Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 63
Ur dagbók lögreglu
Tíð innbrot í
höfuðborginni
13.-15. október
LÖGREGLUNNI í Reykjavík var
tilkynnt um 35 innbrot og þjófnaði
um helgina. Af því voru innbrotin
20 talsins, oftast í verslanir og fyr-
irtæki. Flestar þjófnaðartilkynn-
inganna voru um stolna farsíma.
Karlmaður var handtekinn á
sunnudag grunaður um að eiga að-
ild að mörgum innbrotum sem
framin hafa verið á miðborgar-
svæðinu á undanförnum dögum.
Viðkomandi hefur langan brotaferil
að baki, aðallega fyrir innbrot og
innbrotstilraunir. Þá var annar
karlmaður handtekinn eftir inn-
brotstilraun í Vesturbænum.
U mferðarmálefni
Um helgina voru 19 ökumenn
stöðvaðir grunaðir um ölvun við
akstur og 32 vegna hraðaksturs.
Ökumaður sem grunaður er um
ölvun við akstur og akstur án til-
skilinna réttinda reyndi að komast
undan réttvísinni með því að leggja
bíl sínum og hlaupa á brott. Lög-
reglunni reyndist þó ekki erfitt að
hlaupa manninn uppi, handtaka og
flytja á lögreglustöð.
Ofbeldisbrot og
auðgunarbrot
Karlmaður var handtekinn eftir
að hafa ráðist á öryggisvörð í næt-
ursöluverslun við Vesturlandsveg
síðla nætur á laugardag.
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í verslun við Laugaveg
þaðan sem stolið hafði verið skipti-
mynt. Þá var brotist inn í raftækja-
verslun í Borgartúni og þaðan stol-
ið dýrum hljómtækjum.
Tveir tvítugir piltar voru hand-
teknir eftir að lögreglan varð vitni
að skemmdarverkum þeirra á
auglýsingaskilti í vesturbænum.
Brotist var inn í skólahúsnæði í
austurborginni. Brotnar voru þrjár
rúður en ekki er talið að um þjófn-
að hafi verið ræða. Einnig voru
brotnar fjórar rúður í skólahús-
næði í Grafarvogi og farið inn í
skólann.
Þá var brotist inn í söluturn við
Alþjóðlegir pennavinir,
Sími 881 8181.
Njálsgötu og stolið skiptimynt.
Einnig var brotist inn í bakarí við
Laugaveg og stolið skiptimynt.
Brotist var inn í bifreið í Fossvogi
og stolið myndavél og vélhjólagalla.
Þá var brotist inn í geymslur í
Breiðholti og stolið verkfærum.
Málefni barna
og ungmenna
Lögreglumenn fylgdust sérstak-
lega með því að útivistarreglum
væri framfylgt um helgina. Að
þessu sinni fylgdust lögreglumenn
einkum með ungmennum í Breið-
holti, Grafarvogi, Seltjarnarnesi og
miðbænum. Nokkrum ungmennum
var ekið í athvarf þangað sem þau
voru sótt af foreldrum.
Friðsamlegur
útifundur
Lögreglu var tilkynnt um úti-
fund á Lækjartorgi síðdegis á
föstudag. Talið er að nærri 100
manns hafi tekið þátt í mjög frið-
samlegri göngu frá Lækjartorgi að
Stjórnan-áðinu, aðsetri ræðis-
manns ísraels við Laugaveg og
sendiráði Bandaríkjanna.
Tilkynnt var um blóðugan mann
í stigagangi við Höfðabakka og var
hann fluttur á slysadeild.
Náms- og
rannsókna-
sjóður
skógræktar
á Islandi
Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags
íslands á Akureyri, þann 26. ágúst
sl., komu saman fulltrúar Skóg-
ræktarfélags fslands, Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Landsvirkj-
unar og Orkuveitu Reykjavíkur,
sem stofnaðilar sjóðs, er nefnist
„Náms- og rannsóknasjóður skóg-
ræktar á Islandi".
Undirrituð var skipulagsskrá
fyrir sjóðinn.
Þar kemur fram að tilgangur
sjóðsins er að styrkja unga náms-
menn til framhaldsmenntunar í
skógfræðum, auk þess að veita
einstaklingum styrki til skógrækt-
arrannsókna.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum
verður árið 2004
„Stofnframlag til sjóðsins er 2
1/2 milljón króna. Stjórn sjóðsins
skipa fjórir fulltrúar stofnaðila og
er hann í vörslu Skógræktarfélags
íslands. Sjóðurinn tekur við öllum
frekari íjárframlögum, hvort sem
er frá stofnaðilum eða öðrum er
veita vilja markmiðum hans braut-
argengi. Fyrsta úthlutun úr sjóðn-
um verður árið 2004.
Náms- og rannsóknasjóðurinn
mun renna styrkari stoðum undir
það mikla starf í skógrækt sem
bíður uppvaxandi kynslóða á nýrri
öld,“ segir í fréttatilkynningu frá
Skógræktarfélagi íslands.
UTSALA
25-40% afsláttur
Nýtt kortatímabil
^AntlkbníiXn Aðalstræti.
á gjafaöskjum með matar- og kaffi-
stelli fyrir einn.
Antique Lace Platinum Lace
CrownJewel Crown Jewel platinum
Gothic Gold Gothic platinum
Silver Shell% Golden Shell
Gerið góð kaup!
Bæjarlind 1-3, Kópavogi, slmi 544 40 44
Magnús Jóhannesson, form. S.I., Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form.
Samb. ísl. sveitarfélaga, Jóhannes Geir Sigurjónsson, stjórnarform.
Landsvirkjunar, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarform. Orkuveitu
Reykjavíkur, við undirritun skipulagsskrár Náms- og rannsókna-
sjóðs skógræktar á Islandi.
Vandaðar barnamyndatökur
i'íiny O '~Zf)aísteins$on
SfAsnly nc/asíofa
Falleg mynd
al barningu þínu
er ómetanleg minning
Panlanir í
síma 552 0624
kl. 13-17
i~' í . i . *
ítalskar peysur frá
Gran Scbso*
Ný sending
Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 533 3300
BYLTING
BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn á íslandi. Um er að ræða
segulinnleg í skó og segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á
líkamann með húðvænum plástri.
Kynning á BlOflex
segulþynnum og
segulsólum
11
SCANDINAVIA
Kynnningar þessa viku
Þríðjudag 17. okt.
kl. 14.00-18.00
Apótekið Iðufelli
Miðvikudag 18. okt
kl. 14.00-18.00
Apótekið Smiðjuvegi
Fimmtudag 19.okt.
Apótekið Firði, Hafnarf.
kl. 14.00-18.00
yreytt/V f
^ %
Wýjun
kAtartAsur...
BlOflex fúttí
Segulsólar SnLl"r
ÚTSÖLUSTAÐIR:
ApótekiBSmáratOfgi-ApótetbðMosfcllsbæ - ApáteldS SmiSjuvegi - ApátekjS ISufelli
ApátekiS FirSi Hafnarf. - ApátekiS Hagkeup Skeifunni - ApáfeMB Soðurrtrönd - ApátdáB Spönginni
ApóteiáS Nýkaup Kríngiunni - ApáteiáB Hagkaup Akureyri