Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 11

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 11 FRÉTTIR Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í utandagskrárumræðum Segja framhalds- skólakennara huns- aða af yfirvöldum Snarpar umræður um kjaradeilu kennara voru á Alþingi í gær og gagnrýndi stjórnar- andstaðan ríkisstjórnina fyrir aðgerða-_ leysi. Fjármálaráðherra sagði að staðan í deilunni væri óvenju flókin. Morgunblaðið/Kristinn Eirfkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, fylgjast með um- ræðum um kjaradeilu kennara af þingpöllum. STJÓRNARANDSTAÐAN gagn- rýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðaleysi í kjaradeilu framhalds- skólakennara í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær en kennarar hafa boðað til verkfalls á þriðjudag- inn ef ekki hefur samist. Tveir þing- menn Framsóknarflokks tóku að nokkru leyti undir gagnrýni stjóm- arandstöðunnar. Einar Már Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var málshefj- andi og sagði hann að fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra hefðu verið í felum gagnvart deil- unni og að kominn væri tími til að þeir bæru sína pólitísku ábyrgð í málinu. „Framhaldsskólakennarar hafa upplifað kjaradeiluna á þann hátt að þeir séu hunsaðir af yfirvöldum," sagði Einar Már. „Vanda þessarar kjaradeilu má relg'a allt til ársins 1997 en þá fóru framhaldsskóla- kennarar aðra leið við gerð kjara- samninga en aðrir háskólamenntað- ir starfsmenn ríkisins. Þetta hefur m.a. leitt til verulegs munar á þróun launa framhalds- skólakennara í samanburði við þessa sömu hópa. Einar Már sagði að í september á síðasta ári hefðu kennarar boðað til fundar þar sem óskað hefði verið eftir því að yfii'völd skoðuðu hvern- ig lagfæra mætti mismunandi launaþróun framhaldsskólakennara og sambærilegra hópa innan BHM. Hann sagði að þessu hefði verið hafnað og að afleiðingamar væru nú að koma í ljós. „Alvara málsins sést meðal ann- ars á þátttöku og úrslitum í kosn- ingu um verkfallsboðun en hún var samþykkt með miklum meirihluta. Um 82% samþykktu boðunina og þátttaka var um 91% sem er miklu meiri þátttaka en áður hefur sést hjá þessum hópi.“ Einar Már benti á að dagvinnu- laun kennara væru 32,4% lægri en meðaltal annarra starfsmanna í BHM hjá ríkinu og að heildarlaunin væru 10,7% lægri. „Er það virkilega stefna stjórn- valda að framhaldsskólakennarar eigi að hafa mun lægri laun en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkis- ins. Hvað er að gerast, framhalds- skólinn er að lokast í miðju góðæri stjórnvalda. Er ekki tími góðæris- ins hinn rétti tími til að efla mennt- un og horfa til framtíðar." Einar Már sagði að ráðherrar hefðu vísað deilunni frá sér og ekki tekið á málinu af þeirri pólitísku ábyrgð sem nauðsynlegt væri. Hann sagði að það skorti pólitíska stefnu um lausn málsins því ef tryggja ættti framgang mennta- stefnu ríkisstjórnarinnar þyrfti að gera heildarsamning við kennara um breyttan og betri skóla. „Vandinn í framhaldsskólunum er búinn að vera of lengi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokknum hefur mistek- ist á tíu ára valdaferli í fjármála- og menntamálaráðuneyti að skapa þá aðstöðu í framhaldsskólum landsins að koma megi í framkvæmd þeirri mikilvægu endurskipulagningu sem þörf er á vegna breyttra þjóðfélags- hátta. Fjárlög til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu er mun minna en hjá nálægum þjóðum, þetta skapar vanda.“ Óvenju flókin deila Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að staðan í kjaradeilu fram- haldsskólakennara væri óvenju flókin. „Framhaldsskólakennarar gera ki'öfu um 34% hækkun dagvinnu- launa við undirskrift samnings og síðan 15% á ári næstu tvö árin,“ sagði Geir. „Þessar kröfur er nærri því tífalt það sem um hefur samist í almennum kjarasamningum á þessu ári og fimmfalt það sem félagar í al- mennum verkalýðsfélögum hafa samið um fyrir næstu tvö ár.“ Að sögn Geirs voru heildarlaun framhaldsskólakennara rúm 220 þúsund á fyrstu níu mánuðum árs- ins og þar af var dagvinnuhlutinn um 135 þúsund. „Launakröfur kennara eru rök- studdar með tilvísun til launaþróun- ar annarra háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna á síðasta samnings- tímabili - árið 1997, sagði Geir. „í þeim samanburði er þó einungis tekið tillit til þróunar dagvinnu- launa en ekki heildarlauna þar sem allt önnur niðurstaða fæst. I þeim samningum sem aðrir há- skólamenn gerðu árið 1997 voru í flestum tilfellum gerðar miklar breytingar á uppbyggingu kjara- samninga sem fólu m.a. í sér aukinn hlut dagvinnu á kostnað annarra gi'eiðslna sem aftur hafði í för með sér stóraukin lífeyrisréttindi starfs- manna. Það er óumdeilt að margir hópar ríkisstarfsmanna höfðu veru- legan hag af þessari kerfisbreyt- ingu. Breyting af þessu tagi stóð framhaldsskólakennurum einnig til boða árið 1997 en þeir höfðu þá ekki hug á slíkum breytingum og höfnuðu henni en slík breyting stendur enn kennurum til boða í yf- irstandandi samningum." Geir sagði að einn helsti vandinn í kjaradeilu kennara væri sá að uppbygging kjarasamninga þeirra væri ekki lengur í takt við tímann og dagvinnuhluti launanna lágur miðað við yfirvinnuna. „Astæðan er ekki síst sú að verk- þættir eru fastbundnir mati á vinnutíma og ekki sambærilegt svigrúm til skipulagningar og vinnuhagi-æðingar og víða í öðrum kjarasamningum. Þess vegna er greitt fyrir drjúgan hluta af vinnu- framlagi kennara sem yfirvinnu þótt vinnan sé unnin á hefðbundn- um dagvinnutíma." Geir sagði að um þetta kerfi hefði löngum ríkt ágæt sátt en að nú væri tímabært að gera grundvallar- breytingar á því og að tillögur samninganefndar ríkisinssnei'u að því. „Eg tel að með slíkum kerfis- breytingum sé unnt að færa kenn- urum umtalsverðan ávinning á næstu árum og jafnframt hækka hlutfall dagvinnulauna í heildar- launum þeirra. Ég tel líka að það sé rétt og nauðsynlegt fyrir skólastarf- ið í landinu að framhaldsskólakenn- arar fái slíkan ávinning. En það hljóta allir að sjá að krafa um 34% upphafshækkun launa er ekki raun- hæf eða líkleg til að stuðla að far- sælli lausn deilunnar. Slík krafa er fremur líkleg til að stefna málinu í hnút.“ Engin alvöru tilboð Geir sagði að ef deilan ætti að leysast þyrftu báðir aðilar að leggja nokkuð á sig. Hann furðaði sig á því hversu fljótt kennarar boðuðu til verkfalls. „Almennt séð boða verkalýðsfé- lög ekki til verkfalla fyn- en viðræð- ur eru komnar í hnút. í þessari deilu var efnt til atkvæðagreiðslu um verkfall eftir einn fund hjá sáttasemjara áður en formleg kröfugerð var lögð fram. Einhver myndi segja að þetta ferli ásamt sjálfri kröfugerðinni bæri meiri vott um verkfallsvilja en samningsvilja." Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri - grænna, sagði að stjórnvöld hefðu vitað af sjónarmið- Kröfur kennara tífalt hærri en aðrir hafa samið um segir fjármála- ráðherra um kennara frá því í fyrra haust og að þrátt fyrir það hefði samninga- nefnd rikisins ekki komið fram með nein alvöru tilboð. „Samninganefnd ríkisins hefur bara ekkert verið að nota tímann," sagði Kolbrún. „Það þarf þess vegna ekkert að koma neinum á óvart að málum sé nú svo komið sem raun ber vitni.“ Kolbrún sagði að þó fjármála- ráðherra bæri ábyrgð á samninga- málum ríkisins væri ábyrgðin líka hjá menntamálaráðherra í þessu máli. „Hvar hefur hann verið í þessari umræðu í þessum málum hingað til. Er hæstvirtur menntamálaráðherra í felum?“ Framsóknarmenn taka undir gagnrýni Hjálmai' Amason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að virð- ing fyrir störfum kennara færi dvínandi í þjóðfélaginu. „Ég kalla það þjóðarskömm hvernig viðmót til kennara og kjör hafa verið látin þróast síðustu ára- tugina,“ sagði Hjálmar. „Kjör og viðmót sem virðast langt komin með að brjóta niður sjálfsmynd stéttarinnar. Við erum hér í raun ekki að ræða um kennara sem ein- staklinga heldur spurninguna um það hvort unnt verði að halda áfram að hækka menntastig þjóðarinnar í alþjóðlegri samkeppni." Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, tók að nokkru leyti undii' orð Hjálmars og sagði að sífellt fleiri hæfir kennarar hyrfu til annarra og betur launaðra starfa. Ráðherrar sýnt ábyrgðarleysi Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkis- stjórnin hefði ekki lagt neitt af mörkum í deilunni til að reyna að leysa þann erfiða hnút sem hefði myndast. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur sýnt verulegt ábyrgðarleysi, finnst mér, með framgöngu sinni í málinu,“ sagði Össur. „Og hæst- virtur menntamálaráðheiTa, sem fer með veggjum og lætur sem þetta mál varði sig ekki, deilir með honum þessu ábyrgðarleysi." Össur lýsti undrun sinni á því að Geir hefði sagt kröfur kennara mikl- ar. „Hverjir eru það sem hafa sett viðmið í þessari deilu. Hverjir eru það sem hafa samið um ákaflega drjúgar Iaunahækkanir til opinberra starfsmanna með svipaða menntun. Það er hæstvirt rfkisstjórn." Að sögn Össurar hefur ííkis- stjórnin með yfirlýsingum sínum um að hér ríki ómunagóðæri og gríðar- leg velsæld skapað væntingar á meðal framhaldsskólakennara. Lýðskrum Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að menntamálaráðuneyt- ið hefði komið meira að þessum við- ræðum um kjaramál kennara en nokkru sinni fyrr. „Ráðuneytið hefur lýst þeirri skoðun sinni, sem er alveg skýr, að við viljum búa við sveigjanlegt og opið kerfi þai' sem faglegar forsend- ur stýra þróun og breytingum sem gerðar eru á skólastarfi," sagði Björn. „Um leið og kjarasamningum er ætlað að kveða á um skyldur starfsmanna og tryggja rétt þeirra þurfa þeir að bjóða upp á sveigjan- leika sem gerir skólum kleift að bregðast við breyttum kröfum til þeirra.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi mjög málflutning stjórnarand- stöðunnar og sagði hann ekki þjóna neinum öðrum tilgangi en að þyrla upp pólitísku moldviðri um viðkvæm kjaramál sem væru í fullri vinnslu hjá samningsaðilum. „Hér er um hreint lýðskrum að ræða af hálfu stjómarandstöðu í há- alvarlegu máli.“ Brugðust stjórnarandstæðingar ókvæða við þessum ummælum Sig- ríðar Önnu í umræðum um störf þingsins að lokinni utandagskrárum- ræðu. Stjórnarliðar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni STJÓRNARMEIRIHLUTINN á Alþingi sat hjá í atkvæðagreiðslu á þriðjudag um beiðni frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanni Sam- fylkingarinnar, og fleiri þingmönn- um stjórnarandstöðunnar, um að viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði við atkvæðagreiðsluna að lögum samkvæmt gæti hún ekki gefið þær upplýsingar sem óskað væri eftir í skýrslunni og skýrslan ætti því eftir að valda vonbrigðum. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 23 atkvæðum stjórnarandstæðinga en 22 þingmenn greiddu ekki at- kvæði. Valgerður sagði um skýrslu- beiðnina að fjármálaeftirlitið ætti lögum samkvæmt að hafa eftirlit með tryggingafélögum og hefði að- gang að öllu bókhaldi þeirra ef ástæða þætti til. Sagði Valgerður að í kjölfar síðustu iðgjalda- hækkana hefði fjármálaeftirlitið tekið þær hækkanir til athugunar til að meta hvort ástæða væri til athugasemda. Sú athugun hefði leitt í ljós að félögin gátu sýnt fram á aukinn tjónakostnað og óstöðugleika í greininni. Því hefði fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða. Hún sagði að þær upplýsingar, sem farið er fram á í skýrslubeiðn- inni, myndu ekki koma fram í væntanlegri skýrslu og kvaðst því myndu sitja hjá um skýrslubeiðn- ina. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku ummæli Valgerðar óstinnt upp. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að tryggingafélögin hefðu ekki komið fram með viðunandi skýr- ingar á iðgjaldahækkuninni. Sagði Jóhanna að þau rök ráðherrans gengju ekki að Alþingi gæti ekki komið að málinu þar sem fjármála- eftirlitið hefði fjallað um málið. Það væri eins og að segja að Al- þingi gæti ekki skoðað mál sem Ríkisendurskoðun hefði fjallað um. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að það sætti furðu að ráðherra ætlaði að slá skjald- borg um tryggingafélögin. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, talaði um sam- tryggingu stjórnvalda og trygg- ingafélaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.