Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 35 LISTIR Gimlungasaga í þremur bindum Menningin blómstrar í Vesturheimi nú sem fyrr. Kanadamenn af íslenskum ættum hafa ætíð gefíð mikið út af bókum og Steinþór Guðbjartsson kannaði í Manitoba hvað væri framundan í þeim efnum. NELSON S. Gerrard, kennari og kunnur ættfræðingur í Árborg í Manitoba-fylki í Kanada, hefur að undanfömu unnið að ritun sögu Gimli, sem hann kallar Gimlunga- sögu, og stefnir hann að því að fyrsta bindið komi út á næsta ári en hann gerir ráð fyrir að landnáms- sagan frá 1875 verði sögð í þremur og jafnvel fjórum bindum. Fyrir 15 árum gaf Nelson út bók- ina Icelandic River Saga eftir átta ára gagnasöfnun og vinnu. Þar rek- ur hann sögu íslensku landnemanna 9g ættingja þeirra í Fljótsbyggð og Isafoldarbyggð - í Riverton og ná- grenni við Islendingafljót í Nýja ís- landi - á tæplega 900 síðum í A4 broti og segir að uppbygging Giml- ungasögu verði með svipuðu sniði. Sögð verði saga allra landnema í Víðirnesbyggð, sem er í kringum Gimli við vestanvert Winnipeg-vatn, og saga íbúanna í 125 ár. „Það verða þættir um landnámsfólkið, forfeður þess á íslandi og afkomendur héma,“ segir Nelson og bætir við að jafnframt verði greint frá byggðinni sem slíkri. „Eg er kominn með margar gamlar ljósmyndir, sumar jafnvel 120 ára gamlar, sem hafa aldrei birst á prenti," segir hann um gagnasöfnunina. ,Auk þess hef ég safnað bréfum og skjölum víðs vegar og nýlega fékk ég 2. útgáfu af stjórnarlögum Nýja íslands sem voru handskrifuð og birt 1878.“ Nýja íslandi var skipt upp í reiti eða svæði og tekur Nelson fyrir ákveðinn landshluta í Víðirnesbyggð í hverri bók. Byrjar á syðsta hlutan- um og segir að hugsanlega verði 3. bindið um Gimli til 1925 og þá 4. bindið um Gimli frá 1925 fram á okk- ar daga. Nelson gerir ráð fyrir að hver bók verði 500 til 600 bls. í stóm broti en hann gefur bækurnar út sjálfur. Uppskriftarbók á næsta ári Þegar íslenskar konur fluttu með fjölskyldum sínum til Kanada á síð- asta fjórðungi 19. aldar tóku þær með sér mataruppskriftir og hafa þær fylgt ættliðunum síðan. Upp- skriftin af vínartertunni, sem víða má fá í Vesturheimi, er frá umrædd- Fyrirlestrar og' námskeið í Opna listaháskólanum MÁNUDAGINN 6. nóvember heldur Stefán Snævarr fyrirlestur í Listaháskóla Islands í Laugamesi, kl. 15 í fyrirlestrarsal 021. Stefán Snævarr er 1-amanuensis (dósent) í heimspeki við háskólann í Lilleham- mer í Noregi. Doktorsritgerð hans, „Minerva and the Muses. The Place of Reason in Aesthetics" kom út í bók- arformi í fyrra. Þar ver Stefán skyn- semishyggju um listdóma, það er þá skoðun að listdómar séu ekki bara smekkbundnir heldur megi skynsem- in sín nokkurs við listmat. Fyrirlestur hans fjallar um sama efni og ber heit- ið „Smekkurinn og listin. Eru list- dómar öldungis huglægir?" Auk fræðistarfa hefur Stefán fengist við ritstörf og gefið út sjö ljóðabækur. SPESSI - Sigurþór Hallbjömsson - heldur fyrirlestur í Listaháskóla ís- lands, Skipholti 1, stofu 112 miðviku- daginn 8. nóvember kl. 15. Sýning á verkum hans stendur nú yfir í New York og nefnist hún „Bensín". Nýjasta verk hans ber hinsvegar heitið „Natura Morte“ eða „Kyrralíf ‘ og í fyrirlestrinum mun hann fjalla um það ásamt öðrum verkum sínum. Náraskeið Bókagerð Kenndar verða ólíkar að- ferðir við einfalt bókband byggðar á japönskum hefðum. Kennt að gera bókarkápur með mismunandi aðferð- um. Nemendur búa til a.m.k. 5 bækur í mismunandi broti og, ef tími vinnst til, bók með innihaldi. Kennari er Sigurborg Stefánsdótt- ir myndlistarmaður. Kennt verður í Listaháskóla Islands í Skipholti 1, stofu 112. Inngangur B. Kennslutími fimmtudag 9. nóvember kl. 18-22 og helgina 11.-12. nóvember kl. 10-16, alls 20 stundir. Þátttökugjald 16.000 krónur, efni innifalið. Tölvuvinnsla á prentfilmum Unnið við undirbúning á listprentun, seri- grafi, ritonfilmum, koparþrykki og fótógrafískri prentun. Photoshop not- að til vinnslu á greiningarfilmum fyrir þrykk. Námskeiðið krefst nokkurrar kunnáttu í notkun Photoshop. Kennari er Leifur Þorsteinsson, ljósmyndari og umsjónarmaður ljós- myndavers LHÍ. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla íslands, stofu 301, Skipholti 1. Inngangur A. Kennslutími er mánudag og þriðju- dag 13.-14. nóvember, kl. 18-22, alls 10 stundir. Þátttökugjald 7.500 krónur. Umbrot prentgripa Kennd verða undirstöðuatriði umbrots í Quark- XPress-umbrotsforritinu. Námskeið- ið er grunnnámskeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kennt verður að setja upp bæklinga og fréttablöð, unnið með leturbreytingar og liti, myndir og uppsetningar. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að geta búið til blöð og bæklinga. Kennari er Margrét Rósa Sigurð- ardóttir, prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHI. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla íslands, stofu 301, Skipholti 1. Inngangur A. Kennslutími er mánudag til fimmtudags 20.-23. nóvember, kl. 18- 22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur. Leikhúsið í Kirsuberjagarðinum Þjóðleikhúsið sýni eitt af leikverk- um rússneska leikskáldsins Antons Tsjekhovs, Kirsuberjagarðinn. Leik- stjóri er Rimas Tuminas ft-á Litháen. Námskeiðið er tvíþætt. Þriðjudags- kvöldið 21. nóvember heldur Ami Bergmann rithöfundur erindi um Kirsubeijagarðinn og höfundinn, en þriðjudagskvöldið 28. nóvember verða umræður um verkið og sýning- una ásamt aðstandendum hennar, en þá hafi nemendur séð sýninguna. Nemendur velja sér sjálfir sýningar- dag en miðaverð er innifalið í þátt- tökugjaldinu. Fyrirlesturinn og um- ræðumar fara fram í Listaháskóla Islands, Skipholti 1, stofu 112 og hefj- ast kl. 20. Þátttökugjald 4.000 krónur. Nýjar geislaplötur Morgunblaðið/Kristinn Nelson S. Gerrard skoðar safn íslenskrar menningararfleifðar í Vestur- heimi, sem er í menningarmiðstöðinni á Gimli, The Waterfront Centre. um tíma og sama má segja um pönnukökur, rúllupylsu, slátur og fleira. Kristin Olafson Jenkins, ung kona af íslenskum ættum, dóttir Lois og Irvin Olafson, fædd og uppalin í Manitoba en búsett í Thunder Bay í Ontario, hefur um nokkurt skeið safnað saman uppskriftum af ís- lenskum réttum meðal Vestur-ís- lendinga í Norður-Ameríku í þeim tilgangi að gefa út matreiðslubók á næsta ári. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, eiginkonu Svavars Gestssonar, sendiherra og aðalræð- ismanns Islands í Winnipeg, gerir Kristín grein íyrir hvernig gamlar uppskriftir hafa þróast með tíð og tíma, vélvæðingu og meira framboði af alls kyns varningi, en í bókinni getur hún um eigendur uppskrift- anna og gjarnan fylgir góð saga með. Guðrún Jónsdóttir úr Loðmund- arfirði, amma Guðrúnar Ágústsdótt- ur, handskrifaði uppskriftir í Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir rúmum 80 árum og er Kristín að bera þær saman við aðrar uppskrift- ir sem hún hefur, auk þess sem hún hefur Matarást, rit Nönnu Rögn- valdardóttur, til hliðsjónar. „Kristín fléttar inn í uppskriftir sínar frá- sagnir af fiskveiðum á Winnipeg- vatni, matarkistunni, og birtir myndir í bókinni af bátum og ýmsu tengdu veiðinni,“ segir Guðrún og bætir við að töluvert verði af ljós- myndum í bókinni auk teikninga Kristínar af ýmsum réttum. „Kristín er listakokkur, innan- hússarkitekt og myndlistarmaður en ekki sagnfræðingur og telur bókina því ekki sagnfræði heldur miklu frekar tilraun til að halda til haga ís- lenskum uppskriftum í Vesturheimi og setja þær í samhengi við nútím- ann. Þetta heitir uppskriftabók hjá henni en hún er að segja sögu og þetta er að verða mjög spennandi saga,“ segir Guðrún, og bætir við að Kristín eldi hverja uppskrift. „Hún segir til dæmis að þetta séu pönnu- kökumar hennar Lornu Tergesen á Gimli og svo framvegis og ég tel að þessi bók verði gífurlega merkileg heimild um lifnaðarhætti hér vestra," segir Guðrún. • ÚT er kominn nýr hljómdiskur með verkum Jóns Leifsí flutningi Sinfóníuhljómsveitar Isiands, undir stjórn Anne Manson, og nokkurra valin- kunnra söngvara. I fréttatilkynn- ingu segir: „Á þessum diski er sýnd ný hlið á Jóni miðað við íyrri diska í þess- ari útgáfuröð og meðal verka á þessari plötu eru Haf- ís, Guðrúnarkviða, Nótt og fleiri. Upptökur fóru fram í Hallgríms- kirkju og Seltjarnameskirkju í maí og september 1999. Tónmeistarar vom Marion Schwebel og Ingo Petry.“ Sænska útgáfan BlSgefur út en Japis dreifir á íslandi. Verð: 1.799 krónur. • Núerkominútfjórðaplataníút- gáfuröðinni Óskalögin. I fréttatilkynningu segir: Platan inniheldur 40 lög eins og hinar fyrri og í þetta sinn em lögin frá árunum 1967-1976. Markmiðið með Óska- lagaröðinni er að gefa tónlistarunn- endum kost á að eignast öll vinsæl- ustu dægurlög íslandssögunnar á nokkmm safnplötum og má segja að með þessari plötu sé allt það helsta frá fyrstu 25 ámnum í dægurlaga- sögu íslands komið út í útgáfu- röðinni. Flytjendur em m.a. Hljóm- ar, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Trúbrot, Lónlí Blú Bojs, Dátar, Þrjú á palli, Mannakorn o.fl.“ íslenskir tónargefa út. Verð: 2.499 krónur. Jón Leifs 30% afsláttur af vissum fatnaði 20% afsláttur af rúmfötum og gardínum J'M o t\ f o o Laugavegi • Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.