eftir að njósnaforinginn fyrr- verandi var staðinn að því að múta þingmönnum stjómarandstöðunnar. Mútumálið varð til þess að Alberto Fujimori, forseti Perú, tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist boða til forsetakosninga og ekki sækjast eftir endurkjöri. Þar til mútumálið kom upp var njósnaforinginn hægri hönd forsetans og leiðtogar stjómarand- stöðunnar höfðu lengi sakað Montes- Vladimiro Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu Perú. inos um að njósna um stjómarand- stæðinga og þvinga þá til að styðja forsetann, auk þess sem hann hefur verið bendlaður við ólöglega vopna- sölu til Kólumbíu og eiturlyfjasmygl- ara. Þá hefur hann verið sakaður um alvarleg mannréttindabrot, m.a. pyntingar og morð, í baráttunni gegn skæruliðum í Perú. Vildu afstýra valdaráni Montesinos hefur verið mjög áhrifamikill í her Perú og utanríkis- ráðherra Panama, José Miguel Alem- an, sagði að ákveðið hefði verið að taka beiðni hans um hæli til athugun- ar að nýju til að afstýra valdaráni. „Við fengum þær upplýsingar frá ýmsum forsetum og utanríkisráð- herrum að herinn myndi fremja vald- arán á sunnudag ef við gæfum ekki eftir,“ sagði Aleman. „Við fengum upplýsingar um að hersveitir, sem em með bækistöðvar við landamærin, hefðu haldið í átt að Lima í dögun á sunnudag." UtanríkisráðheíTann bætti við að sú staðreynd að margir teldu að út- legð Montesinos væri eina leiðin til að tryggja lýðræði í Perú „benti til þess að hann hefði í raun verið leiðtogi landsins". Margir Panamabúar era þó and- vígir því að Montesinos fái hæli í land- inu og segja að litið sé á það sem griðastað fyrir harðstjóra sem önnur ríki Rómönsku Ameríku vilji losna við. Sinecio Jarama, fyrrverandi hers- höfðingi í Panama, sagði að banda- menn Montesinos í yfirstjóm Perú- hers hefðu komið honum til hjálpar með því að breiða út „skröksögur" um að valdarán væri yfirvofandi. Fujimori gagnrýndur Leiðtogar stjómarandstöðunnar í Perú gagnrýndu Fujimori harkalega fyrir að leyfa Montesinos að flýja land og komast hjá ákæra. Stjómarand- staðan hafði krafist þess að njósnafor- inginn fyrrverandi yrði handtekinn og sóttur til saka. Tveir af þingmönn- um stjómarandstöðunnar fóra til Panama í fyrradag til að freista þess að fá ráðamennina til að hafha beiðni Montesinos. Fujimori leysti Montesinos form- lega frá störfum í fyrradag. Forsetinn kvaðst hafa fallist á „afsögn" njósna- foringjans fyrrverandi og fór lofsam- legum orðum um þátt hans í barátt- unni gegn eiturlyfjum og vinstrisinnuðum skæraliðum. Fjölmiðlar í Panama sögðu að Montesinos dveldi í fjölbýlishúsi í Panamaborg undir vemd öryggis- varða forsetaembættisins. Varafor- seti þingsins í Panama, Teresa de Ar- ias, sagði að hætta stafaði af dvöl Montesinos í landinu þar sem hugsan- lega yrði reynt að ráða hann af dögum með sprengjutilræðum. Stjómvöld í Panama hafa veitt nokkram erlendum leiðtogum hæli í landinu frá árinu 1979 þegar fyrrver- andi keisara írans var leyft að dvelja þar að beiðni Bandaríkjastjómar eftir íslömsku byltinguna. Jorge Serrano Elias, fyrrverandi forseti Guatemala, fékk einnig hæli í Panama árið 1993 þegar hann var granaður um að hafa hlaupist á brott með opinbera sjóði. Ári síðar varð Panama griðastaður leiðtoga herforingjastjómarinnar á Haiti, Raoul Cedras og Phillipe Biamby, sem steyptu Jean-Bertrand Aristide forseta árið 1991. mm j i i 1 i ' I 1 I Haustið heiUar JOBIS JAEGER BRAX GISPA BLUE EAGLE • • • mkm viö Óðinstorg 101 Reykjavík sími 552 5177

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.