Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 67
MÖRGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐ3ITDÁÖUÉ Ýf. OKTÓBER 20Ó0 67 FÓLK í FRÉTTUM Okkar maður í „auteur“-stellingum; leikstjóri og handritshöfundur Staying Alive (framhalds Saturday Night Fever), ásamt sljörnunni John Travolta. Utkoman var bágborin. Rambo (Stallone) í fautahöndum smábæjarfógeta (Jack Starrett), sem gerir sér ekki grein fyrir hvað hann er að kalla yfir sig og samfélagið. tír First Blood. MYNDBOND Að fornum*' sið eða fram á við? Allt er gott að austan (East is East) G a m a n / U r a ni a ★★★% t Leikstjóri: Damien O’Donnell. Handrit: Ayub Khan-Din eftir eigin lcikriti. Aðalhlutverk: Om Puri. Linda Bassett. 92 mín. Bretland 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. SYLVESTER STALLONE MENN koma, sjá og sigra í kvik- myndaheiminum sem aimars stað- ar. Einn sá minnisstæðasti á seinni hluta kvikmyndaaldarinnar, einsog sú 20. er gjarnan kölluð, er diinm- raddaður Bandaríkjamaður af ít- ölskum uppruna. Heitir Sylvester Stallone, og komst á hvers manns varir eftir að hafa slegið í gegnum allan heim sem handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari metaðsókn- armyndarinnar Rocky (’76). Enn eina ferðina var hann í fréttunum í síðustu viku, þegar nýjasta myndin hans, Get Carter, var frumsýnd. Nú var enginn Rockybragur á hlutun- um, myndin þykir vond og ekki komast í hálfkvisti við þá gömlu með Michael Caine. Lánið hefur ekki leikið við Stallone síðasta ára- tuginn; hann er fallandi stjarna. Illar tungur segja að hinn krafta- legi Stallone hafi leikið í nokkrum dökkbláum kvikmyndum áður en hann fékk sitt fyrsta hlutverk, í unglingamyndinni Tlie Lords of Flatbush (’74). Leikhópurinn er for- vitnilegur, skipaður nánast ókunn- um ungleikurum sem allir áttu eftir að spjara sig meira og minna; Pery King, Henry Winkler, Susan Blak- ely og Armand Assante. Myndin markaði lítil spor, Stallone varð ekki sýnilegur í Hollywood fyrr en ári síðar í Deathrace 2000, Corman B-mynd, sem naut talsverðra vin- sælda. Var m.a. sýnd við mikla lukku hér heima í Tónabíói. Catin- onball, sem kom ári síðar, var af svipuðu sauðahúsi. Ungi leikarinn stefndi hærra en að vera í næststærstu hlutverkum B-mynda. Undanfarin ár hafði hann verið að slípa og betrumbæta hand- rit um vonlítinn hnefaleikara í Ffla- delfíú, sem tekst hið ómögulega; sigrar heiminn. Stallone gaf sig aldrei í baráttunni við risaveldi iðn- aðarins, stóð föstum fótum á því að fá að fara með aðalhlutverkið og láta handritið halda sér nokkurn veginn óbreytt. Þetta gekk eftir og framhaldið cr skráð í sögubækurn- ar. Sjálfur kemur Stallone (f. ’46), frá sundruðu heimili í Hell’s Kitch- en, liinu illræmda hverfi í vesturbæ Manhattan. Foreldrarnir nætur- klúbbadansmær og ítalskur inn- flytjandi. Fæddist með fæðingar- galla, hluti af vörum og talfærum lamað og þaðan á sérkenni raddar- innar, sem sumir telja næsta illskilj- anlega, rætur sínar að rekja. Á ís- lensku mætti kalla hana grafarrödd. Af þessum ástæðum hélt Stallone litli sig mest heima fyrir, var veikinda- og mæðulegt krakkaskinn. Foreldrarnir áttu jafnan í illdeilum. Fyrstu áiin var Stallone mikið á fósturheimilum og stofnunum og segir leikarinn að áhugi hans á leiklist hafí vaknað við að vekja athygli og umhyggju þess ókunnuga folks sem gekk honum í foreldrastað á fyrsta áratugnum í lífi hans. Faðir hans og móðir reyndu að hcfja nýtt líf í Maryland þegar Stallone var enn kornungur, en áhugi þeirra á Stallone og Frank bróðir hans, var takmarkaður sem fyrr. Eftir að þau skildu, er Stallone var 11 ára, bjó drengurinn hjá kald- lyndum og ströngum föður og tán- ingsárin urðu jafnvel enn erfiðari. Gerði nánast allt til að vekja á sér athygli, var á endalausum flækingi á milli skólastofnana, sem jafnan ráku drenginn að lokum, fyrir af- leitan námsárangnr. Skólasystkinin lögðu hann gjarnan í einelti fyrir að vera málhaltur og „öðruvísi". Þá flúði drengurinn gjarnan inn í eigin hugarheim þar sem hann var bar- dagamaðurinn ósigrandi, sem allir dáðu. 15 ára flutti strákur til móður sinnar sem var gift í annað sinn og bjó í Ffladelfíu. Þar var hann settur til náms við skóla fyrir tilfinninga- lega trufluð ungmcnni og kynntist lyftingum, líkamsrækt, skylming- um, ruðningi o.fl. íþróttum. Þar fékk hann einnig áhuga á leiklist og að námi loknu fékk Stallone náms- styrk við Bandarfska háskólann í Sviss. Þar fór hann m.a. með eitt að- alhlutverkið í Sölumaður deyr og þar með hafði hann ákveðið fram- tíðina. Er Stallone sneri aftur heim hóf hann þegar nám í leiklist við Mi- ami-háskóla, áður en hann ákvað að flytja aftur til New York árið 1969. Við tóku barátt.uár við að ná fót- festu í leiklistinni og munaði minnstu að Stallone missti móðinn er Francis Ford Coppola hafnaði honum f hlutverk Michacls í Guð- foðurnum. Uppgjöf virðist þó ekki vera til í orðabók leikarans, sem nú fór að skrifa hvert handritið á fæt- ur öðru og gat loks selt nokkur þeirra. Eitt þeirra, Rocky, hélt hann í einsog sfðasta hálmstráið. Það átti að færa honum frægð og ríkidæmi - sem það og gerði. Stall- one krafðist aðalhlutverksins og vænnar prósentu af innkomunni og þar að kom að þeir Irwin Winkler og Robert Chartoff, virtir og fjáðir framleiðendur, bitu á agnið. Mynd- in varð ein sú mest sótta í kvik- myndasögunni, færði Stallone til- nefningu sem besti leikari ársins, myndin hlaut þau sem sú besta árið ’76, sömuleiðis B-myndasmiðurinn Jon Avildsen, sem stýrði sigurverk- inu. Nú vænkaðist hagur strympu. Stallone komst í hóp A-leikara, þar sem hann hefur alið manninn linnu- li'tið si'ðan, er orðinn forríkur og frægur. Gömlu draumarnir hafa ræst, og það þarf ekki lítið til. Svo mikið er víst. Stallone á því sannar- lega heiður skilinn fyrir einbeiting- una og úl lialdið, það fara ekki allir í fötin hans. í allri kvikmyndasög- unni hafa fáir þurft að beijast við slíka reginmúra félagslegrar ein- angrunar, fátæktar og útskúfunar sem hann. Stallone mun jafnan verða kenndur við tvö hlutverk; Rocky og Rambo. Hnefaleikamyndiniar urðu alls 5. Avildsen stýrði þeirri fyrstu og síðustu, hinar voru meira og minna hugar- smíð stjömunn- ar. Allar nutu umtalsverðra vinsælda þótt þær döluðu jafnt og þétt. Myndimar um hinn ofbeld- isfulla og ódrep- andi Rambo, Víetnamher- manninn sem lætur ekki bjóða sér niðurlæg- ingu samfélags- ins, urðu þijár. Sú fyrsta ber af þeim einsog gull af eiri. Önnur í röðinni var ágæt afþreying, þar sem berserkur- inn heldur aftur til Víetnam til að frelsa stríðs- fanga. Sú þriðja, hctjusaga frá Afganistan, er dæmigert kalda- stríðsgrobb. Síðan hefur Stallone leikið í ein- um tveim tugum mynda sem eiga það sameiginlegt að vera heldur einsleitar og ómerkilegar átaka- myndir og dýrar í framleiðslu. Mun- ar mest um þau hrikalegu laun sem stjarnan hefur getað sett upp til skamms tíma; 20 milljónir og rúm- lega það fyrir hverja mynd. Margar eru bærilegasta skemmtun, einsog Tango and Cash (’89), Demolition Man (’93), Cliffhanger (’94) og Dayl- ight (’96). Fleiri fara beinustu leið í glatkistuna. Hver á að muna fim- bulfamb á borð við Over the Top (’87), Lock Up (’89), The Specialist (’94), Judge Dredd (’95), eða Assassins (’95)? Þessar átaka- myndir voru all- ar slærnar en botninn á ferlin- um var líkt og hjá kollega hans, Arnold Schwarzenegg- er, gaman- myndafeilspor- ið. Það stóð blessunarlega stutt, samanstóð af hörmunginni Oscar(’91), og hinni enn verri Stop! Or My Mom Will Shoot (’92), einni verstu mynd sögunnar. Ljósasti punkturinn á erfiðum 10. ára- tugnum er Cop Land (’97), ádeila og hasarmynd, gerð fyrir smámynt, þar sem garp- urinn leikur heilaskemmdan lög- reglumann og gerir það trúverðug- lega. Framtíð Stallone gæti legið í slíkum myndum. Hætt er þó við að hann verði jafnan í huga kvik- myndashúsgesta hin sanna ímynd karlrembunnar. Þrátt fyrir misjafnt gengi er Stall- one enn upptekinn og eftirsóttur og verður a.m.k. í tveimur myndum að ári. Önnur er Driver, nýjasta mynd Rennys Harlin, hin Eye See You, Warner-mynd þar sem hann leikur á móti Miröndu Richardson og risa- eðlunni Mickey Rourke, hvers ferill maður taldi útbrunninn. Rocky III frá 1982 jók enn á vin- sældir Stallones. Hér lumbrar hann á andstæðingnum, sem Mr. T. lék af slíkri fólsku að jafnvel hrafnsvartir Harlembúar héldu með næpuhvítum ftalanum. Sígild myndbönd ROCKY (1976) ★★"★★ Klassíska sagan um lítílmagnann sem verður hetja, færð í fjarska áhrifa- ríkan búning í frásögn um útbrunninn hnefaleikakappa (Stallone) sem fær tækifæri til að kljást við heimsmeistar- ann í hnefaleikum í einstæðri keppni. Varð í leiðinni sönn saga um óþekktan leikara sem gerðist stjama á einni nóttu. Stallone skrifaði sjálfur handrit- ið og var útnefndur tíl Oskarsins fyrir leik sinn í fyrsta og eina skiptið. Hrá- slagalegt yfirbragðið og æsispennandi lokaslagurinn ættí enn að hrífa hin mestu dauðyfli. Slagurinn er virkilega vel gerður og áhrifamikill. Með Taliu Shire, Buit Young, Carl Weathers, Burgess Meredith. FIRST BLOOD (1982) ★★★% Úi’valshei-maður (Stallone) úr Víet- namstríðinu kemur í lítið bæjarfélag þai' sem hann er tekinn höndum fyrir flæking og þegar lögreglan sýnir hon- um hörku brýst hann út og heldur út í óbyggðimar og verst þar öllum árásum með þeirri þekkingu sem hann hefúr úr stríðinu. Vemlega góð hasar- mynd með mörgum frábærlega gerð- um áhættuatriðum og alvöm spennu í skóglendinu þai’ sem hermaðurinn setur upp hveija, banvæna gildruna á eftir annarri. Stallone hentar mjög í hlutverkið, sem í seinni myndum varð að hálfgerðri teiknimyndafigúm. Með Richard Crenna, Brian Dennehy, Darid Cai-uso, Jack Starrett. ROCKYII (1979) ★★★ Ekkert sérlega frumlegui- samsetn- ingui' en þétt og ósvikið framhald og besta mynd Stallone sem leikstjóri. Það er þó ekki fyrr en garpurinn fer að æfa hnefaleika á nýjan leik að Rocky II, gerist virkilega ásjáleg, og það fer ekki á milli mála að lokaslagurinn í hringnum - með prýðisgóðum Dolby- effektum - er með æsilegri atriðum hvíta tjaldsins. Hér fær mannskepnan svalað ofbeldiskenndum sínum og hefndarþorsta um stund. Það þykir flestum notalegt, inni við beinið. Með Talia Shire, Burt Young, Cai’l Weath- ers, Burgess Meredith. Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ er grafalvarlegur vandi sem indverskir og pakistanskh’ innflytjendur á Bretlandi eiga við að etja - hversu ríkulega eiga þeir að halda í gömlu hefðirnar úr austri og hversu mikið eiga þeir að aðlagast frjáls-^ legri siðum síns' nýja heimalands. Þetta er vandi sem allir nýbúar þurfa að horfast í augu við og vandinn er því ríkulegri sem menningarárekstrarnir eru meiri. Allt er gott að austan tekur þeim vanda pakistanskra innflytjenda - þeirri hefð að feður geti valið börnum sínum maka - nokkuð sem lengi vel hefur ekki tíðkast í hin- um vestræna heimi. Pakistanska innflytjandanum George Khan crim mikið í mun að halda í hefðir sínar. Hann er stoltur faðir sex sona og einnar dóttur en móðir þeirra er ensk að uppruna. Eftir eina mis- heppnaða tilraun til þess að neyða brúður upp á elsta soninn er hann staðráðinn í að tveir hinir næstu muni giftast inn í virðulega pakist- anska fjölskyldu, svo heiðrinum verði bjargað. En það sem hann gerir sér ekki grein fyrir er að krakkarnir eru fæddir og uppaldir í Englandi, líta á sig sem Englend- inga og sætta sig ekki við minna en það frelsi sem þeirra jafnaldrar á Vesturlöndum taka sem vísu. Efnistök þessarar áhugaverðu háðsádeilu eru á léttum og, skemmtilegum nótum. Adeilu- broddurinn kemst fyllilega til skila og myndin snertir mann sérlega djúpt, þökk sé frábærum leik og styrkri leikstjórn. Ein allra fersk- asta myndin sem Bretar hafa sent frá sér um langa hríð - allt í senn holl, þörf og bráðskemmtileg. Skarphéðinn Guðmundsson V/SA YAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 Afgreiöslufólk, vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavlk. Sími 525 2000. VISA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.