Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 37
Allt hefur sinn tíma
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Tíminn og ég, frá 1967, er ein af fjölmörgum eftirminnilegum
myndum Rósku í Nýlistasafninu.
Róska ræðir um lifandi þjóðtrú okkar og gildi
hennar fyrir íslenska menningu.
MYNDLIST
Njlistasafnið
MÁLVERK &
TEIKNINGAR - RÓSKA
Til 19. nóvember. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
RAUÐ er síðasta sýningin af fána-
litasýningum Nýlistasafnsins í tilefni
af árþúsundinu sem nú kveður og
nýju sem gengur í garð. Jafnframt er
þetta eina sýningin í trílógíu safnsins
af menningarborgasýningum 2000
sem helguð er einum listamanni. En
það er enginn einkasýningarbragur á
framkvæmdinni því Róska var eng-
inn venjulegur listamaður heldur
andríki og andrá heillar kynslóðar,
holdi klædd, eins og reyndar kemur
vel fram á sýningunni.
Þá fylgir sýningarskrá framtak-
inu, nokkuð sem hefur verið alltof
sjaldgæft í tengslum við sýningar
Nýlistasafnsins. Skráin er hartnær
tvö hundruð síður, einstaklega vönd-
uð, fagurlega myndskreytt og prýdd
fjölda litmynda, vel umbrotin og
kappfull af upplýsingum um listakon-
una og tíðarandann sem einkenndi líf
hennar og list. Metnaðurinn sem er
hvarvetna í fyrirrúmi við gerð þess-
arar langþráðu sýningar - en Nýl-
istasafnið bauð Rósku að undirbúa
yfirlitssýningu á verkum sínum árið
1996, sama ár og hún lést - ber vott
um þá virðingu og aðdáun sem lista-
konan naut alla sína alltof stuttu ævi.
I staðinn fyrir að dvelja við aug-
ljósa drætti í list Rósku og tíunda
pólitíska afstöðu hennar - hvort
tveggja kemur afar skýrt fram í sýn-
ingu og sýningarskrá - er vert að
skyggnast ögn ofan í þætti sem vefj-
ast fyrir þeim sem sjá sýninguna.
Menn virðast sumir hverjir til dæmis
eiga erfitt með að staðsetja Rósku,
átta sig á sérstöðu hennar og meta
hana að verðleikum. Minni okkar
sýnir sig oftar en ekki vera skamm-
tímaminni sem glatað hefur raun-
verulegum forsendum til að meta
mikilvægi hlutanna þegar þeir eru
ekki lengur bundnir nútíðinni en taka
að hverfa til fortíðar. Þannig er það
með Rósku eins og svo marga aðra
Súmmara að þeir verða ekki dæmdir
blákalt af leifunum sem eftir þá
liggja.
Reyndar er stórhættulegt að
byggja listasöguna einvörðungu á
verksummerkjum þeirra hluta sem
til eru en gleyma því sem til var sáð
þótt það félli ef til vill í grýtta jörð.
Hver væri staða Leonardó í listasög-
unni ef horft væri framhjá tilraunum
hans og dagbókadraumum og ein-
ungis tekið mið af því sem hann klár-
aði og gekk frá til frambúðar? Fjöl-
mörgum listamönnum í sögunni
tókst að tjá hugmyndir sínar með
þróttmiklum hætti án þess að full-
gera það sem þeim bjó í brjósti.
Antonin Artaud, Raymond Rouss-
el og Carl Fredrik Hill eru fáein
dæmi um slíka listamenn. Þrátt fyrir
takmörk sín tókst þeim að hafa af-
gerandi áhrif á afstöðu kynslóðanna
sem á eftir komu. Reyndar eru til
listamenn sem gáfu okkur ómetan-
legan lykil að leyndardómum sköp-
unargáfu sinnar með því að skilja eft-
ir glás af hálfköruðum verkum.
Þeirra á meðal var ekki ómerkari
listamaður en Cézanne.
Sýningin Rauð í Nýlistasafninu
bregður einmitt skýru ljósi á þetta
atriði í listamannsferli Rósku. Bakvið
skenkinn í kaffistofunni er til að
mynda frábær myndbútur á sjón-
varpsskjá þar sem Róska fjallar um
þjóðtrú Islendinga í tengslum við
handrita- og kvikmyndagerð sína.
Hafí mönnum einhvem tíma fundist
hún óskýr í hugsun þegar hún var að
miðla hugmyndum sínum ættu þeir
að fylgjast með því hve vel og skil-
merkilega hún lýsir einstæðri álfatrú
okkar og ályktunum sem draga má af
slíkri hjátrú. Það er enginn vafi að
hún var næmari á ýmsa menningar-
lega eðlisþætti þjóðar sinnar sem
lágu ónýttir og hálfgleymdir en gátu
gegnt mikilvægu hlutverki í tilraun-
um okkar til að endurheimta sterka
og frumlega sjálfsmynd.
I kaffistofunni er sömuleiðis hið
frábæra málverk Tíminn og ég, frá
1967. Hvergi kom Róska betur til
skila vanda okkar gagnvart hraða til-
verunnar; eru þó fjölmargar teikn-
ingar hennar til marks um erfiðleik-
ana við að standa stöðugum fótum í
ölduróti daganna. Eitt af óvægnustu
lögmálum tíðarandans á ofanverðum
sjöunda áratugnum var krafan um
allt eða ekkert. Það var ekki aðeins
listin og pólitíkin sem settu Rósku
ákveðna úrslitakosti um fylgispekt
heldur var mönnum gert að velja
milli sjálfra sín og allra hinna. Lista-
mennska krefst ómældrar sjálfs-
fylgni meðan pólitíkin heimtar skil-
yrðislausa hópfylgni. En ef til vill
endar tilvera flestra hvort eð er í geð-
klofnu reiptogi tveggja ofurkrafta.
Að því leytinu er engum sama um llk-
ama okkar og sál. Þessi tví-
skinnungur tilverunnar kristallast
best í japanska kontóristanum sem
verður að gera upp á milli drykkjus-
valls með forstjóranum eftir vinnu og
baðferðar með konunni og bömun-
um.
Vera má að Róska hafi fórnað líf-
inu í tilraun sinni til að sætta and-
stæður síns stríða sjálfs. List hennar
ber þó með sér sannleikann um þessa
glímu og það er meira en sagt verður
um þá listamenn sem þykjast geta
setið ofar öllum veraldlegum þver-
stæðum og stjómað gjörðum sínum
eins og almáttugir verktakar. Sann-
leikurinn í list Rósku er einmitt fólg-
inn í hreinskilni hennar gagnvart til-
finningum sínum. Það getur varla
farið framhjá nokkrum gesti Nýlista-
safnsins svo sjaldgæft er að íslend-
ingur opni hjarta sitt með svo eðlileg-
um og sjálfsögðum hætti.
Halldór Björn Runólfsson
Félaq viðskiptafræðinqa
og hagfræðinga
Skattlagning erlendra eignarhaldsfélaga á íslandi
Fétag viðskiptafræðinga og hagfræðinga mun nk. miðvikudag, 18. október, efna til
hádegisverðarfundar um skattiagningu erlendra eignarhaldsfélaga á íslandi.
Fundurinn fjallar um hvernig íslenskar skattareglur taka á erlendum lögaðilum, sem
verða undir vissum kringumstæðum, vegna tiltekinna tekna, skattskyld á íslandi.
Þannig nær þetta bæði til erlendra eignarhaldsfélaga og til aflandsfélaga eða félaga í
skattaparadísum erlendis.
Ámi Harðarson lögfræðingur hjá Deloitte & Touche, mun fara yfirþær reglurá
íslandi sem gera það að verkum að það sé hagstætt að stofna þannig félög og hvað í
reglunum er óhagstætt fyrir þau.
Einnig mun hann reifa hugsanlegar breytingar sem gætu orðið á íslenskum
skattalögum varðandi þessi félög og skattlagningu söluhagnaðar á hlutabréfum.
PéturA. Haraldsson framkvæmdastjóri ITC á íslandi, fjallar um hvað þurfi að gera til
þess að stofna aflandsfélög.
I pallborðsumræðu um málið munu sitja fyrir svörum Árni Harðarson, PéturA.
Haraldsson, Vala Valtýsdóttir lögfræðingur hjá KPMG, Auður Ósk Þórisdóttir
löggiltur endurskoðandi hjá Íslandsbanka-FBA, Indriði H. Þorláksson Ríkisskattstjóri
og Kristján Gunnar Valdimarsson forstöðumaður skattaráðgjafar hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum og stundakennari í skattarétti við Háskóla íslands.
Fundurinn verðurá Radisson SAS, Ársölum og stendur hann frá kl. 12:00-14:00.
Verð fyrir félagsmenn FVH er kr. 2.000 en 3.000 kr. fyrir aðra.
Innifalinn er léttur hádegisverður ásamt kaffi/te.
Nánari upplýsingar fást á www.toyota.is
bíta var að renna í hlað
Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af
góðum og traustum Toyota Yaris á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir,
sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið
gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð.
<$g) TOYOTA
Betri notaðir bílar
Simi 570 5070