Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 6

Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 6
6 MIÐVTKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í opinberri heimsókn til Litháen Reuters Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra heimsótti í gær þjálfunarmiðstöð dómara í Vilnius ásamt Gintaras Balciunas, dómsmálaráðherra Litháen. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra skoðaði á mánudag Trakai-kastala skammt frá Viln- ius. Á myndinni eru einnig þeir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Björn Friðfínnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Getum liðsinnt Litháum á marg- víslegan hátt Opinber heimsókn Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra til Litháen hélt áfram í gær. Sunna Ósk Logadóttir fylgist með heimsókninni sem lýkur í dag með undirrit- un samstarfssamnings landanna. PAÐ var mildur og sólríkur haust- dagur í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, þegar Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hóf annan dag opinberrar heimsóknar sinnar til landsins í boði dómsmálaráðherr- ans Gintaras Balciunas. Heimsókn- in er í framhaldi af fundi dóms- málaráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var á íslandi fyrir ári er þar var ákveðið að ráðherrarnir myndu hittast reglulega til að skiptast á hagnýtum upplýsingum. Heimsókn í þinghúsið Dagurinn hófst á heimsókn í þinghúsið í fylgd gestgjafans en með Sólveigu í för eru Ingvi Hrafn Óskarsson, ráðgjafí hennar, og Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins. Eft- ir að skoða innviði þinghússins sýndi ráðherrann íslensku gestun- um minnisvarða fyrir utan húsið um þá sem féllu í sjálfstæðisbar- áttu landsins fyrir rúmum tíu ánim en alls létu þrettán Litháar þá lífíð. Þar mátti einnig sjá skjöld með þakklæti til íslensku þjóðarinnar. „Það var mjög áhrifamikið að koma í þingið og sjá leifar af vír- girðingu sem sett var þar upp til varnar Rússum," segir Sólveig. „Sjálfstæðisbaráttan er þjóðinni greinilega enn í fersku minni.“ Eftir heimsóknina í þinghúsið var farið í héraðsdóm í bænum Molétai skammt frá Vilnius. Þar er sérstök þjálfunarmiðstöð dómara til húsa. A fundi sem dómsmála- ráðherrarnir tveir áttu með þeim dómurum sem fá nú þjálfun í mið- stöðinni kom m.a. fram að dómar- arnir telja sjálfstæði dómsvaldsins ekki tryggt. Laun dómara eru mjög lág og fáir dómstólar eru enn tölvuvæddir en í miðstöðinni fá dómarar m.a. þjálfun í tölvunotk- un. Er fundinum lauk sýndi Björn Friðfinnsson dómurunum íslenska Stjórnarráðsvefínn og Alþingisvef- inn og útskýrði uppbyggingu þeirra. Að heimsókninni lokinni snæddu íslensku gestirnir hádegisverð með litháenska dómsmálaráðherranum og forseta héraðsdómsins. Þá var haldið aftur til Vilnius og var ferð- inni heitið í KGB-safnið í borginni. Á þessari öld hafa Litháar tvívegis verið undir stjórn Rússa og þar á milli á valdi nasista. Húsið sem hýsir safnið var á árum áður bæði miðstöð Gestapo og KGB og á það sér því átakanlega sögu. í máli og myndum fengu íslensku gestirnir að heyra um hroðalega meðferð fanga í kjallara hússins allt fram undir lok þessarar aldar. Samstarfssamningur undirritaður Deginum lauk með skoðunarferð um elsta hluta Vilnius og varð ís- lensku gestunum ljóst að andi komandi þingkosninga svífur yfír vötnum. Hvarvetna um borgina hanga auglýsingspjöld frambjóð- endanna sem allir sem einn, óháð stjórnmálaflokki, lofa að beita sér fyrir inngöngu í Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið. „Þessi heimsókn hefur verið ánægjuleg í alla staði,“ sagði Sól- veig í gær. „Við höfum fengið hlý- legar móttökur og það er ljóst að Litháar eru mjög þakklátir fyrir það frumkvæði sem íslendingar sýndu er þeir viðurkenndu sjálf- stæði þeirra fyrir tíu árum. Við vorum minnt á söguna í dag er við skoðuðum KGB-safnið þar sem pólitiskir fangar sátu, voru pyntað- ir og teknir af lífi. Það var sérlega táknrænt að sjá hóp af skólabörn- um skoða safnið í þeim tilgangi að minna þau á þessa voveiflegu at- burði. Sú heimsókn var sérstaklega áhrifamikil." I dag er ætlunin að dómsmála- ráðherrarnir skrifi undir sérstaka viljayfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á aukið samstarf. „Við vilj- um gjarnan veita Litháum liðsinni með því að bjóða þeim að senda bæði lögfræðinga og dómara til Is- lands til þjálfunar. Við stöndum vel að vígi í okkar réttarkerfi og get- um vafalaust aðstoðað þá á marg- víslegan hátt.“ Á fundi með dómsmálaráðherr- anum í dag verður samningurinn ræddur og undirritaður og í kjölfar hans haldinn blaðamannafundur með litháenskum fjölmiðlum. KR stefnir Fram Tólfföld aukning gesta Söguseturs á Hvolsvelli Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetnrsins á Hvolsvelli. ÞAÐ stefnir í að gestir Sögu- setursins á Hvolsvelli verði 12.000 í ár sem er tólfíold aukning frá árinu á undan þegar 1.000 manns sóttu það heim. Að sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar, for- stöðumanns setursins, eru skýringar fjölgunarinnar m.a. söguveislur setursins sem hófust í vor og hafa notið slíkra vinsælda að enn er boðið upp á þær þrátt fyrir að upphaflega hafi eingöngu staðið til að þær yrðu til loka ágúst. „Við gátum ekki hætt, eftirspurnin var það mikil og munum við bjóða upp á söguveisl- una fram undir jól.“ Aukin umsvif í undirbúningi Arthúr segir það mikið vera starfsmannafélög sem sækja í sögu- veisluna sem hefst með ferð á Njáluslóðir en lýkur í veislu í sögu- setrinu þar sem m.a. er borið á borð eldsteikt lamb og fluttur leik- þáttur. „Fyrir utan söguveisluna höfum við svo verið að taka við hóp- um í miðri viku í skoðunarferðir á Njáluslóðir auk þess sem ferða- menn koma hingað til að skoða sýn- inguna í setrinu. Núna fara líka skólakrakkar að koma.“ Arthúr segir gesti setursins eink- um vera íslendinga sem bendi til þess að menningararfur Islendinga sé ónýtt auðlind. Arthúr segir að sögusetrið hafi ekki haft bolmagn til að sinna öllum þeim sem sýnt hafa áhuga á því að koma í sögu- veislur og ferðir, en á stefnuskránni sé að auka umsvif söguset- ursins. „Undirbúningur að dagskrá fyrir erlenda ferða- menn er þegar hafinn og við höfum sett okkur í samband við ferðaskrifstofur sem sýnt hafa þessu mikinn áhuga.“ Arthúr segir að til þess að hægt verði að færa út kvíarn- ar þurfi aukið fjármagn en sögusetrið er nú rekið að mestu leyti fyrir fjármagn frá sex hreppum í Rangár- þingi. „Það eru ýmsar þreif- ingar í gangi og fjárfestar að skoða málið. Við vorum á fjárlögum síðasta árs og fá- um vonandi áfram framlag úr ríkis- sjóði.“ Arthúr segir að í kjölfar vel- gengni sögusetursins hafi fólk á ýmsum stöðum af landinu haft sam- band við sig, til að leita ráða, áhuginn á menningartengdri ferða- mennsku sé greinilega mikill. „Það má líka segja að þessi starfsemi hafi margfeldisáhrif, því fyrir utan að veita vinnu sækja ferðamenn sem hingað koma sér þjónustu hér.“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur tók í gær fyrir mál Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur gegn Fram-Fót- boltafélagi Reykjavíkur. KR telur nafnið Fram-Fótboltafélag Reykjavíkur vera of líkt nafni KR sem skapi hættu á nafnaruglingi, ekki síst þegar nöfn félaganna eru þýdd yfir á erlend tungumál. KR fer fram á að Fram-Fót- boltafélagi Reykjavíkur verði með dómi gert að afmá nafnið úr hluta- félagaskrá og bannað að nota nafnið hvort sem er á íslensku eða á erlendum tungumálum að öðru leyti. KR bendir á að ensk þýðing á heiti KR er „Reykjavík Football Club“ eða „Football Club of Reykjavík." í styttri útgáfu yrði nafnið Reykjavík FC. Þýðing á heitinu Fram-Fótboltafélag Reykjavíkur yrði nákvæmlega sú sama. KR segir að þegar hafi bor- ið á því að ruglingur hafi skapast á milli félaganna. Fram hafnar kröfugerð KR og segir fráleitt að KR geti eignað sér nafn Reykjavíkurborgar. Það sé alþekkt að fleiri en eitt knatt- spyrnufélag kenni sig við sömu borgina. Fyrir um tveimur árum lagði KR fram kæru til Samkeppnis- stofnunar þar sem farið var fram á að Fram gæti ekki notað nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur. Sam- keppnisráð komst þá að þeirri nið- urstöðu að auðkenni félaganna væru það frábrugðin að ekki yrði villst á þeim. Svo lengi sem Fram- nafnið kæmi fyrir í heitinu væri engin hætta á ruglingi. Með vísan til sömu sjónarmiða var ekki talið að þýðing heitanna yfir á ensku skapaði hættu á ruglingi. Arekstur við Selfoss TVEIR fólksbílar skullu saman á Suðurlandsvegi skammt norðan við Ölfusárbrú um há- degisbil í gær. Öðrum bílnum var ekið yfir á rangan vegar- helming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Að söp lögreglu á Selfossi kvart- aði ökumaður annars bílsins undan bakmeiðslum og var hann fluttur til læknisskoðun- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.