Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 23 Afkoma Norsk Hydro í samræmi við vænt- ingar Ósló. Morgunblaðið. Aíkoma Norsk Hydro á þriðja fjórð- ungi ársins er í samræmi við vænting- ar, að því er fram kemur í Dagens næringsliv. Hagnaður Hydro nam 3,9 milljörðum norskra króna eftir skatt á þriðja ársfjórðungi og samsvarar það 35 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn samsvarar 14,9 króna hagnaði á hlut. Hagnaður af sölu eigna nemur þar af 6,1 krónu. A sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstri Hydro 600 miiljónum norskra króna eða 5,4 milljörðum íslenskra króna og er því um veruleg umskipti að ræða. Heildarhagnaður íyrirtækisins nam 8,3 milljörðum norskra króna eða um 75 milljörðum íslenskra króna. Hátt olíuverð hefur góð áhrif á afkomu Hydro en hagnaður af olíu- hluta íyrirtækisins er 77% af heildar- hagnaði fyrirtækisins á þriðja árs- fjórðungi. Upphæðin er 5,8 milljarðar norskra króna en á sama tíma í fyrra var hagnaður af oliuhlutanum 1,9 milijarðar norskra króna. Til viðbótar við aukinn hagnað vegna hærra olíuverðs, hefur rekstur Hydro verið endurskipulagður og að- halds gætt í rekstri, og er það ástæða betri afkomu fyrirtækisins, að sögn Egil Myklebust, forstjóra Norsk Hydro, í fréttatilkynningu. Aukinn hagnaður af álframleiðslu Þrjú helstu starfssvið Norsk Hydro eru olíuiðnaður, áburðarfram- leiðsla og léttmálmsiðnaður, þ.e. magnesíum- og álframleiðsla. Heild- arhagnaður af léttmálmavinnslu Hydro á þriðja ársfjórðungi var 995 milljónir norskra króna, miðað við 738 milljónir á sama tíma í fyrra. Meiri sala vegur upp á móti lægra verði. Kostnaður Hydro við endumýjun og uppbyggingu á álveri fyrirtækisins í Sunndal í Noregi nam 6 milljörðum norskra króna á þriðja ársfjórðungi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Á næstu fjórum árum mun Hydro fjárfesta í endurbótum og stækkun á álverinu í Sunndal og í til- kynningunni er fullyrt að þetta álver verði að lokum stærsta og nútímaleg- asta álver Evrópu með árlega fram- leiðslugetu upp á 321 þúsund tonn. Hagnaður af áburðarframleiðsl- unni nam 221 miHjón norskra króna en tap var upp á 441 milljón á þriðja fjórðungi síðasta árs. Borgar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra 250 milljónir Norsk Hydro var meira í fréttum í gær þar sem greint var frá því að fyr- irtækið hefði borgað fyrrverandi framkvæmdastjóra Saga Petroleum í Bretlandi 27 milljónir norskra króna, 245 milljónir íslenskra, áður en dóms- úrskurður yrði kveðinn upp. Norsk Hydro yfirtók Saga Petroleum á síð- asta ári og þar með gamlar syndir fyrirtækisins, að því er segir í Aften- posten. Saga Petroleum bauð Micha- el Bourgeois að fara snemma á eftir- laun eftir að Bourgeois hafði kvartað yfir því að öll samskipti innan fyrir- tækisins færu fram á norsku, en Bourgeois kom frá Santa Fe sem Saga Petroleum hafði áður tekið yfir. Bourgeois kærði að lokum Saga Petr- oleum fyrir kynþáttamisrétti, þar sem hann talaði ekki tungumálið gæti hann ekki tekið þátt í umræðum á mánaðarlegum fundum yfirstjómar- innar. Málið hefúr verið fyrir bresk- um dómstólum í tvö ár en Norsk Hydro hefur nú lokið því með greiðslu fyrrgreindrar upphæðar. Morgunblaðið/Jim Smart Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, og Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, á hluthafafundi bankans í gær. Búnaðarbankinn Hlutafé aukið um 250 milljónir króna HLUTHAFAFUNDUR Búnaðar- banka Islands hf. samþykkti í gær samhljóða að auka hlutafé bankans um 250 milljónir króna, eða úr 4,10 milljörðum króna í 4,35 milijarða króna. Ef miðað er við stöðu hlut- hafaskrár síðasta föstudag eru 28.568 hluthafar í bankanum, en mætt var fyrir 17 hluthafa á fundinn. Þessir 17 hluthafar eru fulltrúar 77,07% atkvæða og er ríkið lang- stærsti hluthafinn með 72,56% hluta- fjár. Fram kom í máli Pálma Jónsson- ar, formanns bankaráðs Búnaðar- bankans, að ástæða hlutafjáraukn- ingarinnar sé sú að Búnaðarbankinn er að stofna banka í Lúxemborg og að bankinn hafi nú þegar fullnýtt það eigið fé sem hann hafi til ráðstöfunar. Pálmi sagði á fundinum að banka- ráðið teldi tímabært að hefja alþjóða- væðingu bankans og að stofnun banka í Lúxemborg væri fyrsta alvöruskrefið sem tekið væri í þeim tilgangi. Sagði hann að allur undir- búningur að stofnun bankans í Lúx- emborg gengi samkvæmt áætlun. Gagnagrunnur Microsoft eða Orade Markaðsmál Epiphany eða Orade Sala Siebel eða Orade Netverslun IBM eða Orade Innkaup Commerce one eða Orade Framleiðsla SAP eða Orade Dreifing i2 eða Orade Ffármál SAP eða Orade Starfsmannastjórnun PeopieSoft eða Oracle Stuðningur Clarify eða Orade www.teymi.is Oracle £-businesssuite Fáðu þér heildar- lausn frá Orade Eða reyndu að púsla saman 10 ólíkum kerfum (engar leiðbeiningar innifaldar) Þitt er valið TEYMI Sími 550 2500® www.teymi.isE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.