Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 227. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mótmæli stjórnarandstöðunnar breiðast út í Júgóslavíu 0R6UNBLAÐK) 4. OKTOBER 200 69090 3 090000 Liðsmenn sljórnarandstöðunnar hrópa vígorð gegn Milosevic forseta við höfuðstöðvar hagstofu Júgóslavíu í Belgrad í gær en hagstofan sér um atkvæðatalningu. Sameining- arhátíð í Þýzkalandi HUNDRUÐ þúsunda manna tóku í gær þátt í hátíðarhöldum í Berl- ín og Dresden í tilefni af tíu ára sameiningarafmæli Þýzkalands, þar á meðal þetta fólk sem naut veðurblíðunnar við ríkisþinghúsið og Brandenborgarhliðið í mið- borg Berlínar. Múrinn stóð áður þar sem fólkið gengur. í ávörpum á formlegum hátíð- arfundi í Dresden, sem mörgu er- lendu fyrirmenni var boðið til, hældu Gerhard Schröder kanzlari og Johannes Rau forseti fyrrver- andi borgurum Austur-Þýzka- lands fyrir að hafa með borgara- legu hugrekki steypt alræðis- stjórn kommúnista. „Kanzlari sameiningarinnar", Helmut Kohl, var fjarverandi hin opinberu hátíðarhöld. Skemmdarverk nýnazista í fyrrinótt á minnismerki í Buchenwald-fangabúðunum sem nazistar ráku í grennd við Weim- ar og íkveikjutilraun við guðshús gyðinga í Dusseldorf vörpuðu nokkrum skugga á þjóðhátíðar- stemmninguna í gær. ■ Opnaði leiðina/22 um að Skipun hand- taka verkfallsleiðtoera lpTarl. Moskvu. AP. AFP. Belgrad, Moskvu. AP, AFP. ÓLJÓST er hvort Slobodan Milosev- ic Júgóslavíuforseti samþykki boð Rússa um að þeir miðli málum í deil- um forsetans við stjórnarandstöðuna vegna kosninganna 24. september. Sendiherra Júgóslavíu í Moskvu, sem jafnframt er bróðir Milosevic, hrósaði í gær Rússum fyrir að sýna hlutleysi í deilunni og skipta sér ekki af innanlandsmálum Júgóslava en sagði að ekki væri búið aif taka ákvörðun um að þiggja milligöngu. Stjórnvöld í Belgrad virtust í gær- kvöldi vera reiðubúin að láta hart mæta hörðu til að stöðva verkföll kolanámumanna og gáfu út skipun um að handtaka 13 leiðtoga þeirra. Tugþúsundir manna efndu til mót- mæla og verkfalla gegn Milosevic í Belgrad og fleiri borgum í gær, ann- an daginn í röð, og vakti athygli að víða létu herlögreglumenn aðgerð- irnar afskiptalausar. I bænum Backa Palanka í norðurhluta landsins eru yfirmenn lögreglu á staðnum sagðir hafa neitað að verða við skipunum frá Belgrad um að fjarlægja vegar- tálma. Nokkrir tugir stjórnarandstæð- inga í borginni Vranje voru hand- teknir í gær og umsvifalaust dæmdir í allt að mánaðar fangelsi fyrir að trufla umferð. Stjórnvöld sendu í gær frá sér yfírlýsingu þar sem and- stæðingum var hótað gagnaðgerð- um. Yfirlýsing stjórnar Milosevic var lesin í sjónvarpi og var þar sagt að bannaðar yrðu aðgerðir þeirra sem ógnuðu öryggi borgaranna, trufluðu umferð og atvinnulíf. „Grip- ið verður til sérstakra aðgerða gegn þeim sem skipuleggja þessi afbrot. Þær eiga ennfremur við um fjölmiðla sem kostaðir eru erlendis, breiða út lygar og æsa til blóðsúthellinga." Námumenn í verkfalli Um 7.000 námumenn lögðu niður vinnu í Kolubara-kolanámunni og var lokað fyrir rafmagn til nokkurra borga sem stjórnarandstaðan ræður, borið við kolaskorti. Milosevic sendi forseta herráðsins, Nebojsa Pavkov- ic hershöfðingja, á vettvang í gær til að telja námumönnum hughvarf. Það tókst honum ekki, þeir sögðust myndu vera í verkfalli þar til Milos- evic viðurkenndi ósigurinn. Tugþúsundir háskólanema í Belgrad reyndu í gær að komast inn í Dedinje-hverfið þar sem Milosevic býr en lögregla stöðvaði þá. Að sögn Aftenposten voru samskipti stúdent- anna við lögreglumenn vinsamleg og um tíma gekk lögregluforingi í far- arbroddi kröfugöngunnar. Margar verslanir í Belgrad voru lokaðar og og höfðu uppi skilti með áletruninni „Lokað vegna þjófnaðar" en stjórn- arandstaðan segir Milosevic hafa stolið niðurstöðum kosninganna með því að láta falsa talninganiðurstöður. Samkvæmt opinberum tölum fékk Kostunica tæp 49% en Milosevic um 38,6% atkvæða. Hyggjast stjómvöld efna til seinni umferðar forsetakjörs þar sem enginn hafi hafi hlotið hrein- an meirihluta. Kostunica neitar að taka þátt í seinni umferðinni og seg- ist vera réttkjörinn forseti. En skoð- anir munu vera skiptar meðal stjórnarandstæðinga í málinu og sendimaður Moskvustjórnarinnar á Balkanskaga, Vladímír Tsízhov, sagði að brýnt væri að ná samkomu- lagi um seinni umferðina og tryggja að allir viðurkenndu lögmæti henn- ar. Grikkir sögðust í gær vona að hægt yrði að sameinast um þá hug- mynd Kostunica að alþjóðleg nefnd sæi um endurtalningu atkvæða. Nær 60 Palestímimenn fallnir Aköf mótmæli í mörgum Arabalöndum SÞ, Genf, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. FJÓRIR Palestínumenn biðu bana á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum í gær og hafa nú 55 manns, langflestir arabar, fallið í átökum ísraela og Palestínumanna er hófust á fimmtu- dag. Um þúsund manns hafa særst. Beittu ísraelar skriðdrekum og þyrl- um gegn mótmælendum við Netzar- im á Gaza í gær. Ekki hefur náðst einingí öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um yfírlýsingu vegna átakanna og munu Bandaríkjamenn hafa kom- ið í veg fyrir að samþykkt yrði for- dæming á ísraela fyrir að beita óþarfa hörku. Hart var deilt á stefnu ísraela á fundi ráðsins í gær. Munir Makdah, leiðtogi eins af mörgum palestínskum skæru- liðahópum sem ekki viðurkenna myndugleika Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna á sjálfsstjórn- arsvæðunum í ísrael, sagði í gær í Líbanon að liðsmenn hans myndu ráðast á ísraela hvar sem þeir næðu til þeirra. Þúsundir háskólanema í Kaíró efndu til mótmæla gegn Israelum í gær, héldu á loft kóraninum og heimtuðu að sendiherra ísraels yrði rekinn úr landi. „Ég vildi óska að ég gæti orðið píslai-vottur eins og þeir sem dóu í Palestínu,“ sagði einn mannanna, laganeminn Mohamed Ibrahim. Þátttakendur hrópuðu „Guð er mikill“ og „Palestína er land múslima". Efnt var til mótmæla í Jórdaniu, írak, Líbýu og fleiri araba- ríkjum og í Sýrlandi hvöttu róttækir hópar útlægra Palestínuskæruliða Arafat til að láta ekki undan þrýst- ingi Bandaríkjamanna heldur leyfa Palestínumönnum að endurheimta hemumdu svæðin með uppreisn. Palestínumenn hafa krafist þess að gerð verði hlutlaus, alþjóðleg rannsókn á upptökum átakanna og talsmenn Arababandalagsins sögð- ust í gær ætla að krefjast sérstaks fundar í mannréttindanefnd SÞ vegna meints ofbeldis ísraela undan- farna daga. ísraelar hafa sakað leið- toga Palestínumanna um að skipu- leggja árásir á her og lögreglulið þeirra. Þeir Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, og Arafat munu eiga fund með Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jacques Chirac Frakklandsforseta í París í dag. A morgun munu Barak og Arafat halda fund í Kaíró með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta. ■ Hneykslun og/22 Prófessor íflug- vélafæði London. AP. VIÐ háskólann í Surrey í Eng- landi verður stofnað til nýs embættis á næstunni, prófess- orsembættis í flugvélafæði. Hefur alþjóðasamband fyrir- tækja í þessari grein gefið skólanum 61 milljón ísl. kr. í þessu skyni en umsóknarfrest- ur um prófessorsstöðuna renn- ur út nk. þriðjudag. I Surrey-háskóla, sem er um 30 km vestur af Gatwick-flug- velli, hafa raunar verið haldin nokkur námskeið í þessari nýju grein, flugvélafæðinu, en hún veltir meira en 1.200 millj- örðum ísl. kr. árlega og hefur að minnsta kosti 100.000 manns í sinni þjónustu um all- an heim. Þegar David Airey, einn deildarforseta skólans, var spurður hvernig kennslan yrði, svaraði hann því til, að það færi eftir því hver hreppti stöðuna. Matvælafræðingur væri til dæmis líklegur til að leggja áherslu á ferskleikann en mat- gæðingur á bragð, útlit og framreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.