Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 41 LISTIR Böggull og skammrif KVIKMYJVDIR Kringlubíó, Stjörnubfó, Borgar- bíó A kureyri, IMýja bíó Keflavfk DJÖFULLEG- BEDAZZLED Leikstjóri Harold Ramis. Hand- ritshöfundur Larry Gelbart o.fl., byggt á samnefndu handriti Peters Cook (’67). Tónskáld David New- man. Kvikmyndatökustjóri Bill Pope. Aðalleikendur Brendan Fraser, Elizabeth Hurley, Frances O'Connor, Miriam Shore, Orlando Jones, Paul Adelstein, Toby Huss. Sýningartími 90 mm. Bandarísk. 20th Century Fox/Regency Ent- erprises. Árgerð 2000. ÁRIÐ 1967 komu tveir gánrng- ar, Peter Cook og Dudley Moore, með bráðfyndið handrit á fund 20th Century Fox í Lundúnum. Úr varð fyndin og óvenjuleg gaman- mynd í höndunum á fagmanninum Stanley Donen. Myndin hefur náð umtalsverðum vinsældum, sígild hjá vissum hópi kvikmyndahús- gesta, orðin cult-mynd en hjá al- menningi fór hún fyrir ofan garð og neðan. Þeir hjá Fox vissu að myndin var vansótt, meira bjó und- ir en aðsóknartölur gáfu til kynna. Endurgerð hefur legið lengi í loft- inu og nú fengu þeir gamanmynda- smiðinn ágæta Harold Ramis (Groundhog Day, Caddyshack) til að endurvinna handrit Bretanna. Hann hnuplar, stælir, umsemur og bætir við líkt og Cook og Moore matreiddu Faust aldarþriðjungi áður. Ramis flytur atburðarásina á vesturströnd Bandaríkjanna og segir frá samskiptum Elliots (Brendan Fraser), uppburðalítillar skrifstofublókar, við sjálfan djöful- inn. I mannsmynd reyndar og það ekkert venjulegri heldur í hasar- kroppi Elizabeth Hurley. Engir hófar þar á ferð. Djöfsi er á sínum eilífu sálnaveiðum og hyggst negla blókina með því að uppfylla sjö óskir hans. Allar snúast þær um að ná hylli Allison (Frances O’Conn- or), vinnufélaga hans sem ekkert vill með gauðið hafa. Elliot fær vissulega sínar græðgislegu óskir uppfylltar, en böggull fylgir jafnan skammrifi. Hann verður m.a. risa- vaxin körfuboltastjarna sem heillar Allison uppúr skónum, uns hún sér að gleymst hefur að stækka visst líffæri og annað eftir því. Ef mynd kemur manni í gott skap og, það sem meira er; skilur við mann í góðu skapi, er ástæða til að gleðjast. Þessi grundvallaratriði nær Djöfulleg, þótt hún sé langt í frá að vera nokkurt stórvirki. En ósvikið og vel gert stundargaman sem vantar reyndar að vera dálítið fylgnari sér til að teljast fram- úrskarandi. Víða bólar á ágætum boðskap, maður á að rækta sinn eigin garð, sem er ágætur en létt- vægur. Mikið betri er Hurley og einkum Fraser, sem fer á kostum. Bregður sér í hvert gervið á eftir öðru og alltaf jafn fjallbrattur. Hann er virkilega skemmtilegur og er við það að verða framtíðargam- anleikari í kvikmyndaborginni. O’Connor stendur sig einnig með prýði og minni hlutverk eru vel mönnuð. Brellurnar og tónlistin eru á sama róli og skemmtanagild- ið, fyrsta flokks. En líkt og líffærið vantar myndina reisnina. Sæbjörn Valdimarsson Elizabeth Hurley og Brendan Fraser í hlutverkum sínum í „Djöfulleg' lumi Konak Stærðir 7-12 Extra víður Ascanio Stærðir 6-12 STEINAR WAAGE DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Rvík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Rvík Sími 568 9212 Póstsendum samdægurs Regnbogakort: fernir tónleikar að eigin vali á ótrúlegu verði Hvað er í þínu korti? Margrét Örnólfsdóttir tánlistarmaður Það fyrsta sem ég vel eru kvikmynda- tónleikarnir 6. og 18. nóv. Ég sá Chaplin- mynd við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í fyrra og fúlsa ekki við því að upplifa það aftur. Svo eru það tónleikar 30. nóv. Liszt, Rhapsodie Espagnol og Faust-sinfónían. Tvö verk sem ég er heilluð af, enda ólæknandi rómantíker. Píanókonsert Rachmaninoffs nr. 3, 11. jan. Ég get ekki hugsað mér betri leið til að taka á móti nýju ári en að njóta þessa píanókonserts. Síðast en ekki síst, tónleikar 8. feb. Verk eftir John Speight, Ives og Macmillan. Verk sem ég þekki ekki eftirtónskáld sem ég er spennt fyrir. Þórólfur Árnason forstjóri Tals Franz Liszt 30. nóv. Ég stoppa strax við þessa tónleika því að hér er mikill söngur. Sjálfur hef ég sungið í kór og svo verður gaman að fá að heyra í gömlum granna, honum Guðbirni. 11. jan. Ég flæktist um Rússland í sjö ár fyrir Marel og því höfða Rússarnir sterkt til mín. 8. feb. Hér er það sellóið sem heillar og gaman að láta Charles Ives koma sér á óvart. 25. maí. Maður getur alltaf á sig Bolero bætt! Fínn lokatónn fyrir okkur hjónin hjá Sinfóníunni í vetur. ■ f Jónatan Garðarsson! dagskrárgerðarmaður Ég ætla á Azkenazy-tónleikana í desember. Mig langar að sjá Miklós Dalmay í febrúar en þá verð ég á skíðum. Ég ætla hins vegar ekki að missa af rappinu og Hákan Hardenberger í mars. Svo eru fjölbreyttir vortónleikar 25. maí og maður klykkir út með Vorblótinu í júní. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar Ég og Jónas, sonur minn, völdum í sameiningu. Við ætlum á Vínartónleikana, að sjálfsögðu, og á Rachmaninoff og Tschaikovsky 11. janúar. Svo viljum við ekki missa af Miklós Dalmay og Fimmtu sinfóníu Beethovens (febrúar. Regnbogaröðinni okkar lýkur síðan 8. mars með franskri tónlistarveislu. Regnbogakort veitir þér aðgang að fernum tónleikum að eigin vali á sérlega hagstæðu verði, aðeins 7.600 kr. Efnisskráin er fjölbreytt og spennandi, um 30 tónleikar þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Regnbogakort - veldu fjóra SINFONIAN Aðalstyrktaraölli Sinfón(uhljómsv»itar Ivlandi. Háskólabió v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is mekkano
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.