Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 45

Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 45 MINNINGAR JON AÐALS TEINN KJARTANSSON + Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðár- króki 10. apríl 1963. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 21. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerð- iskirkju í Borgarfirði eystra 30. septem- ber. Fátt er sorglegra en það þegar menn á borð við Jón Aðalstein eru kallaðir burt úr þessum heimi á blómaskeiði ævi sinnar. Myrkur leggst yfir huga manns og svo virðist sem aðeins minningar geti tendrað þar ljós. Þeir eru margir sem misst hafa mikið með Jóni enda var hann vinamargur með eindæmum og mikill öðlingur. Þó hlýtur hugur okkar flestra að vera hjá hans nánustu fjöl- skyldu á þe isum erfiðu tímum. Ég finn hjá mér sterka þörf til að minn- ast Jóns í örfáum línum því hann var litríkur persónuleiki og góður félagi sem ég bar mikla virðingu fyrir. Kynni mín af Jóni hófust snemma á mínum unglingsárum og þá mest í gegnum íþróttir. Jón var frábær íþróttamaður og virtist þá engu máli skipta hvort um var að ræða íþróttir á borð við brids og skák eða körfubolta, blak, fótbolta og borðtennis. Jón hafði líka alveg einstakt keppnisskap, gafst aldrei upp og hjá honum kom aldrei annað til greina en að sigra. Keppnis- skapið hljóp þó aldrei með hann í gön- ur, til þess var það of vel tamið. Þegar við strákarnir heima á Borgarfirði fórum í salinn til að spila einhverja boltagi-ein þá var það alltaí' lyldlatriði að reyna að fá Jón til að koma því þá var vitað að það yrði spilaður góður og drengilegur bolti. I körfubolta sóttist ég sérstaklega eftir því að vera með Jóni í liði, þá þurfti maður aðal- lega að hugsa um að koma boltanum á Jón í skotfæri. Ef svo ólíklega vildi til að skotið geigaði hjá Jóni reyndi mað- ur að ná frákastinu og gefa aftur á hann því Jón klikkaði aldrei á tveimur skotum í röð. Veturinn 1994 fóru tveir smábátar frá Borgarfirði suður til Þorlákshafn- ar á stutta netavertíð. Áhafnimar af bátunum bjuggu undir sama þaki meðan á vertíðinni stóð. Ég var al- gjörlega óvanur netaveiðum en réð mig þó sem háseta hjá Ola mági mín- um. Við vorum aðeins þrír í áhöfn en það varð okkur til happs að þriðji maðurinn var Jón Aðalsteinn. Ég hafði alla tíð litið upp til Jóns enda ærin ástæða til en hann óx jafnvel enn meir í áliti hjá mér meðan að við vor- um herbergis- og skipsfélagar þessa mánuði. í fyi’sta lagi sýndi hann mér mikla þolinmæði við alla vinnu um borð og reyndist mér góður kennari. Hann var þaulvanur allri sjó- vinnu og afskaplega vel verki farin. í öðru lagi hafði hann eitthvert lag á að búa tíl góðan anda í kringum sig hvort sem það var úti á sjó eða heima í landi. Hann spaugaði síðar meir með það við mig að á þessari vertíð hefði hann gert mig að manni og víst er að margt hefði ég getað lært af honum. Eftir að Jón byrjaði . að gera út sinn eigin bát frá Borgar- firði beitti ég dálítið fyrir hann. Það var afskaplega gott að vinna fyrir Jón því hann gerði alltaf vel við starfsfólk sitt og maður fann svo innilega að hann kunni að meta störf manns. Það var líka alltaf eins og lifnaði yfir beituskúmum þegar hann leit þar inn og það gat stytt daginn til muna. Ég mun alla tíð minnast Jóns sem sterks persónuleika, leiftrandi húmorista og góðs félaga. Hann var drengur góður og hans verður sárt saknað á mörgum vígstöðvum. Foreldrum Jóns, systk- inum og öðrum af hans nánustu votta ég mína dýpstu samúð. Ásgrímur Ingi Amgrímsson. Jón Aðalsteinn var æskuvinur minn. Við kynntumst í Bamaskólan- um á Borgarfirði; ég úr sveitinni en hann úr þorpinu og urðum fljótt góðia félagar. Margt var brallað á þeim áf* um eins og gengur en við urðum þó fljótt býsna efnilegir á ýmsum sviðum og lærðum m.a. brids 13 ára gamlir hjá lærifeðmm okkar, Einari Þor- bergs og Barða Þorkels. Leið okkar lá síðan í Eiðaskóla þar sem við lögð- um stund á ýmsar íþróttir. Jón þótti lunkinn boltamaður, með gott auga fyrir sendingum og samspili þótt hann hefði ekki mikla yfirferð. Hann varð snemma slyngur skákmaður og snjall í hvers kyns spilum, þ.ám. kotm og seinna keppnisbrids þar sem hann náði mjög góðum árangri síð- asta áratug. M.a. urðum við félagam- ir þrívegis Austurlandsmeistarar í sveitakeppni. Jón var ekki víðlesinn í bridsfræðunum en borðtilfinningin var einstök. Hann var ekki djarfur spilari, heldur grandvar og gætinn og hafði fyrir sið að mæla út andstæð- inginn við spilaborðið og taka síðan rétta ákvörðun í samræmi við það. Varla var hægt að hugsa sér þæglegri makker. í rúbertubrids, eftir vel heppnaða ákvörðun, hafði Jón stund- um á orði, í gríni, að „andstæðingur- inn hefði verið eins og krakki í hönd- unum á honum“ eða „ég las stöðuna rétt“! Jón Aðalsteinn var traustur fé- lagi en fremur dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Þó var hann glað- + Alúðarþakkir til þeirra, er minntust okkar ást- kæru JENNÝAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður Brekkugötu 25, Hafnarfirði, við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsmanna og heimilisfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún átti heimili síðustu 15 árin. Sigrún Skúladóttir og fjöiskylda, Steinunn Guðmundsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför AÐALBJÖRNS E. KJERÚLFS, Arnheiðarstöðum. Guð blessi ykkur öll. Systkinin og fjölskyldur þeirra. vær og glettinn og mikill húmoristi. í góðra vina hópi var hann launkíminn og lét mörg gullkomin falla viðstödd- um til ómældrar ánægju. Foreldrar Jóns Aðalsteins eru Bima Aðalsteinsdóttir frá Borgar- firði og Kjartan Karlsson sem nú er látinn. Fósturfaðir hans er Árni Björgvin Sveinsson og systkini Ami Bergþór Kjartansson, Þröstur Fann- ar Arnason og Ragnhildur Sveina Árnadóttir. Mikið ástríki var á heim- ilinu og samkomulag þeirra Jóns og Áma fóstra hans með eindæmum gott enda ljúft að lynda við jafn dag- farsprúðan mann og Jón Aðalsteinn var. Snemma beygðist krókurinn til þess sem verða vildi hjá Jóni. Hann byrjaði 14 ára til sjós með frænda sín- um, Degi Bjömssyni, á Haraldi. Þá vomm við félagamir saman á vertíð á Homafirði. Síðan fómm við í Sjó- mannaskólann og lukum þaðan fiski- mannaprófi; ég 1986 en Jón 1990. í fé- lagi við Vilhjálm Jónsson og Magnús Þorsteinsson í Höfn keypti hann bát, Hafrúnu og gerðu þeir hana út frá Borgarfirði. Þegar þeirri útgerð lauk festí Jón kaup á Sædísi og skírði upp á nýtt; Alla Ólafs. Alli Ólafs var mikið happafley enda Jón afburða fiskinn og duglegur sjómaður. Jón var ákaf- lega bamgóður og nutu frændsystkin hans þess í ríkum mæli. Hann var mikill dýravinur og bar ótakmarkaða virðingu fyrir náttúmnni. Mér er það minnisstætt þegar Jón var eitt sinn að keyra okkur, nokkra félaga á dans- leik upp á Hérað. I kolsvörtu nætur- húminu ókum við skyndilega inn í rjúpnahóp með ófyrirsjánlegum af- leiðingum og var bílstjórinn, Jón, al- veg miður sín það sem eftir lifði ferð- arinnar. Það er sárt að sjá á bak æskuvini sínum og fráfall hans er mildð áfall ^fyrir jafn lítið byggðarlag og Borgar- fjörður eystri er. Eflaust eiga margir eftir að sakna Jón Aðalsteins en mestur er þó missirinn fyrir fjöl- skyldu hans. Ég færi foreldmm og systkinum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóni Aðalsteini flyt ég mínar hinstu kveðjur með virðingu og þakklæti fyrir trausta vináttu og ógleymanleg- ar stundir við spilaborðið og annars staðar þar sem fundum okkar bar saman. Minningin um góðan og sómakær- an dreng lifir í bijóstum okkar, sam- ferðamanna hans, um ókomna tíð. Skúli Sveinsson, Borgarfirði eystra. HALLDÓR JÚLÍUS MAGNÚSSON + Halldór Júlíus Magnússon bif- reiðastjóri fæddist í Reykjavík 4. júlí 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 22. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Borg- arneskirkju 30. sept- ember. Mig langar til að kveðja þig, afa minn og nafna, og þakka þér fyrir ógleyman- legar minningar um þig frá æskuáram mínum og þar til nú. Fyrstu minningar mínar af þér em frá því þegar þú og Guðný komuð í heimsókn á Kjartansgöt- una eða þá að við fjölskyldan kom- um í heimsókn til ykkar, því þá var alltaf kátt í höllinni. Þú varst alltaf svo skapgóður og rólegur við okkur systkinin og lést auðvitað allt eftir okkur. Ég man hvað þú áttir marga spennandi og skemmtilega hluti sem okkur þótti gaman að skoða og spekúlera í með þér, bæði inni í herberginu þínu og skúrunum þínum. Ég man sérstaklega eftir því þegar við komum í heimsókn til ykkar á Þór- ólfsgötuna, þá fengum við stund- um að sjá bíó hjá þér (eftir smá- suð) sem vom slædsmyndir varpað á tjald og var það oft hápunktur- inn á heimsókninni. Síðar, þegar ég hafði aldur til að spóka mig einn um bæinn, lá leið mín oftar en ekki til þín í skúrana þar sem þú varst gjarnan að dytta að bílunum, sleðanum eða bara einhverju öðru dóti sem tilheyrði þér. Oftast fékk ég nú að hjólpa eitthvað til þótt stuttur væri og lærði þá margt af þér t.d. góð handbrögð og ýmsa reglu- semi á hlutunum sem ég reyni að tileinka mér í dag (en gengur kannski misjafnlega með það síð- arnefnda). Þegar verkunum var síðan lokið í skúrunum fórum við stundum heim til þín þar sem Guð- ný beið með volgar kleinur og jóla- köku. Árin liðu og alltaf vomm við jafn nánir og gerðum margt skemmtilegt saman. Við fómm t.d. margar skemmtilegar ferðir saman í Löd- unni þinni og þá var sleðakerran oftast í eftirdragi með gamla Johnson innanborðs. Sleðaferðirnar eru mér mjög minnisstæð- ar, við fómm oftast upp á Holtavörðuheiði en stundum eitthvað annað eins og Bröttu- brekku eða um ná- grenni Borgarness. Eftirminnilegasta ferðin okkar finnst mér vera þegar við fómm saman á Langjökul. Þá varst þú orðinn níræður og geri aðrir betur. Við héldum af stað snemma morg- uns eftir að þú hafðir sótt mig heim og stefnan var tekin upp í Húsafell. Á miðri leið hægðir þú ferðina, lagðir út í kant og baðst mig að taka við stýrinu. Þetta var í síðasta skiptið sem ég sá þig keyra og mun ég aldrei gleyma þvi. Þeg- ar að jökulröndinni var komið sett- umst við upp í snjóbíl og brunuð- um upp jökulinn ásamt fleira fólki. Ég veit að þú hefðir getað notið ferðarinnar betur ef sjóninni hefði ekki verið farið að hraka en gamall draumur þinn varð að veraleika og ég er ánægður með að hafa tekið þátt í því með þér. Næstu árin hrakaði sjóninni meir og meir en þú hélst þó áfram að hreyfa þig reglulega með stutt- um gönguferðum og kíktir stund- um inn hjá okkur. Þú varst einstaklega rólegur maður og mikill húmoristi eins og allir vita sem þekktu þig. Þú varst góður við alla enda leið fólki vel með þér. Nú ertu farinn frá okkur og laus við allar þjáningarnar sem hrjáðu þig síðustu dagana. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna með Guðnýju, Stínu og fleira góðu fólki sem fallið er frá. Elsku afi minn, ég mun alltaf geyma minningarnar um þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig, þinn nafni, Halldór Steinar. Í Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, VALUR FANNAR gullsmiður, Hlégerði 31a, Kópavogi, andaðist á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi sunnudagsins 1. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. október kl. 15.00. Hanna Aðalsteinsdóttir, Halldór Fannar, Pór Fannar, Heimir Fannar, Valur Fannar, Hanna Mjöll Fannar, Fríður Garðarsdóttir, Guðrún Markúsdóttir, Cheryl Fannar, Guðlaug Tryggvadóttir, Brynjólfur W. Karlsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GESTSSON frá Ormsstöðum, fyrrv. safnvörður á Laugum, Dalasýslu, andaðist á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 29. september. Jarðað verður frá Staðarfelli laugardaginn 7. október kl. 14.00. Gestur Magnússon, Guðfinna Jóhannsdóttir, Björn Magnússon, Brynja Viðarsdóttir og barnabörn. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. > OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REVKJAVÍK Davíð Inger Óhifur Utfartirstj. utfararstj. Utfararstj. LÍKKISTUVINNÖSTOFA EYVTNDAR ARNASONAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.