Morgunblaðið - 04.10.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 19
LANDIÐ
Lokafrágangur á Bfldudalsflugvelli
Oryggissvæði við
norðurenda lengt
Tálknafirði - Um þessar mundir er
unnið að lokafrágangi á öryggis-
svæði við Bíldudalsflugvöll. Aætlað
er að verkinu ljúki um miðjan októ-
ber. Það er Norðurtak frá Sauðár-
króki sem vinnur verkið, en fyrir-
tækið bauð lægst í framkvæmdina,
rúmar 9 milljónir króna.
Öryggissvæðið verður lengt í 60
m og telst flugbrautin þá orðin
1.000 m að lengd. Árið 1998 var
settur upp ljósabúnaður við flug-
brautina, sem jók til muna öryggi
hennar. Með lengingu öryggis-
svæðisins er lokið uppbyggingu
flugvallarins í þeirri mynd sem að
var stefnt. Bíldudalsflugvöllur er
mikilvæg samgönguæð fyrir Vest-
ur-Barðastrandarsýslu, en íslands-
flug heldur uppi áætlunarflugi
þangað og er flogið alla daga vik-
unnar.
Lokast sjaldan
vegna veðurs
Það var Helgi Jónsson flugmað-
ur, sem ættaður er úr Selárdal og
bjó lengi á Bíldudal, sem átti frum-
kvæðið að byggingu flugvallar á
Hvassnesi í Fossfirði. Nú orðið er
flugvöllurinn oftast kenndur við
Bíldudal. Hannes Bjarnason frá
Litlu-Eyri og Matthías Jónsson frá
Fossi aðstoðuðu Helga við gerð
fyrstu flugbrautarinnar. Síðan þá
hefur mikið vatn runnið til sjávar
og flugbrautin tekið miklum breyt-
ingum. Bíldudalsflugvöllur lokast
sjaldan vegna veðurs og telst vera
gott aðflug að honum.
ÞfN FRfSTUND - OKKAR FA
VINTERSPORT
Bfldshöföa • 110 Reykjavfk • sími 510 8020 • www.intersport.is
TOUCH9 BEAVER KULDAGALLI POPSY r
Góður kuldagalli sem er alltaf jafn vinsæll ár
eftir ár. Gott Endurskin, sérstaklega vel
styrktur á hnjám og rassi. St. 90-120 sm.
6.990:-
Denimútlit.
TOUCH9 BEAVER KULDAGALLI DENIM ►
Flottur kuldagalli fyrir unga sportara
Hentar vel i leikskólann sem fjöllin. Ytra
byrði með Denimútliti, en eigi að siður sterkt
Beavernylon. Fæst einnig svartur.
St. 90-140 sm. Kr. 6.490:-
Origina! Beaver
4.990:-
4 TOUCH9 BEAVER KULDAGALLI
JACKO Slitsterkur og lipur galli frá
Touch9. Einnig til rauður og grár.
Endurskin. Takmarkað magn.
St. 90-130 Sm. 4.990:-
Best fyrir börnin frá 1962.
Innst inni 1 flrði nyrst í Noregi er
Mosjoen textílverksmiðjan, sem
framleiðir hið heimsþekkta efni Original
Beaver® eða öðru nafni Beavernylon.
Efnið kom fyrst á markaðinn í byrjun
sjötta áratugarins og er í dag eitt af
leiðandi efnum sem notuð eru i vinnu-,
sport- og barnafatnað. Original Beaver®
samanstendur af slitsterku nyloni að
utanverðu en þægilegri bómull að
innanverðu. Niðurstaðan er mjög
þægilegur fatnaður sem þolir næstum
hvað sem er. Efnið andar, er vind- og
vatnsfráhrindandi og hrindir vel af sér
óhreinindum. Hægt að þvo aftur og
aftur við 40°C.
Vandaðu val þitt og kauptu aðeins það
þesta fyrir þitt þarn.
Á allra vörum!
Yfir 1 7 milljónir afgreiðslustaða um allan heim