Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 52

Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 52
> 52 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk IF YOU LlVE ALONEIN TME PE5ERT i EN0U6H.Y0U FINP V0UR5ELF TALKIN6 TO R0CK5.. Efþúbýrðnógulengieinn Góðandag.. í eyðimörkinm, þá ferðu að Góðan dag.. tala við steina.. Þið eruð eflaust allir að velta því fyrir ykkur hvers vegna þið eruð hér í dag... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sölumeim svartra skýrslna Frá Sveinbirni Jónssyni: NÝLEGA las ég bókina „Hið sanna ástand heimsins" eftir danska tölfræði- lektorinn Bjöm Lomborg sem Fiskifé- lagsútgáfan kom á framfæri hérlendis. Eg verð að viðurkenna að ég varð ákaf- lega hrifínn af þeim vinnubrögðum sem höfundurinn viðhefur og hversu hreinskilnislega hann leggur spil sín á borðið. Eg tók því fegins hendi það tækifæri sem bauðst til að fá að hlýða á umræður um efoi bókarinnar og varð ekki fyrir vonbrigðum með framlag höf- undarins til þess fondar. Það sama verður ekki sagt um framlag þeirra Is- lendinga sem samkvæmt auglýsingu hefði mátt ætla að hefðu það hlutverk að draga fram veikleikana í málflutn- ingi höfundarins. Ég vil leyfa mér að ef- ast um að þeir hafi allir haft fyrir því að lesa bókina áður en þeir komu til fund- arins sem er að sjálfsögðu rakinn dóna- skapur, bæði við höfundinn og aðra fundargesti, ef rétt er. Með einni und- antekningu fannst mér að landar mínir væru að reyna að forðast að ræða um þau mál sem til umræðu voru, enda ekki skrítið ef grunur minn um skort á heimanámi á við rök að sfyðjast. Alda Möller verður þó að fá að njóta sann- mælis því hún hafði greinilega imdir- búið sitt framlag tii fundarins vel. Hún sýndi meðal annars súlurit sem sýnfr hvemig mannleg þekking hefur farið með afrakstur botnlægra fískistofoa (groundfísh) undanfama áratugi, eða frá því að vísindamenn og stjómmála- menn tóku höndum saman um að tryggja hagkvæma nýtingu þeirra í kjölfar svartra skýrslna hinna fyrr- nefndu. Þetta var að vísu örh'til útvíkk- un á efoi bókarinnar en vel við hæfi í landi þar sem vísindamenn fengu á sín- um tíma tækifæri til að sanna kunnáttu sína til að bjarga fiskistofoum og tryggja hámarksafrakstur þeirra. Framlag annarra til umræðunnar náði ekki að festa rætur í huga mínum þó ég telji mig hafa heyrt það og skilið. Ég verð þó að viðurkenna að tillaga ungs manns um að leysa meintan mengunarvanda með kvótasetningu kom mér á óvart, enda á ég alltaf jafo erfitt með að trúa að hægt sé að með- höndla frelsi í nokkurs konar pilluformi og hef reyndar hvergi séð slíkan kúr virka. I bókinni „Hið sanna ástand heims- ins“ koma fram ýmsar upplýsingar um að þekking sé afbökuð og misnotuð til framdráttar hinum ýmsu hagsmunum. Þetta vissum við svo sem mörg fyrir en ég hef ekld fyrr séð samantekin svo mörg dæmi á einum stað. Ef höfundar svartra skýrslna og dómsdagsspámenn hafa ekki betri rök en fram komu á um- ræddum fundi er kominn tími til að minnka til muna áhrif þeirra. Þekkingin er lífrænt fyrirbæri, ef hún er meðhöndluð eins og vændiskona líður ekki á löngu uns hrukkumar komk í Ijós og það breytir engu um endanlega niðurstöðu þótt nóg sé til af málningu. Ég vil að lokum þakka bæði höftmd- inum og hérlendum aðstandendum bókarinnar og fundarins fyrir sitt fram- lag og skora á alla þá sem áhuga hafa á viðfangsefninu að lesa bókina. SVEINBJÖRN JÓNSSON, sjómaður. Þakkir frá forstöðu- manni Astjarnar Frá Boga Péturssyni: KÆRUvinir! Nú þegar 54. starfsári Ástjamar er lokið og ég hættur sem forstöðumaður Astjamar er mér ljúft og skylt að þakka þeim íjöl- mörgu sem í ára- raðir studdu við bakið á mér, því án þeirrar miklu hjálpar hefði mér aldrei teldst að koma því í verk sem áunnist hefur. Ég þakka Drottni sem gerði mig sfyrkan í þessu starfi, þegar ég ætlaði að hníga reisti hann mig upp, þegar ég grét þerraði hann tárin. Hann sendi engla sína til að varðveita bömin og aila á Astjöm, þeg- ar öll sund virtust lokuð, kom hjálp frá Drottni, það sannaðLst margsinnis að þeir sem vona á Drottinn fara einskis góðsámis. Það hefur verið mér ráðgáta að Guð skyldi geta notað mig svo lengi í þessu starfi. Það eina sem Guð væntir af okk- ur er að við treystum honum. Mér hefur lærst það að á Islandi er mildð af góðu fólki. Keldhverfingar og Öxfirðingar, ég gleymi ekld hjálpsemi ykkar öll þessi ár. Færeyingar eiga líka miklar þakkir skildar fyrir ómetanlega hjálp í áraraðir. Það er ómetanlegt að eiga slíka granna. Ég vil ekki gleyma þeim mörgu fyr- irtækjum sem lagt hafa okkur lið. Stór systkinahópur okkar hjónanna og bama þeirra var mjög virkur og oft vorum við mörg að störfúm, ásamt vin- um og vandamönnum. Þessum stund- um gleymir maður ekki, þær eru dýr- mætar í minningunni. Stóri bamaskarinn, sem ég hef feng- ið að kymiast, er dýrmæt eign í minn- ingunni. Öll böm em góð, þau em bara misjafnlega góð. Bömin mín, á meðan ég hef rænu og líf mun ég minnast ykk- ar allra í bænum mínum, sá sem á svona marga bamavini eins og ég er ríkur, mér þykir vænt um ykkur öll. Það er von mín og bæn að Astjöm megi um ókomna tíð veita mörgum ungum sem eldri blessun, því þar er Guð að verki. Oft hafa orán í Sálmi 68:20 blessað mig og hjálpað mér, en þar stendun Lofaður sé Drottmn sem ber oss dag eftir dag. Innilegar þakkir til ykkar allra. Næst Guði mínum þakka ég konunni minni sem studdi mig með ráðum og dáð og umbar mig þótt ég færi burtu öll þessi sumur. Guð launi þér, elskan mín. BOGIPÉTURSSON, fyrrverandi forstöðumaður áAstjöm. Bogi Pétursson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.