Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 19 Samtals 5.349 starfs- menn Kópavogur/Hafnarfjörður HAFNARFJÖRÐUR greiddi 2.915 einstaklingum laun á árinu 1999, 935 körium og 1.980 konum, og námu heildarlaunagreiðslurnar 2.104 millj- ónum króna. Kópavogur var hins vegar með 2.424 starfsmenn á launa- skrá árið 1999 og námu launagreiðsl- urnar 1.735 m.kr. Samtals voru 5.349 manns á launaskrá bæjanna tveggja 1999 og eru þá unglingar í vinnuskól- um meðtaldir. Þessar upplýsingar er að finna í ársskýrslum Hafnarfjarðar og Kópavogs, sem eru nýkomnar út og verið er að dreifa í öll hús í bæjunum um þessar mundir. í skýrslu Hafnarfjarðar kemur fram að um það bil helmingur af launaútgjöldum bæjarins var vegna reksturs grunnskóla og leikskóla, samtals 1.159 milljónir króna. Kópavogur greiddi að meðaltali l. 294 launþegum laun £ hverjum mánuði, og voru meðallaun 151 þús- und krónur. Að auki voru 442 kenn- arar á launaskrá Kópavogs í 258 stöðugildum. Meðallaun á stöðugildi þeirra voru 185 þúsund krónur. Einnig kemur fram að heildarút- gjöld Hafnarfjarðarbæjar til félags- mála voru 45 m.kr. lægri 1999 en 1998, eða 299 m.kr. í stað 344 m.kr. Fjárhagsaðstoð til einstaklinga lækkaði um 8% milli ára, fór úr 37,3 m. kr. í 34 m.kr. í skýrslunni kemur fram að almenn útgjöld til félags- mála eru nokkru hærri en var á ár- unum 1996 og 1997 en lækkunin frá 1998 skýrist af því að 1998 var gjald- fært framlag vegna byggingar þjón- ustuíbúða aldraðra á Höfn upp á 58 m.kr. Hvað varðar minni fjárhagsaðstoð kemur fram að hún var í fyrra lægri en nokkru sinni síðan 1992 og segir í skýrslunni að árið 1999 hafi ein- kennst af batnandi efnahagsástandi, sem mælist m.a. í færri atvinnuleys- isdögum, fækkun skjólstæðinga og lækkun fjárhagsaðstoðar. Þó sé fé- lagsþjónusta sveitarfélagsins vax- andi þar sem verkefnum fjölgi sífellt samhliða auknum ki'öfum bæjarbúa um góða félagsþjónustu almennt. Sambærilegar upplýsingar um út- gjöld félagsþjónustunnar í Kópavogi er ekki að finna í skýrslu Kópavogs- bæjar. Þar kemur hins vegar meðal ann- ars fram að aðsókn að Sundlaug Kópavogs eykst ár frá ári. 1999 komu þangað 452 þúsund gestir en fjöldinn var 400 þúsund árið 1998 og 342 þúsund árið 1997. Aðsókn eykst einnig hröðum skrefum í sundlaugarnar í Hafnar- firði. Þangað komu alls 300 þúsund gestir í fyrra, 275 þúsund 1998 og 270 þúsund 1997. Miðað við tölur síð- asta árs fór hver Hafnfirðingur að meðaltali 15,8 sinnum í sundstaði bæjarins það ár. MARMOFLOOR LINOLEUM PARKET Marmofloor er hið ákjósanlega parketgólf, kiætt náttúrulegu Marmoleum. Marmofloor fæst í 18 nýjum litum Marmofloor fylgja skýr fyrirmæli um lagningu og hægt er að leggja það í einni svipan, af því að plöturnar eru límbornar — og nú þarfekki að bíða þess að límið þorni. Marmofloor, það nýjasta í náttúrulegum gólfefnum íferilb® KROMMENIE GÓLFBÚNAÐUR KJARANEHF • SÍÐUMÚL114 • 108 REYKJAVÍK SÍMAR 510 5510 • 510 5500 OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 8-18, LAUGARDAGA KL. 10-13 TOKplú'5 vopn í viðskiptum einfalt og öruggt Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki TOK plús viðskiptahugbúnaður hentar litlum og meðalstórum fyrirtaekjum þar sem samtímanotendur etu á bilinu 1 til 10. Möguleikar á kerfisstækkunn og- fjölgun notenda eru nánast óendanlegír Windows samhæfður TOK plús viðskiptahugbúnaður er Windows samhæfður með nýju og vingjarnlegu notendaviðmóti. Skjámyndir TOK plús er sórstaklega auðvelt að læra á og fullkomin hjálp er til staðar hvar sem notandinn er staddur. Microsoft SQL gagnagrunnur Gagnavinnsla TOK plús er byggð á Microsoft SQL gagnagrunni sem tryggir meiri hraða og fjölbrayttari möguleika vlð gagnameðhöndlun og uppfærslur á gagnalausnum. TOK plús er tílbúið tii tengingar við SQL gagnagrunna elns og t.d. Microsoft SQL 7 eða Oraole 8. H u e B ú n A O A 5t H ú s Skeifunni 8-108 Rvk. • S.: 545 1000 RÁÐGJÖF ÞRÓUN ax@ax.ls Fax: 5451001 OTTÓ AUOLÝSINOAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.