Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR gjaldkeri, lést að Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. október. Útförin var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Helga Sederholm, Jón Bergsson, Örn Jónsson og Sigríður Ella Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN PÉTURSSON, Austurbyggð 21, áður Oddeyrargötu 23, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 28. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 13.30. Gunnar Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Erling Aðalsteinsson, Pétur Jónsson, Helga Eyjólfsdóttir, Pálmi Geir Jónsson, Erla Guðmundsdóttir, Kristinn Örn Jónsson, Gísley Þorláksdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN VALDÓRSSON frá Þrándarstöðum, sem lést miðvikudaginn 25. október sl., verð- ur jarðsunginn laugardaginn 4. nóvember ki. 14.00. Athöfnin fer fram frá Egilsstaðakirkju, en jarðsett verður að Eiðum. Eðvald Jóhannsson, Ólafía Herborg Jóhannsdóttir, Stefán Hlíðar Jóhannsson, Ásdís Jóhannsdóttir, Valdór Jóhannsson, Jóhann Viðar Jóhannsson, Vilhjálmur Karl Jóhannsson, Kári Rúnar Jóhannsson, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Jón Þórarinsson, Guðrún Benediktsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Ósk Traustadóttir, Svanfríður Drífa Óladóttir, Ingíbjörg Ósk Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNHEIÐUR GISSURARDÓTTIR, Stórási 9, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Gísli Ólafsson, Sigrún Gísladóttir, Guðjón Magnússon, Hjördís Gísladóttir, Gylfi Garðarsson, Arnar Þór Guðjónsson, Áslaug Arnardóttir, Halldór Fannar Guðjónsson, Heiðar Már Guðjónsson, Sigríður Sól Björnsdóttir og Orri, Magnús Örn Gylfason, Valgerður Gylfadóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrefnutanga, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 28. október, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Arnold Falk Pétursson, Elín Arnoldsdóttir, Ragnheiður Arnoldsdóttir, Guðmundur Pétur Arnoldsson, Hildur Einarsdóttir, Björn Arnoldsson, Elín Eyfjörð, Ásgeir Arnoldsson, Gunndóra Viggósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN PÉTURSSON + Jón Pétursson fæddist í Mikla- garði í Eyjafjarðar- sveit 3. ágúst 1915. Hann lést á gjör- gæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri laugardag- inn 28. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Gunnarsson, f. á Rútsstöðum í Eyja- ijarðarsveit, og Kristín Jónsdóttir frá Laugalandi á Þela- mörk. Þau bjuggu síðast á Sigtúnum í Eyjafjarðar- sveit. Systkini Jóns voru Flosi, f. 2.7. 1902, d. 3.1. 1987; Júlíus, f. 28.10. 1905, d. 4.9. 1969, og Petronella, f. 9.8. 1911, d. 22.6. 1987. 18. apríl 1941 kvæntist Jón Auði Pálmadóttur, f. 16. janúar 1917 í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, d. 25. mars 1978. Foreldrar hennar voru Pálmi Júlíus Friðriksson bóndi þar og Geirþrúður Guðrún Frímannsdóttir kona hans. Böm Jóns og Auðar em: 1) Gunnar, f. 30.5.1942, var kvæntur Jóm'nu Pálsdóttur, þau slitu sam- vistir. Böm þeirra em: Jón Þór, kvæntur Birgittu Guðmundsdótt- ur þau eiga tvo syni, Auður Dagný, á tvö böm og eitt bamabarn, Héð- inn er í sambúð með Maribel Gonzalez Siguijóns, þau eiga einn son, fyrir átti Héðinn tvo syni. 2) Ragnheiður, f. 5.5. 1943, gift Erl- ing Aðalsteinssyni, f. 27.6. 1938, börn þeirra eru: Björg, Ingimar Orn og Auður Jóna, fyrir átti Erl- ing tvö böm, þau eru: Guðbjörg, gift Carl Henrich Nilson, þau eiga eina dóttur, fyrir átti Guðbjörg tvö böm, og Adolf Ingi, kvæntur Þór- unni Sigurlaugu Sigurðardóttur, þau eiga tvö böm. 3) Pétur, f. 13.8. 1944, kvæntur Helgu Eyjólfsdótt- ur, f. 30.10.1944, synir þeirra em: Guðmundur Ómar, kvæntur Björk Pálmadóttur, fyrir átti G. Ómar tvö börn og Björk einn son, Jón kvænt- ur Kolbrúnu Ævars- dóttur, þau eiga tvö börn, fyrir átti Kol- brún þrjú börn. 4) Pálmi Geir, f. 28.3. 1946, sambýliskona hans er Erla Guð- mundsdóttir, f. 1.9. 1938, sonur þeirra er Pálmi Rúnar, sam- býliskona hans er Kristín Rafnsdóttir, fyrir átti Erla tvö börn, þau eru: Guðný, hún er í sam- búð með Ingibjarti Jóhannessyni, þau eiga tvö börn, og Gísli, sem er í sambúð með Þorgerði Einarsdótt- ur, þau eiga tvær dætur. 5) Krist- inn Örn, f. 14.4. 1950, kvæntur Gísleyju Þorláksdóttur, f. 6.8. 1945, böm þeirra em: Róbert Már, sambýliskona hans er Karen Dögg Gunnarsdóttir, þau eiga einn son, Auður, sambýlismaður hennar er Einar Hólm Davíðsson, Ágústa Hrönn. 6) Anna Margrét, f. 8.2. 1956, var gift Tómasi Behrend, þau slitu samvistir, börn þeirra era: Gustav Þór, sambýliskona hans er Mette Nilsen, þau eiga eina dóttur, Auður María, sambýl- ismaður hennar er Mark Ulhdall. Barnabarnaböm Jóns em þrettán og eitt barnabamabamabam. Jón stundaði nám í Héraðsskól- anum á Laugarvatni, hann starf- aði lengi sem atvinnubflstjóri á Akureyri með eigin bifreið, gerð- ist síðar starfsmaður KEA á Akur- eyri og var lengi húsvörður þar. Hann var einn af stofnendum Vömbflstjórafélagsins Vals, fyrsti formaður félagsins og sinnti þvf starfi í mörg ár og sat þing ASI. Hann starfaði einnig með Karli II. sfðustu árin. Ættfræði var hans áhugamál og Iiggja eftir hann margar merkar skrár. Útför Jóns verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Á þessari kveðjustund hrannast upp minningar liðinna ára. Það er skrítið að hugsa til þess að pabbi skuli ekki lengur vera til staðar því alla tíð hefur hann verið eins og klettur á bak við okkur systkinin. Hann fæddist í Miklagarði í Eyja- fjarðarsveit en fluttist ungur að ár- um að Sigtúnum ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hann gerðist snemma kaupamað- ur á ýmsum bæjum í sveitinni en flutti svo til Akureyrar. Hann hóf akstur á leigubíl sem hann ók öll stríðsárin. Seinna keypti hann sér vörubíl og gerði hann út á eigin veg- um í áratugi. Foreldrar mínir keyptu sér hús í Oddeyrargötu 23 á Akur- eyri og bjuggu þar mestan sinn bú- ,1 GARÐH HIMAR BLÓMABÚÐ SUIKKJARBAKKA 6 SÍMI 540 3520^^ skap. Þar ólumst við sex systkinin upp og var oft mikið um að vera. Vin- ir og kunningjar voru velkomnir. Það var eríitt að fæða og klæða allan hópinn, sérstaklega þegar lítil vinna var á veturna og þurfti því að leggja nótt við dag á sumrin þegar meiri vinnu var að hafa. Eftir fimmtugt hætti pabbi at- vinnuakstri og réð sig í vinnu á mat- vörulager KEA, þá fór aðeins að hægjast um og hann gat gefið sér meiri tíma til lestrar. Seinna vann hann í mörg ár hjá Samvinnutrygg- ingum, en seinustu árin gegndu for- eldrar mínir húsvarðarstarfi hjá KE A og bjuggu í Kaupfélagshúsinu. Hann var svo lánsamur að fá íbúð á Dvalarheimilinu Hlíð og þar undi hann sér vel. Þar gat hann stytt öðr- um stundir með að sýna kvikmyndir sem hann tók og talaði inn á. Hann sá að mestu leyti um sig sjálfur og dundaði sér við að safna saman ætt- fræðiupplýsingum og liggja eftir hann mörg bindi af ættfræði. Það var því ómetanlegt að hann var heill heilsu í sumar og mætti á ættarmótið ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ............ ..............-......—...—-------------------- --------------< sem við héldum á Laugalandi á Þela- mörk, en þaðan var móðir hans ætt- uð. Hann naut þess að sjá svo marga ættingja samankomna. Hann hafði yndi af að ferðast og þekkti landið mjög vel. Hann vann við að stika út og leggja veg upp úr Eyjafirði og inn á hálendið ásamt bændum úr Eyjafirði og öðrum áhugamönnum. Það var ógleymanlegt að fara með honum í ferðalög hvort heldur var um hálendið eða byggðir landsins. Hann var mjög víðlesinn og kunni ógrynni af ljóðum og hafði ótrúlegt minni. Hann var harður í horn að taka og með mjög ákveðnar skoðanir sem ekki varð haggað og var þar af leiðandi ekki allra, hann kaus fremur fámenni því þar náði hann til fólksins og var mjög gaman að vera með hon- um í góðra vina hópi. Það er komið að leiðarlokum. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir samveruna og allt sem þú gerð- ir fyrir mig og mína. Eg bið Guð að geymaþig. Ragna. Við andlát tengdafóður míns koma margar minningar upp í huga minn, enda margs að minnast eftir rúm- lega 30 ára viðkynningu. Okkar fyrstu kynni eru mér sérstaklega minnisstæð. Við Ragna flugum á lít- illi einkavél til Akureyrar og var það í fyrsta skipti sem ég hitti mitt verð- andi tengdafólk. Þegar við héldum heim á leið keyrði Jón okkur Rögnu út á flugvöll. Þegar við vorum ferð- búin kvaddi Jón mig með þessum orðum: „Þakka þér fyrir komuna og fyrir að koma með hana Rögnu mína,“ en bætti svo við „vertu vel- kominn aftur.“ Það var ekki fyrr en seinna, þegar ég hafði kynnst tengdaföður mínum betur, að ég skildi þýðingu þessara orða því Jón sagði aldrei neitt bara til þess að þóknast öðrum, hann einfaldlega meinti það sem hann sagði. Það var aldrei nein hálfvelgja á hlutunum, lundin stór, skoðanir á mönnum og málefnum ákveðnar og fastmótaðar og lítið um málamiðlanir. Jón var víðlesinn maður, unni ljóð- um sem hann kunni ógrynni af og geymdi í sínu óbrigðula minni ásamt miklum fróðleik um landið sitt sem hann unni svo mjög. Um miðjan ald- ur hóf Jón að fást við ættfræðiritun sem hann vann að með sömu vand- virkni og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Eg er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þér, hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæri tengdafaðir. Erling Aðalsteinsson. Það er erfitt að kveðja ástvin. Ein- hvern veginn hugsuðum við aldrei um það að við ættum eftir stutta stund með afa okkar því hann var alltaf svo hraustur og unglegur. Það er ekki öllum gefið að vera við svona góða heilsu á níræðisaldri. Innst inni vissum við að þessi stund mundi koma en samt var hún svo fjarlæg í huga okkar. Hann afi var ákaflega stundvís og áreiðanlegur og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi verið mjög ósérhlífinn. Ef við hringdum í hann og sögðumst vera á leiðinni að ná í hann þá var betra að leggja strax af stað því annars var hann kominn hálfa leið gangandi á móti okkur sama hvort það var blindbylur eða glaðasólskin. Jón afi var með ákveðnar skoðanir á hlutunum og þeim var ekki haggað. Hann var óhræddur við að láta þær í ljós og sparaði ekki stóru orðin ef honum mislíkaði eitthvað sem var að gerast í þjóðfélaginu. Afi fylgdist vel með því sem við vorum að gera og sýndi því áhuga hvort sem það tengdist skólanum, atvinnunni eða fjölskyldunni og við eigum honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.