Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 39 Hellisbúinn leggur undir sig Norðurlönd Hellisbúinn var frumsýndur í Kaupmannahöfn 7. október og er sýningin nær alfarið kostuð af íslendingum. Bjarni Haukur Þórsson er maðurínn á bak við ævintýrið um Hellisbúann. „Er að hugsa um að leika sjálfur Hellisbúann í sænsku uppfærslunni," segir Bjami Haukur. BJARNI Haukur Pórs- son hyggur á landvinn- inga í Skandinavíu með leikritið Hellisbúann. Þeir Bjarni Haukur, Kristján Ra. Kristjánsson og Arni Þór Vigfússon hafa tryggt sér sýningar- rétt verksins á Norður- löndunum og þegar er búið að frumsýna verkið í Kaupmannahöfn við góð- ar undirtektir. Hefur slegið öll aðsóknarmet Hellisbúinn hefur sleg- ið öll aðsóknarmet í ís- lensku leikhúsi til þessa. Síðasta sýning verksins, sem jafnframt var sú 225. í röðinni, fór fram sl. laugardag og höfðu þá hvorki meira né minna en 81.137 manns séð sýning- una hérlendis. Það er lygilegt en satt og undir þetta tek- ur glaðbeittur Bjarni Haukur Þórsson. Hann hampar jafnframt myndbandsspólu af sýningunni sem fer á markað nú í nóvember og markar útgáfa þess einnig nokkur tímamót þar sem útgáfa leiksýninga fyrir fullorðna á mynd- böndum hefur ekki tíðkast hér- lendis. Þetta er líklega ein sú fyrsta. Bjami Haukur segir að vel- gengni Hellisbúans á Islandi sé reyndar ekki einstök hvað þetta verk varðar. „Hellisbúinn á sýn- ingamet einleikja á Broadway í New York en þar var hann leikinn yílr 700 sinnum. Heildarfjöldi áhorfenda í Bandaríkjunum er nú kominn yfir 2 milljónir en höfund- BORGARLEIKHÚSIÐ KL 20 Trans Dance Europe 2000 Lokadagur TDE2000, danshátíö Menningarborga Evrópu árið 2000. Frá Bologna kemur Cie Monica Francia og sýnir verkiö Ritratti eftir Monicu Francia og íslenski dansflokk- urinn frumsýnir Kippa eftir Cameron Corbett viö undirleik Múm og NPK eft- irKatrínu Hall (frumsýnt 1999). urinn Rob Becker hefur leikið í sýningunni frá upphafi og er enn að. Þá eru fyrirhugaðar sýningar í Ástralíu og Suður-Afríku og víðar að ógleymdum sýningunum sem við erum að undirbúa á Norður- löndunum,“ segir Bjarni Haukur. Vel þekktur leikstjóri og leikari Hellisbúinn var frumsýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmanna- höfn hinn 7. október sl. og nú, 20 sýningum síðar, hafa um 10 þús- und manns séð hana. „Sýningin hefur fengið mikla og góða umfjöllun í dönskum fjölmiðlum. Leikarinn og leikstjórinn eru mjög vel þekktir í Danmörku. Peter Kær leikur Hellisbúann og mér er óhætt að segja að nær allir Danir þekki hann, þar sem hann er einn vinsælasti sjón- varpsmaður þeirra, leik- ari, grínisti og þátta- stjórnandi. Leikstjórinn Peter Schröder er einnig vel þekktur fyrir leik- stjórn í leikhúsum, sjón- varpi og kvikmynduro. Þekktastur er hann fyrir leikstjórn kvikmyndanna Det forsomte forár og Kun en pige. Síðan feng- um við frábæran þýðanda til að þýða verkið á dönsku og allt hefur þetta lagst á eitt. Sýningin hefur náð til fólks og spurst vel út. Okk- ar þáttur í þessari uppfærslu er að við fjármögnum hana að 70% á móti Jes Kolpin, eiganda og leik- hússtjóra Bellevue-leikhússins." Gott orðspor skiptir mestu Bjarni Haukur segir að að gott orðspor sýningarinnar skipti mestu. „Það gerir minna til þótt leikarinn sé lítið þekktur. Leikritið stendur svo fullkomlega fyrir sínu að ef vel tekst til og leikarinn er Mikkelborg fær tónlistarverðlaun N orðurlandaráðs TLKYNNT var í gær að danski trompetleikarinn, tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Palle Mikkelborg hlyti tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs fyrir árið 2001. f yfirlýsingu ráðsins er Mikk- elborg sagður eiga að baki lang- an og afkastamikinn feril sem listamaður. „Hann er sífellt að reyna eitthvað nýtt og spinnur bæði og semur nýja tónlist og leitar fyrir sér. Sem „gestur" margra ólíkra tónlistarstefna, til að mynda jass-, rokk- og klass- ískrar tónlistar hefur hann fund- ið innblástur sem framkallað hefur einstök verk.“ Að mati ráðsins er það í gegn- um samstarf sitt við aðra tón- listarmenn, jafnt sem þau verk er hann hefur unnið einn að, sem Mikkelborg er vel að verð- laununum kominn. Hann njóti viðurkenningar meðal norrænna tónlistarmanna, auk þess að hafa aukið hróður norrænnar tónlistar á erlendum vettvangi. Morgunblaðið/Kristínn Ingvarsson Kristján Ra. Kristjánsson, Ámi Þór Vigfússon, Peter Schröder og Bjarni Haukur Þórsson. góður, þótt hann sé ekki stjarna, þá er þetta nánast gulltryggt.“ A næsta ári eru fyrirhugaðar uppsetningar á Hellisbúanum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og segist Bjarni Haukur þess fullviss að verkið slái í gegn þar sem annars staðar. „Sérstaklega hef ég góða tilfinningu fyrir Finnlandi. Finnarnir eru líkir okkur ís- lendingum og ég er viss um að þessi húmor höfðar til þeirra. Nú er ég einmitt á förum til Noregs og Svíþjóðar til að semja við væntan- lega samstarfsaðila okkar í þeim löndum um uppsetningar Hellis- búans.“ Bjarni Haukur segir að þeirri hugmynd hafi verið hreyft í þeirra hópi hvort hann myndi sjálfur leika í sýningunni í Svíþjóð. „Þetta er ekki alveg jafn fráleitt og það gæti virst þar sem ég bjó í þrjú ár í Svíþjóð og tala málið ágætlega. Ég gæti vel hugsað mér að leika Hellisbúann áfram við nýjar að- stæður og takast á við það ögrandi verkefni að leika hann á nýju tungumáli. Það myndi líka opna ýmsa möguleika fyrir mig í sænsku leikhúsi ef vel tækist til.“ Eins og að líkum lætur hefur Bjarni Haukur gert lítið annað undanfarin misseri en leika Hellis- búann þótt hann hafi einnig brugð- ið fyrir sig þáttastjórnun á Skjá einum og leikið í uppfærslu Bíó- leikhússins á Kossinum eftir Hall- grím Helgason. „Ég er núna að fara æfa í Bláa hnettinum, barna- leikriti í Þjóðleikhúsinu, og hlakka mikið til. Þetta er í rauninni í fyrsta sinn sem ég tek að mér hlut- verk í leikhúsi hjá öðrum en sjálf- um mér og er óneitanlega mjög spennandi." Lcind Rover Discovery XS Nýskr. 03.1997, 4000cc vél, 5 dyra, sjálf- . skiptur, Ijósblár, ekinn 65 þ., 2x topp- lúga, ABS, rafmagn f rúðum, leður o.m.fl. Verð 2.150 þ. Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1230/00 Þungunarpróf á Netinu í netverslun Lyfju og fáðu sent heim YESorNO þungunarprófið - 99°/o öruggt. - Niðurstaða á innan við mínútu. l£b LYFJA - lyf á lágmarksverði www.lyf|a.iswww.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.