Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 20
20 MIBVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Harðorðar yfírlýs- ingar ganga á milli stjórna LSE og OM Ósló. Morgunblaðið. ÞAÐ andar köldu á milli stjóma Kauphallarinnar í London og OM Gmppen í Stokkhólmi og harðorðar yfirlýsingar ganga á víxl. Stjóm LSE sendi hluthöfum LSE bréf í fyrradag þar sem þeir vom varaðir við hlægilegu tilboði OM í LSE. Stjóm OM hefur nú svarað og segir stefnumótun stjórnar LSE lausa í reipunum og að stjómina skorti framtíðarsýn. Frá þessu greinir m.a. á BBC, ft.com og sænska viðskipta- vefnum E24. í bréfi LSE til hluthafanna era þeir hvattir til að hafna óvinveittu til- boði sænska fyrirtækisins OM Grappen í LSE. Bréfið er harðort og segir m.a. að tilboðið sé algjörlega óviðunandi og hafi í för með sér full- komið áhrifaleysi LSE. í yfirlýsingu OM er stjórn LSE hvött til að taka tilboð OM til endur- skoðunar. OM muni veita LSE það sem Kauphöllin þarfnist, styrka stjórnun og skýra framtíðarsýn. Stjóm LSE ítrekar þá skoðun sína í bréfinu að OM vanmeti LSE i til- boði sínu og sameining fyrirtækj- anna hafi enga kosti í för með sér. Að mati stjórnar LSE er það ætlun OM að kaupa LSE ódýrt með hlutabréf- um í OM sem hafa sveiflast í verði. Hluthafar era m.a.s. hvattir til að hunsa öll gögn sem þeim berast frá OM. Tilboð OM sem samanstendur af reiðufé og hlutabréfum, metur LSE á um 815 milljónir punda eða tæpa 100 milljarða íslenskra króna en markaðsverðmæti LSE er talið yfir 900 milljónir punda. Framkvsmdastjóri og ráðgjafafyrirtæki hætta Fyrir tveimur vikum var iX sam- rani LSE og Deutsche Börse í Frankfurt blásinn af og um leið til- kynnti LSE að í kjölfarið yrði allt kapp lagt á að verjast óvinveittu til- boði OM. Bréfið sem sent var út í gær er liður í þeirri baráttu. Stjóm LSE hefur fengið á sig veralega gagnrýni undanfarið. I kjölfar aðalfundar sagði Gavin Casey framkvæmdastjóri starfi sínu lausu, og nú hefur annað aðalráðgjafafyrir- tæki LSE í iX samrananum, Merrill Lynch bankinn, hætt samstarfinu. I bréfinu era hluthafar boðaðir á hluthafafund hjá LSE 19. október nk. og þar verður m.a. rædd reglan um að einstakur hluthafi megi ekki eiga meira en 4,9% hlutafjár í LSE. í yfirlýsingu segir stjóm LSE að hún muni ekki skýla sér bak við reglu- mar um 4,9% hámarkið til að verjast tilboði OM. Eigendasamsetning LSE dragi hins vegar úr áhrifum hluthafa LSE í hugsanlega samein- uðu fyrirtæki, þar sem þar séu eig- endur margir, en fáir að OM. OM er í 40% eigu framkvæmda- stjómar OM, a.m.k. 9,5% í eigu sænska ríkisins og 15,3% í eigu In- vestor, fjárfestingarfélags í eigu Wallenbergfjölskyldunnar, að því er hluthöfum LSE er bent á í bréfinu frá stjóminni. Helstu rök OM fyrir samrana fé- laganna er sú tækni sem OM hefur yfir að ráða og myndi koma LSE til góða. Að mati stjómar LSE hefur hvorki kauphöllin í London né við- skiptavinir hennar þörf fyrir slíka tækni. Sérleyfi - Franchising Námstefna SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu í samstarfi við PricewaterhouseCoopers boða til námstefnu um sérleyfi (franchising) þann 28. september á Grand Hótel kl. 8:30-12:30. Námstefna sem þessi heíur ekki verið haldin áður hér á landi. Aðalfyrirlesari er Borge Nilssen hjá Effectum Franchise Consulting. Fyrirtækið er leiðandi á sviði sérleyfa í Skandinavíu. Borge hefur tæplega 30 ára reynslu af sérleyfum (franchising) og hefur unnið við að koma upp 150 sérleyfum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fyrirlestrar hans fara fram á ensku. Dagskrá: 8:30 Inngangur Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ 8:40 Borge Nilssen, Effectum Franchise Consulting Hvað er sérleyfi og hvernig er það notað? 9:40 Cunnar Sturluson, hrl. - Logos lögmannsþjónusta Sérleyfi: íslensk lög og lagaumhverfi 10:10 Kaffihlé 10:30 Borge Nilssen, Effectum Franchise Consulting Veiting og viðtaka sérleyfa 11:30 Umræður/fyrirspurnir 12:00 Cunnar Elvarsson, SAND Reynsla okkar af sérleyfum 12:30 Námstefnuslit Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Fríðu Jónsdóttur í síma 550 5300. Netfang: frida.jonsdottir@is.pwcglobal.com Verð: 11.500 Boðið verður upp á léttar veitingar. PricewaTerhouseQopers 0 _____________ Morgunblaöiö/Þorkell F.v. Nick Axworthy frá Touch Vision, Kristján Danfelsson framkvæmda- stjóri og Hiimar Guðmundsson, tæknistjóri Bókunarmistöðvarinnar. Nýr bókunarvef- ur í ferðaþjón- ustu á Islandi BÓKUNARMIÐSTÖÐ íslands hef- ur opnað íslenskan bókunarvef fyrir ferðaþjónustu á íslandi en vefurinn heitir discovericeland.is. Á vefnum verður í fyrsta sinn hægt að bóka beint og staðfesta gistingu um land allt, panta sérferðir ýmissa aðila, bílaleigubíla, skemmtanir o.fl. hvað- an sem er úr heiminum. Auk bókun- armöguleikanna er að finna ítarlegar upplýsingar um land og þjóð á vefn- um, sveitarfélög og landsvæði og alla helstu viðburði hverju sinni. Viðskiptavinir geta bókað heima Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Bókunarmiðstöðvar- innar, segir að bókun á vefnum sé einfold og geta viðskiptavinir bókað á tölvunni heima hjá sér. Viðskipta- vinurinn velji gististað eða þjónustu og bókunarkerfi Bókunarmiðstöðv- arinnar hringi síðan sjálfkrafa í þjón- ustuaðilann. Sé pöntun staðfest er staðfestingargjald fært á greiðslu- kort notanda og báðir aðilar fá í hendur staðfestingu. Ferðamaður- inn framvísi síðan staðfestingunni við komuna. Kristján segir það vera nýjung að allir samstarfsaðilar Bókunarmið- stöðvarinnar geti uppfært beint á Netinu allar upplýsingar um þjón- ustu sína, sveitarfélög, landshluta eða atburði. Talið er að veralegur hluti við- skipta í ferðaþjónustu muni færast inn á Netið á næstu misseram og hafa flugfélög um allan heim því lagt mikla áherslu á sölu farmiða á Net- inu og hafa þau viðskipti aukist gríð- arlega. Hugbúnaðurinn að baki vef Bók- unarmiðstöðvar Islands gerir sam- starfsaðiium kleift að færa inn upp- lýsingar hvaðan sem er. Að sögn Kristjáns var það fyrirtækið Touch Vision sem sá um þróun hugbúnað- arins og kom einn eigenda Touch Vision, Nick Axworthy, hingað tii lands í tilefni af opnun vefjarins. Geta sjátfir fært inn upplýsingar Öll innsetning gagna er mjög ein- föld og er öllum samstarfsaðilum op- in. Með þennan möguleika í boði hef- ur Bókunarmiðstöð íslands þegar gert samninga við landshlutasamtök og bæjarfélög víða um land. Sveitar- félög og þróunar- og atvinnumálafé- lög hafa einnig sýnt þessum mögu- leika mikinn áhuga. Kristján segir að helsti kostur vefjarins sé sá að samstarfsaðilar á hveijum stað geta uppfært upplýs- ingar um sinn landshluta eða sitt sveitarfélag sjálfir, kynnt nýjungar og sent inn fréttir og vakið athygli á áhugaverðum atburðum. Ekki þurfi að senda upplýsingar í hendur um- sjónaraðila með tilheyrandi kostnaði. Þannig verði til lifandi og skemmti- legur vefur um allt sem sé að gerast í landinu hverju sinni og tengist ferða- þjónustu, listum og menningu. Á næstunni verður komið fyrir fjölnota útstöðvum, þ.e. skjámiðlum eða kiosku, víða um land, þar sem hægt verður að ganga að sömu bók- unarmöguleikum og upplýsingum. Með sérstöku samkomulagi við upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála í öllum landshlutum hefur skapast tenging milli landshluta í gegnum kerfið, sem hægt er að uppfæra hvar sem er. Ríkisorkufyrir- tæki verðmetið mismunandi Ó8l<í. Morgunblaðið. STATKRAFT, norska ríkisorku- fyrirtækið, er metið á 27-50 millj- arða norskra króna af tveimur ráð- gjafarfyrirtækjum, sem greinir á i mati sínu. Þetta samsvarar 243- 450 milljörðum íslenskra króna. í Dagens næringsliv er greint frá því að norski olíu- og orkumál- aráðherrann Olav Akselsen, hafi fengið fyrirtækin Emst & Young og Dresdner Kleinwort Benson til að meta verðmæti Statkraft áður en að einkavæðingu þess kemur. Fyrrnefnda fyrirtækið metur Stat- kraft á 45-50 milljarða norskra króna, en hið síðamefnda á 27-33 milljarða. Ástæðan fyrir miklum mun á verðmætamati ráðgjafarfyrirtækj- anna er talin að fyrirtækin beita ólíkum aðferðum, þar sem Dresdn- er Kleinwort Benson leggur mun meiri alþjóðlegar áherslur en E&Y. Bæði fyrirtækin verðleggja Statkraft þó hærra en bókfært verð segir til um, en það er sam- kvæmt olíu- og orkumálaráðu- neytinu 22 milljarðar norskra króna um mitt ár. Ráðherrann áætlar að fram fari reglulegt mat á Statkraft þangað til einkavæðing þess hefst en tíma- setningin hefur ekki verið ákveðin. Einkavæðingaráform ríkisstjórn- arinnar eru lengra komin varðandi Telenor og Kreditkassen, einnig eru Statoil og Den norske Bank ofarlega á blaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.