Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sérhönnuð snapsaglös !■! Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 o t5 o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykfavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupöstur: sala@tiellusteypa.is Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Koinbi www.mbl.is á UMRÆÐAN Sól úti, só! inni, Sól í hjarta, sól í sinni, Sól í sálu minni. Þessi einfaldi kveð- skapur var sá fyrsti sem ég kenndi börn- unum mínum strax og þau fóru að geta sett saman orð. Ég veit ekki hver höfundurinn er, hann er annað- hvort sænskur eða norskur og skiptir kanski ekki öllu máh, við erum að tala um sömu sólina, sólina sem við öll deilum saman, sólina sem á svo stóran þátt í lífsskilyrðum okk- ar hér á jörð. En í vísunni birtist líka annars konar sól, ekki síður mikilvæg, og býr hún í hjarta okkar og sálu. Ég hef reynt að ala með börnum mínum vitneskju um þessa sól og nauðsyn þess að halda geisl- um hennar við því við getum vel lif- að án hennar en þá erum við veik, þunglynd. Hér á eftir ætla ég að draga fram litla mynd af þessum allt of algenga sjúkdómi, velta fyrir mér ástæðum hans og hvetja ykkur til að huga að sólinni í ykkur sjálf- um. Þarna situr hún, eldri kona, horf- ir tómum augum í gráar gaupnir, andlitið mótað af vonleysi og upp- gjöf. Hún dæsir þungt öðru hverju og segir svo setninguna: „Mig lang- ar bara til að deyja.“ Fer svo að gráta af skömm yfir að láta þetta út úr sér, enn ein vonbrigðin með hana sjálfa. Það er dregið fyrir alla glugga í íbúðinni og loftið er þungt. Hún fer aldrei út, horfir aldrei út, þrífur sig ekki, klæðir sig ekki, svarar ekki síma, vill ekki hitta nokkurn mann. Svona hefur þetta verið hjá henni í meira en tvö ár. Af einhverjum ástæðum hafði hún hleypt mér inn til sín og sit ég andspænis úrræðalausri konunni furðandi mig á hvernig þetta hefur getað gengið svona lengi. Ég reyni að segja henni að ég viti hvernig henni h'ður, ég hafi sjálf staðið í þessum sporum. En hún trúir því nú ekki. Hún heldur sig einstakt tilfelli, hún heldur sig vera aumingja og vesa- ling, eitthvað allt annað en sjúkling. Hún er yfirkomin af skömm á sjálfri sér. Ég gæti lýst lífshlaupi þessarar konu, ég gæti lýst því sem gerst hefur eftir þetta en ég ætla ekki út í þá sálma hér. Tilgangurinn með þessari glefsu er sá að gefa ykkur innsýn í líf konu sem sér ekki von- arglætu, sólin hennar er slokknuð. En hún er allt annað en einstakt tilfelli. Það er talið að einn af hverj- um fimm einstaklingum þjáist af þunglyndi einhvern tíma á lífsleið- inni. Ég er ekki að tala um þau skapbrigði sem teljast til eðlilegra tilfinningasveiflna. Fólki er eðlilegt að vera stundum dapurt, sorgmætt og leitt og er það sjálfsagður partur af okkar tilfinningaflóru. Ég er að tala um sjúkdóm sem þarfnast meðferðar og er svo andstyggilegur þeim sem þjást af honum að þeir Hamingja Við þurfum að átta okkur á því, segir Ragn- heiður Bjarnadóttir, að ekkert og enginn gerir okkur hamingju- söm nema við sjálf. sjá oft enga leið út úr þessu kval- ræði aðra en dauðann. En hvað er það sem fær okkar meðfædda gríðarlega lífsvilja til að láta undan hræðilegri dauðahvöt? Þær tilgátur eru fyrir hendi að þunglyndi sé ættgengur sjúkdómur og er það mjög sennilegt en það eitt og sér kemur þessu ferli tæp- lega af stað. Eflaust koma utan- aðkomandi aðstæður og uppeldi þarna líka við sögu þannig að sam- an gæti þessi þrenning skapað þann jarðveg sem segir til um hvort sjúkdómurinn þrífist þar eður ei. Islendingar eru frægir fyrir efn- islegt lífsgæðakapphlaup sitt. Gæti ósigur í þeirri keppnisgrein hæg- lega aukið líkur á þunglyndi og þarf kannski ekki ósigur til. Kapphlaup- ið sjálft er áhyggjuefni. Fólk getur verið svo upptekið af því að reyna að öðlast efnislega velsæld að hún kostar það andlega vansæld. Það gleymir að huga að sólinni í hjart- anu, í sinninu, í sálinni. Og þar held ég að hundurinn liggi grafinn. Innri vellíðan og hamingja er eitthvað sem allir þrá en mörgum reynist erfitt að öðlast. Þá á þunglyndið greiðan aðgang að sálarkytrum okkar. En hvað getum við gert til að glæða okkar innri sól? Jú, fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því að ekkert og enginn gerir okkur hamingjusöm nema við sjálf. Það er ekki fyrr en við höfum fundið okkar hamingju að annað fólk og verald- legir hlutir koma inn í myndina og þá getur það vel aukið á hamingj- una sem við eigum fyrir og eins eig- um við þá nóg til að gefa öðrum. I öðru lagi verðum við að læra að njóta líðandi stundar þvi þegar upp er staðið er það alltaf hún sem gild- ir. Kraftur augnabliksins er mikill og við verðum að nýta hann vel. Það er algjörlega undir okkur sjálf- um komið hvernig við tökum á þeim verkefnum og uppákomum sem verða á vegi okkar, sama hversu þreytandi og leiðinleg þau kunna að virðast. Við þurfum að læra að njóta hverrar fram- kvæmdar meðvituð um að það er ekki árangurinn sem skiptir öllu máli heldur stjórnin sem við höfum á huga okkar. Þarna er kominn galdurinn á bak við þetta allt. Hugurinn okkar. Hann er magnað fyrirbæri sem við því miður nýtum takmarkað. En með æfingu og viljastyrk er ótrú- legt hverju er hægt að ná fram. Það sem skiptir öllu máli er að finna að við stjórnvölinn á þínu hamingju- fleyi ert þú sjálfur og enginn annar. Nú er sólin að lækka á lofti, skuggarnir lengjast, langur vetur fram undan. Þunglyndislegar að- stæður? Svo þarf ekki að vera. Við getum litið á þennan tíma sem tækifæri til að huga að sólinni í okkur sjálfum, tækifæri til að láta hana skína skærar en nokkru sinni fyrr. Því þegar allt kemur til alls er ljósið alltaf sterkara en myrkrið. Höfundur cr hársnyrtir og nemi í Meistaroskólanum i Reykjavík. Hin innri sól Ragnheiður Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.