Morgunblaðið - 04.10.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.10.2000, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR i j' í ERLENDAR FJARFESTINGAR Það fer vel á því að Guðfaðirinn setírsjálfur endapunktinn á fiskveiðistjórnunarósKapnaðinn. 77% hlynnt hvalveiðum NÆRFELLT 77% íslendinga eru hlynntir því að hefja hval- veiðar á íslandi og 60% vilja hefja hvalveiðarnar strax á þessu ári, ef marka má skoðana- könnun Gallups sem gerð var síðari hluta ágústmánaðar og í byrjun september. I könnuninni kom fram að 11% voru andvíg hvalveiðum Islend- inga og 13% reyndust hvorki fylgjandi né andvígir þeim. Fleiri karlar en konur voru fylgjandi hvalveiðum, eða 84% karla en tæp 70% kvenna. Stuðn- ingurinn virtist vera þverpóli- tískur, því ekki var marktækur munur á milli stuðningsmanna flokkanna í þessum efnum. 35% telja það skaðlegt með einhverjum hætti Þá telja næstum 35% það vera skaðlegt fyrir okkur með ein- hverjum hætti að veiða hval, 6% telja að það myndi skaða við- skipti okkar erlendis, 6% að það myndi skaða ferðamannaiðnað- inn hérlendis og 23% að það myndi skaða hvort tveggja. Á hinn bóginn telja 65% að það myndi ekki hafa nein skaðleg áhrif fyrir okkur að hefja hval- veiðar. Könnunin fór fram 22. ágúst til 12. september. Úrtakið var 1.149 manns af landinu öllu á al- drinum 18-75 ára og svöruðu rúmlega 70%. Sveigjanleiki á vinnustöðum Hið gullna jafnvægi Gylfi Dalmann Aðalsteinsson IÐ GULLNA jafn- vægi“ er heiti ráð- stefnu ESB-verk- efnis sem fjallað verður um á ráðstefnu sem Reykja- víkurborg stendur fyrir í samstarfi við Gallup og hefst á föstudag. Þema verkefnisins er sveigjan- leiki á vinnustöðum og samræming starfs og einkalífs. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins. Gylfi Dalmann Aðalsteins- son ráðgjafi hjá Gallup verður fundarstjóri á ráð- stefnunni. Hann var spurð- ur um markmið hennar. „Hið gullna jafnvægi er samstarfsverkefni Reykja- víkurborgar og Gallup, sem er styrkt af Evrópu- sambandinu. Verkefnið fer fram í fjórum löndum samtímis, Bret- landi, Grikklandi, Þýskalandi og í slandi. Tuttugu og fimm fyrirtæki frá hverju landi taka þátt í að prófa ítarlegt leiðbeiningarefni sem ætl- að er smáum og meðalstórum fyr- irtækjum sem vilja samræma starf og einkalíf og bæta þannig nýtingu mannauðsins og skapa eftirsókn- arverðan vinnustað." -Hvað felst nánar til tekið í þessu verkefni? „Það er mikilvægt fyrir fyrir- tæki framtíðarinnar að hafa á að skipa öflugu starfsfólki. í framtíð- inni mun samkeppni um hæft vinnuafl aukast til muna og fyrir- tæki þurfa að leita ýmissa leiða til þess að gera vinnustaðinn aðlað- andi og tryggja hollustu starfs- manna sinna. Með þátttöku í verk- efninu fá fyrirtæki hagnýtar leiðbeiningar til þess að koma á auknum sveigjanleika, nýta betur mannauðinn, auka starfsánægju á vinnustað, ná betri árangri og halda hæfu starfsfólki, minnka starfsmannaveltu og öðlast þekk- ingu á breyttu umhverfi vinnu- markaðarins." - Hvað fá fyrirtækin út úr þátt- töku sinni? „Fyrirtækin fá sérstakt leið- beiningarefni sem samið er af breskum vinnumarkaðsfræðing- um en er staðfært og aðlagað ís- lenskum aðstæðum. Ennfremm- munu íyrirtækin njóta handleiðslu reyndra ráðgjafa Gallup auk þess sem þátttakendur í verkefninu munu hittast í fjórum vinnustofum þar sem farið er ítarlega í leiðbein- ingarverkefnið með hliðsjón af að- stæðum hvers fyrirtækis fyrir sig. Að lokum er helsti ávinningurinn fyrir fyrirtæki að ná samkeppnis- forskoti þar sem þekking, tryggð, framlag starfsmanna og fjöl- skylduvæn starfsmannastefna eru lykill að árangri.“ - Hvað verður helst á dagskrá ráðstefnunnar? „Yfirskrift ráðstefnunnar er Samkeppnisforskot með auknum sveigjanleika. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um sveigjanleika á vinnustöðum í Evrópu og Bandaríkj- unum, fjallað verður um jafnvægi milli einkalífs og starfs með tilliti til reynslu Royal Borough of Kingston upon Thames, sem er sveitarfélag í Lundún- um og átti frumkvæðið að þessu verkefni. Á ráðstefnunni verður kynnt ný rannsókn Gallup á reyk- vískum vinnumarkaði þar sem reynt verður að svara spuming- unni hvort sveigjanleiki fyrirtækja hafi áhrif á lífsgæði. En fyrstu nið- urstöður benda til þess að það séu ► Gylfi Dalmann Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og BA-prófi í stjórnmála- fræði 1993. MA-prófi í vinnu- markaðsfræðum lauk hann frá Warwick-háskóla 1995. Hann hefur starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi, fræðslustjóri hjá VR og stjómunarráðgjafi hjá Gallup, en því starfi gegriir hann í dag og er auk þess lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er kvæntur Magneu Davíðsdóttur bókasafnsfræðingi og eiga þau þrjú börn. einkum þrír þættir sem skapi vandamál við samhæfingu starfs og einkalífs: vinnutími, álag í starfi og hlutverk einstaklingsins innan fjölskyldunnar og sú ábyrgð sem hann ber gagnvart henni. Með meiri fjölskylduábyrgð upplifa ein- staklingar aukið ójafnvægi og togstreitu á milli vinnu og einka- lífs. Ennfremur munu íslenskir stjórnendur ræða um efni eins og einkalíf og stjórnunarábyrgð, hveijir hagnast og tapa á fjöl- skylduvænleika og fulltrúar frá Motorola munu fræða okkur um fjölskylduvæna starfsmanna- stefnu hjá fyrirtækinu.“ - Hvað með framhaldið? „Að lokinni þessari ráðstefnu verður auglýst eftir þátttakendum í verkefnið. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að einskorða þátttökufyrirtæki ekki eingöngu við borgarstofnanir, heldur gefst reykvískum fyrir- tækjum kostur á þátttöku. Stefnt er að því að velja þátttökufyrir- tæki 24. október, en umsóknar- frestur rennur út 13. október næstkomandi." -Hafa fleiri verkefni af þessu tagi staðið til boða á íslandi? „Nei, þetta áhugaverða verk- efni er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og víst er að margvís- legra upplýsinga um íslenskan vinnumarkað verður aflað innan vébanda þess. Stjómendur fyrir- tækja, starfsmannastjórar, aðilar vinnumarkaðarins og fleiri munu hafa gagn af ráðstefnunni. Auk þess mun þetta verk- efni og boðskapur þess berast út i samfélagið öllum til gagns. Verk- efnið kallar á nýja hugsun og hugarfars- breytingu hjá öllum að- ilum. Við getum reikn- með að innleiðing samþættingar starfs og einkalífs geti tekið nokkurn tíma en ein- hvers staðar verður að byrja þá þróun, sem þegar er hafin erlend- is og er að hefjast hér á landi.“ Vinnutímí, álag í starfi og hlutverk og ábyrgð inn- an fjölskyld- unnar helstu álagsþættir að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.