Morgunblaðið - 04.10.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 55
I DAG
BRIDS
liinsjón riuilmundur l'áll
Amarson
Öryggisspilamennska er
góðra gjalda verð þegar
henni verður við komið, en
auldð öryggi í einum lit má
ekld greiða með því að taka
áhættu í öðrum lit. Þú ert í
suður:
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
* K1073
. 10986
* Q6
* AD4
Suður
* G84
v -
* ÁK98742
* 1098
Vcstur Norður Austur Suður
llauf 3 tíglar
Dobl* Pass Pass Pass
* Sektartilboð
Vestur kemur út með
lauftvist, sem er annaðhvort
blankur eða frá þrílit. Þú set-
ur lítið úr borði og það kostar
austur kónginn. Góð tíðindi.
Austur spiiar nú hjarta og þú
trompar. Hvernig viltu nú
halda áfram?
Þetta h'tur vel út og eina
taphættan er sú að gefa tvo
slagi á tromp. Til að bregðast
við þeii-ri hættu er freistandi
að spila smáum tígli að gos-
anum, því þannig má ráða við
DlOxx í vestur. Dæmigerð
öiyggisspilamennska, sem er
þó engan veginn örugg þegar
betur er að gáð:
Norður
*■ K1073
v 10985
* Q6
* AD4
Vestur
♦ 96
v ÁDG62
♦ D103
♦ G52
Austur
* ÁD52
v K743
* 5
* K763
Suður
* G84
* -
♦ ÁK98742
+1098
Vestur mun taka slaginn
með drottningu og skipta yfir
í spaða. Austur fær á ÁD og
gefur makker sínum stungu.
Þetta væru grátleg örlög og
alveg óþörf ef suður hirðir
um að hugsa um spihð í heild.
Það er nefnilega útilokað að
vestur sé með íjórlit í tígh.
Ástæðan er þessi: Austur
hefur greinilega opnað á laufi
með kónginn fjórða. Ef hann
væri með eyðu í tígli ætti
hann níu spil í háhtunum og
þar með a.m.k. fimmlit í
spaða eða hjarta. Sem geng-
ur ekki upp, því þá hefði hann
opnað á hálit. Áustur á því
minnst einspil í tígh og þess
vegna er alveg óhætt að
ieggjaniður ÁK.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara íyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reylqavík
Arnað heilla
Ljósmynd: Nína
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 3. júní sl. í Háteigs-
khkju af sr. Jónu Hrönn
Bolladóttur María Bjarna-
dóttir og Daði Már Ingva-
son.
Ljósmynd: Nína
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. júlí í Dóm-
kirkjunni af sr. Pálma
Matthíassyni Sólbjörg
Harðardóttir og Þór
Klausen.
SKAK
IJmsjún llelgi Áss
(Irélarsson
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á Norð-
urlandamóti taflfélaga sem
haldið var á Netinu fyrir
skömmu. Finninn Jyrki
Kytoniemi (2293) hafði
hvitt gegn Norðmanninum
Stig Gabrielsen (2303).
29. Rxc6! Með þessu hryn-
ur svarta staðan til grunna.
Framhaldið varð: 29...HÍ8
30. exd5 Rd8 31.Rxd8
Hxd8 32.c4 He8 33.Rc3
Bc8 34.Re4 f5 35.gxf5
gxf5 36.Rd6 og hvítur vann
örugglega nokkru síðar.
Unglingaflokkur haust-
móts Taflfélags Reykjavík-
ur haldið 7. og 14. október
næstkomandi. Báða dagana
hefst taflið klukkan 14.00
að félagsheimili T.R.
Alþjóðlegt stærðfræðiár
I síðustu viku var Dagur stærðfræðinnar. Þá lögðu skólar
landsins sérstaka áhersu á stærðfræði. Þema dagsins var
rúmfræði. Fréttir af deginum munu birtast á heimasíðu
Alþjóða stærðfræðiársins http://wmy.khi.is/
Þraut 20
Ef meðaltal af sjö ólíkum náttúrlegum tölum er 7.
Hvað getur hæsta talan mögulega verið há?
Svar við þraut 19.
Hér eru 3 vefslóðir fyrir
þá sem vilja spreyta
sig á stærðfræði-
þrautum.
http://www.ismennt.is/vefir/heilabrot/
httpy/syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm
http://www.raunvis.hi.is/~stak/
LJOÐABROT
KONAN, SEM KYNDIR
OFNINN MINN
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Ég veit, að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. -
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Davíð Stefánsson.
Þann 27. ágúst sl. birtist á þessum stað ljóðið Skagafjörður
undir röngu höfundanafni, en þar áttiað standa að Ijóðið væri
eftir Unu Sigríði Ásmundsdóttur. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
STJORNUSPA
eftir Franoes Ilrake
VOG
Afmælisb arn dagsins: Þú
hefur einstakt lag á að koma
skoðunum þínum á framfæri
en átt það til að fylgja mál-
stað þínum fullfast eftir.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það getur verið erfitt að
eiga að vera öllum gott for-
dæmi. Það gerir þó ekkert
til þótt þú dettir lítillega út
úr rullunni annað slagið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur verið erfitt að sjá
fyrir allar afleiðingar gjörða
sinna en afsökun er það
varla svo þú skalt ekkert
gera að óathuguðu máli.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) AA
Einhverjir eru að skemmta
sér á þinn kostnað. Láttu
það lönd og leið því þú átt
ekkert undir þeim um fram-
gang þinna mála.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Svo kann að fara að ein-
hverjir misskilji viðbrögð
þín en það verður þá bara að
hafa það. Þú getur ekki ann-
að en brugðist hart við hlut-
um sem ógna þér og þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er ekki hægt að áfellast
þig fyrir að taka hlutina al-
varlega þegar framtíð fyrir-
tækisins er í hættu. Leggðu
þig allan fram.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <SÍL
Hafir þú ekki gaman að
hlutnum skaltu láta hann
vera. En það er mikil kúnst
að sjá alltaf skemmtilegu
hliðina á öllum málum.
Vog rnr
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt fjöiskyldusamkvæmi
virðist vera hin besta hug-
mynd skaltu fara þér hægt
þessa dagana. Það má alltaf
finna annan tíma til mann-
fagnaða.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Farðu þér hægt í að segja
öðrum allan hug þinn því
slíka hreinskilni þola engir
nema sannir vinir. Stutt
ferðalag yrði þér til góðs.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) AO
Lánið mun ieika við þig ef
þú ert maður til þess að
grípa tækifærið þegar það
gefst. Að hika er sama og að
tapa svo þú mátt hvergi slá
af.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þótt þér sé sýndur ýmis
sómi skaltu varast að láta
velgengnina stíga þér til
höfuðs. Þér mun veitast
undralétt að klára hlutina.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) CS&
Ef þú leggur þig allan fram
munt þú hljóta umbun erfið-
is þíns. Sláðu hvergi af því
það verður áiitið veikleika-
merki sem kemur þér í koll.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Allt getur gerst þegar góðir
vinir gera sér glaðan dag.
En öllu gamni fylgir nokkur
alvara svo þú skait ekki
horfa framhjá afleiðingum
gjörða þinna.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MATHYS
Vatnsvörn
MURFILL á útveggi
Lokar sprungum
ARVIK
ÁRMÚLA1 • S[MI 568 7222 • FAX 568 7295
Granvillé
Málmlakk
Ryðvamarlausn
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
Stretsbuxur, Kvenbómullar-
síðar og kvarf, blússur
kr. 4.498. kr. 3.498.
'||b|BÚÐIN I Garðatorgi, sími 565 6550.
EIGNAMIÐLLNIN
—.„--------,------Þorfeifur Sl.Goimundsson,B.St., sölom.,Gu(Smundur Sigurjónsson
fð. Stefón Hrafn Stefónsson tögfr., sölum., óskor R. HorSarson, sölumoður, Kiorlan
r, símovarslo og öflun siqala.
Sími 5«8 9090 - Fax 588 9095 • SÍA.nmila 21
Mikil sala - vantar eignir.
Vegna mikillar sölu undanfariðvantar okkur flestar stærðir
og gerðir eigna, bæði íbúðar- ogatvinnuhúsnæði, á
söluskrá. Um þessar mundir er verð fasteigna hátt
ogsterkar greiðslur í boði.
Nokkur einbýlishús óskast til kaups.
Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa selst á síðustu
vikum. Enn eru þó allmargir kaupendur á kaupendaskrá. í
mörgum tilvikum er um staðgreiðsiu aðræða.
Sérhæð óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð ívestur-
borginni eða Þingholtunum. Sterkar greiðslur í boði.
Sérhæð í Rvík.óskast - eða hæð og ris.
Höfum kaupanda að 120-160 fm sérhæð í Rvík. Hæð og
ris kemur einnig vel til greina. Traustur greiðslur í boði.
íbúð viðSkúlagötu, Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir3ja-4ra herb. 80-120 fm íbúð
á ofangreindum svæðum. Staðgreiðsla íboði.
íbúð í Mosfellsbæ óskast.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur aðútvega 3ja herb.
íbúð í Mosfellsbæ til kaups.
íbúð í vesturborginnióskast.
Sfðumúll - lager- og þjónustupláss
í sérflokkl.
Vorum að fávið Síðumúlann glæsilegt atvinnuhúsnæði á
götuhæð (bakhús). Húsið er u.þ.b.605 fm, steinsteypt og
byggt árið 1987. Húsið erflísalagt að utan og meðfernum
innkeyrsludyrum og góðri lofthæð. Afstúkaðar skrifsto-
fur.kaffistofur o.fl. Malbikuð lóð. Möguleiki að skipta í ca
400 og 200 fmeiningar. Laust um áramót. Nánari uppl.
veitir Stefán Hrafn. V. 51,0m. 9752