Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 25

Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 25 LISTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hálsmen úr silfri eftir Taru Harmaala. Norrænt skart HÖIVNUN H a f n a r b o r g, Hafnarfirði SKARTGRIPASMÍÐI TARUHARMAALA; INNIPARNANEN;AGN- IESZKA KNAP; AULI LAITINEN og ÁSA GUNNLAUGSDÓTTIR Til 16. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. SKARTGRIPIR eru merkilegt fyrirbæri, hlaðnir þeirri róman- tísku áru sem gerir þá svo fjarlæga og ósnertanlega, hversu nálægir sem þeir eru. Það er ekki langt síð- an undirritaður lenti í því að ganga í halarófu um rammgerðustu sali Tower-kastalans í Lundúnum og skoða þar hin konunglegu djásn sem þar eru geymd. Um leið flugu um hugann allar þær rómantísku glæpasögur þar sem fífldjarfir þjófar fórna öllu til að komast yfir hinn heimsfræga demant, Koh-i- Nor, sem fannst á Indlandi og vó heil 800 karöt. Nafn þessa þekkta eðalsteins hljómar svo dulúðugt að það er einna líkast því að það sé runnið úr penna Edgar Allan Poe. Þótt skartgripir norrænu hönn- uðanna séu allt öðruvísi en djásn Viktoríu heitinnar Englandsdrottn- ingar fyndist manni ekki svo und- arlegt að sjá litla skammbyssu liggja í kössunum við hlið hálsfest- anna. Tilfinningin frammi fyrir hinum vel til fundnu kössum var einna líkust því að maður væri kominn í bankahólf einhvers sviss- nesks banka þar sem auðmenn geyma óskráð verðmæti. Það er ekki hægt að neita því að lausn hönnuðanna fímm er frábær. Það kyndir undir ákveðinni spennu þegar gestir þurfa að lyfta upp loki tii að sjá hvaða skart það hýsir. Það er ótalmargt vel heppnað á þessari norrænu skartgiipasýn- ingu, þar sem Finnar og Svíar mæta eina íslendingnum, Ásu Gunnlaugsdóttur. Smíðin er í háum gæðaflokki og hugvitið í notkun efniviðarins þroskað. Enginn er beinlínis að reyna að hrifsa til sín athyglina, aðeins tjá næmt auga sitt fyrir einföldum og snjöllum lausnum. Til marks um ágæti gripanna á sýningunni er einfaldleikinn sem ræður ríkjum hjá öllum sýnendanna, og fínleg vinnubrögð þeirra. Þá er uppsetningin sláandi og óvenjuleg. Hægt er að nálgast gripina og snerta þá. í sumum til- fellum er jafnvel hægt að ganga svo langt að máta þessi djásn þótt þau séu vel fest og illrænanleg. Asa Gunnlaugsdóttir sómir sér vel í þessum hópi látlausra skartgripa- hönnuða. Hreinleiki verka hennar fellur afbragðsvel að fágaðri heild- inni þar sem allur efnislegur subbuskapur og ofhlæði er víðs fjarri. Agnieszka Knap sem talist getur andstæða þessarar efnislegu einföldunar með verkum sem búa yfir miklu hugmyndaflugi í marg- breytilegri notkun aðfanga úr nátt- úrunni er þrátt fyrir allt fullkom- lega laus við þunglamalega ofgnótt. Inni Parnánen er seríalistinn í hópnum með sláandi hugkvæmni í mótun silfureininga, andstætt Taru Harmaala sem notar silfrið til að líkja eftir lífríkinu í fjörunni, og Auli Laitinen sem nýtir sér marg- breytilegan efnivið án þess að missa verkið út í ofurflækjur. Hvort sem sýningargestir eru sér- fræðingar í hönnun skartgripa eða einfaldir áhugamenn urn góða smíði geta þeir ekki annað en haft gott af þessari sýningu. Það er ekki síst látleysið sem getur kennt okkur sitthvað á borð við þann al- mælta sannleik að efnisbruðl þjón- ar sjaldnast nokkrum tilgangi. Halldór Björn Runólfsson Upplestur á Súfístanum UPPLE STRARDAGSKRÁIN Ljáðu þeim eyra hefur göngu sína á ný fimmtudaginn 5. október kl. 20 á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18. Dagskráin í vetur snýst að venju um að kynna útgáfubækur ársins frá Máli og menningu og Forlaginu og nú hafa bækur frá Vöku-Helgafelli bæst í hópinn. Lesið verður úr nýj- um bókum á fímmtudagskvöldum til að byrja með. Fyrsti upplesturinn er Heimsbók- menntakvöld. Þar les Ingibjörg Haraldsdóttir úr þýðingu sinni á Djöflunum eftir Dostojevskí og flyt- ur nokkur formálsorð um höfundinn, Árni Óskarsson les úr þýðingu sinni á Aska Angelu eftir Frank McCourt, Elísa Björg Þorsteinsdóttir les úr þýðingu sinni á Bara sögur eftir In- go Schulze og Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á Æskumynd lista- mannsins eftir James Joyce. L E T T A I K |»stu “NSSVEIFUI SfiKð DÖGUHt um he|g'na 557 7700 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi hringdu ssun Barn»P° ■ Netfang: kod@simnet.is Heimasiða: www.simnet.is/kod Frjálst er í fjallasal MYIVDLIST ----------------- Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Einhyrningar er meðal margra ágætra verka Þorbjargar Höskuldsdóttur í Hafnarborg. II a f n a r b o r g, Hafnarfirði MÁLVERK & VATNS- LITAMYNDIR ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Til 16. október. Opið miðviku- daga til mánudaga frá kl. 12-18. ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir heldur áfram að mála fjallasali með vel lögðum gólfflísum eða teppum sem hverfa inn í kletta- veggina. Hún er eins og endur- reisnarmaður sem reisir sér hurðarás um öxl í tilraunum sín- um til að færa fjarvíddina yfir í hina náttúrulegu vídd eins og menningin gæti haldið ótrauð á vit öræfanna sem partur af sköp- unarverki þar sem eining ríkir milli ósættanlegra andstæðna. Frá Uccello til Leonardo ligg- ur beinn vegur tilrauna til að sætta myndsvið og bakgrunn, oft með heillandi árangri en óneitan- lega afar misjöfnum. Reyndar var Leonardo eins og framleng- ing af Uccello. Teikningar hans af drekanum í helgisögninni um heilagan Georg eru náskyldar hjádýri hins síðar- nefnda í málverki hans af heilög- um Georg og drekanum. En það er ekki bara í þessari ímynduðu líffræði sem þeir mætast, Leon- ardo og Uccello, heldur er slétt- an framan við fjöllin þeirra líkari stofugólfi en venjulegu láglendi. En þetta eru smámunir við hliðina á öllum mistækum til- raunum þeirra til að koma eðli- legu skipulagi á forgi-unn og bakgrunn verka sinna. Það er eins og fantasían taki völdin af þessum vísindadýrkendum ein- mitt þegar þeir hamast hvað mest við að hamra saman vídd- irnar tvær í verkum sínum, hið menningarlega stofugólf og há- lendið aftan við það. Einmitt vegna þess að hinum annars ágætu meisturum tókst ekki að mægja hinar ólíku víddir sem þá dreymdi um að sætta í myndum sínum verða teikningar þeirra svo óendanlega hrífandi. Draum- urinn um fullkomnun steytti á skeri raunhæfisins og því standa verkin hálfköruð eins og loft- kastalar á raunverulegum grunni. Löngu síðar bættist þessum draumhugulu meisturum liðsauki í legíó symbólskra listamanna sem dreymdi svo hátimbraða drauma að hvert málverk þeirra á fætur öðru varð að hreinni martröð óendanlegrar ófull- komnunar. Þar var Gustave Moreau í far- arbroddi, um hvern impressjón- istinn Edgar Degas sagði að hlyti að hafa oltið um koll í úra- og skartgripaverslun. Einmitt á þessari aldalöngu og endalausu ófullkomnun draums- ins um fullkomleika byggir Þor- björg heillandi veröld sína. Frjálst er í fjallasal, sagði Kjar- val og fékk sér leigara út í hraunið. Þorbjörg er hans eini lærlingur og eini íslenski lista- maðurinn sem ég þekki sem sprettur úr sama farvegi og hann. Þar með er ekki sagt að þau Þorbjörg og Kjarval séu eins því reyndar eru þau harla ólík. En draumar þeirra eru hinir sömu eins og ástralski possummála- rinn Tjakkamarra hefði orðað það. Þau virðast nefnilega bæði þekkja staðina þar sem bleiku og fjólubláu hrossin dreymir. Það er ekki svo lítið þegar öll kurl koma til grafar. Og annað eiga þau Þorbjörg, Kjarval, Moreau, Leonardo og Uccello sameigin- legt. Þau ná sérstaklega miklu flugi þegar þau gera sem minnst en gefa sem mest í skyn. Halldór Björn Runólfsson r Kynning í Lyfju Lágmúla Therapeutica heilsukoddinn verður kynntur í Lyfju Lágmúla í dag og á morgun frá kl. 11 til 17. Therapeutica heilsukoddinn tryggir að efri hryggur, háls og hnakki fái réttar svefnstellingar. Therapeutica heilsukoddinn dregur úr hrotum og honum fylgir 5 ára ábyrgð. Therapeutica heilsukoddinn er eini heilsukoddinn á íslandi sem tryggingafélagið SJÓVA-ALMENNAR auglýsir í forvarnarhandbók sinni og mælir með. Eb LYFJA Lyf á lágmarksverði Lágmúla 5 I Guðmundsson HEILDVERSLUN Lágmúla 7 • Sími; 568 1900 Tölvur og tækni á Netinu fg>mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.