Morgunblaðið - 04.10.2000, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Æfíngamyndband Bush fyrir kappræður við Gore sent til demókrata
Hver sendi pakka og
af hvaða hvötum?
BLÓMASKEIÐ samsæriskenninga-
smiða er runnið upp í Bandaríkjun-
um, ef það hefur þá einhvern tímann
liðið undir lok. Andstæðar fylkingar,
demókratar og repúblikanar með
forsetaframbjóðendur sína í farar-
broddi, keppast við að sverja af sér
vitneskju um hver sendi pakka frá
Austin í Texas 11. september sl.
Pakkinn hafnaði á borði eins helsta
samstarfsmanns A1 Gore í Washing-
ton tveimur dögum síðar.
I umræddum pakka var mynd-
band sem starfsmenn í herbúðum
George W. Bush höfðu tekið af hon-
um þegar hann var að æfa sig fyrir
væntanlegar kappræður við AI Gore.
Myndbandið var að sjálfsögðu ein-
göngu ætlað honum og ráðgjöfum
hans, svo að þeir mættu betur átta
sig á hvar ríkisstjórinn gæti bætt sig,
hvaða málefni honum færi best að
ræða, hvenær hann skyldi leggja
áherslu á orð sín með handahreyf-
ingum, hvenær brosa, hvenær snúa
sér til áhorfenda í sal o.s.frv. Tilhugs-
unin um slíkt myndband í
höndum andstæðinganna,
þremur vikum fyrir fyrstu
kappræðurnar, hlýtur að
vera ægileg. Til að bæta
gráu ofan á svart fylgdi
myndbandinu samantekt
á blöðum, þar sem tíundað
var hvernig Bush ætlaði
að sauma að Gore í kapp-
ræðunum. Loks var svo í
pakkanum að finna prent-
aðan miða, þar sem sagði:
„Héma er efni sem gæti
nýst þér. Ég hringi eftir
nokkra daga tO að kanna
hvort þú þarfnast ein-
hvers frekar." Engin und-
irskrift var á miðanum, en
orðalagið bendir til þess
að sendandi telji móttak-
anda vita hver hann er,
eða þá að miðinn á að gefa
slíkt samband í skyn.
Myndband
eða buxur?
Pakkinn var sendur til
Tom Downey, sem er ráð-
gjafi Gore og hafði m.a.
Þrátt fyrir margar fréttir um
meintar buxnasendingar hefur
hvergi komið fram hvort leitað hefur
verið eftir staðfestingu GAP á
buxnaviðskiptunum.
Forstjóri FBI
rannsakar
Böndin berast eftir sem áður að
hinni þrítugu Yvette Lozano og þeir
sem telja hana líklegasta sökudólg-
inn benda á að hún hafi starfað í ára-
tug fyrir demókrata og meðal annars
sótt stjórnmálaskóla flokksins. Hún
er heldur ekki ein um störf fyrir
þann flokk því Mark McKinnon var
nefnilega lengstum fjölmiðlaráðgjafi
demókrata, til dæmis vann hann fyr-
ir Ann Richards þegar hún náði kjöri
sem ríkisstjóri í Texas og Yvette
starfaði einnig fyrir hana. Arið 1994
náði George W. Bush embætti ríkis-
stjóra af Richards, en McKinnon hef-
ur starfað fyrir Bush frá 1998.
Repúblikanar segjast treysta honum
fyllilega og hið sama gildi um Yvette
sem sé McKinnon svo nákomin að
hún sé nánast önnur móðir bamanna
hans eftir að hafa setið yfir þeim
marga kvöldstund.
A það hefur líka verið bent að
Yvette hafi ekki það pólitíska nef
sem þurfi til að átta sig á því hve þýð-
ingarmikið myndbandið gæti verið í
höndum andstæðinganna, hvað þá að
hún hafi haft vit á að senda það beint
til Tom Downey. Þeir sem þessu
halda fram virðast því ekki telja að
konan hafi lært mikið í stjórnmála-
skólanum forðum daga því það virð-
hugsanlega um að ræða stuld frá
starfsemi sem nýtur styrkja aliíkis-
stjórnarinnar þar sem alríkisstjómin
leggúr fram fé í kosningasjóði fram-
bjóðenda. Síðasti liðurinn þykir að
vísu hæpinn því að lögin gera ráð fyr-
ir að hið stolna þurfi að vera 5 þús-
und dollara virði (um 400 þús. kr.) til
að alríkislögreglan ómaki sig við
rannsókn. Það gæti reynst þrautin
þyngri að meta pakkann góða svo til
fjár.
Var njósnamálið
bara grín?
Demókratar hafa frá upphafi hald-
ið því fram að þeir hafi ekkert um
myndbandið vitað fyri' en pakkinn
birtist á skrifborði Downey. Þeir
urðu því skiljanlega lítið kátir þegar
skýrt var frá því á ABC-sjónvarps-
stöðinni að einn starfsmanna á kosn-
ingaskrifstofu Gore hefði sagt kunn-
ingja sínum að demókratar væm
með njósnara í röðum repúblikana.
Starfsmaðurinn, Michael Doyne,
sagði þetta í spjalli við
gamlan skólafélaga sinn
hinn 30. ágúst sl. og endur-
tók það í tölvupósti 11.
september. Einhvern veg-
inn rataði þetta í fréttir
eftir að pakkamálið komst
í hámæli. Starfsmaðurinn
neitaði íyrst öllu en sagði
svo að þetta hefði hann
bara sagt í gríni. Hann
neitar líka að þekkja nokk-
uð til Yvette Lozano.
Á síðustu dögum hefúr
rannsókn FBI beinst að
flestum þeim sem nærri
myndbandinu komu.
Downey, sem sagðist varia
hafa litið á ljósritin sem
fylgdu pakkanum, sagðist
þó muna eftir að hafa séð
að þar væri Bush ráðlagt
að snúa tilvísun í rithöf-
undinn Mark Twain upp á
Gore. Bush myndi þá segja
eitthvað á þá leið að ef fólki
leiddist Gore ætti það bara
að bíða í nokkrar mínútur,
hann myndi breytast.
I liós hefur komið að
ist hverju barni augljóst hvað leki af
þessu tagi getur gert mikinn skaða,
ekki bara vegna þess að Gore gæti
varist miklu betur í kappræðunum,
heldur ekki síður vegna þess að
repúblikanar hafa orðið að athlægi
fyrir að gæta ekki betur að póli-
tískum fjöreggjum sínum.
FBI hefur tekið fingrafór Yvette
en varar þó við að dregnar séu of
miklar ályktanir af því þótt fingraför
hennar greinist á pakkanum því hún
hafi getað handleikið hann á skrif-
stofunni án þess að gera sér grein
fyrir hvað í honum leyndist. Þá hefur
verið lagt hald á tölvuna hennar, en
hún var reyndar ekki ein um að nota
þá tölvu á skrifstofunni.
Eftir frumrannsókn málsins til-
kynnti FBI að ákveðið hefði verið að
hefja formlega rannsókn. Til marks
um hve alvarlega málið er tekið má
benda á að Louis J. Freeh, sjálfur
forstjóri alríkislögreglunnar, hefúr
fullvissað Bush og liðsmenn hans um
að hann muni hafa umsjón með rann-
sókninni.
FBI er nokkur vandi á höndum,
því pakkasendingin gefur ekki aug-
ljóst tilefni til þess að sú stofnun taki
að sér rannsókn málsins. Eftir leit í
lagabálkum var gefin út tilkynning
um að rannsóknin væri á vegum FBI
af þremur ástæðum. I fyrsta lagi
vegna þess að um meint póstsvik
væri að ræða, í öðru lagi hefði meint-
ur sökudólgur, Yvette Lozano, hugs-
anlega skrökvað að alríkislögreglu-
mönnum og slík framkoma væri brot
á alríkislögum og í þriðja lagi væri
Hver sendi myndband af kappræðuæfing-
um George W. Bush til samstarfsmanns
keppinautsins, A1 Gore? Er demókratískur
njósnari í herbúðum repúblikana eða voru
repúblikanar að reyna að leiða demókrata í
gildru? Var konan sem starfar hjá fjöl-
miðlaráðgjafa Bush að póstleggja buxur
yfírmanns síns, eða var innihald pakkans
þetta alræmda myndband? Ragnhildur
Sverrisdóttir segir ýmsar samsæris-
kenningar á lofti í Bandaríkjunum og að
mörgum sé skemmt. Þó ekki forseta-
frambjóðendunum.
AP
Myndband, þar sem George W. Bush sést æfa sig fyrir sjónvarpskappræður, barst á skrifstofu
demókrata og er málið nú til rannsóknar hjá FBI. Hér er Bush hins vegar á kosningafundi.
tekið virkan þátt í að æfa varaforset-
ann fyrir kappræðurnar með því að
leika hlutverk Bush. Downey segir
að hann hafi ekki þurft að sjá nema
örstuttan bút úr myndbandinu til að
átta sig á því hvað þar var á ferðinni.
Hann hafi talið augljóst að verið væri
að leiða hann í gildru og hann hafi því
ekki skoðað efnið frekar, heldur tal-
að við lögfræðing sinn og sá haft
samband við alríkislögregluna, FBI.
Fljótlega kom í ljós að pakkinn
hafði verið sendur með hraðsendingu
frá pósthúsi í Austin í Texas. Lög-
reglan lagðist yfir upptökur eftirlits-
myndavéla pósthússins og sá að
Yvette Lozano var meðal þeirra sem
póstlögðu pakka þennan dag. Yvette
þessi starfar á skrifstofu Mark
McKinnon, sem er fjölmiðlai'áðgjafi
Bush. Eintök af æfingamyndbandinu
var að finna í ríkisstjórabústaðnum, í
höfuðstöðvum kosningabaráttu Bush
í Austin og á skrifstofu McKinnon.
Yvette og yfirmaður hennar bera
hins vegar bæði að pakkinn sem hún
setti í póst þennan dag hafi verið
buxur sem McKinnon keypti frá
GAP-verslunarkeðjunni, hann hafi
viljað fá annan lit og þess vegna sent
þær til fyrirtækisins. Samsæris-
kenningasmiðir segja buxnasöguna
ótrúverðuga þar sem GAP-buxur af
þessu tagi kosti aðeins um 20 dollara,
eða um 1.600 krónur, og varla fari
nokkur maður að greiða 800 króna
póstburðargjald undir 1.600 króna
buxur, sérstaklega ekki þegar haft er
í huga að ein verslana GAP er ör-
skammt frá skrifstofu McKinnon.
blaðið, sem þessi hugmynd að brand-
ara var rituð á, var ekki hluti af upp-
haflega blaðabunkanum með leið-
beiningum til Bush, heldur var það
lagt fram á fámennum fundi helstu
ráðgjafa forsetaframbjóðandans.
Hugsanlega hefur einhver þeirra
stungið því blaði inn í möppuna sína
og allur bunkinn svo verið ljósritað-
ur. Rannsókin á dularfullu pakka-
sendingunni heldur áfram og enn er
óvíst hvort kappræður frambjóðend-
anna ná að vekja jafnmikla athygli og
æfingamyndband Bush sem hefur þó
aldrei komið fyrir sjónir almennings.
Talsmenn demókrata reyna að sann-
færa fólk um að þeir hafi hvergi
nærri málinu komið, sendandinn sé
óvildarmaður repúblikana án þess þó
að vera á mála hjá demókrötum.
Hugsanlega hafi repúblikanar sjálfir
sent pakkann í þeirri von að geta síð-
ar bent á að demókratar hefðu hann
undir höndum og rýrt þannig orð-
spor þeirra. Slík áform hefðu hins
vegar ónýst þegar Downey kallaði á
lögreglu.
Repúblikanar segja þetta fárán-
legt, þeir myndu aldrei senda helstu
leyndarmál til demókrata til að
reyna að klekkja á þeim. Slíkt yrði
allt of dýrkeypt. Þarna hafi einhver
óvildarmaður þeirra verið á ferðinni,
e.t.v. á mála hjá demókrötum. Þá sé
hugsanlegt að farið hafi verið inn á
skrifstofur McKinnon til að ná í
myndbandið, hann sé t.d. til húsa í
sömu byggingu og auglýsingastofa
sem vinnur bæði fyrir repúblikana
og demókrata.
Togari
ferst við
Irland
AÐ minnsta kosti fjórir sjó-
menn fórust og allt að ellefu
var saknað eftir að spænski
togarinn Arosa sökk undan
vesturströnd Irlands í gær.
Einum var bjargað og var
ástand hans alvarlegt, að sögn
írsku strandgæslunnar.
Franskur togari sökk á sömu
slóðum á sunnudag og þremur
var þá bjargað en átta eru tald-
ir af.
Forsætis-
ráðherra
Taívans seg-
ir af sér
TANG Fei, forsætisráðherra
Taívans, sagði af sér í gær og
bar við bágri heilsu. Stjórn-
málaskýrendur leiddu þó get-
um að því að ástæðan væri í
raun ágreiningur forsætisráð-
herrans og forsetans, Chen
Shui-bian, um umdeilda bygg-
ingu bandarísks kjarnorkuvers
í landinu. Chen hét því í kosn-
ingabaráttunni fyrr á þessu ári
að falla frá áformum um bygg-
ingu versins, en Kuomintang,
flokkur Tangs, vill standa við
þau.
452 ólöglegir
innflytjendur
gómaðir
LÖGREGLAN á Spáni hand-
tók í gær 452 Afríkumenn, sem
reynt höfðu að smygla sér inn í
landið, en þetta er stærsti hóp-
ur ólöglegra innflytjenda sem
hún hefur gómað á einum degi.
Fólkið var flest frá Marokkó,
en það hafði siglt yfir Gíbralt-
arsund á litlum bátum. Flestir
voru handteknir þar sem þeir
ráfuðu um á strönd nálægt
bænum Tarifa, en aðrir voru
stöðvaðir á bátum skammt
undan ströndinni. Það sem af
er þessu ári hefur spænska
lögreglan handtekið yfir 10.500
ólöglega innflytjendur, en það
eru nærri því helmingi fleiri en
gómaðir voru á öllu síðasta ári.
8.000 ára
illýrískar
minjar
ILLÝRÍSKAR minjar, sem ná
allt aftur til 6.000 f.Kr. og fund-
ust fyrir skömmu, gætu varpað
ljósi á daglegt líf og trúarhug-
myndir íbúa á Balkanskaga á
síðustu 8.000 árum, að því er
fornleifafræðingar skýrðu frá í
gær. Fomleifauppgröftur á
Peljesac-skaga í Króatíu hefur
meðal annars leitt í ljós 50
metra langan helli, þar sem tal-
ið er að helgiathafnir illýrískra
hermanna hafi farið fram. Svo
virðist sem dropasteinssúla í
hellinum hafi verið tignuð sem
frjósemistákn, og skreytt
keramikílát gefa vísbendingar
um lifnaðarhætti Illýra á tím-
um Alexanders mikla. Þó illýr-
ískar minjar hafi fundist á
nokkrum stöðum á Balkan-
skaga er lítið vitað um daglegt
líf þeirra og hugmyndaheim.