Morgunblaðið - 04.10.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
Fyrr í sumar var athyglis-
verð stuttmynd, Góð saman,
frumsýnd í Háskólabíói.
Ottó Geir Borg hitti Herbert
Sveinbjörnsson, leikstjóra
myndarinnar, að máli
yfír rauðvíni og ostum á
heimili hans.
Morgunblaðið/Jim Smart
HÉR Á íslandi hefur verið
mikil uppsveifla í gerð
kvikmynda en oft vilja
menn gleyma að þær
myndir sem gerðar eru koma ekki
endilega í kvikmyndahúsin. Stutt-
myndir eru gott dæmi um myndir
sem fá litla sem enga útbreiðslu hér
en til eru nokkrar undantekningar
á því eins og Oiko Logos eftir Grím
Hákonarson sem sýnd var í Há-
skólabíói á undan Fíaskó og Góð
Saman sem hinn 27 ára gamli Her-
bert Svein björnsson, starfsmaður
hjá sjónvap inu, sýndi 17. júní síð-
astliðinn í Há skólabíói en sú mynd
er lauslega byggð á einni smásögu
úr bókinni Acid House eftir Irwin
Welsh sem er frægastur fyrir að
skrifa skáld söguna Trainspotting.
Kvikmyndadella
Hvert er verksvið þitt hjá sjón-
varpinu? „Ég er dagskrártækni-
maður tæknideildar sjónvarps. Hjá
sjónvarpinu er ég titlaður hljóð-
maður en ég sé oft um allar prakt-
ísku hliðamar á upptökunni þegar
er verið að taka upp „live“, þ.e. ég
er kvikmyndatökumaður, sé um
hljóðið og set upp ljósabúnaðinn.
Tæknin er orðin þannig að það þarf
eiginlega ekki hljóðmann nema í út-
sendingum á kvöldin. Hljóðmaður-
inn í dag er meira að vinna sem
„mixermaður" í útsendingu frétt-
anna sjálfra." Hvernig kynntist þú
heimi kvikmyndagerðarinnar? „Já,
vinahópur minn hefur ávallt haft
mikla kvikmyndadellu og öllu sem
snýst að þeim. Við ákváðum einu
sinn að gera mynd sem bar titilinn
The Zombie that Ate Reykjavík og
við tókum upp nokkrar senur en
kláruðum myndina aldrei, þó er
hugmynd um að gera heimildar-
mynd um gerð hennar. Árið 1994
átti ég kærustu sem lét mig flakka.
Það hafði svona gríðarleg áhrif á
mig að ég varð að tjá mig á ein-
hvern máta og gerði stuttmyndina
Svart upp úr því - gífurlega þung-
lyndislega og dapra mynd um mann
sem hittir stúlku, eignast barn,
missir barn, missir stúlku og ákveð-
ur þá að binda enda á líf sitt. Vinir
mínir segja að þessi mynd sé það
besta sem ég hef gert en ég veit
ekki alveg hvernig ég á að taka því.
Svo um jólin sá ég Pulp Fiction og
hafði stuttu áður lesið grein um
lækni sem hafði verið laminn fyrir
utan heimili sitt af tveimur ókunn-
ugum mönnum. Þetta tvennt
kveikti hjá mér hugmynd að gera
mynd um „krimma“-heiminn á ís-
landi og úr varð myndin Fagmenn.
Ég sendi hana á stuttmyndahátíð
framhaldskólanna Hallbjörninn ’95
sem var fyrsta og eina hátíð sinnar
tegundar. Fékk hún mikið af verð-
launum, t.d. bestu myndina. Þó
Hallbjörninn séu ekki merkileg eða
viðurkennd verðlaun fannst okkur
sem að myndinni stóðum þetta mik-
ill heiður og þegar ég stend þarna á
sviðinu og tek í höndina á Hallbirni
Hjartarsyni kántrísöngvara rann
það upp fyrir mér að þetta vildi ég
gera. Á þessum dögum var ég virki-
lega stefnulaus og vann á elliheimil-
inu Grund svo þetta augnablik
þarna á sviðinu með Hallbirni var
mikill vendipunktur í mínu lífi.
Vann fyrir rauðasta kommann
Þetta sama sumar fluttu foreldr-
ar mínir til Danmerkur. Ég varð
eftir en kom litlu í verk svo ég fór
til Danmerkur eftir sumarið og ætl-
aði að komast inn í Den Interna-
tionale Filmskole. Þegar ég kom
þarna út til Esbjerg komst ég að
því að það var sjónvarpsstöð í bæn-
um sem var að leita að starfskröft-
um. Ég fór í viðtal þar og sagði að
ég hafði unnið til verðlauna á ís-
landi en tók samt ekki fram hver
þau verðlaun væru og þeir tóku
mér opnum örmum. Þetta var
auglýsingastofa sem var með sjón-
varpsstöð í hjáverkum, þ.e. þeir
framleiddu 15 mínútur af sjón-
varpsauglýsingum á viku og við
vorum bara tveir sem unnu alla
tæknivinnu á stöðinni og þar kynnt-
ist ég vel öllum hliðum tækninnar
en ég kunni nánast ekkert til verka.
Eftir átta mánuði var mér sagt upp
vegna verkefnaskorts og hóf þá að
gera heimasíður fyrir ýmsa aðila.
Bæjarblaðið komst að þessu og tók
það viðtal við mig og fyrirsögnin á
því var Filmgal Islænding Placerer
Sig Paa Internetet. Maður sem var
að reka sjónvaprsstöð þarna í bæn-
um rak augun í þetta viðtal og
hringdi í mig og réði mig um leið.
Sá ég alfarið um tæknivinnuna þar
og hefði ég ekki haft reynsluna frá
hinni stöðinni hefði ég aldrei getað
gert þetta. En inn í skólann komst
ég aldrei. Þetta var mjög skondin
stöð því að maðurinn sem átti hana
var rauðasti kommi sem ég hef
kynnst og lagði hann mikið á sig til
að koma sinni hugmyndafræði í
sjónvarpið. T.d. klippti hann til við-
tölin við stjórnmálamenn bæjarins
þannig að þeir félagslyndu fengu að
láta ljós sitt skína en hinir litu út
eins og hálfvitar. Hann afsakaði
þetta með því að segja að hann væri
dropinn í hafið á móti hinu kapít-
alíska valdi. Samt sagði hann aldrei
nei þegar honum voru boðnir pen-
ingar.
Góð saman
Svo kem ég heim sumarið 1998 í
frí og það hvarflaði ekki að mér að
koma aftur heim því í Esbjerg leið
mér vel. En svo leist mér svo helvíti
vel á landið og landann og ákvað að
fara upp í Sjónvarp og sækja þar
um og skilaði mjög fínum með-
mælabréfum frá Danmörku og til
að gera langa sögu stutta var ég
byrjaður að vinna hjá Sjónvarpinu í
mars ’99.“
Hvernig kviknaði hugmyndin að
Góð Saman? „Hún kom til þegar ég
kom heim árið 1998 og þá ætluðu ég
og Fagmanna-hópurinn að gera
eina mynd sem tæki viku í upptöku.
Okkur vantaði sögu og þá minntist
félagi minn á bókina Acid House
eftir Irwin Welsh og þar hét ein
sagan „Soft Touch“ sem hljómaði
frekar einföld í úrvinnslu. En úr því
varð ekki og það var ekki fyrr en
árið eftir að ég hafði samband við
frænda minn Björn Þór Vilhjálms-
son bókmenntafræðing og bað hann
að skrifa fyrir mig handrit sem
hann tók vel í. Hafist var handa að
gera myndina í janúar á þessu ári
með öllum þeim sem stóðu að Fag-
mönnum fyrir utan tæknifólk. Eg
er myndatökumaður, klippari, leik-
stjóri, ljósamaður, grafíkgerðar-
maður og leikari í þeirri mynd.
Þannig að ég sé um 90% af ferli
myndarinnar prívat og persónu-
lega. Það er ekki gott að hafa svona
mikið á sinni könnu því að mér yfir-
sást svo margt við gerð myndarinn-
ar og hefði ég haft minna að gera
hefðu hlutirnir gengið mun betur
fyrir sig en ástæðan að ég hef svona
mikinn áhuga á öllu ferlinu er að ég
vil geta talað við allt mitt fólk, kvik-
myndatökumenn og fleira og geta
skilið það. Myndin er mjög
skemmtileg og allir leikararnir
stóðu sig með prýði. Svo sýndi ég
hana 17. júní í Háskólabíói og sagði
t.d. einn gagrýnandi að eitt atriði í
myndinni væri það flottasta sem
hann hefði séð í íslenskri kvik-
myndasögu. Eftir myndina var
mikið klappað og stuttu seinna
skalf jörðin og vil ég meina það að
móðir jörð hafi verið að taka undir.
Nú liggur myndin uppi í sjónvarpi í
skoðun þar sem er verið að ákveða
hvort eigi að sýna hana. Fagmenn
fékk mjög slæma meðferð á stutt-
myndadögum, t.d. var klippt aftan
af eintakinu svo ég hef ákveðið að
láta hana ekki taka þátt þar.“
Stuttmyndin
vanmetin
Hverju ertu að vinna að þessa
dagana? „Núna er ég að vinna sem
myndatökumaður að stuttmynd
sem Hinrik Hoe leikari er að gera
og heitir Ég bíð þín þar. Svo erum
ég og kærasta mín, Edda Bryndís
Ármannsdóttir, að leggja drög að
mynd sem heitir Konukvöld Á Hót-
el Borg. En hún er enn á frum-
stigi.“ Hvað íinnst þér um stutt-
myndagerð almennt? „Mér finnst
stuttmyndin mjög vanmetið list-
form og þá sérstaklega í fjölmið-
lum, t.d. þegar ég frumsýndi stutt-
myndina mína sendi ég boðsmiða á
flesta fjölmiðla á landinu og það
voru ekki margir sem mættu, væg-
ast sagt. Það er eins og stutt-
myndaformið telji ekki með þótt
margir séu að gera margar góðar
myndir á þessu formi. Gott dæmi
um hvemig er litið á stuttmyndina
hér á landi er þegar sigurvegarar
stuttmyndadaga 2000 komu í viðtal
í Kastljósi og Gísli Marteinn spurði
þá hvort þeir ætluðu ekki að fara að
gera „alvöru“ mynd í framtíðinni.
Að mínu mati er þetta eins og að
spyrja höfund smásagna hvort
hann ætli ekki að fara að skrifa al-
vöru bókmenntir. Það er auðvitað
mikið um tilraunarstarfsemi í stutt-
myndum en það má ekki setja þær í
einhvern bás sem óæðra listform."
Þér fínnst það að vinna í listformi,
sem hefur ekki stóran áhorfenda-
hóp, þess virði? „Tvímælalaust!
Viðtökurnar á Góð saman voru
staðfesting á handabandi Hall-
björns. Ég veit að kvikmyndagerð
er eitthvað sem ég er nokkuð góður
í og ég get ekki hugsað mér að
vinna í einhverju öðru.“
•C
HREIN ORKfl!
Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í
hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr
flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara haegt
út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs
jöfnu og löngun f sykur minnkar. Líkaminn vinnur
sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún
raunverulegt og langvarandi úthald.
. í> Leppin hentar öllum
% Leppin er bragðgóður svaladrykkur sem hentar
É öllum aldurshópum. Allir geta neytt þessa svalandi
drykkjar til að bæta athyglisgetuna og til að auka
■ og viðhalda orku í lengri eða skemmri tíma.
London
14.900 kr.
í október með Heims
ferðum
Tryggöu þér lága
verðlð meðan
enn er laust
Nú seljum við síðustu sætin í október á hreint
frábærum kjörum og bjóðum þér topphótel í
hjarta heimsborgarinnar. Londonferðir Heim-
ferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og nú þegar
er uppselt í fjölda brottfara, bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan
enn er laust.
Flugsæti til London
Verð kr.
14.900
Verð kr.
29.990
Flugsæti fyrir mánudaga
til fimmtudags.
Skattarkr. 3.790.-. ekki innifaldir.
Verðkr. 19.900
Flugsæti, fimmtudaga til mánudags.
Verðkr. 19.900
Skattar kr. 3.790.-, ckki innifaldir.
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð
12. og 19. okt.
Fcrð frá fimmtudegi til mánudag,
AMBASSADOR hóteliö í
Kensington m.v. 2 í herbergi með
morgunmat.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is