Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lögreglumenn með lausa samninga og hafa kynnt helstu kröfur sínar
Krefjast lækkunar starfs-
aldurs og hærri launa
Morgunblaðið/Jim Smart
Landssamband lögreglumanna stóð fyrir félagsfundi í gær þar sem farið var yfir baráttumál lögreglumanna.
LANDSSAMBAND lögreglu-
manna setur fram kröfur um lækk-
un starfsaldurs, aukna starfs-
menntun lögreglumanna og að
grunnlaun verði að lágmarki
150.000 krónur á mánuði en þau
eru nú 102.441 kr. Heildarlaun lög-
reglumanna eru hins vegar að
meðaltali 240-260 þúsund kr. á
mánuði. Kjarasamningar lögreglu-
manna eru lausir frá og með gær-
deginum.
Lögreglumenn kynntu kröfurnar
á blaðamannafundi í gær en fyrr
um daginn stóð Landssambandið
fyrir almennum félagsfundi þar
sem farið var yfir helstu baráttu-
mál lögreglumanna. Boðað hefur
verið til fvrsta samningafundar í
dag og er það fyrsti fundur lög-
reglumanna og samninganefndar
ríkisins.
Lögreglumenn 5-7 árum
skammlífari en aðrir
Meginkrafa lögreglumanna er
lækkun starfsaldurs. Fram kom á
blaðamannafundinum að kannanir
bentu til þess að lögreglumenn séu
5-7 árum skammlífari að meðaltali
en aðrir íslendingar. Bent var á
sambærilegar kannanir í Svíþjóð,
Þýskalandi og víðar sem allar sýni
að lögreglumenn séu ekki jafnlang-
lífír og aðrir. Einnig var bent á að
komið sé að ákveðnum hættumörk-
um þar sem búast megi við að
fímmti hver lögreglumaður verði
sextíu ára eða eldri innan örfárra
ára. Jónas Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna,
sagði að stjórnvöldum hefði verið
kunn þessi staðreynd um nokkurt
skeið. Rannsóknir og kostnaðarút-
reikningar lægju fyrir en viðbrögð
hefðu engin verið.
Á fundinum var vísað til saman-
burðar við aðrar þjóðir hvað varð-
ar starfsaldur lögreglumanna.
Fram kom að á meðan íslenskir
lögreglumenn þurfa að starfa til 70
ára aldurs til þess að njóta fulls og
óskerts lífeyris geti lögreglumenn í
nágrannalöndunum látið af störf-
um á aldrinum 58-62 ára án þess
að lífeyrir þeirra skerðist og í Eng-
landi eftir 30 ára starf.
Omenntaðir lögreglumenn
óþekkt fyrirbrigði í Evrópu
Lögreglumenn gera kröfu um að
allir lögreglumenn hafi menntun til
síns starfs. Jónas benti á að 1989
hefði verið sett í lög að ómenntaðir
lögreglumenn mættu aðeins starfa
yfir sumarmánuðina en þessi heim-
ild hefði verið víkkuð út með breyt-
ingum á lögreglulögum 1996. Síð-
astliðinn þriðjudag voru, að sögn
Jónasar, 99 afleysingamenn við
störf af 685 stöðugildum. Þegar
verst lætur er hluti ómenntaðra við
störf mjög stór og þeir oft einir að
störfum á vettvangi. í júlímánuði
sl. hefðu verið 171 ómenntaður lög-
reglumaður að störfum á götum
landsins. Jónas sagði að það væri
óþekkt með öllu í Evrópu að menn
gætu klæðst einkennisbúningi og
haft afskipti af borgurunum án
þess að hafa fengið til þess mennt-
un.
Fyrr á árinu lét Landssamband-
ið Gallup vinna fyrir sig skoðana-
könnun þar sem almenningur var
inntur eftir viðhorfum sínum til
lögreglumanna. Jónas segir að 80%
af tólf hundruð manna úrtaki hefði
svarað því til að byrjunarlaun lög-
reglumanna væru of lág. „Við telj-
um að miðað við erfitt og krefjandi
starf séu þessi launakjör með öllu
óviðunandi. í ljósi væntanlegs nið-
urskurðar á fjárlögum er ljóst að
það verður samdráttur í yfirvinnu
og meðaltekjur lögreglumanna
munu halda áfram að lækka. Við
sjáum merki um flótta úr stéttinni
sem við megum illa við þar sem
hún er ekki fullmönnuð menntuðu
fólki,“ sagði Jónas. Aðspurður
sagði Jónas að heildai-laun lög-
reglumanna væru að meðaltali á
bilinu 240-260 þúsund kr. á mán-
uði. Talið væri eðlilegt að dregið
yrði úr yfirvinnu þannig að vægi
grunnlauna ykist og vinnutíminn
yrði þar með skaplegri.
Hermann Lutz, formaður
Evrópusamtaka lögreglumanna,
sat blaðamannafundinn. Aðspurður
um hvernig kjarastaða íslenskra
lögreglumanna kæmi honum fyrir
sjónir sagði Lutz að hann væri
ekki tekinn trúanlegur í Evrópu
þegar hann skýrði frá því að eftir-
launaaldur íslenskra lögreglu-
manna miðist við 70 ár. í Evrópu
væri þessu öfugt farið. Hann sagði
jafnframt að almennt gilti að því
minni sem menntun lögreglumanna
væri því meiri hætti væri á einræð-
islegum vinnubrögðum lögreglunn-
ar. Hann benti á að í Þýskalandi
tæki lögreglunám þrjú ár og í ein-
stökum fylkjum landsins væri mið-
að við að lögreglumenn hefðu
a.m.k. tólf ára almennt nám og
nám í lögregluskóla að baki. Lög-
reglunám á Islandi tekur eitt ár.
Austurland
Sfldarvinnsl-
an hæsti
skattgreið-
andinn
SÍ LDARVINN SLAN hf. á Neskaup-
stað greiðir mest lögaðila í opinber
gjöld á Austurlandi samkvæmt upp-
lýsingum frá skattstjóra Austur-
landsumdæmis eða 62,3 milljónir
króna.
Næstmest gjöld greiðir Hrað-
frystihús Eskifjarðai' hf., 37,1 milljón,
Skinney-Þinganes greiðii' 29 milljón-
ir, Kaupfélag Fáskrúðsíirðinga er í
fjórða sæti og greiðir 25,6 milljónir og
Fjarðabyggð á að greiða 24 milljónir.
-------------------
Vestfírðir
Básafell hf.
greiðir
mest
BÁSAFELL hf. greiðir hæst gjöld
lögaðila á Vestfjörðum, rúmar 49
milljónir króna og Hraðfrystihúsið
Gunnvör hf. er í öðru sæti með 35,4
milljónir.
Þriðji hæsti gjaldandi meðal lög-
aðila á Vestfjörðum er ísafjarðar-
bær sem greiðir 31,6 milljónir, í
fjórða sæti er Heilbrigðisstofnunin
Isafirði með 17,9 milljónh’ og í því
fimmta Orkubú Vestfjarða sem
greiðir 13,1 milljón.
---------------
Vesturland
HBléntií
efsta sæti
HARALDUR Böðvarsson hf. á
Akranesi greiðir mest samanlögð op-
inber gjöld lögaðila á Vesturlandi,
rúmar 74,3 milljónir króna, sam-
kvæmt álagningarskrá skattstjór-
ans. Næstmestu gjöldin greiðir ís-
lenska járnblendifélagið, 71,8 millj-
ónir króna.
I þriðja sæti er Aki’aneskaupstað-
ur sem greiðir 32,2 milljónir, í því
fjórða Heilbrigðisstofnunin Akra-
nesi með 30,3 milljónir og í fimmta
sæti er Sementsverksmiðjan hf. sem
greiða á 27,2 milljónir.
Leikskólakennarar
krefjast tvöföldunar
by rj unar launa
FORSVARSMENN Félags ís-
lenskra leikskóiakennara sögðu á
fundi í gær að krafist yrði allt að
tvöföldunar byrjunarlauna í næstu
kjaraviðræðum. Byijunarlaun eru
nú um 102.000 krónur. Samningar
leikskólakennara eru lausir um
næstu áramót. FÍL hefur gert við-
ræðuáætlun sem felur í sér það
markmið að kjarasamningum
verði lokið fyrir þann tíma. Fyrsti
samningafundur er 9. nóvember
nk. og þá mun félagið leggja fram
kröfur sínar.
Björg Bjarnadóttir formaður
FIL sagði á blaðamannafundi í
gær að öll umræða í þjóðfélaginu
undanfarin misseri endurspeglaði
þann vanda sem leikskólarnir ættu
við að etja enda hefði ástand á
leikskólum verið sérstaklega
slæmt sl. ár og starfsmannaekla
sem áður hafi aðeins verið á sumr-
in er nú orðið viðvarandi vandamál
árið um kring.
„Það þarf að koma ráðamönnum
í skilning um hversu starf leik-
skólakennarans er mikilvægt, og
nú finnst okkur kominn tími til að
þeir sýni þann hug í verki, en ekki
bara í orði,“ sagði Björg sem lagði
áherslu á að leikskólakennara-
stéttin væri í biðstöðu og mikil eft-
irvænting ríkti um væntanlega
kjarasamninga og þeir væru
margir sem litu á samningana sem
úrslitavald um hvort halda skyldi
áfram starfi eða snúa í aðrar
greinar.
Framtíð leikskólanna í húfi
„Fólk mun taka þessa ákvörðun
ef ekki kemur til verulegra kjara-
bóta. Launin eru skammarlega lág
þar sem meðaldagvinnulaun leik-
skólakennara eru innan við
115.000 og meðalheildarlaun allra
félagsmanna þar með taldra
stjómenda eru ríflega 140.000.“
Björg sagði þessar staðreyndir
hafa legið ljósar um langa hríð og
til verulegra launahækkana þyrfti
að koma. Umræðan hefði allt þetta
ár staðið um tvöföldun grunnlauna
og því ætti sú krafa ekki að koma
rekstraraðlinum leikskólanna á
óvart. „Þessir kjarasamnningar
snúast hreinlega um framtíð leik-
skólanna."
Björg sagði enga opinbera
könnun hafa verið gerða um vilja
leikskólakennara til aðgerða og
sagði félagið forðast allt tal um
verkfall áður en kæmi til samn-
ingaviðræðna enda væri verkfall
algjört neyðarún-æði. Hún sagði
það samt ljóst að ef í hart færi
myndu félagsmenn standa þétt
saman.
Einnig kom fram á fundinum að
undanfarin tvö ár hefur aðsókn í
leikskólaskorir háskólanna í
Reykjavík og á Akureyri ekki ver-
ið næg og er sú dræma aðsókn
rakin til lágra launa leikskóla-
kennara að námi loknu. Athygli
vekur einnig að af þeim rúmlega
2.000 leikskólakennurum sem út-
skrifast hafa eru ekki nema um
1.200 sem starfa við fagið. Þeir eru
því átta hundruð faglærðir leik-
skólakennarar sem kjósa önnur
störf en 55-60% starfandi innan
leikskólanna.
Olíuhækkanir hafa minni
áhrif á skipafélögin
Kaupa olíuna á
Rotterdam-markaði
OLÍUVERÐSHÆKKANIR um
mánaðamótin hafa einnig áhrif á
skipafélögin, en ekki í jafn miklum
mæli og á kaupendur eldsneytis
innanlands þar sem félögin kaupa
mestalla olíu á flutningaskipin á
Rotterdam-markaði. Heimsmark-
aðsverð á olíu hefur sem kunnugt
er hækkað verulega á árinu, ásamt
hækkun á gengi dollars, og segir
Kristinn Þór Geirsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam-
skipa, olíukostnað félagsins nú vera
þrefalt hærri en fyrir ári. Þetta
hafi að sjálfsögðu áhrif á flutn-
ingsgjöldin, sem hækkað hafi í
samræmi við aukinn rekstrarkostn-
að.
Samskip hefur lagt af strand-
siglingar sínar þannig að hækkun
skipaolíu hér heima hefur lítil áhrif
á félagið. Hins vegar hefur hækkun
dísilolíunnar áhrif á Samskip þar
sem félagið hefur aukið þátttöku
sína í landflutningafyrirtækjum.
„Allt hefur þetta áhrif. Hækkun
dísilolíunnar um mánaðamótin um
3% þýða að sjálfsögðu aukin út-
gjöld í för með sér fyrir okkur,“
segir Kristinn Þór.
Síðast hækkuðu flutningsgjöld
innanlands hjá Samskip fyrir tæp-
um mánuði og segir Kristinn Þór
þungaskattshækkanir einnig hafa
vegið þungt í þeirri ákvörðun.
Hann segir gjaldskrá fyrir milli-
landafrakt einnig hafa hækkað á
árinu, sem rekja megi til aukins ol-
íukostnaðar. Haldi verðhækkanir á
olíu áfram, segir Kristinn Þór að
Samskip þurfi fljótlega að endur-
skoða gjaldskrár þjónustunnar.
Svigrúm sé ekki til staðar til að
mæta þessum kostnaðarhækkun-
um.
Hjá Eimskip urðu síðast breyt-
ingar á flutningsgjöldum í ágúst sl.
Að sögn Sigríðar Hrólfsdóttur,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs
Eimskips, liggja engar ákvarðanir
fyrir um að hækka flutningsgjöld
að nýju.
Líkt og keppinauturinn Samskip
kaupir Eimskip mestalla sína olíu á
flutningsskipin á Rotterdam-mark-
aði. Sigríður segir að hækkanir á
heimsmarkaðsverði hafi að sjálf-
sögðu áhrif á rekstrarkostnað
Eimskips. Hækkanir á olíuverði
innanlands hafi áhrif á þá flutn-
ingabíla sem félagið rekur, og séu
þau töluverð.