Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Gúsinskí og Berezovskí stefnt TALSMAÐUR skrifstofu rík- issaksóknara Rússlands til- kynnti í gær, að Vladimír Gús- inskí og Borís Berezovskí, umsvifamestu fjölmiðlarekend- um og athafnamönnum lands- ins, hefði verið stefnt til yfir- heyrslu í tengslum við tvö óskyld glæpamál sem til rann- sóknar eru hjá embættinu. Mun vera til þess ætlazt að þeir mæti báðir hinn 13. nóvember til yfirheyrslnanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ítrekað sagt að stórumsvifa- menn, sem tókst að raka til sín eignum og auði er Sovétríkin leystust upp, muni fá að kenna á armi laganna. Manntal í Kína KÍNVERSK stjórnvöld hleyptu í gær af stokkunum einu umfangsmesta manntals- verkefni sem efnt hefur verið til í sögu mannkyns. Sex millj- ónir opinberra starfsmanna munu ganga hús úr húsi í þessu fjölmennasta landi heims í því skyni að komast að því ná- kvæmlega hve margir íbúar landsins séu í raun og veru. Kostunica vill viðræður Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, sagðist á þriðjudag vera reiðubúinn að ræða við leiðtoga Kosovo-Albana, en úti- lokaði möguleikann á sjálfstæði héraðsins. í opinberri heim- sókn til Noregs lét Kostunica þau orð falla að hann væri enn andvígur því að sveitarstjórn- arkosningar skyldu hafa verið látnar fara fram í Kosovo; hann hefði viljað sjá þeim seinkað. Að hans sögn hefðu þó líkurnar á lausn mála í Kosovo stórauk- ist með tilkomu lýðræðis í land- inu þrátt fyrir að ekki sé á döf- inni að veita Kosovo sjálfstæði. Athygli vakti í gær, að júgó- slavnesk yfirvöld létu Kosovo-Albanann Flora Brov- ina lausan úr fangelsi, en hann hafði í desember sl. verið dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir meinta þátttöku í hryðjuverka- starfsemi. Var Brovina og fleiri Kosovo-Albönum að sögn veitt sakaruppgjöf samkvæmt fyrir- mælum frá Kostunica forseta. Mónakófursti reiður HÖRÐ deila er nú komin upp milli stjómvalda í París og furstans af Mónakó, Rainier III, sem í viðtali við dagblaðið Le Figaro á þriðjudag hótaði að slíta gildandi samningum um forræði Frakka yfir fursta- dæminu og lýsa yfir sjálfstæði þess, ef franskir ráðamenn hættu ekki að halda því opin- berlega fram að Mónakó sé „vin peningaþvættis“. „Við er- um búnir að fá okkur fullsadda af að vera meðhöndlaðir eins og svartamarkaðsbraskarar," er haft eftir furstanum. „Eg vil ekki lýsa yfir stríði á hendur Frakklandi, en Frakkar verða að virða okkur, og það hefur ekki verið tilfellið í marga mán- uði,“ sagði hann. Frönsk þingn- efnd sakaði yfii-völd í Mónakó í sumar um „hræsnisfulla" af- stöðu gagnvart peningaþvætti. Tveir menn skotnir til bana á Norður-írlandi Innbyrðis átök mótmælenda Bclfast. AP, AFP. LÖGREGLA og herlið á Norður-írlandi var með aukinn viðbúnað í héraðinu í gær til að reyna að draga úr innbyrðis átökum fylkinga mótmæl- enda. 63 ára gamall maður var myrtur í Belfast á þriðjudag og hálftíma síðar var annar maður skotinn sem lést síðar af sárum sínum. Mennirn- ir voru báðir skotnir í viðurvist eiginkvenna sinna og er talið að um hefndarmorð hafi verið að ræða. Fyrrnefndi maðurinn, Bertie Rice, hafði starf- að á skrifstofu Billy Hutchinsons sem fer fyrir Framsækna sambandsflokknum, PUP, pólitísk- um armi hermdarverkasamtakanna UVF. Hutch- inson sagðist telja að morðið á Rice hefði átt að vera hefnd fyrir morð á 21 árs gömlum manni sl. laugardag. Maðurinn hafi sennilega verið félagi í öðrum hermdarverkasamtökum, UDA. Seinna fórnarlambið, Tommy English, var 39 ára og bjó einnig í Belfast. Grímuklæddir menn réðust inn á heimili hans og skutu hann þrem skotum. Hann lést á sjúkrahúsi. English mun hafa verið fyrr- verandi liðsmaður pólitísks arms UDA. Talið er að jafnt UDA sem UVF haldi skilmála vopnahlés sem þeir samþykktu 1994 í átökunum við kaþólska íbúa héraðsins en þeim hefur verið kennt um yfir 900 morð á kaþólskum borgurum í átökunum í héraðinu sem hófust um 1970. Liðs- menn hópanna tveggja hafa hins vegar átt í blóð- ugum erjum síðan í ágúst og er meðal annars barist um ítök í skipulagðri glæpastarfsemi og stundum verið að gera upp persónulegar deilur. Um 150 fjölskyldur hafa flúið heimili sín í hverf- um mótmælenda í norður- og vesturhverfum Belfast vegna átakanna síðustu daga. Tvær sprengjur sprungu samtímis í lögreglu- stöð skammt sunnan við Belfast í gærmorgun og slasaðist lögreglumaður illa á fæti. Irski lýðveld- isherinn, IRA, hefur virt vopnahléð að undan- förnu en talið er að aðrir hermdarverkahópar úr röðum kaþólskra hafi staðið fyrir tilræðinu. Nokkrir litlir hópar kaþólskra neita að sam- þykkja vopnahlé. án úUxirgunar við afhendíngu W lánum í aíít að 60 mánuðl W fyrsta afboraun í mars 2001 W AJíír bífar á vefcrsrdekkjum vpr&lækkun á notu&um bílum frá Ingvari Helgasyni hf■ OPIÐ: kl. 9-18 vírka daga kl. 10-17 laugardaga BORGARBlLASALAN Grensásvegi 11 - Sími 588 5300 - www.ih.is - www.bilheimar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.