Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tvö verka Tryggva Ólafssonar á sýningunni í Gerðarsafni. Morgunblaðið/Knstinn Verk Tryggva Olafs- sonar í Gerðarsafni Morgunblaðið/Sverrir Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar yfirlitssýningu í Gerðarsafni í tilefni sextugsafmælis. Sýningin er í boði Búnaðarbanka íslands. YFIRLITSSÝNIN G á verkum Tryggva Ólafssonar verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi næstkom- andi laugardag kl. 15. Efnt er til hennar í tilefni sex- tugsafmælis Tryggva og sjötugs- afmælis Búnaðarbankans. Sýningin er í boði bankans og önnur af þremur sýningum sem hann stendur fyrir á afmælisári. Fyrsta sýningin í röð Búnaðar- bankans, yfirlitssýning á verkum í eigu hans, var opnuð fyrir skömmu og mun standa fram til 6. nóvember í Hafnarborg. Þriðja sýningin, sýning á verkum ungra listamanna, sem Búnaðarbankinn býður að sýna í Gerðarsafni, hefst 1. desember og stendur til jóla. Hún tekur við af sýn- ingu Tryggva sem lýkur 26. nóvem- ber. Tryggvi Ólafsson stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1960-’61. Hann fékk inngöngu í Listaakademíuna í Kaupmannahöfn sama ár og dvaldist þar við nám næstu sex ár. Tryggvi hefur m.a. haldið fjölda einkasýninga á Islandi og í Danmörku. Hann hefur tekið þátt í samsýningum í öllum höfuð- borgum Norðurlanda og auk þess í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Kína og Bandaríkjunum. Árið 1984 var gerð heimildarmynd um Tryggva undir heitinu Bygging, jafnvægi, litur. Bók kom út um list Tryggva á vegum Listasafns ASI og Lögbergs árið 1987. Tryggvi Ólafsson á verk á 15 lista- söfnum á Norðurlöndum. Hann hef- ur verið búsettur í Danmörku í 39 ár. Til viðbótar myndlistarsýningun- um þremur heldur Búnaðarbankinn um þessar mundir úti sýningu rúm- lega 40 verka úr eigin safni í list- glugga á heimasíðu sinni: www.bi.is. Asamt því að vera kaupandi myndlistar og sýna verkin í húsa- kynnum sínum hefur Búnaðarbank- inn nú í á annan áratug sýnt verk í listglugga í Austurstræti. Þá hefur bankinn að undanfömu átt samstarf við nemendafélag Listaháskólans um listglugga sem snýr að Rauðar- árstíg í útibúi bankans við Hlemm. Þar fær hver nemandi að sýna í tvær vikur í senn. íslenski dansflokkurinn kynnir: Transdanceeurope 2000 Danshátíð Menningarborga Evrópu Trans Dance Europe 2000 ( Reykjavfk nýtur stuðnings fré Teater og dans I norden, Franska sendiráðinu. Alliance frantais og norska sendiráöinu. Borgarleikhúsinu í kvöld. Miðasala 568 8000 Hraun og hrif MYNÐLIST Listhús (Ífeigs LEIRLIST - SVETLANA MATUSA Opið á afgreiðslutíma verslunarinnar. Til 4. nóvember. Aðgangur ókeypis. LEIRLISTAKONAN Svetlana Matusa lauk námi frá deild hagnýtr- ar myndlistar í Belgrad 1989, með framsækna leirlist sem aðalfag. Arið 1995 var hún að auk í nokkra mánuði við rannsóknir á mikilvægu verk- stæði í Shigaraki í Japan. Hér er sjó- uð listakona af serbneskum uppruna á ferð, sem tekið hefur þátt í fjöl- mörgum alþjóðlegum sýningum, haldið 12 einkasýningar, hlotið verð- laun og viðurkenningar. Matusa dvelur um þessar mundir á íslandi og hefur undanfarið unnið að list sinni á leirlistaverkstæði Glits. Af- raksturinn getur nú í fyrsta skipti að líta í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðu- stíg, þar sem hún hefur fyllt efri hæðina af verkum sínum. Svetlana Matusa virðist hafa feng- ið mikinn áhuga á íslandi, er upp- numin af landinu, villtri náttúrunni svo sem í umhverfi Landmanna- lauga, hrauni, litbrigðum og mann- fólkinu, segir að birt hafi yflr lífi sínu eftir að hún kom hingað. Af verkunum í listhúsinu má vera auðséð að listakonan kann sitthvað fyrir sér og að hún hefur um sumt önnur viðhorf til formsköpunar en ís- lenzkir félagar hennar. Þótt margt keimlíkt hafi sést hér áður bera könnumar einkum svip af annarri og framandlegri formkennd ásamt því að ytri byrði verkanna er þyngra. Víkingaskipið er til að mynda afar þungt og ósannfærandi þótt það sé vel unnið, trjónurnar hjárænulegar Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Ein af hinum sérstæðu tekönn- um Svetlönu Matusa. og leiða hugann helst að deigi og kökugerð. Matusa hefur farið þá leið sem margir erlendir listamenn gera sem hingað koma, að leitast við að samlaga list sína áhrifum frá land- inu, og ekki bara hughrifum, heldur eru föng hennar sótt í möttul lands- ins í anda stefnumarka verkstæðis- ins, en eins og margur veit er hraunkeramik stór þáttur í fram- leiðslu Glits. En það er ýmislegt í þessum verkum sem er alveg sér- stakt og mætti að ósekju koma betur fram því upprunanum skal ekki hafnað þótt leitað sé á ný mið í fram- andi umhverfi, allt hálfkák af hinu illa. Uppruninn kemur einkum fram í fyrrnefndum könnum sem eru dálít- ið alveg sérstakt innan um hin verk- in, þrengir sér fram í sviðsljósið og krefur réttar síns. Meinbugur á sýningunni að ein- ungis liggur frammi smábleðill á ensku, líkast til kynning á listakon- unni, sem liggja mun frammi á verk- stæði Glits. Þetta má ekki sjást í metnaðarfullu listhúsi og alls ekki ef engar upplýsingar eru á íslenzku. Bragi Ásgeirsson Skáldsagan Fóstbræður kemur út í Frakklandi SKÁLDSAGAN Fóstbræð- ur eftir Gunnar Gunnarsson er nýkomin út hjá Fayard í Frakklandi í þýðingu Régis Boyer sem ennfremur skrif- ar eftirmála. Skáldsagan Fóstbræður kom fyrst út árið 1918. Hún gerist á landnámsöld og fjallar um fóstbræðurna Leif og Ingólf, sem hrökkl- ast frá Noregi og sigla til ís- lands til að nema þar land og hefja nýtt líf. Fayard er eitt stærsta forlag Frakklands, en í þeirri ritröð sem Fóstbræður koma út í eru verk eftir heimsþekkta höfunda á borð við Jos- eph Conrad, Thomas Mann, Isabel Allende, Vladimir Nabokov og fleiri. Þetta er þriðja bók Gunn- ars Gunnarssonar sem kemur út á frönsku, en áður voru bækumar Svartfugl og Aðventa komnar út í Frakklandi og fengu góða dóma. Þýðandinn, Régis Boyer, er prófessor við Sorbonne- háskóla í París. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur á frönsku, m.a. Islendingasögumar, skáldsögur eftir Thor Vilhjálmsson, Pétur Gunnarsson, Steinunni Sigurðar- dóttur og fleiri, auk þess sem hann hefur skrifað nokkrar bækur um norræna menningu og sögu. Gunnar Gunnarsson Nýjar geislaplötur • ÚT era komnar, í fyrsta skipti á geislaplötum, saman á einni tvöfaldri plötu hinar landsþekktur syrpu- plötur Fjórtán Fóstbræðra. í umslagi segir: „Hinir Fjórtán Fóstbræður vöktu strax athygli þeg- ar þeir komu fram í útvarpsþættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ í fyrsta sinn. Dægurlög höfðu verið sungin í fjölda ára, en það var eins og menn færa ekki að gefa þeim gaum fyrr en þeir heyrðu til þessa hressilega kórs og áður en varði var söngur hinna Fjórtán Fóstbræðra orðinn stór hluti af útvarpsþættinum og fólk á öllum aldri og úr öllum stétt- um söng með, hver við sitt útvarps- tæki þegar Fjórtán Fóstbræður rifj- uðu upp gamalkunn erlend dægurlög eða yngri lög eftir íslenska höfunda. Hér era á einni og sömu plötunni átta lagasyrpur, eða 40 lög alls. Mörg þessara laga þekkja flestir en hér er einnig að finna nokkur íslensk lög, sem ekki hafa verið gefin út á hljóm- plötum, þótt þau hafi notið mikilla vinsælda á íslandi svo þetta er um leið einkar eiguleg plata fyrir þá, sem vilja kynnast íslenskri dægur- lagatónlist." Um seinni plötuna segir í umslagi: „Hér era Fjórtán Fóst- bræður aftur á ferðinni og að þessu sinni með hljómplötu, sem vafalaust verður talin enn betri en fyrsta hljómplata þeirra, sem þó vakti meiri athygli heldur en nokkur önnur hljómplata, sem út hefur verið gefin á íslandi fyrir fjölbreytt lagaval og frá- bæran söng. Hinar átta lagasyrpur á þessari hljómplötu hafa tekist sér- lega vel; gömul og góð innlend og er- lend dægurlög, sem allir kannast við ásamt lagasyrpu úr söngleiknum „My Fair Lady“, þar sem hin frá- bæra söngkona Elly Vilhjálms syng- ur með auk þess, sem hún er líka með í annarri syrpu. Þá er syrpa af lögum eftir hið vinsæla tónskáld Sigfús Halldórsson og önnur ekki lakari eft- ir Jón Múla Ámason.“ íslenskir tónargefa út. Verð: 2.499 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.