Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐI® FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 57 UMRÆÐAN Skollaleikur á Vest- fjörðum og Vesturlandi ÞAÐ eru óneitanlega sérkennilegar aðgerðir sera sveitarfélögin og ríkið standa nú að í orkumálum í tveim hér- uðum landsins. Og það á sama tíma og farið er fögrum orðum um að koma skuli á frelsi og samkeppni á raforku- sviði og draga úr af- skiptum og þátttöku rfldsins í þeirri starf- semi. Á Vestfjörðum geng- ur rfldð svo langt að fallast á að greiða „yfir- verð“ fyrir hlut sveitar- félaganna í Orkubúinu með því skilyrði að sveitarfélögin greiði vanskilaskuldir við íbúða- lánasjóð. Sjálfsagt eru skuldirnar á fleiri sviðum. Samkvæmt frásögn þessa blaðs fyrir skömmu urðu við- ræðunefndir sveitarfélaganna og ríkisins „ásáttar“ um að meta verð- mæti Orkubúsins 4,6 milljarða króna í stað 1-2 milljarða sem áður hafði verið nefnt. Sé hér rangt með tölur farið, hvers vegna er það ekki leiðrétt af ríkisvaldinu, sveitarfé- lögunum eða samtökum þeirra? Auðvitað verður farin snyrtileg leið: stofnað hlutafélag í anda þeirrar nýskipunar sem boðuð hef- ur verið á leiðinni til frjálsræðis og samkeppni. En af hverju er ekki hverjum sem er boðið að kaupa? Nei, ríkið skal það vera. Kannski finnst enginn annar kaupandi? Og hvað er rikið á sviði orkuveitna? Það er RARIK. Fyrirtæki sem stofnað var til að rafvæða strjálbýl- ið og hefur gert það af myndar- skap. En fyrirtæki sem hefur ríg- haldið í miðstýringu frá Reykjavík. Og fyrirtæki sem ríkissjóður er búinn að létta skuldum af oftar en einu sinni, eins og reyndar Orku- búinu einnig. Samkvæmt gildandi, löngu úreltum orkulögum hefur líka ríkið (RARIK) forgangsrétt til að reka héraðsveitu þar sem sveit- arfélag „neytir eigi réttar síns“ til þess. Fimm eða sex sinnum hafa iðnaðarráðherrar á sl. tveim árum tilkynnt að nú sé nýja raforkulaga- frumvarpið á leið inn á Alþingi, en þar er þetta forkaupsákvæði ríkis- ins (RARIK) að sjálfsögðu fellt brott, enda einfaldlega barn síns tíma. Á Vesturlandi hefur önnur uppá- koma litið dagsins ljós. Þar er Akranesveita „klofin í herðar nið- ur“ ef svo má að orði komast eftir að hafa starfað í tæp fimm ár að því er virðist við góðar orðstír. Skyldi eiga að nota hina veitu- stjóralausu Akranesveitu til að styrkja bæjarkassann? Eða er ástæðan önnur? Og hvað verður um Andakflsárvirkjun? Fyrir nokkrum árum vildi RARIK eign- ast hana. Heyrst hef- ur að Akranesbær leiti nú „þjónustu- samnings“ við RAR- IK um ýmis raf- tæknimál. Af hverju selur Akranesbær ekki ríkinu Akranesveitu og Andakílsárvirkjun með húði og hári? Fyrir nokkrum árum var Rafveita Borgar- ness seld RARIK, meira að segja á „yf- irverði“ að fróðra manna sögn. Það skyldi þó ekki vera hugmyndin að baki þessu öllu, að Ríkisorkubú Vest- fjarða hf. og Vesturlandsveita RARIK bjargi fjárhag sveitarfé- laganna í þessum landshlutum? Aukin umsvif rfldsins í orkumál- um eiga sér lengri feril. Haft var eftir forustumönnum RARIK á sín- um tíma að kaupin á Rafveitu og Orkumál Þótt hvatinn að þessum pistli hafí verið reimleikarnir á Vestfjörðum og Vestur- landi, segir Aðalsteinn Guðjohnsen, er það auðvitað mun stærra mál að sú nýskipan raforkumála, sem í undirbúningi er, takist vel. Hitaveitu Siglufjarðar - ásamt Skeiðsfossvirkjun, „féllu einstak- lega vel að“ rekstri RARIK. (Fróð- legt væri að sjá hve vel dæmið „Skeiðsfossvirkjun+Siglufjarðar- veitur“ hefur komið út). Um svipað leyti keypti RARIK dreifikerfi hitaveitna tveggja sveitarfélaga, á Seyðisfirði og Höfn í Homafirði. Nýjustu og um leið ein kyndugustu kaupin eru án efa kaup RARIK í fyrra á Rafveitu Hveragerðis þar sem tilboð annarra fyrirtækja í veituna voru skoðuð og síðan gert eilítið hærra boð, sem Hveragerð- isbær tók auðvitað umsvifalaust. Það er auðvitað í hæsta máta sið- laust að RARIK nýti sér löngu úr- elt ákvæði orkulaga á árinu 1999 til að bæta samkeppnisstöðu sína rétt áður en samkeppni verður komið á. Tilboð hinna voru nefnilega mark- laus vegna forkaupsréttar RARIK. Fjármál ríkis og sveitarfélaga eru í brennidepli um þessar mund- ir. Því eru þessi dæmi af orkusvið- inu rakin hér og nú. Einnig vegna þess að aðgerðirnar ganga þvert á þá hugsum sem liggur að baki þeirri nýskipan raforkumála sem boðuð hefur verið. Seinagangurinn í undirbúningi þeirra breytinga er að mínu viti að komast á hættustig. Frelsi og samkeppni í raforkumálum Þótt bærileg samstaða væri um niðurstöðu nefndar sem fyrir fjór- um árum skilaði áliti um Framtíð- arskipan orkumála, gerðu mörg orkufyrirtæki athugasemdir, ýmist beint til iðnaðarráðherra eða til iðnaðarnefndar Alþingis, en hún fékk til meðferðar Tillögu til þings- ályktunar um framtíðarskipan raf- orkumála. Iðnaðarnefnd skilaði áliti í apríl 1998. Þar vonuðu ýmsir að komin væru drög að stefnumót- un í raforkumálum. Svo reyndist ekki vera og má í raun segja að þingsályktunatillaga þessi hafi hlotið hægt andlát - því miður. Ég tel að stjómvöld verði að gera verulegt átak ef það markmið á að nást að fara að reglum EES-samningsins og koma á frelsi og samkeppni á raforkusviðinu á tilskildum tíma. Ef það bregst að frumvarp til nýrra raforkulaga verði lagt fram á Alþingi þegar í upphafi þings eftir áramót sýnist mér hættan verða orðin augljós. Þótt hvatinn að þessum pistli hafi verið reimleikarnir á Vest- fjörðum og Vesturlandi, er það auðvitað mun stærra mál að sú nýskipan raforkumála, sem í undir- búningi er, takist vel. Stjórnvöld bera eðlilega íyrir sig miídu ann- ríki og jafnvel að verulegu leyti í orkumálum (virkjana- og stóriðju- deilur) en einnig á viðskiptasviði (sviptingar fyrirtækja og samruni banka). Ég er í þeirri góðu aðstöðu að sitja í stjómum NORDEL (Nor- rænum samtökum kerfisstjóra landsneta) og EURELECTRIC (Evrópusamtökum raforkufyrir- tækja) og get því fylgst vel með framvindu mála erlendis. Nýlega hefur EURELECTRIC gert átak til að hraða framkvæmd tilskipunar ESB. Það er staðreynd að fram- kvæmd hennar, þ.e. þróun sam- keppni og frjálsræðis, hefur í heild gengið mun hraðar en tilskipunin gerir lágmarkskröfu til. Þetta gild- ir jafnt um EES/EFTA-ríki og ESB-ríki. í síðari grein mun ég beina at- hyglinni að framtíðinni, m.a. í ljósi reynslunnar í ríkjum Evrópu. Höfundur er orkuráðgjafí borgar- stjóra. Var til skamms tíma rafmagnsstjóri íRcykjavík og formaður samtaka raforkuveitna. Aðalsteinn Guðjohnsen og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. Grandagarði 2 I Reykjavík | simi 580 8500 I I Næg bílastæði Oplfi alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 Model 9015B Slipirokkur 1050 W O ■ 125 m TILBOÐSVERÐ 14.300,- Modal 1902 Heflll, 550 W 82 mm TILBOÐSVERÐ 12.000,- PÚR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Slmi 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvól 470 W O = 4 x 57 mm TILBOÐVERÐ Model HR4000C SDS Max Bor/brotvól 1050 W, Max 0= 40 mm TILBOÐSVERÐ 19.900,- 56.000,- Model 6228DWE 14.4 v Rafhlööuborvól Aukarafhiaöa / taska TILBOÐSVERÐ 15.900,- 22.600,- Model HR2410 SDS-f Höggborvól 680 W, Max O = 24 mm TILBOÐSVERÐ Stuttermabolir frá kr. Stuttbuxur frá Frábært Fyrir iþróttadótið íþróttatöskur frá kr. ÍK: Þolfimifatnaöur ■ 20% iafsláttur Þrekhjól 4|jjjgÍ verð frá: 14.300^ 10% afsláttur af þrek og æfingatækjum Bakpokar frá kr. Iþróttaskór, Adidas, Nike, Puma, Reebok, 20 °/o afsláttur Ármúla 40 g Sími: 553 5320 I lAl I Férslunin W /VI4RK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.