Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra kvað f gær upp úrskurð um kísilgúrvinnslu í Mývatni Morgunblaðið/Rúnar Þór Kísilgiírverksmiðjan við Mývatn. Fallist á efnistöku úr hluta Syðri-Flóa Kísilvinnsla við Mývatn í ^ Reynihlíð Syðriflói Skútustaðir Kísiliðian ) é: Reykjahlið Ytrí- /Jr:-................... flói ríSl) - Svæði það í i( Ytrifloa sem •^Vjj námaleyfi II Kísiliðjunnar ■jyogar náðiáðurtil Voga- fíól) II MYVATN p Háev ' •> i! - SVÆÐI 2 Fallist hefur verið á efnistöku Upptok^. } 1 Álfta- Laxár \i J T 'x\ 2km Umhverfísráðherra hefur í úrskurði sínum fallist á efnistöku kísilgúrs úr svokölluðu námusvæði 2, sem er hluti S-Flóa Mývatns, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og að vinnsludýpt verði takmörkuð við 6,5 metra. Þá var felldur úr gildi úrskurður skipulags- stjóra um kísilgúrvinnslu á námusvæði 1 í Syðri-Flóa. STV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra felldi í gær úr- skurð um kísilgúrvinnslu úr Mývatni. í úrskurðinum staðfestir umhverfisráðherra úr- skurð skipulagsstjóra ríkisins frá 7. júlí sl. um heimild til vinnslu á svo- kölluðu námusvæði 2 í Syðri-Flóa Mývatns að uppfylltum skilyrðum, m.a. um að vinnsludýpt verði tak- mörkuð við 6,5 metra meðaldýpt. Jafnframt felldi umhverfísráðherra úr gildi úrskurð skipulagsstjóra varð- andi kísilgúrvinnslu á námusvæði 1 í Syðri-Flóa vegna skorts á gögnum. Forsvarsmenn Kísilgúrverksmiðj- unnar telja að hráefni í Ytri-Flóa Mývatns, sem núgildandi námuleyfi Kísiliðjunnar nær tál, gangi til þurrð- ar árið 2002. Hefur verksmiðjan sóst eftir að hefja kisilgúmám á tveimur svæðum (námusvæði 1 og 2) í svo- nefndum Bolum á Syðri-Flóa vatns- ins. Skipulagsstjóri féllst í úrskurði sínum í júlí sl. á efnistöku á námu- svæði 2 í Syðri-Flóa með ýmsum skil- yrðum sem sett voru fram í ellefu lið- um. Skipulagsstjóri féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 og gerði kröfu um frekari upplýsingar varð- andi efnistöku á því námusvæði. Ráðuneytinu bárust tíu kærur Umhverfisráðuneytinu bárust tíu kærur vegna úrskurðar skipulags- stjóra, þ.á m. frá Kísiliðjunni, sem fór fram á heimild til efnistöku á námu- svæði 1. I úrskurði umhverfisráðherra í gær segir að ráðuneytið leggist gegn efnistöku á námusvæði 1 eins og henni sé lýst i framlagðri matskýrslu framkvæmdaraðila vegna skorts á gögnum. Þó að ný gögn hafi komið fram eftir að úrskurður skipulags- stjóra féll, þurfi þau skv. reglugerð um mat á umhverfisáhrifum 179/1994 að fá almenna kynningu og umfjöllun. Ráðuneytið bendir hins vegar á að Kísiliðjan geti farið að nýju með framkvæmdina í mat á umhverfis- áhrifum á grundvelli þessara nýju gagna, óski hún þess. Megin kæruefni annarra kærenda snerust um að felldur yrði úr gildi úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um heimild til efhistöku á svæði 2. Er kröíúm og málsástæðum kærenda lýst í úrskurði umhverfisráðherra. í kæru Náttúrurannsóknarstöðvarinn- ar við Mývatn segir m.a. að í úrskurði skipulagsstjóra sé ekki tekið tillit til þeirra umhverfisáhrifa sem mest hafi verið rannsökuð og varði flutning fæðu- og næringarefna lífríkisins af ódældum svæðum í vatninu yfir til námusvæðanna. Urskurðurinn hvað þetta varðar byggist í veigamiklum atriðum á gallaðri umsögn dönsku vatnafræðistofnunarinnar, DHI. Náttúruvemd ríkisins heldur því fram í sinni kæru að úrskurður skipu- lagsstjóra sé í andstöðu við markmið laga um vemdun Mývatns og Laxár, í andstöðu við vemdun Mývatns og Laxár sem Ramsarsvæðis og í and- stöðu við stefnu íslenskra stjómvalda og markmið alþjóðlegra samninga er varða sjálfbæra þróun, vemdun líf- fræðilegrar fjölbreytni og notkun varúðarreglunnar. I kæm Fugla- vemdunarfélags íslands er því m.a. haldið fram að á dældum svæðum í Mývatni sé búið að eyðileggja lífríki vatnsbotnsins með því að dæla því burt ásamt setlögum og því hafí fugl- ar eftir litlu að slægjast þar. Þá halda Náttúmvemdarsamtök íslands því fram í sinni kæm að úrskurður skipulagsstjóra stríði gegn sam- komulagi Náttúmvemdarráðs, um- hverfisráðuneytis og iðnaðarráðu- neytis frá apríl 1993 um framtíð kísilgúmáms við Mývatn. í umsögn Líffræðistofnunar Há- skóla íslands segir m.a. að ísland hafi tekið á sig almennar alþjóðlegar skyldur um vemdun líffræðilegrar fjölbreytni og sérstakar skyldur um vemdun lífríkis Mývatns. Námu- gröftur úr vatninu hljóti að vera ósambærilegur þeim markmiðum sem felist í vemdun þess. „Það er mat Náttúrufræðistofnunar að hætta á röskun lífríkis Mývatns felist aðal- lega í rofi lífræns næringarríks yfir- borðslags utan námusvæðanna. Slíkt gæti haft mjög víðtæk áhrif á vist- kerfi Mývatns og afkomu stofna fiska og fugla sem byggja afkomu sína á botndýrum," segir m.a. í umsögn N áttúrufræðistofnunar. Leitað ráðgjafar sérfræðinga Við athugun og yfirferð á kærum og umsögnum leitaði ráðuneytið ráð- gjafar hjá Gunnari Steini Jónssyni, líffræðingi og Gunnari Guðna Tóm- assyni verkfræðingi, um þá þætti sem vörðuðu setflutninga og lífríkið. í áliti Gunnars Steins kemur m.a. fram að það sé að hans mati engin leið, út frá fyrirliggjandi gögnum, að meta hvaða áhrif aukin næringarefnalosun hefur haft í Mývatni. í áliti sínu vísar Gunn- ar Steinn einnig til skýrslu alþjóðlegs matshóps sem skipaður var af iðnað- arráðuneytinu, þar sem kemur fram að þó enn skorti á fullan skilning á fæðubrautum vatnsins telji matshóp- urinn að ekki sé unnt að tengja sveifl- ur kísilgúmáminu á ótvíræðan hátt. í úrskurðinum kemur fram það álit Gunnars Guðna að umsögn dönsku vatnafræðistofnunarinnar, DHI, hafi verið háð annmörkum. Tekur um- hverfisráðuneytið undir það, „og að þeir hafi farið út fyrir sitt sérsvið í áliti sínu,“ eins og segir í úrskurði umhverfisráðherra. „Niðurstaða Gunnars Guðna er þó skýr varðandi það að sú niðurstaða matsskýrslu og úrskurðar skipulagsstjóra að fyrir- huguð námavinnsla hafi ekki veruleg áhrif á heildarsetflutninga í vatninu sé rétt,“ segir í úrskurði umhverfis- ráðherra. I lok úrskurðarins fellst umhverfis- ráðherra á efnistöku á námusvæði 2 niður á 6,5 metra meðaldýpt, með nýju skilyrði þess efnis að fram- kvæmdaraðili leggi fram tillögu að vöktunaráætlun vegna nýmyndaðs sets. Vöktunaráætluninni er ætlað að leiða í ljós hlutdeild nýmyndaðs sets í heildaruppsöfnun sets á námu- svæðum í Syðri-Flóa. Önnur sldlyrði i 11 liðum sem fram koma í úrskurði skipulagsstjóra um efriistöku á námusvæði 2 standa óbreytt skv. úrskurði umhverfisráð- herra. Þar er kveðið á um að Kísil- iðjan kortleggi námusvæði 2 ásamt næsta nágrenni áður en til fram- kvæmda kemur. Þá er framkvæmd- araðila einnig ætlað að leggja fram tillögu að vöktunaráætlun vegna hugsanlegra áhrifa námuvinnslu á strauma og setflutninga, einnig á fugla- og dýralíf ásamt tillögum um athuganir á landnámi hágróðurs og annarra botnsamfélaga á röskuðum svæðum. Til viðbótar er gerð sú krafa til Kísiliðjunnar að lagðar verði fram útfærðar hugmyndir og áætlanir um prófanir mögulegra mótvægisað- gerða gegn áhrifum námuvinnslu á strauma og setflutninga áður en farið verður í námuvinnslu á nýju svæði. Umhverfisráðuneytið hafnar því kæruatriði að kísilgúmám sé í and- stöðu við markmið laga nr. 36/1974 um vemd Mývatns og Laxár. í 5. gr. laganna sé beinlínis gert ráð fyrir starfsemi Kísiliðjunnai- á svæðinu og því fellst ráðuneytið ekki á að kísil- gúmám eitt og sér sé í andstöðu við markmið laga nr. 36/1974. Þá telur umhverfisráðuneytið að vinnsla Msilgúrs á svæði 2 samrýmist ákvæðum Ramsarsamningsins um vemd votlendis. Ekki verið sýnt fram á að kísil- gúrnám raski lífrfkinu Ráðuneytið heldur því fram að ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram við mat á umhverfisáhrifum Ms- ilgúrvinnslu við Mývatn bendi til þess að námuvinnsla hafi veruleg áhrif á fuglalíf og fæðusMlyrði og viðgang silungs þegar teMð er tillit til þeirra mótvægisaðgerða og takmarkana á áhrifasvæði sem krafa er gerð um í úrskurði sMpulagsstjóra ríMsins. „Ráðuneytið telur að ekM hafi ver- ið sýnt fram á að Msilgúmám í Mý- vatni rasM lífríM vatnsins. Ennfrem- ur er í gildandi starfsleyfi fyrir Kísiliðjima hf. ákvæði þar sem segir að vinnsla skuli stöðvuð og leyfi aftur- kallað ef óæsMlegra áhrifa á Mývatn verði vart. Ráðuneytið er þeirrar skoðunar að samsvarandi ákvæði verði að vera áfram ef gefið verður út nýtt og breytt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna," segir í úrskurðinum. á Súfistanum fimmtudagskvöld 2. nóvember kl. 20 kýfyrir ský; Dagskrá helguð ísaki Harðarsyni í tilefni af útkomu heildarsafns Ijóða hans. ísak flytur Ijóð sín. Andri Snær Magnason og Jón Kalmann Stefánsson tala um skáldið. Sveinbjörn Halldórsson les úr bókinni. Tónlist Hróðmars Sigurbjörnssonar við Ijoðaflokk ísaks, M6f menn|n0| Stokkseyrí kynnt. malogmönnlng.ls I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Gfsii Már Gíslason Urskurðurinn fyrst o g fremst pólitískur GÍSLI Már Gíslason, stjómarfor- maður Náttúrurannsóknastöðvarinn- ar við Mývatn, segir að úrskurður umhverfisráðherra sé fyrst og fremst pólitískur og vísar til þeirra rök- semda úrskurðarins þar sem segir að miklar breytingar yrðu á atvinnulifi og samfélagsháttum í Mývatnssveit verði Kísiliðjan lögð af. Ennfremur telur Gísli Már úr- skurðinn vera í hrópandi mótsögn við þær rannsóknir og álitsgerðir sem settar hafi verið fram um áhrif Msil- gúrvinnslunnar á Mývatn en í þeim komi fram að námuvinnslan valdi mhdum og óæsMlegum áhrifum á vatnið. „Urskurðurinn er einnig í andstöðu við þá ráðgjafa sem ráð- herra fékk til að fara yfir úrskurð sMpulagsstjóra ríkisins, þar sem ann- ar af þeim umsagnaraðilum gaf úr- skurði sMpulagsstjóra falleinkunn en hinn, sem var undirmaður ráðherra, tók undir þá skoðun sem skandinav- ísku sérfræðingamir settu fram í fyrravetur um hugsanleg áhrif Kísil- iðjunnar og þau vamaðarorð sem þeir settu fram í sinni álitsgerðinni." Gísli Már bendir auMnheldur á að skýrt komi fram í úrskurði umhverf- isráðherra að Náttúmvemd ríMsins sé leyfisveitandi, andstætt því sem fram hafi komið í úrskurði sMpulags- stjóra ríksins., Að þessu leyti styrkir ráðherra Náttúmvemd ríMsins mjög verulega og kveður á um að sMpu- lagsstjóri ríMsins hafi farið rangt með í sínum úrskurði að Náttúm- vernd ríMsins væri ekM leyfisveit- andi.“ Gísli Már segir að frekari við- brögð við úrskurðinum hafi ekM verið rædd í stjóm Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn en gerir fastlega ráð fyrir að leitað verði til rannsóknastöðvarinnar þegar samið verði um þau starfsskilyrði sem setja eigi verksmiðjunni. Sigbjörn Gunnarsson Léttir fyrir sveitarfélagið SIGBJÖRN Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, segir úr- sMirð umhverfisráðherra um Msil- gúmám í Mývatni mikinn létti fyrir sveitarfélagið. „Ég tel að skynsemin hafi fengið að ráða. Á engan hátt hef- ur verið sýnt fram á að kísilgúmám geti valdið skaða. Þijátiu ára reynsla var metin á þann veg að óhættt væri að halda áfram Msilgúmámi," sagði Sigbjöm í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sveitarfélagið verður því til áfram og getur haldið sínu striM af sama þrótti og það hefur gert á und- anfomum árum,“ bætir hann við, en um 50 til 60 bein störf era við Kísiliðj- una í Mývatnssveit og að auM fjöldi afleiddra starfa sem henni tengjast. „Þetta er hið besta mál því sveitar- félagið og íbúar þess hefðu lent á von- arvöl ef breytingar hefðu orðið á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.