Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 60
60 *— FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Grunnur þekk- ingarstj órnunar FYRIRTÆKI gera sér í auknum mæli grein fyrir þörfinni á að leggja mat á þekk- ingu sem skapar verð- mæti. I flestum fyrir- tækjum hefur hugtakið „eign“ fengið aðra merkingu undanfarin "ar. Samkeppnishæfni fyrirtækja var venju- lega metin út frá þátt- um eins og nýrri tækni, landfræðilegri stað- setningu eða markaðs- hæfni. Fyrirtæki í far- arbroddi byggja hins vegar samkeppnis- hæfni í vaxandi mæli á skilgreiningu og stjórnun óáþreifa- nlegra eigna. I Bandaríkjunum og Evrópu hafa fjárfestingarbankar í fremstu röð gert sér grein fyrir verðmætunum sem felast í óáþreif- anlegum eignum. Fyrirtækjum er nauðsynlegt að leiða hugann að því í hverju skráning og mæling þekking- ^ir felst. Það er flókið og stórt verk- efni að mæla þekkingarverðmæti og bókfæra þau til eignar. Pricewater- houseCoopers stýrir hér á landi samnorrænu verkefni, Nordika, sem hefur það að markmiði að þróa að- ferðir við mat á þekkingarverðmæt- um og gefa út leiðbeiningar um hvernig eigi að mæla og bókfæra þau. Skilgreining Fræðimenn hafa skilgreint mun- inn á áþreifanlegum verðmætum og ~óáþreifanlegum verðmætum. Sam- kvæmt þeirra skilgreiningu eru áþreifanleg verðmæti sú þekking sem einstakhngurinn er fær um að tjá sig auðveldlega um í töluðu máii eða með öðrum samskiptahætti. Óáþreifanleg verðmæti eru sú þekk- ing sem einstaklingurinn er ófær um að tjá sig um og þar með umbreyta í þekkingu. Óáþreifanleg verðmæti hafa verið skilgreind sem þekking- arverðmæti, þ.e. summan af öllu sem fyrirtækið veit. Meginreglan er: „Ef þú getur séð það getur þú mælt það og ef hægt er að mæla eitthvað þá er hægt að stjórna því.“ Þekkingarverðmæti fyrirtækja eru að verða þáttur sem hefur áhrif á samkeppnis- hæfni fyrirtækja í dag. Mannauður og markaðsverðmæti Þekkingarverðmæti eru þessar óáþreifan- legu eignir fyrirtækis- ins sem hefðbundið bókhald getur ekki Anna Marfa fært til eigna. Þekking- Pétursdóttir arverðmæti aðgreina sig frá hinum áþreifan- legu eignum fyrirtækisins, þ.e. vél- um og tækjum, og samanstanda af þremur þáttum: Verðmæti manna- uðs, verðmæti grunngerðar og markaðsverðmæti. • Verðmæti mannauðs eru m.a. þekldng, færni, hæfni, menntun og reynsla starfsfólks fyrirtækis- ins. • Verðmæti grunngerðar ei-u hvernig fyrirtækið skipuleggur starfsemi sína, svo sem stjómun- arhættir vinnuferla, kerfi og vinnuaðferðir. • Markaðsverðmæti eru þau tengsl sem fyrirtækið hefur byggt upp gagnvart viðskiptavinum, birgj- um og öðrum samstarfsaðilum. Með því að auka tengingu þessara þriggja þátta og stefnu fyrirtækis- ins er hægt að auka framleiðni þess. Dæmi um þekkingarverðmæti eru: Hæft starfsfólk, orðspor og tengsl við viðskiptavini, hæfni til rann- sókna og þróunar, upplýsingakerfi, áætlunar- og stjórnkerfi, uppbygg- ing og skipulag vinnustaða. Það er erfitt að skilgreina þekkingarverð- mæti í fyrirtækjum en skilgreining á þekkingarverðmætum er að verða veigamikill þáttur hjá hverju fyrh'- tæki eins og mikilsmetnir fræði- menn svo sem Peter Drucker og Nujiro Nonaka benda á. í þekking- arþjóðfélaginu er grundvöllur að efnahagslegum vexti þekking. Því er Þekking Þekkingarverðmæti fyrirtækja, segir Anna María Péturs- dóttir, eru að verða þáttur sem hefur áhrif á samkeppnishæfni. ekki auðsvarað hvað þekking er, hvernig hún vinnur eða hvernig henni er stjórnað. Enn sem komið er hefur engin ein aðferð við að skil- greina og meta þekkingu verið við- urkennd sem eina rétta aðferðin. Verðmætasta auðlindin Þekking er verðmætasta auðlind Islendinga - aðeins hágæðafram- leiðsluvörur og þjónusta getur tryggt íslendingum samkeppnis- stöðu á alþjóðamörkuðum. Því verða fyrirtæki að meta hjá sér hvað þau hafa, því aðeins þá geta þau stjórnað þekkingarverðmætum sem er einn af stærstu áhrifaþáttum velgengni fyrirtækja í nýja efnahagskerfinu. Það er ílókið og stórt verkefni að mæla þekkingarverðmæti og hvað þá að bókfæra þau til eigna. I dag er ekki til nein ein viðurkennd aðferð á reikningsskil um meginreglur bók- haldsaðgerða sem fyrirtæki geta stuðst við. Við erum á hraðri leið inn í nýja efnahagskerfið þar sem aðrar reglur gilda en í iðnaðarsamfélaginu sem við þekkjum svo vel. Samkeppnin á alheimsmörkuðum er að verða meiri og tæknin leiðir sífellt til nýrra markaðstækifæra og hefur áhrif á samskiptareglui'. I efnahagsum- hverfi þar sem þekking, sköpun og nýbreytni hefur í auknum mæli áhrif á árangur fyrirtækja verða fyrirtæki að leggja mat á þekkingar- verðmæti. Nordika er liður í samn- orrænu verkefni um mælingar á þekkingarverðmætum sem Norræni iðnaðarsjóðurinn hleypti af stokkun- um vorið 1999. Markmið hins sam- norræna verkefnis er að þróa að- ferðir við mat á þekkingarverð- mætum og útbúa og gefa út leið- beiningar hvernig eigi að mæla og bókfæra þekkingarfjármagn. A Norðurlöndum eru ýmis verkefni á þessu sviði og á einnig á alþjóðavett- vangi. Norðurlöndin hafa látið mjög að sér kveða á þessu sviði og eru mörg fyrirtæki farin að gefa út þekkingarbókhald annað árið í röð. Meginhugmynd Nordika er að Norðurlöndin efli samstarf á þess- um vettvangi þannig að þau geti skipst á hugmyndum, reynslu og þekkingu á þessu sviði. Hér á landi hefur Nordika-verk- efninu verið hrundið af stað og er verkefnisstjórn í höndum Pricewat- erhouseCoopers. Islensk fyrirtæki sem taka þátt í Nordika-verkefninu um mat á þekkingarverðmætum fá leiðsögn um hvernig þau geta mælt þekkingarverðmæti sem skipta mestu máli við verðmætasköpun. Einnig fá þau góða yfirlitsmynd um þau þekkingarverðmæti sem eru fyrir hendi í fyrirtækinu og aðstoð við að bókfæra þekkingarverðmæti. PwC hefur viðað að sér mikilli þekk- ingu og reynslu á þessu sviði og mun stýra fyrirtækjum í gegnum ferlið við að mæla og bókfæra hjá sér þekkingarfj ármagn. Höfundur er ráðgjafi Pricewater- houseCoopers og verkefnisstjóri Nordika Island. REVNIR HBIDE t l'RSM J DUH ji GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN Á GARÐATORGl 7, VIÐ „KLUKKUTURNINN" ÚR & PJÁSN • GARBATORG 7 • GARBARÆR • SÍMI 565 $>955 • PAX 565 9977 Hugleiðingar um einkaframkvæmdir BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur farið út á þá braut að semja um einkafram- kvæmdir, bæði varð- andi byggingu skóla og dagheimilis. Þessi nýbreytni í fram- kvæmdaáformum sveitarfélaga vekur upp hugleiðingar um kosti og galla einka- framkvæmda til lengri tíma litið. Einkaframkvæmd Einkaframkvæmd getur verið form sem er opinberum aðilum hag- kvæmt í stað þess að afla lánsfjár og framkvæma á eigin vegum. Til að tryggja það að fá rekstrarlega hag- kvæma framkvæmd getur verið óheppilegt að tengja saman í útboði hönnun og byggingarkostnað því óvíst er að það fari saman í tilboði rekstrarlega hagkvæm hönnun og hagstætt verð. Þá er hætt við að MARBERT kynnir tvo nýja augnháraliti Breyttu augnsvip þínum í lokkandi augnaráð ....vegna þess að augun þín eru gluggar sálar þinnar SUPREME MASCARA VOLUME LASH Þessi næringarríki augnháralitur brettir upp augnhárin, gerir þau lengri, eðlilegri og mikið þéttari. Augnhárin styrkjast og verða mýkri. Fullkomin áferð sem endist allan daginn, gefur augum þínum djúpan og áhrifamikinn svip. Smitar ekki, þornar fljótt. SCUBALASH MASCARA WATERPROOF Nærandi, vatnsheldur augnháralitur sem gerir augnhárin Iengri, þéttari og silkimjúk. Augnháralitur sem endist allan daginn og gefur augum þínum áhrifamikinn og skýran svip. Ilmefnalausir og ofnæmisprófaðir. marbert.com Stór-Reykjavíkursvæði: MARBERT snyrtistofa, Bæjarlind 6, Kópavogi, Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi, Hagkaup Skeifunni. landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkur Apófek, Hagkaup Akureyri. slakað verði á gæðum og hagstæða verðið val- ið. Spenna á vinnumarkaði Þegar spenna, e.t.v. tímabundin, er á vinnu- markaði og verðlag er hátt og ávöxtunarkrafa óhagkvæm, getur einkaframkvæmdaleið- in verið varhugaverð því þá er háa verðlagið flutt á allan samnings- tímann og litlu er hægt Páll V. að breyta þótt verðlag Daníelsson falli. I slíku efnahags- umhverfi getur verið hagkvæmara að taka lán til fram- kvæmda því venjulega er hægt að taka ný lán til að greiða eldri lán og óhagkvæmari og draga þannig úr fjármagnskostnaði. Aftur á móti getur einkafram- kvæmd verið hagkvæm fyrir not- andann ef byggt er á lággengistíma því þá flyst lággengið yfir allan samningstímann. Lóð afsalað Sé um framkvæmd að ræða sem er vegna varanlegrar, lögbundinnar þjónustustarfsemi verður að gæta þess að binda lok samningstímans við það að þjónustuaðilinn geti eign- ast framkvæmdina að loknum samn- ingstíma á verði sem ekki fari yfir fymingarvirði í lok tímabilsins, t.d. byggingar. Sé það ekki stendur þjón- ustuaðilinn uppi vamarlítill þar sem hann á ekki viðkomandi fasteign, hvorki lóð né hús, og gæti þá þurft að sæta afarkostum. Þetta yrði einkum hættulegt í sambandi við starfsemi þar sem bygging þarf að vera stað- sett í ákveðnu hverfi og með tilliti til umferðar. Það er e.t.v. eini möguleik- inn til lausnar að semja að nýju við eiganda einkaframkvæmdarinnar sem á bæði lóð og hús og það getur verið erfið og kostnaðarsöm samn- ingsaðstaða. Þróun starfseminnar Þegar byggt er til langs tíma fyrir ákveðna starfsemi er oft erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hún muni þróast. Breyti tíminn og tækn- in þeim forsendum sem á var byggt og að aðlaga þurfi húsnæði slíkum breytingum geta komið upp veruleg vandamál ef samið hefur verið við einkaframkvæmdaaðila á þann hátt áð fjármögnun og rekstur tengist Hafnarfjörður Hugmyndin um einka- framkvæmdir er ný af nálinni, segir Páll V. Damelsson, og engin reynsla á hana komin. saman. Það gæti leitt til aukakostn- aðar fyrir þjónustuaðilann eða að búa yrði við óhentug vinnuskilyrði og samningurinn stæði þannig í vegi fyrir eðlilegum framförum. Einn húsbóndi Þá er mannlegi þátturinn í þessu öllu saman. Þótt vel takist að semja hvernig verður þá samstarf tveggja húsbænda, þess sem á eignina og sér um viðhaldið og þess sem rekur starfsemina? Hvernig er hægt að tryggja árekstralaust samstarf? Sé samningstíminn langur geta margir aðilar komið að stjóm á báða bóga. Það þarf að vera vel samið ef engir erfiðleikar eiga að koma upp. Slík vandamál geta haft slæm áhrif á alla starfsemina. ■ Hvernig eiga samningar að vera? Þá kemur að því hvernig samning- ar eigi að vera. Trúlega er best til þess að komast hjá árekstmm að slíkir samningar séu eingöngu fjár- mögnunarsamningar, t.d. á kaup- leigugmndvelli. Notandi einkafram- kvæmdarinnar sæi þá um allan rekstur, þar með talið viðhald. Reksturinn væri þá allur á einni hendi og hægt að aðlaga húsnæðið eftir þörfum hvers tíma enda yrðu forsendur fyrir kaupum að loknum samingstíma fyrir fram ákveðnar eins og áður er getið. Ný af nálinni Hugmyndin um einkafram- kvæmdir er ný af nálinni og engin reynsla á hana komin. Það er því nauðsynlegt að fara með gát og taka lítil skref og þá fyrst og fremst á fjár- mögnunarsviðinu. Nauðsynlegt er að gæta sín á því að klúðra ekki málum með því að rugla of mikið saman stjómunarþáttum því togstreita og óeining getur orðið til þess að lama þá starfsemi sem fram á að fara. Höfundur er viðskiptafrœðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.