Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 27

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 27 ERLENT Anatov 26-flugvél brotlendir í Angóla Hugsanlega eru 48 látnir Luanda. AFP, AP, Reuters. RÚSSNESK flugvél af gerðinni Anatov 26 brotlenti eftir að kvikn- að hafði í henni skömmu eftir flug- tak frá flugvellinum í Saurimo í norðurhluta Angóla. Angólsk flug- málayfirvöld greindu frá atvikinu í gær, en það átti sér stað á þriðju- dagskvöld. Að sögn portúgölsku fréttastofunnar LUSA létust allir 48 sem voru um borð, 42 farþegar og 6 manna áhöfn. Flugmálayfir- völd sögðust hins vegar ekki geta staðfest þessa tölu. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni örfáum mínútum eftir flugtak, kl. 19.30 á þriðjudags- kvöld. Orsakir slyssins lágu hins vegar ekki fyrir í gær, en fyrri flugslys, sem eru æði algeng á þessum slóðum, hafa m.a. verið skýrð með lélegu viðhaldi flugvall- arins. Þar fyrir utan hefur upp- reisnarhreyfíngin UNITA skotið niður nokkrar ílugvélar á síðustu árum og var jafnvel talið að sú sé raunin í þetta skiptið. Að sögn flugmálayfirvalda var herinn á leiðinni á slysstað til að kanna málið. Borgin Saurimo er staðsett 800 km norðan við höfuðborg Angóla, Luanda, í miðjum frumskógi á einu helsta svæði demantanáma í Angóla. Svæðið er miðpunktur átaka milli hersins og uppreisnar- hreyflngarinnar UNITA sem átt hafa í borgarastríði síðan landið hlaut frelsi frá Portúgal 1975. UN- ITA ræður yfír hluta af demanta- námunum og er hreyfingin stað- ráðin í að láta þær ekki af hendi. Að sögn Jackie Potgieter, stjórnmálaskýranda sem frétta- stofa Reuters ræddi við í Pretoríu, er það a.m.k. á færi UNITA að skjóta niður flugvélina og þjónar hagsmunum hreyfingarinnar þar sem það vekur athygli á henni og neyðir ríkisstjórnina til að senda hersveitir sínar þangað. Ekki hefur verið greint frá hvaðan farþegar vélarinnar voru. Flugmálayfirvöld sögðu áhöfnina rússneska, en að sögn rússneska neyðarmálaráðuneytisins var hún úkraínsk. Lélegar Anatov-vélar í notkun í Angóla Vélin, sem var í innanlandsflugi og á leið til höfuðborgarinnar, var í eigu angólska íýrirtækisins An- cargo en í leiguflugi á vegum ang- ólskrar ferðaskrifstofu. Talsvert er af Anatov-flugvélum í Angóla, sem einkafyrirtæki nýta til farþega- flutninga en hættulegt getur verið að ferðast innanlands í Angóla, vegna átaka hersins og UNITA. Angólskir flugsérfræðingar hafa reyndar kvartað við yfirvöld í Rússlandi vegna sölu á Anatov- vélum til Angóla þar sem þær séu oft gamlar og í lélegu ástandi. Félag angólskra flugmanna benti reyndar einnig á það í ný- legri skýrslu að meirihluti flug- manna í flugslysum væri erlendur. Ríkisstjórnin tilkynnti nýverið að allir flugmenn af erlendum upp- runa þyrftu að gangast undir próf. Angólskir flugmenn hafa fagnað því og sagt það gæti bætt úr slæmu orðspori rússneskra flug- manna sem hafa orð á sér fyrir að fljúga oft undir áhrifum áfengis og leyfa flugvélum sínum að drabbast niður. Lögreglumenn hliðhollir FPÖ reknir Haider yfír- heyrður Vínarborg. AFP. RANNSÓKNARLÖGREGLA í Austurríki hefur kallað Jörg Hai- der, fyrrverandi leiðtoga hins um- deilda Frelsisflokks (FPÖ), til yfir- heyrslu vegna hneykslismáls sem mjög hefur verið að vinda upp á sig að undanförnu. Asakanir hafa komið fram um, að nokkrir stuðnings- menn Haiders innan austurrísku lög- reglunnar hafi safn- að trúnaðarupplýs- ingum um pólitíska andstæðinga Haid- ers í gegnum tölvu- kerfi lögreglunnar og ganga ásakanirn- ar svo langt að Haider hafi sjálfur beðið um þessar ólöglega útveguðu upplýsingar. Að sögn Haiders lögðu rann- sóknarlögreglumenn fyrir hann spurningar um gögn sem fundust við húsleit heima hjá fyrrverandi lífverði FPÖ-leiðtogans, Horst Binder, en honum var vísað úr starfi sínu sem lögreglumaður á mánudag. Lögreglan gerði í fyrradag enn- fremur húsleit hjá fyrrverandi framkvæmdastjóra FPÖ, Gerald Mikscha, og hjá móður hans. Haider segist hvergi nærri þessu persónunjósnamáli hafa komið, ásakanir um slíkt í sinn garð væru ekkert nema hreinn til- búningur, „sprottinn úr sjúkum hugum fáeinna blaðarnanna". Á blaða- mannafundi í Klagen- furt í Karnten, þar sem hann gegnir embætti fylkisstjóra, lýsti Haid- er því yfir að nú væri sér nóg boðið og hann myndi svara fyrir sig. Engar sannanir hefðu fundizt fyrir þeim ásökunum sem á hann og aðra forystumenn í FPÖ væru bornar. í síðustu viku hófu saksóknarar í Vín að rannsaka ásakanir sem fyrst komu fram í bók sem fyrrverandi lögreglumaðurinn Josef Kleindienst skrifaði en hann var um tíma formaður verkalýðsfé- lags sem bein tengsl hefur við FPÖ. I bókinni sakar hann háttsetta FPÖ-menn um að hafa greitt lög- reglumönnum, sem voru í flokkn- um, fé fyrir að láta þeim í té upp- lýsingar um pólitíska andstæðinga úr skjölum úr tölvugagnagrunni lögreglunnar. Ellefu lögreglumönnum, sem all- ir eru taldir vera í nánum tengsl- um við FPÖ, var á mánudag sagt upp störfum vegna ásakananna. Jörg Haider S: 3. - 6.11. eftir myrkur Vatn við Norræna húsið Næturlíf á Lækjartorgi Án sólarinnar á Vínbarnum, Súfistanum, Vegamótum, Prikinu og Ara í Ögri Skýjum ofar á Hallgrímskirkju Annarleg birta í Vatnsmýrinni Ýmsir viðburðir Eldur í Gallerí i8 og Norræna húsinu 3,- 6.11. Stjörnuverið í Norræna húsinu 3. - 6.11. Ljósameðferð á kaffistofu Norræna hússins 3. -6.11 Valon Voimat í Ráðhúskaffinu 6.11. Straumur í Elliðaá 3.11. kl.18 Heimsljósin í Hljómskálagarðinum 3. 11. kl. 18:30 og 4.11. kl. 18 Eldur/Vatn í Portinu í Hafnarhúsinu 3.11. frá 20:30 og 4. - 5.11. frá 21 -24 Ljósahótel á Hverfisgötu 20 3. - 6.11. frá 11 - 23. Bókanir í síma 860 4333 Club Lux á Kaffi Thomsen 3. - 4.11. frá 23 Trans Light, DJ Björn Torske,1000, Adam Beyer o.fl. Ég veiddi vampíru í Svíþjóð. Höfnin í Reykjavík 3. - 5.11. kl. 19 og 21 Ljósafiug yfir borginni 3. - 6.11. Bókanir í síma 595 2025 frá 14 -16 Kraftar Ijóssins í Goðaborgum 8 í Grafarvogi 4.11. frá 19 - 22 Vetrarævintýrið WHAT á hlaði Norræna hússins 5.11. kl. 18 og 6.11. kl. 19 Skuggadansinn Ljós úr skugga á framhlið Háskóla íslands 5.11. kl. 18:45 og 20:45 ítarleg dagskrá á www.reykjavik2000.is UÓSIN f N0RDRI2000 i ■ mi Útilistahátíð í Reykjavík dagana 3.- 6. nóvember. N0RDICIIGHT Orkuveita Reykjavíkur lt I V l( J A V I K LISTAHÁSKÓLI ISLANDS ' ICIIAND ACADEMV OF TNE ARTS - Leikfélag Reykjavikur JiiiÍlM- (j?' Nordisk Kulturfond

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.