Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegi fram- takssjóður Bún- aðarbankans Fjárfest í Frakk- landi fyrir 750 milljónir ALÞJÓÐLEGI framtakssjóður Búnaðarbankans hefur tekið ákvörðun um að fjárfesta í franska sprotasjóðnum Innovacom fyrir 10 milljónir evra eða um 750 milljónir íslenskra króna. Til þess að fá að fjárfesta í Innovacom þurfti Bún- aðarbankinn að sækja um að fá að fjárfesta í honum en forvígismenn sjóðsins eru komnir í þá stöðu að geta valið úr hópi áhugasamra fjár- festa. Astæðan fyrir því að stjórn- endur Innovacom völdu Alþjóða framtakssjóð Búnaðarbankans var áhugi á íslensku atvinnulífi vegna hás tæknistigs sem endurspeglast meðal annars í mikilli net- og far- símanotkun, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Búnaðarbankanum. Fjárfesting Alþjóða framtakssjóðs Búnaðarbankans í Innovacom markar upphafið að fjárfestingum sjóðsins í framtaksfjárfestinga- sjóðum Evrópu. Sjóðurinn getur boðið fjárfestum mikla áhættu- dreifingu á milli landa og atvinnu- greina auk aðgangs að fremstu áhættusjóðum heims sem margir hverjir takmarka þátttöku með há- um lágmarksfjárfestingum, Þannig var lágmarksfjárfesting í Innova- com til dæmis 10 milljónir evra. Innovacom-sjóðurinn var stofnaður fyrir tíu árum að frumkvæði France Telecom sem er enn í dag stærsti hluthafi sjóðsins. „Sjóður- inn er leiðandi áhættufjárfestir á franska markaðnum og kaupir sér- staklega í fyrirtækjum sem tengj- ast fjarskiptatækni og hefur á undaförnum árum fjárfest á byrj- unarstigum í nýjum fjarskipta- fyrirtækjum sem náð hafa að spjara sig vel. Sjóðurinn hefur átt þátt í stofnun og þróun á meira en 250 fyrirtækjum sem tengjast fjarskiptum," segir í fréttatilkynn- ingu. Össur hf. kaupir tvö sænsk stoðtækjafyrirtæki Sala og dreifíng á Norðurlöndum efld ÖSSUR hf. hefur undirritað viljayf- irlýsingu um kaup á öllum hluta- bréfum tveggja sænskra stoðtækja- fyrirtækja, Pi Medical AB og Karlsson & Bergström AB. Sam- eiginleg velta þessara tveggja fé- laga er áætluð 668 milljónir ís- lenskra króna og hagnaður fyrir afskriftir 70 milljónir króna árið 2000, að frádregnum 5 milljóna króna kostnaði sem fellur til hjá sænsku fyrirtækjunum vegna sam- einingarinnar. Ekki er gert ráð fyr- ir að samlegðaráhrifa vegna kaup- anna gæti fyrr en á næsta ári. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., sagði í samtali við Morgunblað- ið að umrædd fyrirtæki hefðu dreift annars vegar vörum Össurar hf. og hins vegar vörum bandaríska fyrir- tækisins Flex-Foot sem Össur keypti síðastliðið vor. „Þetta eru tvö sterkustu dreififyrirtæki í Skandinavíu núna. Pi Medical var reyndar fyrsti dreifiaðili Össurar erlendis og fékk í rauninni alheim- seinkaleyfi á sölu framleiðsluvara Össurar til að byrja með, þannig að það má kannski segja að nú sé eggið að kaupa hænuna." Auk dreifingar á stoðtækjum er hluti veltu Pi Medical AB og Karls- son & Bergstrom AB á sviði stuðn- ingstækja, s.s. spelkur og belti, en Össur hf. hefur fram að þessu ekki haslað sér völl á þeim vettvangi. Fyrirtækin sameinuð undir nafninu Össur Nordic AB Össur hf. greiðir fyrir hlutabréf fyrirtækjanna með 6,9 milljón hlut- um í Össuri hf. Miðað við það gengi sem notað er í samningnum eru þetta liðlega 442 milljónir króna að undanskildum kostnaði tengdum kaupunum. Hluti kaupverðsins, eða tæplega 32%, verður einungis greiddur út svo framarlega sem ákveðin markmið náist í rekstri fyr- irtækjanna. Náist þau markmið ekki verður þessi hluti kaupverðs- ins ekki greiddur. „Þetta er til þess að minnka áhættu okkar af þessum kaupum," sagði Jón. Samstarf fyrirtækjanna mun SKJALASKflPAR einfaldlega betri 2 * . 0 . o IxO Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. hefjast við undirritun á kaupsamn- ingi, en þau verða síðan sameinuð á næsta ári undir nafninu Össur Nordic AB. Höfuðstöðvar nýja fyr- irtækisins og dreifingarstöð birgða verða í Uppsala í Svíþjóð, og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins verður Yvonne Meyer, en hún hefur verið framkvæmdastjóri og aðaleigandi Pi Medical AB. Eigandi Karlsson & Bergström AB, Jonas Bergström, verður sölustjóri hins nýja félags og mun stýra sölu - og markaðsmál- um þess. Hjá hinu sameinaða félagi munu starfa átta sölumenn sem eiga samskipti við viðskiptavini í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Össur Nordic AB mun einnig sjá um sölu og markaðssetn- ingu til Eystrasaltsríkjanna. Áætlaðar rekstrartekjur 3,3 milljarðar króna Rekstraráætlun Össurar hf. fyrir árið 2000 hljóðar upp á 3.210 millj- ónir króna. Hagnaður fyrii' afskrift- ir er 690 milljónir króna en gert er ráð fyrir að samstæðuáhrifa vegna kaupanna gæti einungis í tvo mán- uði á þessu ári. Aætlaðar rekstrar- tekjur samstæðunnar, að viðbætt- um tekjum sænsku fyrirtækjanna beggja, verða 3.321 milljón króna, hagnaður fyrir afskriftir verði 702 milljónir króna og nettótap ársins er áætlað 3.766 milljónir króna. Af- skrift viðskiptavildar vegna kaup- anna er áætluð 416 milljónir ís- lenskra króna og mun öll upphæðin verða gjaldfærð á þessu ári. Jón Sigurðsson sagði að Össur hf. væri í dag annað stærsta fyrirtæki á sínu sviði, en ennþá væru mjög mörg fyrirtæki starfandi í þessum iðnaði. Aðspurður sagði hann það vera inni í myndinni að kaupa fleiri fyi'irtæki til að sameina samstæðu Össurar hf. „Við höfum ekkert breytt því sem við höfum sagt áður að við erum ennþá að skoða fyrirtæki í þessum iðnaði, bæði dreifingar- og fram- leiðslufyrirtæki. Auðvitað verður það annars vegar að passa mjög vel inn í framtíðarsýn okkar og hins vegar þarf þetta að vera fjárhags- lega raunhæft. Hvað varðar kaupin á sænsku fyrirtækjunum þá er það svo, því þetta eru fyrirtæki í ágæt- um rekstri og skila mjög góðum hagnaði bæði tvö,“ sagði Jón. Norska ríkið samþykkir tilboð NBH í Kreditkassen N orrænn risa- banki verður til BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrann 10 - Sími 565 1000 Ósltí. Morgunblaðið NORSKA ríkið hefur samþykkt til- boð Nordic Baltic Holding (NBH), eiganda sænsk-finnska bankans MeritaNordbanken, í hlut ríkisins í Ki-editkassen, öðru nafni Christiania Bank. Norska ríkið á rúman þriðj- ung í Kreditkassen og selur NBH allan eignarhlut sinn fyrir sem svar; ar 85 milljörðum íslenskra króna. í tilboði NBH felst að greiddar verða 49 norskar krónur fyrir hvern hlut í Kreditkassen og er það í samræmi við gengi hlutabréfa Kreditkassen í Kauphöllinni í Ósló síðustu daga. Miðað við að allir hluthafar sam- þykki tilboðið, greiðir NBH samtals um 27 milljarða norskra króna fyrir hlutabréfin eða um 245 milljarða ís- lenskra króna. NBH býður einnig í hlutabréf annarra hluthafa í Kredit- kassen og hefur hluti þeirra þegar gefið samþykki sitt. Nú þegar norska ríkið hefur einnig veitt sam- þykki sitt, má segja að NBH ráði yfir 60% hlutafjár Kreditkassen þar sem NBH átti fyrir 10% hlutafjár. í til- boði NBH er það skilyrði sett fyrir kaupunum að aðrir hluthafar sam- þykki einnig tilboðið sem stendur til 3. nóvember. Eftir viðskiptin mun Kreditkassen sameinast bankasam- stæðu MeritaNordbanken þar sem danski bankinn Unibank er einnig innanborðs. Stórbankinn mun því hafa starfsemi í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og verður í forystuhlutverki á norrænum bankamarkaði. Viðskiptavinir sam- einaðs banka verða um 9 milljónir einstaklinga og 700 þúsund fyrir- tæki. Starfsmenn verða um 38 þús- und. Thorleif Ki'arup frá Danmörku verður forstjóri sameinaðs non-æns banka. A fréttamannafundi í gær sagði hann að hlutabréf NBH yrðu í framtíðinni skráð á öllum norrænu kauphöllunum. Tom Ruud, forstjóri Kreditkassen, mun verða einn af stjórnendum NBH. Sænski viðskiptavefurinn E24 greinir frá því að markaðsvirði NBH hafi aukist um 36% frá ársbyrjun og nemi nú 200 milljörðum sænskra króna, þ.e. um 1.700 milljörðum ís- lenskra króna. Félagið gæti nú þótt áhugaverður fjái'festingarkostur fyrir stórbanka í Evrópu, með sam- einingu í huga. Hækkað tilboð eftir lokaða tilboðslotu Lokatilboð NBH fékkst eftir lok- aða tilboðslotu þai' sem þrír aðilar gerðu tilboð. Ekki hefur fengist staðfest hverjir það eru auk NBH, en talið er að Svenska Handelsbank- en hafi verið með fram á síðustu stundu en að Bank of Scotland hafi dregið sig í hlé fyrir nokkrum vikum, að því er fram kemur í Aftenposten. Tilboð NBH hljóðar upp á að greiðslan sé eingöngu í reiðufé en ekki hlutabréfum. Aftenposten greinir frá því að tilboð Svenska Handelsbanken hafi miðast við að hluti greiðslu væri í hlutabréfum og því hafi norska ríkið ekki viljað taka tilboði sænska bankans. Rúmt ár er síðan NBH lagði fram fyrsta tilboð sitt í Kreditkassen og framlengdi það síðast í síðustu viku, fi'am til 20, október. Það tilboð hljóð- aði upp á 44 norskar krónur á hlut en vegna gagntilboðs Svenska Hand- elsbanken, hækkaði NBH tilboð sitt upp í 49 krónur á hlut. Á sunnudags- kvöld bárust fréttir þess efnis að norska ríkið hefði ákveðið að taka til- boði NBH. Karl Eirik Schjott-Pedersen, íjái-málaráðherra Noregs, segir að salan til NBH og sameining Kredit- kassen og MeritaNordbanken bjóði upp á áhugaverða þróunarmögu- leika fyrir Kreditkassen. Norska ríkið fær einum milljarði norskra króna meira fyrir hlut sinn í Kredit- kassen en samkvæmt gamla tilboð- inu og fjármálaráðherrann segir að það réttlæti frestun á sölu bréfanna, sú ákvörðun hafi verið skynsamleg. NBH býst við að samlegðaráhrif af samruna MeritaNordbanken og Kreditkassen verði 110 milljónir evra eða um 8 milljarðar íslenskra króna. Sparnaður mun nema 4,7 milljörðum íslenskra króna en tekjur munu líklega aukast um 3,3 milljarða, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá NBH. Spurður um uppsagnir á starfs- fólki bankanna, sagði Hans Dalborg, forstjóri MeritaNordbanken, að hefð hafi skapast fyrir því að sameiningar verði án uppsagna. Meritabanken og Nordbanken sameinuðust fyrir um þremur árum og hafa síðan keypt danska Unibank fyrr á þessu ári. Hugsanleg sameining DnB og Storebrand Kreditkassen er önnur stærsta fjármálastofnunin í Noregi. Salan á bankanum er sú stærsta á norsku fyrirtæki til útlanda til þessa, að því er NRK greinir frá. Norðmönnum virðist mikið í mun um að Den norske Bank (DnB) verði ekki keyptur af erlendri fjármálastofnun eins og Kreditkassen nú og þar áður norski bankinn Fokus Bank sem keyptur var af Danske Bank. Síð- ustu daga hafa umræður um samein- ingu DnB og norska trygginga- og íj árfestingarfélagsins Storebrand gerst háværari. Þannig yrði til stór alnorsk fjármálastofnun, sem aftur á móti gæti kallað á athugasemdir norska fjármálaeftirlitsins, að því er m.a. kemur fram í Aftenposten.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.