Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 39
Fullorðinsfræðsla í brennidepli - Grundtvig
GRUNDTVIG er hátt skrifaður
þáttur í menntaáætlun Evrópu-
sambandsins árin 2000-2006, en
hann fjallar um fullorðinsfræðslu
og aðrar menntunarleiðir. Nafnið
er fengið frá N.F.S. Grundtvig
(1783-1872) sem var danskur guð-
fræðingur og ljóðskáld. Hann lagði
grunninn að fullorðinsfræðslu með
verkinu „Skolen for livet“, þar sem
hugmyndin um stofnun lýðháskóla
var sett fram.
Markmiðið núna er m.a. að efla
Evrópuvitund í símenntun og end-
urmenntun með evrópsku sam-
starfí. Einnig að kynna nýjungar,
auka gæði menntunar og auðvelda
aðgengi fullorðinna að námi.
Grundtvig-þáttur Sókratesar
stefnir ennfremur að því að ná til
sem flestra fullorðinna námsmanna
í víðum skilningi en sérstök áhersla
er lögð á:
► Fullorðna sem ekki hafa grunn-
menntun og/eða starfskunnáttu.
► Fullorðna í dreifbýli og þá sem
búa við kröpp kjör.
► Fullorðna einstaklinga með
sérkennsluþarfir.
► Aðra hópa sem alla jafna taka
ekki þátt í einhverskonar fullorð-
insfræðslu eða símenntun.
Styrkimir undir Grundtvig-nafn-
inu eru ekki veittir til einstaklinga
heldur stofnana og fyrirtækja sem
sinna fullorðinsfræðslu; endur-
menntunarstofnunum, samtökum,
stéttarfélögum, bókasöfnum, öðr-
um söfnum, sveitarfélögum ofl.
Grundtvig er skipt í fjóra flokka:
Grundtvig 1 er fyrir stofnanir og
samtök sem sinna fullorðinsfræðslu
og hafa hug á því að taka þátt í
verkefni sem snýr að fullorðins-
fræðslu í evrópsku samstarfi. Verk-
efnin geta snúist um hágæða-
kennsluefni eða að koma á fót
námskeiðum fyrir fullorðna. Sam-
starfið felur í sér þátttöku a.m.k. 3
stofnana frá þremur þátttökulönd-
um.
Grundtvig 2 er menntasamstarf
sem styrkir smærri stofnanir til að
vinna verkefni sem eru fremur smá
í sniðum í samvinnu við aðrar sam-
bærilegar stofnanir. Áhersla er
lögð á að styrkja undirbúnings-
heimsóknir milli samstarfsaðila í
mismunandi löndum sem kunna að
leiða til stærri verkefna. Leitast er
við að gera stofnunum kleift að
skipuleggja ráðstefnur og sýningar
eða fjármagna heimsóknir í því
skyni að miðla reynslu og aðferð-
um. Heimsóknir eru stærri liður í
þessum þætti en í öðrum Grundt-
vig-þáttum.
Grundtvig 3 veitir styrki til þátt-
töku í eins til fjögurra vikna nám-
skeiði í öðru landi. Námsferðir eru
fyrir alla sem starfa við fullorðins-
fræðslu.
Grundtvig 4 er vettvangur fyrir
hugmyndir um lykilatriði í full-
orðinsfræðslu og dreifingu á niður-
stöðum verkefna á Netinu. Styrkir
eru veittir fyrir þemanet og verk-
efnanet.
Itarlegri upplýsingar um
Grundtvig og dæmi um verkefni er
að finna á slóðinni
http://europa.eu.int/comm/
education/sokrates/adult/
home.html
w K 0-
v 1 1
Rosalegt
dekkjatilboð
/>RCTIC
TRUCKS
Tölvur og tækni á Netinu
/g/mbl.is
Menntaáætlun
2000-2006
Með öðrum hluta Sókratesar,
menntaáætlunar Evrópusambands-
ins árin 2000-2006, verður lögð
áhersla á sí- og endurmenntun, efl-
ingu tungumálanáms og -kennslu,
einnig á notkun nýrrar tækni og þar
með talið opið nám og fjarnám.
Evrópuvitund verður styrkt í
menntun á öllum skólastigum.
Einnig verður stefnt að því að virkja
sem flestar stofnanir, samtök og
fyrirtæki til dáða í menntamálum.
Fjárveiting á þessu sjö ára tímabili
er 1.850 milljónir evra.
Sókrates-menntaáætlunin skipt-
ist í átta þætti sem hér er raðað eftir
því hversu miklu fé er veitt:
► Comeníus tengir leik-, grunn- og
framhaldsskóla í Evrópu saman
og markmiðið er að koma á gæða-
starfi í skólum og tryggja
Evrópuvitund í menntun. Comen-
ius snýr að leik-, grunn- og fram-
haldsskólastiginu og miðar að
þátttöku allra þeirra er að skóla-
menntun koma; stjórnenda, kenn-
ara, nemenda, starfsmanna skóla,
yfirvalda, foreldrasamtaka o.fl.
► Erasmus tengir háskóla og á að
brjóta niður múra í æðri mennt-
un.
► Grundtvig er um fullorðins-
fræðslu og aðrar menntunarleið-
ir.
► Lingua er um tungumálanám og
tungumálakennslu.
► Minerva er um upplýsingatækni í
menntamálum.
► Rannsóknir og nýjungar í
menntakerfum og -stefnum.
► Sameiginilegar aðgerðir með öðr-
um evrópskum áætlunum.
► Hliðaraðgerðir (Complementary
measures).
Ofangreindir þættir skiptast síð-
an í undirflokka þar sem reynt er að
ná til flestra sviða menntunar og
allra skólastiga. Þar má nefna sam-
starfsverkefni skóla fyrir nemendur
annars vegar, stofnanir og skóla
hins vegar, endurmenntun kennara,
starfsþjálfun, námskeiðum komið á
fót, námsgagnagerð, þjálfun fullorð-
inna, opið nám og fjarnám.
I öðrum hluta Sókratesar verða
þátttökulönd alls 31, ESB-löndin 15
og Island, Liechtenstein og Noreg-
ur auk Búlgaríu, Eistlands, Lett-
lands, Litháen, Póllands, Rúmeníu,
Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og
Ungverjalands. Loks munu Kýpur,
Malta og Tyrkland bætast síðar við.
• Umsóknarfrestir eru oft tví-
skiptir, drög 1. nóv. og lokaumsókn
1. mars. Landsskrifstofa Sókrates-
ar/Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
veitir nákvæmar upplýsingar um
það, s. 525-4311. www.ask.hi.is. T.d.
þurfa háskólakennarar að sækja um
styrki til kennaraskipta til Alþjóða-
skrifstofunnar. Einnig þurfa deildir
háskóla að gera stofnanasamninga
við evrópska háskóla fyrir 1. nóv. ár
hvert.