Morgunblaðið - 04.10.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 04.10.2000, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talsmenn verðbréfafyrirtækja Selja lítið af hlutabréfum fyr ir erlenda aðila Morgunblaðið/Árni Sæberg Átakið kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Atak um að stöðva sölu tóbaks til unglinga FORSVARSMENN verðbréfafyiir- tækjanna segja flestir að fyrirtækin séu mjög lítið í því að selja hlutabréf í eigu erlendra aðila. Pau leggja jafn- frámt áherslu á að fyrirtækin fari að lögum í þessu efni sem og öðrum. I Morgunblaðinu í gær sagði ríkis- skattstjóri að misbrestur hefði orðið á því að verðbréfafyrirtækin hér á landi hefðu staðið skil á 20% skatti af söluhagnaði erlendra aðila í íslensk- um hlutafélögum. Sigurður B. _ Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, sagðist ekki vita til þess að VÍB hefði haft milligöngu um sölu hlutabréfa fyrir erlendra að- ila, án þess þó að hann gæti fullyrt um einstök viðskipti. VIB væri ekki með fjárvörslu fyrir nein erlend eignarhaldsfélög í eigu Islendinga. Hann sagði að starfsmönnum VIB væri kunnugt um þetta ákvæði skattalaga og færi eftir því eins og öðrum lögum. Selja skuldabréf fyrir erlenda aðila Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa hf., sagði að í Búnaðar- bankanum færu menn að lögum í þessu efni sem og öðrum. Hann sagði að bankinn hefði verið mjög lít- Viðbúnaður vegna kennsluvélar TIL viðbúnaðar var gi-ipið skömmu eftir hádegi í gær er tilkynning barst frá kennslu- flugvél í nágrenni Reykjavíkur að ef til vill væri ekki allt með felldu um borð. Tveir menn voru um borð í flugvélinni og tilkynntu þeir að titringur væri í flugvélinni og óskuðu eftir að koma þegar til lendingar. Vegna hugsanlegrar hættu var viðbúnaðarástandi lýst yfir. Sjúkra- og slökkvi- liðsbílar voru sendir á vettvang en ekki kom til þess að notast yrði við þá því flugvélin lenti heilu og höldnu. ið í að selja hlutabréf fyrir erlenda aðila. Bankinn hefði hins vegar í nokkrum mæli tekið að sér sölu skuldabréfa fyrii' erlenda aðila.' í þeim tilvikum befði verið sótt um til ríkisskattstjóra sérstaka heimild til að undanþiggja þá frá greiðslu fjár- magnstekjuskatts. Sama ætti við um einstaklinga sem ættu fjármagn á bankareikningum hér á landi. Þeir væru einnig undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þorsteinn sagði að í þessu máli væri að mörgu leyti eðlilegra að skattlagningai'rétturinn væri í hönd- um þess lands þar sem einstakling- arnir eða félögin, sem í hlut ættu, væru búsett. Flestir tvísköttunar- samningar gerðu ráð fyrir því. Aldrei reynt á túlkun skattstjóra Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, sagði að aðalástæða þess að lítið hafi reynt á ákvæði í skattalögum um skattlagningu er- lendra aðila vegna hlutabréfavið- skipta hér á landi, einfaldlega vera þá að hingað til hafi áhugi útlendinga á hlutabréfaviðskiptum hérlendis verið hverfandi. Þar fyrir utan hafi ríkisskattstjóri ekki gefið út neinar leiðbeiningar um hvernig standa skuli skil á sköttum erlendra aðila sem stunda hlutabréfaviðskipti hér á landi. Aldrei hefði reynt á túlkun skattstjóra á ákvæðum tekjuskatts- laga og laga um staðgreiðslu hvað þetta varðar. Fjármálafyrirtækin hefðu þess vegna ekkert fordæmi til að vinna eftir. Sigurður Atli sagði að auk þess væri þetta ákvæði skatta- laga nokkuð erfitt í framkvæmd. Til að hægt væri að reikna út skattstofn- inn þyrfti kaupandi hlutabréfanna að hafa upplýsingar um upphaflegt kaupverð og þær upplýsingar lægju alls ekki alltaf fyrir. „Sjálfur tel ég að reyna eigi eftir öllum mætti að auðvelda erlendum aðilum sem mest að fjárfesta í ís- lenskum verðbréfum, til að þróa og styrkja íslenskan fjármagnsmarkað. Skattalög eigi að sníða að því markmiði,“ sagði Sigurður Atli. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. REYKJAVÍKURBORG, tóbaks- varnarnefnd og Verzlunannannafé- lag Reykjavíkur, VR, hafa hrundið af stað átaki til að stöðva ólöglega sölu tóbaks til barna og unglinga í Reykjavík. Kannanir sýna að allt að 70% útsölustaða tóbaks selja börn- um tóbak þrátt fyrir ákvæði tób- aksvamarlaga um bann við sölu efn- isins til einstaklinga yngri en 18 ára. Atakinu „Seljum börnum ekki tób- ak“ er ætlað að bregðast við vandan- um með samstarfi við sölustaðina sjálfa og stórauknu aðhaldi að þess- um þætti í starfsemi þeirra. Verslunarkeðjurnar 10-11, 11-11, Hagkaup, Nettó, Nóatún og Ný- kaup taka þátt í átakinu. Á næstu vikum ætla starfsmenn og félagar félagsmiðstöðva að kynna öðrum sölustöðum tóbaks átakið og bjóða þeim að taka þátt í því. Þeir sem koma að átakinu á vegum Reykja- víkurborgai' aðrir en Iþrótta- og tómstundaráð era Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Samstarfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavarnir. Viljayfírlýsing undirrituð Sölustaðirnir er taka þátt undir- rita svohljóðandi viljayfirlýsingu: „Við undirrituð höfum tekið höndum saman um að berjast gegn því að ungt fólk eyðileggi líf sitt og heilsu með tóbaksnotkun. Virðum lögin sem banna sölu tóbaks til barna undir 18 ára aldri.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar undir yfirlýsing- una fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaksvarnarnefndar, segir átakið mikilvægan lið í því að breyta hugs- anahættinum í þjóðfélaginu. „Við verðum öll að taka afstöðu. Það er ekki nóg að setja lög. Það sem er að gerast með þessu átaki er að hér er verið að skilgreina hvað við sættum okkur við. Niðurstaðan er sú að við sættum okkur ekki við að krakkar og unglingar reyki,“ sagði hann. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, fagnar því að farið sé út í þetta átak. „Eg vona að átakið veki menn til umhugsunar um að fara eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru. Mjög mikilvægt er í þessu sam- bandi að ljóst sé að sá sem afgreiðir tóbak má ekki vera yngri en 18 ára,“ sagði hann en benti jafnframt á að aðalábyrgðin lægi hjá þeim sem reka fyrirtækið. Hluti átaksins felur í sér að í vet- ur verða allir útsölustaðir tóbaks í Reykjavík heimsóttir í þrígang til að kanna hvernig reglunum er fram- fylgt. Starfsmenn félagsmiðstöðva og unglingar frá félagsmiðstöðvun- um ætla að kanna málið. Eftirlit með útsölustöðum Soffía Pálsdóttir, hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, segir að unglingarnir muni reyna að kaupa tóbak á útsölustöðum og þannig verði reynt í verki hvort lög- um sé framfylgt. Hún ítrekar þó að þetta verði gert með leyfi forráða- manna. „Eg tel að þetta átak geti stuðlað að viðhorfsbreytingu í þjóð- félaginu. Mjög mikilvægt er að átak- ið byrji á jákvæðu nótunum, líkt og gert er nú,“ sagði hún. Ef það kemur í ljós að útsölustað- ir fylgi ekki reglum um sölu tóbaks verður Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur falið að fylgja málinu eftir með formlegum hætti. Ólögleg sala tób- aks getur leitt til áminningar og síð- an banns við sölu tóbaks ef um ítrekuð brot er að ræða. Niður- stöður eftirlitsferðanna verða birtar opinberlega og því verður auðvelt að fylgjast með árangri átaksins. Vinstrihreyfíngin - grænt framboð kynnir áherslur sínar vegna komandi þinghalds Vilja aukaþing um byggðamál næsta sumar VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð leggur til að haldið verði sérstakt aukaþing Alþingis um byggðamál með það í huga að vinna að sáttum um byggðastefnu á íslandi til framtíðar. Gerir flokkurinn það að tillögu sinni að þetta aukaþing verði haldið sumarið 2001. Velferðarmál og umhverfismál ber einnig hátt i málaskrá flokksins vegna kom- andi þings og segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, mótmælafund eldri borgara fyrir framan Alþingishúsið á mánu- dag til marks um mikilvægi þess að slegin verði skjaldborg um velferðarþjóðfélagið. Fulltrúar þingflokks VG kynntu helstu áherslur sínar vegna komandi þinghalds á fréttamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Lögðu þeir sérstaka áherslu á þingsályktun- artillögu flokksins um aukaþing Alþingis um byggðamál en þar er lagt til að Alþingi haldi sumarþing sumarið 2001 þar sem eingöngu verði fjallað um framtíðarþróun byggðar í landinu. Verði í framhaldi af því mótuð markviss byggðastefna til næstu tveggja áratuga. Tillaga VG gerir ráð fyrir að í tengslum við byggðaþingið verði haldin almenn byggðaráðstefna með aðild sveitarstjórna, helstu stofnana sveitarfélaga og hins opin- bera sem hafa með byggðamál að gera, fé- lagasamtaka og einstaklinga. „Þetta er nýmæli," sagði Ogmundur. „Hún er til þess fallin, að okkar dómi, að skapa þá þjóðarsátt sem við teljum að allir stjórnmálaflokkar vilji í reynd ná um þetta mál. Það hafa verið lagðar fram fjölmargar tillögur og þingmál á undangengnum þingum sem snerta byggða- málin og við teljum að með þessu móti verði hægt að fara rækilega yfir þau og tína úr þeim það sem nýtilegt er, fá yfirsýn á málið og móta á grundvelli þess stefnu.“ Eyjabakkar verðl lýstir Ramsar-svæði Á þingmálalista VG eru nokkur ný mál en jafnframt önnur sem þingmenn hyggjast endurflytja frá fyrri þingum. Kom fram í máli Þuríðar Backman í gær að áfram yrði lögð áhersla á að efla velferðarkerfið og styrkja það í þágu samfélagsins alls. Mun því verða endurflutt ítarleg tillaga þar að lútandi sem lögð var fram á síðasta þingi. Ennfremur hyggjast vinstri grænir leggja fram þingsályktunartillögu um að komið verði í veg fyrir uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs og gengið verður eftir því að skipuð verði nefnd til að fjalla um hlutverk opinberra aðila í samræmi við þingsályktunartillögu VG sem samþykkt var undir lok síðasta þings. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að vinstri grænir myndu vitaskuld halda sínu striki í umhverfismálum, en þau eru annar burðar- ásanna í stefnu flokksins. Gat hún þess að nú stæði fyrir dyrum að berjast fyrir því að fá væntanlegan Vatnajökulsþjóðgarð skil- greindan stærri en jökulhettuna eina og sér. Vinstri grænir munu einnig endurflytja tillögu um stofnun Snæfellsþjóðgarðs og síð- an greindi Kolbrún frá því að flokkurinn hygðist leggja til að Eyjabakkar yrðu lýstir Ramsai’-svæði. „Eins og við vitum hefur náttúran alþjóðlegt verndargildi og eins og kom fram í umræðunum um Fljótsdals- virkjun á þinginu í fyrra uppfylla Eyjabakk- ar öll skilyrði til þess að geta talist Ramsar- svæði,“ sagði hún. Vestur-Oræfi verði ekki aðeins metin sem virkjunarkostur Vinstri grænir hyggjast áfram láta til sín taka í sambandi við Kyoto-samninginn um loftslagsbreytingar og Kolbrún sagði einnig að flokkurinn myndi leggja fram fyrirspurn til umhverfisráðherra varðandi mat á um- hverfisáhrifum þjóðgarðs á Vestur-Öræfum, þ.e. svæðinu þar sem nú er gert ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun rísi. „Við teljum það afar mikilvægt að samhliða því að landið verði metið sem virkjunarkostur verði mat á um- hverfisáhrifum þjóðgarðs lagt fram til sam- anburðar." Kolbrún sagði stóriðjumálin reyndar vera kapítula út af fyrir sig. Vilja vinstri grænir að það verði skoðað út frá hagrænu sjónarmiði hvernig náttúran og náttúruvernd getur í sjálfri sér skapað tæki- færi, m.a. í tengslum við ferðaþjónustu. Ögmundur sagði að síðustu að VG legði áherslu á sjálfstæða utanríkis- og frið- arstefnu. I Ijósi þess yrði lögð fram þings- ályktunartillaga um endurskoðun viðskipta- banns á írak og stefna Islands í al- þjóðasamskiptum verður einnig til um- fjöllunar á fyrstu dögum þingsins að frum- kvæði VG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.