Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Réttarhöld stríðsglæpadómstólsins vegna fjöldamorðanna í Srebrenica Krstic segir menn sér æðri bera ábyrgðina Haag. AP, AFP. Gífurlegt úrfelli, skriðuföll og flóð í Alpalöndum Hugsanlegt að tugir manna hafí farist AP Hús sem aurskriðan sundraði í þorpinu Gondo. Þar hafa fundist lfk nokkurra manna en óttast er að 11 aðrir hafi orðið undir skriðunni. Sion, Torínó. Reuters, AFP. FLÓÐ og skriðuföll voru víða á Norður-Ítalíu um helgina og þorpið Gondo í sunnanverðum svissnesku Ölpunum grófst í aur að hluta. Þar fannst kona á lífi í skriðunni í gær en talið er, að allt að 12 manns hafi týnt lífi í þessum hamförum og allt að 24 er saknað. Urkoman í Ölpunum, á landa- mærum Italíu, Sviss og Frakk- lands, var 60 sm á tveimur dögum. Olli það flóðum og skriðuföllum, sem rufu í sundur vegi og lestar- teina og brutu niður brýr. Á Ítalíu hafa að minnsta kosti 3.000 manns verið flutt frá heimilum sínum. Fannst á lífí undir aurskriðu Björgunarmenn fundu í gær konu á lífi í skriðunni, sem færði hálft þorpið Gondo í Sviss á kaf á laugardag. Þar er enn 11 manna saknað og tveggja manna í ná- grenninu. Þykja litlar vonir til að fólkið finnist á lífi. Um 150 til 200 mapns bjuggu í þorpinu. Á Ítalíu varð héraðið Valle d’Aosta verst úti en þar hafði rignt mikið í fimm daga samfleytt. Er þetta mesta úrfelli á þessum slóð- um og mestu flóð frá árinu 1994 þegar 68 manns týndu lífi. Mann- fallið var þó meira fyrir tveimur árum en þá fórust 147 manns af völdum skriðufalla í sunnanverðu Campania-héraði. Hin mikla iðnað- arborg Torínó í Pódalnum var í gær einangruð vegna flóða í fljót- unum á þessum slóðum, Po, Doria Riparia, Stura og Sangone, og var búist við því í gær, að Po myndi flæða yfir bakka sína þá síðar um daginn. Neyddust Fiat-verksmiðj- urnar til að loka tveimur verk- smiðjum sínpm í borginni vegna ástandsins. I Mílanó voru lestar- samgöngur að komast í lag í gær en allt skólahald lá niðri. Voru víða miklar rafmagnstruflanir. Lýst yfír neyðarástandi Italska ríkisstjórnin ætlaði í gær að lýsa yfir neyðarástandi í þeim héruðum þar sem ástandið er verst og hefur fólk verið hvatt til að sjóða allt drykkjarvatn. Hafa flóðin víða sópað burt vatns- og skolp- leiðslum og er talin hætta á, að sjúkdómar komi upp ef ekki er var- lega farið. Heldur var farið að draga úr úr- komu í gær og til fjalla hafði hún breyst í snjókomu. RÉTTARHÖLD hófust aftur í gær í máli Radislav Krstic, fyrrverandi hershöfðingja í liði Bosníu-Serba, en hann er sakaður um að hafa skipu- lagt skelfilegustu glæpaverkin í Bosníustríðinu, morð á allt að 8.000 manns í borginni Srebrenica. Verj- andi hans sagði i gær, að hann hefði ekki borið ábyrgð á morðunum, heldur aðrir menn honum hærra settir. Nenad Petrusic, verjandi Krstic, sagði, að skjólstæðingur sinn hefði ekki borið ábyrgð á morðunum og hélt því fram, að í serbneska hernum í Bosníu hefði verið annað og æðra skipanaferli, sem Krstic hefði ekki vitað um. Hann hefði hvorki fengið skipanir um að taka Srebrenica né um hroðaverkin, sem á eftir fylgdu. Krstic hefur áður borið, að Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu- Serba, hafi skipað fyrir um morðin. Drinuúlfarnir í raorðverkunum Krstic, sem er hæstsetti herfor- inginn úr liði Bosníu-Serba, sem komið hefur fyrir stríðsglæpadóm- stólinn í Haag, er ákærður fyrir að hafa stjórnað morðunum í Srebren- iea, sérstökum „griðastað" Samein- uðu þjóðanna, en þangað höfðu þús- undir múslima flúið. Attu morðin sér stað undir lok Bosníustríðsins og fullyrt er, að herdeild undir stjórn Krstic, Drinuúlfarnir, hafi staðið að þeim. AP Radislav Krstic er hann kom fyrir réttinn í gær. Hann er sak- aður um að hafa skipulagt morð á nærri 8.000 múslimum, karl- mönnum og drengjum, í Srebr- enica í Bosníu. Krstic kom fyrir réttinn í gær og lýsti því hvað hann hefði tekið nærri sér er Bosníustríðið hófst og fyrrum vinir, múslimar og Serbar, tekið upp vopn hvorir gegn öðrum. Þá kvaðst hann ekki hafa tekið við Drinuúlfun- um fyrr en hálfum mánuði eftir fjöldamorðin í Srebrenica. Síðan réttarhöldin yfir Krstic hóf- ust fyrst 13. mars sl. hefur fjöldi vitna lýst blóðbaðinu í Srebrenica og skýrt hefur verið frá því hvernig Serbar reyndu að fela ódæðið með því að fela hkin í fjöldagröfum, taka þær síðan upp og grafa líkin annars staðar. Karadzic og Mladic enn lausir Rrstic er sakaður um þjóðarmorð, fyrir að hafa næstum útrýmt öllum múslimum á svæðinu, og einnig fyrir glæpi gegn mannkyni og fyrir að hafa brotið þau lög, sem gilda um stríðsrekstur. Á hann lífstíðarfang- elsi yfir höfði sér. Sagt er, að Krstic hafi verið náinn samverkamaður Mladic og Radov- ans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, en þeir ei-u báðir eft- irlýstir stríðsglæpamenn. Kosningar til fylkisþingsins í Steiermark í Austurrflri Vínarborg. AFP. ^ ^ FPO tapar fylgi FRELSISFLOKKURINN í Aust- urríki (FPÖ) tapaði um fjórðungi atkvæða í fylkisþingkosningum í Steiermark um helgina, miðað við síðustu kosningar í héraðinu. Þetta var fyrsta raunverulega prófraunin á vinsældum flokksins, sem hinn umdeildi Jörg Haider fór fyrir þar til fyrir skömmu, frá því flokkurinn fékk aðild að austurrísku ríkis- stjórninni í byrjun febrúar sl. Frelsisflokkurinn fékk 12,4% fylgi í kosningunum um helgina, nærri 5 prósentustigum minna en fyrir fimm árum. íhaldsflokkurinn ÖVP, sem situr í ríkisstjórninni í Vín með Frelsisflokknum, vann mikið á í kosningunum og fékk nú yfir 47% fylgi, 11% meira en síðast. Jafnaðarmenn, sem nú eru í stjórnarandstöðu á þinginu í Vín, fengu 32,4% atkvæða í kosningun- um í Steiermark um helgina, 3,5% minna en í síðustu fylkiskosning- um. Fréttaskýrendur í Austurríki kepptust í gær um að túlka þessi úrslit sem áfall fyrir samsteypu- stjórnina í Vín. Þykja úrslitin stað- festa þá þróun í afstöðu kjósenda, sem skoðanakannanir hafa bent til, en hún er sú að Frelsisflokkurinn hríðtapi fylgi eftir að hann er ekki lengur í stjórnarandstöðu heldur farinn að axla ábyrgð á landstjórn- inni. KIA Pride Staðalbúnaður: Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði f. ökumann, afturhurð og bensíniok opnanleg innanfrá, 2 höfuðpúöar, bíl- beltastrekkjarar, þurrkutöf, barnatæsingar, þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsiuvasar í framhurðum, útvarp og segulband, 4 hátalarar, rafmagnsloftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn i rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá. KIA Pride kostar aðeins 799.000 i :í ms 'ride Nýr bíll á verðl notaðs! KIA Pride er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Pride er knúinn 1330cc vél sem skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeinda- stýrðri EGI fjölinnsprautun. KIA Pride kemur með staðalbúnaði sem sýnirsvo ekki verður um villst að hjá KIA fæst mikið fyrir peningana. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.