Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Myndavélarnar ná ekki uppí himininn SKÝ fyrir ský heitir heildarsafn ljóða Isaks Harðarsonar frá ár- unum 1982 til 1995 og inniheldur sjö ljóðabækur. Bókin er hátt í fimm hundruð síður. Hún hefst á inngangi sem ritaður er af Andra Snæ Magnasyni. Þaðan er auðvelt að rata inn í skáldskap Is- aks. „Ég held að umferðarljósin hati mig“ yrkir Isak á ein- um stað. Ef marka má mikinn áhuga manna á ljóða- upplestrum er bók sem þessi hvalreki í jóla- bókaflóðinu. ísak er spurður að því hvernig hann hafi byrjað að yrkja ljóð? „Allt sem mann lang- aði til að segja rúmaðist ekki í venjulegum við- tölum við vini og kunn- ingja. Þá lá beinast við að tjáþessar hugsanir á pappír sem vihli taka við öllu. Veruleikinn er frekar ferkantaður og það er ekki gert ráð fyrir að maður tali um hvað sem er, ekki einu sinni við vini og kunn- ingja. En pappírinn og tölvan eru þolinmóð. Þegar maður fer svo að sinna þessari þörf betur fer maður að hafa ánægju af því og þá er varla aftur snúið. Þegar ég svo var að byrja að skrifa fann ég fyrir þögn í íslensk- um skáldskap um marga hluti sem mig langaði til að skrifa um. Þögn um guð og þögn um ástina. Kærleikann sem grunntón tilver- unnar. Ég er ekki að tala um hina kynferð- islegu ást, um hana ríkti ekki þessi þögn sem mig langaði til að rjúfa. Og ástin og guð finnst. mér vera rauði þráðurinn í öllum þessum bókum í safn- inu. Frá elstu bók til þeirrar yngstu. Fyrir mér mynda þær sam- þjappaða heild og þess vegna er ég líka ánægður að sjá þær allar í einu safni. Þær eiga saman." Hver er staða ljóðskálda í dag? „Ljóðskáldin hafa aldrei verið mikilvægari en í dag. Þau eru ekki mikils metin í þjóðfélaginu en þau eru heldur ekki í minni metum nú en hér áður fyrr. Ljóðskáld búa til mótvægi gegn myndmiðlunum sem eru svo sterkir allt í kringum okkur. Þau Ijá allt öðruvísi sýn. Myndmiðl- ar birta okkur heiminn í ákveðnum ramma, oft mjög formúlukenndum, þarsem orð skipta minna máli. En ljóðskáldin smjúga í gegnum vef til- verunnar, niður í undirvitundina og upp í himininn þangað sem mynda- vélarnar ná ekki. Þær vilja gjarnan elta ljóðskáldin þangað, en því mið- ur fyrir myndavélarnar þá ná þær þangað aldrei.“ Hver ljóðabók þfn er ákveðin hcild, næstum bálkur. Vinnurðu þær sem heildir? „Það virðist vera að hver og ein hafi mótast sem heild. Utlfnurnar koma fyrst í hausinn á mér, svo birt- ast ljóðin hvert á eftir öðru. Beina- grindin kemur alltaf fyrst.“ I hvernig skapi yrkirðu ljóð? „Þetta eru þrjú stig: Fyrst flýtur maður eða hangir í lausu lofti og líkist helst svampi sem dregur í sig umhverfið. Þá getur maður verið mjög óöruggur. Svo kemur annað stigið þar sem eitthvað þjappast saman, þykknar og einhver kjarni verður til. Eitthvað áþreifanlegt sem maður nær utan um og öryggið eykst. Á þriðja stiginu byijar maður svo að skrifa. Ef hægt væri að sjá þessa vinnu mína í sónar liti það ein- hvern veginn svona út.“ 2 Eins langt og ég fæ teygt augað sé ég himininn yfir mér gráan eða bláan eftir atvikum Afi segir mér að afi sinn hafi sagt sér frá sínum afa undir sama himni löngu áður en borgin reis Og í eldgulum bókum segir frá ofsafengnum Talandi Himni við jörðina eins og ástmey um glóhærðar framtíðh- Að vísu hef ég sjálfur aldrei heyrt himininn tauta eitt aukatekið orð á íslenska tungu en á kvöldin ber ég vonir mínai' og ótta fyrir hann í skál undir húsvegginn Og ekki bregst það að morguninn eftir er hún tóm af öðru en einni eða tveimur halastjörnum sem ég tíni samviskusamur í koddann minn (Úr Hvítur ísbjörn frá 1995.) Álafosskórinn í Salnum ÁLAFOSSKÓRINN í Mosfellsbæ á 20 ára afmæli um þessar mundir og heldur í tilefni af því tónleika í Saln- um, Kópavogi, á laugardag kl. 17. Kórinn var stofnaður 5. október 1980 af starfsmönnum ullarverk- smiðjunnar Álafoss hf. Við Álafoss- verksmiðjuna unnu á þeim tíma um 300 manns. Kórinn starfaði af krafti meðan verksmiðjan var í rekstri og þegar hún var lögð niður gátu söng- félagar ekki hugsað sér að leggja kórinn niður. Þátttaka í Álafosskórnum er ekki lengur bundin sérstöku fyrirtæki en kjarni kórsins er ennþá fólk sem slóst í hópinn á fyi'stu starfsárunum. Félagar eru nú 43 talsins. Kórinn er aðili að Tónlistarsambandi alþýðu (Tónal) og hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarviðburðum á þess vegum, bæði hérlendis og erlendis. Efnisskráin nú er valin með það íýrir augum að leyfa gestum að heyra brot af því sem kórinn hefur fengist við síðustu ár. Flutt verða bæði innlend og erlend lög, þekkt og óþekkt. Má þar m.a. nefna lög eftir fyrrverandi söngstjóra, Pál Helga- son, og núverandi stjórnanda og ljóð eftir kórfélaga, Viktoi' A. Guðlaugs- son. Söngstjóri er Helgi R. Einars- son og raddþjálfari og undirleikari Hrönn Helgadóttir. ísak Harðarson Þróun barnahjúkrunar Tölvubiblía töfrum gædd BÆKUR Vpplýsingarit ÞRÓUN HJÚKRUNAR Á BARNASPITALA HRINGSINS 1980-1998 Höfundur: Hertha W. Jónsdóttir. Útgefandi Landspítali - háskóla- sjúkrahús, júní 2000.175 bls. HERTHA W. Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur varði rannsóknaleyfi sínu 1998-1999 í að rifja upp þróun hjúkrunar á Barnaspítala Hringsins frá 1980. Fram kemur í viðauka 1 að hún hafi látið sér detta í hug ýmis önnur viðfangsefni til að skrifa um, svo sem sögu barnahjúkrunar frá 1957, stöðu veikra barna séð frá samfélaginu, hlutverk foreldra á sjúkrahúsi, áhrif sjúkrahúsvistar á böm, stuðning við einmana/brotnar fjölskyldur og forvarnir, en fyrir valinu varð sá tími sem hún hefur sjálf verið hjúkrunarframkvæmda- stjóri Barnaspítala Hringsins. Rit það sem hér er fjallað um, og Landspítalinn gefur út, er afrakst- urinn og lítur höfundur um öxl og reynir að skilgreina hvaða þróun hafi orðið í hjúkrun, skipulagi og starfsháttum á bamadeildum Land- spítalans. Kostir þess eru auðvitað þeír að Hertha hefur verið beinn þátttakandi í því sem gerzt hefur á Bamaspítala Hringsins undanfarin ár en gallarnir stafa af því sama þar sem hún er ekki sízt að rýna í og meta eigin verk og því er frásögnin ekki hlutlaus. Annar stór ljóður á ráði ritsins era óeðlilega margar prent- og málvillur. Fjórir kaflar era í ritinu og heitir sá fyrsti einfaldlega Barnaspítali Hringsins. Þar má finna stutt ágrip af sögu barnadeilda og einnig er minnzt á þátt kvenfélagsins Hrings- DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun formlega opna nýja skrifstofu Handverks og hönnunar í Aðal- stræti 12,2. hæð, í dag, fimmtudag, kl. 17.30. Við þetta tækifæri verður opnuð samsýning 22 handverks- og listiðnaðarmanna og heimasíða Handverks og hönnunar formlega opnuð. Þeir sem sýna eru: Aðalbjörg .Erlendsdóttir,. Amdís____Jóhanns- ins. Mér hefði fundizt við hæfi að segja við þetta tækifæri frá þeim konum sem helzt komu við sögu og nafngreina þær. Björg Einarsdóttir rithöfundur er þó nefnd til sögunnar vegna þess að hún er að rita sögu Hringsins sem verður áreiðanlega merk heimild um þá miklu og óeigingjörnu vinnu sem konur í Reykjavík hafa lagt til góðgerðarmála. Eins og margh' vita söfnuðu Hringskonur fjármunum til þess að af stofnun barnadeildar mætti verða þótt ekki rættist sá draumui' fyrr en 1957 en á kvenrétt- indadaginn 19. júní það ár opnaði fyrsta barnadeildin, reyndar í bráðabirgðahúsnæði. Þá var um lok- aða deild að ræða, sem ekki hleypti aðstandendum í heimsókn nema í klukkustund tvisvar í viku, en það þótti á þeim tíma bezt fyiir veik börn. Síðan hafa margar ár runnið til sjávar til allrar hamingju og nú era barnadeildir á þremur sjúkra- húsum á landinu. Á bráðamóttöku Landspítalans koma árlega 4.500 til 5.000 börn, en af þeim eru 2.500 til 3.000 lögð inn á spítala. Hertha get- ur ekki um afdrif hinna en mér þyk- ir blasa við að alltof mörg börn, sem ekki eiga erindi á spítala, komi þangað að óþörfu, t.d. með kvef, eyrnabólgu og hita, mögulega smit- berar fyrir starfsfólk og langveik böm, en einnig þar með útsett fyrir fjölónæmum sýklum sem gjarnan þrífast innan spítalaveggja. Spít- alinn hefur reyndar ekki sett upp eðlilegar hindranir í þessu skyni og væri það verðugt verkefni. Hertha segir á bls.19 að hlutfall ungbarnadauða á íslandi sé með því lægsta í heimi, þökk sé nýrri tækni, þekkingu og færni starfsfólks. Eg held, með fullri virðingu fyrir áður- nefndum þáttum, að lítill ungbarna- dauði sé fremur að þakka betri menntun, næringu og aðbúnaði í dóttir, Arnþrúður Sæmundsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ásthildur Thor- steinsson, Forn-ný járnagallerí / Randalín - Þuríður Steinþórsdóttir og Lára Vilbergsdóttir, Gallerí Hnoss - Bjarni Þór Kristjánsson, Gallerí 16 - Jóhann Sigurjónsson, Guðrún Indriðadóttir, Helga Pál- ína Brynjólfsdóttir, Húfur sem hlæja, Jóhanna M. Tryggvadóttir, María Guðmundsdóttir, Nostra - - Ester Oitósdóttir, og. Gréta Arn- okkai' allsnægtaþjóðfélagi og að tækniþekkingin vegi minna en margir halda. Annar kafli er um þróun hjúki'un- ar, sá þriðji um foreldra á sjúkra- húsum, sá fjórði um barnahjúkrun- arfræðinginn og loks era lokaorð, þakkir, heimildalisti og viðaukar. Allmikið er um endurtekningar þeg- ar ítrekað er verið að skilgreina og útlista hjúkrunarferli og lýsa ábyrgð og starfi hjúkranarfræðinga. Þeii' hafa vissulega lagt á sig þrot- laust starf við að skrá niður það sem í starfinu felst, hvort sem það er umönnun sjúkra eða verkstjórn, og hafa tekið sjálfa sig og einkum stjórnunarþáttinn afar alvarlega. Þó örlar á togstreitu og stjórnunar- átökum við lækna og aðrir starfs- menn, svo sem sjúkraliðar, eru varla nefndir á nafn. Sjúkraliðar leggja þó gríðarmikið af mörkum og eru fjöl- menn stétt. Eg fann orðið sjúkraliði aðeins á einum stað í ritinu, en það var á bls. 51. Það er samt fróðlegt að velta fyrir sér hve miklar breytingar hafa átt sér stað í meðferð veikra barna á ekki lengri tíma og líkast til hefur maður vanmetið þátt hjúkranar- fræðinga. Eg kannaðist ekki við að „verkhæfð“ hjúkran hefði vikið fyrir „einstaklingshæfðri“ hjúkrun, enda hugtökin mér ekki töm, en mismun- urinn er ágætlega skýi'ður út og breytingin hefur áreiðanlega orðið til batnaðar. Göngudeildir og dag- deildir hafa tekið við af legudeildum og aðstaða veikra barna og foreldra þeirra hefur gjörbreyzt til hins betra. Meiri skilningur er á mannlega þættinum en áður var og er það vel. Hjúkrunarfræðingar eiga án efa mikinn þátt í þeirri þróun þótt þeir hafi ekki verið einir um hituna. Katrín Fjeldsted giimsdóttir, Philippe Ricart, R3&T9 - Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Þorbjörg Valdimars- dóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Smávinir - Lára Gunnarsdóttir og Þórey S. Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Birna Kristjánsdóttir. Sýningin stendur frá 2. til 19. nóvember og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 12-17. Vefslóðin er: www.handverkog- honnun.is BÆKUR B a r n a b ó k Tölvubiblía barnanna Kvæði eftir Johannes Mollehave. Böðvar Guðmundsson endurorti á íslensku. Myndir eftir Lise Ronn- ebæk. Tölvuspil gert af M-A-G-I-C. Tónlist eftir Áðalstein Ásberg Sig- urðsson. Útgefandi Hið íslenska biblíufélag 2000. Oddi, 288 síður. TÖLVUBIBLÍA barnanna býr yfir töframætti. Hver einasta opna nær að halda bókaorminum hug- föngnum og læsi er ekkert skil- yrði. Eins og löngum hefur verið sannað geta myndskreytingar sagt meira en þúsund orð. Börnin gaumgæfa hverja mynd, spyrja og þreifa fyrir lifandi efni á sléttum fleti. Jafnólíkur efniviður og pappi, englahár, spergilkál, járn, pening- ar og flauel blæs lífi í sannkallaðan ævintýraheim á síðum bókarinnar. Falleg myndskreyting Lise Rpnnebæk kallast á við ómþýtt ljóðmálið. Böðvar Guðmundsson hefur endurort texta Johannesar Mollehave af stakri natni og kímn- in er aldrei langt undan eins og þegar Golíat hótar með belgingi að brytja hvern óvin í bixímat (bls. 93). Orðaforði bókarinnar er fjöl- breyttur og fellur eflaust í frjóan jarðveg hjá ungum lesendum og hlustendum. Engu að síður eru nokkur dæmi um að gott hefði ver- ið að geta leitað uppi frekari skýr- ingar eins og þegar talað er um fil- istea í áðurnefndri sögu (bls. 93). Þrátt fyrir að orðið komi við sögu í hinni helgu bók gaf lausleg könnun til kynna að fáir fullorðnir geta með vissu útskýrt um hvaða hóp fólks er rætt. Með reglulegu millibili hafa risið upp deilur um hversu langt eigi að ganga í trúaruppeldi barna. Hins vegar hljóta flestir að geta verið sammála því að í þeim efnum eins og reyndar ýmsum öðrum hljóti hinn gullni meðalvegur að vera ákjósanlegastur. Engum blandast heldur hugur um hversu móttæki- leg börn eru fyrir biblíusögunum. Sögurnar eru einfaldar, hrífandi og fela í sér augljósan boðskap í takt við kristilega trúarheimspeki. Að færa sögurnar í ljóðmál er góð hugmynd enda er flestum foreldr- um kunnugt um hvað börn eru hrifin af hrynjandi í texta. Vísurn- ar þarf að lesa hvað eftir annað því textinn er ómfagur og taktfastar áherslur auðvelda litlum bókaorm- um að læra sögurnar utanbókar eftir fáa kvöldlestra. Engu að síð- ur þarf að gæta að því að lesa ekki of langa kafla í einu. Kjörið er að lesa eina til tvær sögur fyrir yngstu börnin á hverju kvöldi. Betra er að nýta tímann til að tala um sögurnar heldur en að fara of vítt yfir til að byrja með. Hver kynslóð hlýtur að velja sína leið til að koma hinum kristi- lega boðskap til skila til næstu kynslóðar. Hið íslenska biblíufélag á hrós skilið fyrir útgáfu Tölvu- biblíunnar því fyrir utan frábæra myndskreytingu og texta fylgir bókinni tölvudiskur með 12 tölvu- leikjum og tónlist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Flytjendur eru Anna Pálína Árnadóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir' og Örn Ai'nar- son ásamt fleiri tónlistarmönnum og stúlknakór. Skemmst er frá því að segja að eins og bókin er tölvudiskurinn afar vandaður. Fullorðinn var reyndar dálitla stund að átta sig á því hvernig ætti að leysa hvern tölvuleik enda var hvergi leiðbeiningar að finna. Hið sama var ekki að segja um ungan tölvunotanda. Éftir ör- skamma stund hafði hann áttað sig á því hvernig ætti að bera sig að við skjáinn og farinn að keppa við sjálfan sig á undraverðum hraða. Tölvur eru samskiptatæki nútím- ans og tölvuleikirnir í Tölvu- biblíunni til þess fallnir að þjálfa rökhugsun og hæfni til einfaldra tölvuaðgerða fyrir utan að tölvu- leikirnir vekja athygli á óþrjótandi möguleikum tölvutækninnar. Tón- listin á tölvudiskinum er á ljúfu nótunum og vinnur á við spilun. Tölvubiblían er óumdeilanlega kjörin í jólapakka barna á aldrin- um þriggja til níu ára fyrir næstu jól. Allur frágangur er til stakrar prýði. Aftast í bókinni er listi yfir hvar hægt er að finna sögurnar fimmtíu í Biblíunni. Anna G. Ólafsdóttir Sýning 22 listiðnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.