Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Hátt í 200 bflar lokuðu aðkomu að birgðastöð olíufélaganna í Orfírisey og fóru sér hægt 1 bakaleiðinni Morgunblaðið/Jim Smart Umferðartafir urðu töluverðar á Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi í gær þegar atvinnubflstjórar fóru í hægagírnum frá mótmælastöðunni í Örfirisey. Skorað á olíu- félögin að draga hækkanir til baka SAMSTARFSHÓPUR nokkurra hagsmunasamtaka bílstjóra gegn ol- íu- og bensínverðshækkunum efndi í gær til aðgerða við birgðastöðvar ol- íufélaganna í Örfirisey til að mót- mæla verðhækkun á eldsneyti nú um mánaðamótin. Aðgerðirnar stóðu yfir í fjóra tíma og lokaði fjöldi bíla aðkomuleiðum að birgðastöðvunum. Er talið að hátt í 200 rútur, sendibílar, leigubílar og vörubílar hafi mætt á svæðið og hafði þetta nokkra röskun í för með sér á olíudreifíngunni á þessum tíma. í bakaleiðinni fóru bílstjórarn- ir sér hægt vestur efth' Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og myndaðist umferðarteppa milli kl. 16 og 18. Aðgerðirnar fóru friðsam- lega fram og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni urðu engin óhöpp í um- ferðinni vegna bílstjóranna. í gærmorgun komu nokkrir tals- menn samstarfshópsins saman til fundar þar sem samþykkt var áskor- un til olíufélaganna um að þau dragi verðhækkanirnar til baka í síðasta lagi fyrir miðnætti í nótt, að öðrum kosti verði gripið til frekari mót- mælaaðgerða. Að samstarfshópnum standa Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), Landssamband vönibifreiðastjóra, Félag hópferðaleyfishafa, Oku- kennarafélag Islands, Félag vinnu- vélaeigenda, Trausti - félag sendi- bílstjóra, Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Félag sérleyf- ishafa. Unnur Sverrisdóttir, talsmaður hópsins, sagði við Morgunblaðið að hækkun olíufélaganna nú miðaðist ekki við meðalgengi dollars í októ- ber heldur síðasta viðskiptadag mánaðarins. Hækkunin væri það lítil að hefðu félögin miðað við meðal- gengi hefði ekki þurft að koma til hækkunar um mánaðamótin. „Olíufélögin hefðu getað sýnt lit, að minnsta kosti beðið og séð hvern- ig krónunni reiddi af. Hún er strax farin að lagast, eins og reyndar ger- ist oft um mánaðamót,“ sagði Unn- ur. Hún sagði hækkunina nú á bens- íni, sem nemur 1,40 kr. á lítra, og á dísilolíu um 1,60 kr., ekki vera í neinu samræmi við þær forsendur sem olíufélögin hefðu gefið sam- starfshópnum um verðmyndun á eldsneyti. Heimsmarkaðsverð olíu í október hefði ekki hækkað. Hún sagði aðgerðirnar í gær í Örfirisey hafa verið meira með tákn- rænum hætti. Aðspurð hvað bílstjór- ar myndu gera eftir miðnætti í nótt, drægju olíufélögin hækkanirnar ekki til baka, sagði Unnur að það yrði ekki gefið upp fyrr en að því kæmi. Hún lýsti yfir ánægju sinni með samtakamátt bílstjóra í gær. Aðgerðirnar sýndu að bílstjórum væri alvara með sínum kröfum. Hækkanir á þjónustu bílstjóranna eru strax komnar fram, eftir þessai- síðustu olíuverðshækkanir. Þannig hækkuðu fargjöld með Austurleið- SBS um 8% í gærmorgum. Landvari, félag íslenskra vöru- flytjenda, þ.e. bílstjórar í land- flutningum, tók ekki þátt í mót- mælaaðgerðunum í gær. Guð- mundur Arnaldsson, framkvæmda- stjóii Landvara, sagði við Morg- unblaðið að mótmælin beindust í ranga átt. Bílstjórar ættu ekki að beina spjótum sínum að olíufélögun- um heldur að stjórnvöldum vegna álagningar ríkisins á eldsneyti. Verðhækkanir heima fyrir endur- spegluðu aðeins þróunina á heims- markaði og olíufélögin íslensku væru ekki blóraböggullinn. Guðmundur sagði olíufélögin að- eins vera dreifingaraðila á eldsneyti. I Eyrópu beindust mótmæli almennt ekki að dreifingaraðilum eldsneytis heldur að stjómvöldum í viðkomandi ríki. „Við hjá Landvara teljum okkur sjá þá mynd á íslandi, hvort sem ol- íufélögin em með samráð sín á milli eða ekki, að í þessu litla og veik- burða hagkerfi okkar getur sam- keppni aldrei átt sér stað fyrir al- vöra vegna fjarlægðar við ísland og einhæfni markaðarins. Fraktin eyði- leggur möguleika á samkeppninni,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að önnur sam- tök bílstjóra væra að draga upp rangan fána í sínum málflutningi. Mikil röskun í rekstraramhverfi í vöraflutningum á landi hefði átt sér stað með hækkun þungaskatts. Hefðbundinn vöraflutningabíll með tengivagni hefði verið að gi'eiða 2,5 milljónir á ári í þungaskatt fyrir tveimur áram en væri nú að greiða 3,5 til 4 milljónir króna. Þarna væri höggið, og bílstjórar ættu að mót- mæla þessu frekar en olíuverðs- hækkunum. Geir Haarde fjármálaráðherra hefur boðað bílstjóra til fundar við sig á mánudag um eldsneytismál, bæði samstarfshópinn og fulltrúa Landvara. Ágúst Fylkisson, bílstjóri hjá Austurleiðum-SBS. Jón Siguijónsson, bflstjóri hjá Austurleiðum-SBS. Einhugur í mönnum FORMAÐUR Vörubflastöðvarinn- ar Þróttar, Jón Magnús Pálsson, fór fyrir sinum mönnum við Örfir- isey í gær. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með aðgerðir bflstjóranna, þær sýndu mikla samstöðu í þeirra röð- um. Einhugur væri í mönnum að ná niður kostnaðarþáttum í rekstri bflanna. Jón Magnús sagði virki- lega ástæðu hafa verið til þess að grípa til aðgerða eftir hækkanirn- ar um þessi mánaðamót. „Hækkanirnar koma jafnt niður á alla atvinnubflstjóra, sem aðra bflstjóra. Við erum flestir að aka dísilbflum og hækkanirnar eru orðnar verulega kostnaðarþyngj- andi,“ sagði Jón Magnús og tók dæmi um sinn vörubfl. Hann væri með 450 lftra tank og eyddi 60-70 lítrum á hundraði, fulllestaður. Frá áramótum hefði áfyllingin hækkað um 13 þúsund krónur. „Eg er að fylla tankinn annan hvern dag þannig að það sjá allir hvað þetta íþyngir rekstrinum," sagði Jón Magnús. Ómar Jóhannsson, scndibflstjóri hjá Þresti. „Er ekki franska aðferðin ágæ t?“ TVEIR bflstjórar hjá Austurleið- SBS urðu á vegi blaðamanns og Ijósmyndara Morgunblaðsins við Örfirisey í gær. Ágúst Fylkisson taldi að aðgerðirnar ættu að vekja forráðamenn olíufélaganna til um- hugsunar, sem og stjórnvöld. Jón Sigurjónsson, félagi hans, var þar hjartanlega sammála. Ágúst og Jón sögðu að grípa þyrfti til róttækari aðgerða, yrði ekki hlustað á kröfur samtaka bfl- stjóra. Ágúst sagði að tími hefði verið kominn til aðgerða, bflstjórar hefðu talað of mikið til þessa en lít- ið aðhafst. Sem frekari aðgerðir nefndi Ágúst að loka mætti leiðum að bensínstöðvum. „Er ekki franska aðferðin ágæt?“ spurði Jón og vísaði þar til harka- legra aðgerða franskra vörubfl- stjóra á dögunum. „Það versta við þetta er að olíufé- lögin virðast hafa algjört samráð sín á milli. Sá stærsti hækkar og hinir koma á eftir. Hvar er Sam- keppnisstofnun? Er hún á mála hjá olíufélögunum?" spurði Jón og var heitt í hamsi. Hann auglýsti einnig eftir Neytendasamtökunum. Jón Magnús Pálsson, formaður Þróttar. EIGNALÍFEYRIR N j ó í í u l ífs i n s a 11 a œ v i Dropinn sem fyllti mælinn ÓMAR Jóhannsson, sendibflstjóri hjá Þresti, var meðal þeirra bfl- stjóra sem tóku þátt í aðgerðunum í Órfirisey í gær. Hann sagðist hafa tekið þátt í þeim vegna verð- hækkana olíufélaganna um mán- aðamótin. Þær hefðu verið drop- inn sem fyllti mælinn. „Olíufélögin höfðu verið vöruð við að hækka ekki meira. Við höf- um verið í viðræðum við þau og ríkisvaldið. Nú var kominn tími á aðgerðir, sem eru fyrst og fremst táknrænar. Við gerðum þetta meira til að sýna klærnar,“ sagði Ómar. Aðspurður hvað bflstjórar rnyndu gera, drægju olíufélögin hækkanirnar ekki til baka, taldi Ómar líklegt að fylkt yrði liði í Bíóborgina í hádeginu á föstudag, að hætti Guðmundar Jaka, og frekari aðgerðir ákveðnar þar. „Verðlagningin er orðin tómt bull. Þetta skapar aukna verð- bólgu og kemur alls staðar við alla. Þetta snýst ekki bara um okk- ur, atvinnubflstjóra," sagði Ómar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.