Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ . 54 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 Matur og matgerð Lambakjöts- pottréttur Oft leitar maður langt yfír skammt, segir Kristín Gestsdóttir. 1? UM daginn var auglýst ódýrt fyrsta flokks lambakjöt í stórverslun í Reykjavík. Súpukjötið var á 399 kr. kg. Fallegt súpukjöt var í kjötborðinu og ég stillti mér þar upp. Nei, auglýsta súpukjötið var í pokum úti í búð. Eg fór þangað, greip einn gokann, borgaði og ók heim á leið. A leið minni í Garðabæinn sá ég þann fegursta og skærasta regnboga, sem ég hefi augum litið og annar aðeins daufari var þar fyrir utan. í sæluvímu yfir regnboganum opnaði ég pokann, þegar heim kom, góða skapið hrundi. Þetta voru mjög feitir ólystugir bitar - algjört rusl. Eg hélt að þetta væri liðin tíð. Eg skar meirihluta fitunnar frá og vigtaði, hún var tæp 500 gr. Kjötið í pokanum vó 2.371 gr, rúml. einn fimmti hluti var fita. Daginn eftir fór ég í stórverslun þá í Hafnarfirði, sem ég versla oftast í. Þar var súpukjöt í kjötborðinu á 325 kr. kg. og ég mátti velja. Þegar ég var unglingur, var ég í Verslunarskóla íslands og lærði verslunarrétt. Þar stóð: „Auglýsingar eiga að vera lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar.“ Eitthvað hefur breyst síðan. Eg bjó til góðan pottrétt úr kjötinu úr „búðinni rninni." Ruslið úr hinni búðinni fór í frystikistuna. Guð má vita, hvort ég nenni nokkurn tímann að elda það Uppskriftin hér á eftir er úr bók minni 220 ljúffengir lambakjötsréttir. Ég breyti henni örlítið, sleppi kryddi og set rjómaost í. Súpukjötspott- réttur með karrí, kókosmjöli og eplum '/2 tsk. pipor 2 msk. smjör 2 msk. karrí 1 dl kókosmjöl 2 súr epli (sterkgræn) 2 msk. gottvínedik 4 dl votn fersk steinselja 1 kg súpukjöt 2 stórir laukar 2 msk. matarolía 2 tsk. salt 50 g hreinn rjómaostur,____ 1. Afhýðið og saxið laukinn smátt. 2. Fiturhreinsið kjötið, skerið í stóra bita, látið beinin vera í. 3. Hitið matarolíu á pönnu, hafið hægan hita, sjóðið laukinn í nokkrar mínútur í olíunni. Hann á ekki að brúnast. Takið af pönnunni og setjið í pott. Steikið síðan kjötið á pönnunni án þess að bæta við olíu. Stráið salti og pipar á kjötið, þegar þið snúið því við. Setjið með lauknum í pottinn. 4. Afhýðið eplin og saxið smátt. Þvoið pönnuna, setjið síðan á helluna. 5. Setjið smjör og kEirrí á pönnuna, sjóðið smástund saman við mjög hægan hita. Setjið þá kókosmjöl og epli í smjör/karríið og sjóðið saman í 5 mínútur við mjög hægan hita. Setjið yfir kjötið í pottinum, bætið í vatni og ediki. Sjóðið saman í eina klukkustund. 6. Takið kjötið úr pottinum, merjið það sem er í pottinum með kartöflustappara eða sleif, hrærið rjómaost út í, klippið steinselju yfir. Setjið þá kjötið saman við. Berið á borð. Meðlæti: Soðin hrígrjón og mangósulta. Leiðrétting í síðasta þætti mínum var uppskrift að skonsum. Þar stóð 4 matskeiðar lyftiduft, en átti að vera 4 teskeiðar. Einnig stóð að setja ætti V4 matskeið salt, en á að vera 14 teskeið. UMRÆÐAN Hálsóþægindi og bakflæði Kjartan Kristján Orvar Guðmundsson ÞESSA dagana fer fram sérstök vitund- arvakning um vél- indabakflæði þar sem þekking á þessum sjúkdómi er lykill að meiri lífsgæðum. Þessi vitundarvakn- ing er átaksverkefni á vegum Félags sér- fræðinga í meltingar- sjúkdómum í sam- vinnu við Landlækn- isembættið, evrópska meltingarlæknafélag- ið (ESGE) og Félag íslenskra heimilis- lækna en auk þess koma ýmis önnur sérfræðifélög lækna að þessu verk- efni. Vélindabakflæði er afar al- gengt vandamál hér á Islandi og í nýlegri Gallupkönnun kom fram að 48,5% íslendinga hafa einkenni vélindabakflæðis árlega og fjórð- ungur þjóðarinnar einu sinni í mánuði eða oftar. Allmikið ber á þekkingarskorti almennings á vél- indabakflæði, margir virðast ekki leita sér aðstoðar og fá þar af leið- andi ekki viðunandi meðferð. Langalgengasta einkenni bakflæðis er brjóstsviði sem er hita- eða sviðaöþægindi undir bringubeini og margir hafa nábít þar sem maga- sýrur og hálfmelt fæða leitar upp í munninn. í þessari grein ætlum við hins vegar að ræða lítillega tengsl vélindabakflæðis við ýmis einkenni frá hálsi. Einkenni frá hálsi og vélindabakflæði Langflestir sjúkdómar í hálsi eru staðbundið vandamál sem tengist ekki bakflæði. Þannig get- ur barkabólga, bólga í raddbönd- um, sýkingar og jafnvel æxli gefið einkenni frá hálsi sem bæði geta verið erfið og þrálát. Aðeins í ein- staka tilvikum eru óþægindi frá hálsi tengd vélindabakflæði. Því er mikilvægt að allir þeir sem fá ein- kenni um langvinnan hósta, hæsi eða kökk í hálsi, leiti fyrst til lækn- is sem getur gert ítarlega skoðun á munnholi og hálsi til að útiloka staðbundna sjúkdóma sem orsök einkennanna. Ef ítarleg skoðun á hálsi leiðir ekki í ljós sérstaka ástæðu er rétt að hafa í huga möguleikann á vélindabakflæði sem orsök. I sumum tilvikum getur vélindabakflæði leitt til þráláts hósta sem getur m.a. orsakast af barkabólgu, breytingum í barka- kýli og/eða umhverfis raddbönd. Stundum getur vélindabakflæði valdið bólgu á raddböndum. Jafn- vel getur myndast sár og leiðir það oft til þrálátrar hæsi. Vélindabak- flæði getur einnig leitt til óþæg- inda í hálsi, eins og eitthvað sitji Bakflæði I sumum tilvikum, segja Kjartan Örvar og Kristján Guðmundsson, getur vélindabakflæði leitt til þráláts hósta þar fast og jafnvel að erfitt sé að kyngja og hefur þetta stundum verið nefnt kökkur í hálsi. Ekki er alveg Ijóst hvers vegna vélinda- bakflæði veldur þessum hálsóþæg- indum en talið er að annaðhvort komist magasýran alla leið upp í háls og erti slímhúðir þannig að þær bólgni upp eða þá að sýran ertir taugaenda neðst í vélindanu þannig að fram komi einkenni í hálsinum í gegnum taugastjórnun. Einkenni frá hálsi tengd bakflæði geta orðið mjög þrálát og eru dæmi um einstaklinga sem hafa haft bæði hósta og hæsi í mörg ár án þess að fá viðunandi meðferð. A síðustu árum hafa læknar orðið mjög meðvitaðir um þennan mögu- leika og hafa reynt að rannsaka þá m.t.t. bakflæðis auk þess að gefa viðunandi meðferð. Yfirleitt þarf alltaf að rannsaka viðkomandi fyrst áður en hægt er að hefja lyfjameðferð við bakflæði og er þá mjög mikilvægt að ítarleg skoðun á hálsi hafi verið framkvæmd áður til að útiloka bólgur, æxli og sýk- ingar. Ef slík rannsókn leiðir ekki í ljós sérstaka ástæðu er farið út í að rannsaka viðkomandi m.t.t. bak- flæðis og þá venjulega gerð spegl- un á vélinda til að útiloka bólgur neðst í vélinda og oft i frh. af því er gerð svokölluð sýrustigsmæling. Sýrustigsmæling Sýrustigsmælingin er fram- kvæmd á þann hátt að grannur leggur er þræddur í gegnum nefið, niður í vélinda og sýrustigið mælt í vélindanu í 24 klst. Viðkomandi er venjulega heima hjá sér og fer til vinnu og merkir inn á sýrustigs- mælitækið hvenær hann hefur óþægindi. Eftir sólarhringinn er þráðurinn fjarlægður og upplýs- ingar um sýrustig í vélinda eru skoðaðar. Ef gott samband er á milli óeðlilega mikils magns af sýru í vélinda og einkenna, er talið lík- legt að viðkomandi hafi einkenni tengt sýrubakflæði. Þá er venju- lega hafin lyfjameðferð með svo- kölluðum prótónupumpuhemjurum sem draga verulega úr sýrufram- leiðslu í maga því það virðist vera sem sýran í maganum sé það sem erti og valdi þessum óþægindum. Oft þarf að meðhöndla viðkomandi í nokkra mánuði til að ná fram full- um árangri á meðferðinni og ef slíkur árangur fæst þarf yfirleitt að halda áfram meðferð þar sem við höfum í raun og veru ekki ráð- ist á orsök vandansheldur höfum við dregið úr sýruframleiðslunni og þannig líður viðkomandi mun bet- ur. Þurfa sumir því að fara á lang- varandi lyfjameðferð en einnig má hafa í huga sérstaka skurðaðgerð til að koma í veg fyrir það að sýran flæði úr maganum upp í vélinda. Skert lífsgæði Þannig geta ýmis önnur einkenni fylgt vélindabakflæði heldur en einungis brjóstsviði og allir sem hafa stöðuga hæsi, særindi í koki, kökk í hálsi og langvinnan hósta, sem ekki hefur fundist skýring á, ættu að ræða við lækni sinn um hugsanleg tengsl á milli þessara einkenna og bakflæðis. Omeð- höndlað bakflæði skerðir lífsgæði fólks og atorku sem kemur fram í bæði andlegri og líkamlegri vanlíð- an og erlendar rannsóknii- hafa sýnt að fjarvistir frá vinnu og skert starfsgeta getur fylgt ómeð- höndluðum einstaklingi semhaldinn er bakflæði. Kjartan er sérfræðingur ílyflækn- ingum og meltingarsjúkdómum og Kristján er sérfræðingur íháls-, nef- og eyrnalækningum. Lítið til fugla himinsins MÉR koma í hug þessi orð Frelsarans, þegar fréttir berast af því að svonefndir skotveiðimenn, sem ég vil fremur nefna slátrara, ganga svo nærri sumum fugla- stofnum að til vand- ræða horfír. Þar má nefna grágæs og rjúpu, en báðir þessir stofnar munu í mikilli lægð um þessar mundir. Einhver fug- lafræðingur kom til viðtals í sjónvarpi um þessi mál og gaf þá yf- irlýsingu, að betra væri að beina veiðum að öðrum gæsastofni, en ekki var hægt að heyra annað á máli hans en sjálf- sagt væri að halda slátrun gæsar- innar áfram. Þessir veiðimenn eða slátrarar eru svo ákafir að komast á þau svæði sem veiðivon er best að hótel fyllast þar um leið og veiðitími hefst. Margir munu koma til þessara verka í rándýrum jeppum, milljónagrip- um með fullkomnustu byssur og skotfæri í einskonar hermanna- búningum ásamt öðru sem til þarf og mun kostnaður við slíkan útbúnað vera mörg hundruð þúsund krón- ur, ef allt er keypt, sbr. Mbl. 24.10. sl. Með þessum tólum öllum mæta þeir varnar- lausri rjúpunni. „Nú er bágt til bjargar blessuð rjúpan hvita“ sagði Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, náttúrufræðingurinn og dýravinurinn og þau orð sannast hér. Þessi orð eru eins og margir vita tekin úr átakanlegu kvæði sem hann nefndi „Ohræsið" og segir frá rjúpu, sem komst undan valnum, ránfuglinum skæða, og flaug inn um glugga og beint í fang konunnar í dalnum. Gæða-konan góða grípurfeginvið dýri dauða-móða dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur pott á hlóðir setur segir: „Happ þeim hlýtur“ oghoraðarjúpu étur. Þessa konu kallaði skáldið óhræs- ið vegna þess að hún líknaði ekki flýjandi fugli. En hvað myndi hann segja við slátrara nútímans? Hætt er við að þeir fengju harðari dóm. Fá- tæk kona, ef til vill soltin, fær óvænt í fangið feng til matar og hlýtur þetta nafn. Til samanburðar við það sé ég í anda stríðalinn slátrara stíga út úr jeppa sínum. Hann þarf ekki að eltast við rjúpu uppi á heiðum til að seðja hungur sitt, heldur er hann kominn þar til að svala drápsfýsn sinni, því að það er augljóst mál að hagnaður er enginn, heldur mikill Séra Ragnar Fjalar Lárusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.