Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 55

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 55
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 55 Dior Skráning handrita og skjala frá eldri tíð GÓÐ skrá yfir hand- rit og skjöl er verkfæri sem gerir margt. Meðal annars hjálp- ar hún fræðimönnum og skólafólki við athug- anir, til dæmis þeim sem vilja vita hversu mörg handrit eru til af Gísla sögu Súrssonar, hvað þau eru gömul og hvar í heiminum þau eru niðurkomin. Hún hjálpar líka fróðleiks- fúsum almenningi sem til að mynda hefur áhuga á sögu síns byggðarlags eða eign- arhaldi jarða - að því ógleymdu að útvarpsfólk gæti með góða skrá innan seilingar á hverjum degi talið upp skjöl dagsett á sama degi fyrir 500 árum frekar en að þylja afmælisdaga frægs fólks. Eins og sakir standa er þetta ekki hægt, en því er einmitt hægt að breyta núna. I nútímanum eiga skrár sem þessar að vera tiltækar á stafrænu formi sem hægt er að leita í á verald- arvef. Það er óumdeilanlegt grund- vallaratriði í allri umræðu um þetta efni. Pappírsskrár eru úreltar. Um það má svo deila út í það endalausa hvernig beri að vinna slíkar skrár og hvað eigi að taka fyrst, en til eru ýmsar aðferðir og nota má fleiri en eina. Aðalatriðið er að á endanum verði hægt að leita allstaðar með einni skipun. Fram kemur í bréfi skjalavarða við Þjóðskjalasafn, Kristjönu Krist- insdóttur og Jóns Torfasonar, til Morgunblaðsins 21. september að síðan 1990 fari nýskráning í safninu fram í tölvu, væntanlega í gagna- grunn. Enn sem komið er leita starfsmenn safnsins fyrir gesti en senn kemur tölva á lestrarsal tengd við grunninn og síðar verður hægt að leita af heimaslóð safnsins (www.archives.is). Eg er reyndar svo óheppinn að ekkert af þeim skjalasöfnum sem ég nota hvað mest hefur verið sett í tölvu heldur fletti ég vélrituðum og prentuðum bókum og heftum á lestrarsal safnsins við Laugaveg í Reykjavík. Það er ekkert endilega verra og lítið mál ef maður hefur „grun um hvaða embætti, stofnanir og einstaklingar komu að því máli“, eins og sagt er í nýnefndu bréfi. Má sem dæmi taka barnsmorð sem einhver rekst á í prentuðum dómi Landsyfirréttar árið 1811. Til að finna dóm úr sýslu þarf að athuga hvort dómabók er til. Prentuð skrá yfir sýsluskjalasöfn dekkar það og dagsetning dómsins er þekkt: bingó! Til að finna framhald málsins í Dan- mörku þarf að athuga vélritaðar skrár yfir skjalasöfn Hæstaréttar og kans- ellís, sem með rentu- kammeri var sú stjóm- ardeild sem helst sinnti íslandi. Þá þarf að biðja um skjalakassa eftir ártölum og vona það besta. Fá mál fóru fyrir Hæstarétt og fljótlegt að skera úr um tilvist réttra skjala þar ábæ. Verra er með kansellíið sem fékk tugi mála til afgreiðslu á hverju ári. Opna þarf kassa þess hvem af öðrum og kemur strax á daginn sú grátlega staðreynd að á möppum utan um bréf gefur að líta vandaða og vélritaða útdrætti hvers einasta máls. Kössum kansellís, 180 talsins, hef ég flett í tvígang um æv- ina og er þar að hluta til kominn gmndvöllur orða minna í Víðsjár- þætti á Rás tvö 21. ágúst sem Jón og Kristjana gera að umtalsefni og túlka á þá leið að merkingin hafi ver- ið „að ástand safna á Islandi væri stórt vandamál, þau væru illa skráð og aðgangur ekki góður að heimild- um.“ Síðustu fimm orðin skil ég ekki og tek fram að ég hef aldrei lent í því að vera synjað um gögn. Vissulega þarf að hringja dyrabjöllu og gera grein fyrir sér til að komast inn á Stofnun Arna Magnússonar og fyrir kemur að nokkur bið er á bögglum í Þjóðskjalasafni, en það bara gefur lífinu lit. Fullyrðingin „illa skráð“ er merk- ari. Og vegna þess að 20. öldin er þungamiðja í bréfi skjalavarðanna, en ég var ekki að hugsa um hana, langar mig að hafa skoðun á því „stóra vandamáli" sem skráningar- leysi handrita og skjala er. Enn frek- ar langar mig til þess af því ég hafði ekki Þjóðskjalasafn í huga heldur öll söfn sem geyma gögn til þeirrar ís- landssögu sem ég fæst við, nefnilega frá upphafi ritaldar fram um alda- mótin 1700. Sagnfræðingar hafa gaman af að vita ekki alveg endilega fyrirfram hvað birtist þegar þeir opna skjalabækur, skjalakassa, osfrv. Sú spenna er hluti af starfinu. Þeir vilja samt geta komist á sporið án þess að drepa sig. Þar kemur að skrásetningu handrita og skjala. Ef allt væri eins og það á að vera væri til ítarleg tölvuskrá yfir öll handrit og öll skjöl sem til eru frá ofangreindu tímabili, með innihaldslýsingu hvers handrits og stuttu efniságripi sér- hvers skjals. Fyrirmyndir eru til á prenti. Um það bil sjö þúsund bréf frá upphafi ritaldar til ársins 1570 eru í sextán bindum Islensks fom- Söfn Hér á landi eru kjör- aðstæður, segir Már Jónsson, til frábærrar stafrænnar skráningar. bréfasafns og gera má ráð fyrir því að frá árunum 1571-1700 séu til um 35 þúsund bréf til viðbótar. Þetta er ekkert óskaplega mikið. Varðveitt eru hátt í eitt þúsund handrit og handritsbrot fram til miðrar 16. aldar og segjum þrefaldur sá fjöldi til viðbótar fram að aldamót- unum 1700. Vegna fæðar handrita og skjala ríkja hér á landi kjöraðstæður til frá- bærrar stafrænnar skráningar. Til eru auðlærðar aðferðir sem eru ein- faldar í notkun og þolanlega flóknar í vinnslu. Þær miðast við hið nýja merkingarmál veraldarvefjarins, XML eða á ensku Extensible mark- up language sem mikið er talað um þessa dagana, og byggja á vandaðri vinnu og dýrmætu samkomulagi fjöl- þjóðlegra hópa fræðimanna og skrá- setjara. Skráning á XML-formi hef- ur þann kost að vera óháð forritum og tölvukerfum, því hún er sjálf í textaskjali sem hægt er að flytja á milli að vild. Ennþá er ekkert af þessu tagi til, hvorki um handrit né skjöl. Engin skrá er einu sinni til yfir fombréf á skinni sem Arni Magnús- son hafði hjá sér í Kaupmannahöfn á öndverðri 18. öld en eru nú á tveimur söfnum í Reykjavík, Ámastofnun og Þjóðskjalasafni. Engin heildstæð skrá er heldur til yfir íslensk handrit í söfnum í Noregi, Svíþjóð, Englandi, Austurríki, Hollandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og sjálf- sagt víðar. Eini vísirinn að stafrænni skráningu handrita er Sagnanet Landsbókasafns-Háskólabókasafns en þar er unnið eftir þeirri óskrán- ingarlegu aðferð að velja út tiltekna efnisflokka í stað þess að skrá hand- ritasöfn eins og þau liggja fyrir í heild. Lengur mætti kvarta en það sem er verst, en jafnframt best, við þetta ófremdarástand er að ekki er nokkurt mál að kippa þessu í liðinn. Uppskriftin er sjöundi partur úr milljarði á sjö ámm og vænn skammtur af samstarfi stofnana og eintaklinga sem hafa hagsmuna að gæta og áhuga á því að íslensk rit- menning njóti þeirrar athygli og að- hlynningar sem hún á skilið. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla íslands. Már Jónsson Rjúpa Mér fínnst, segir Ragnar Fjalar ---------------y------ Lárusson, að við Islend- ingar ættum að friða alla villta fugla. kostnaður fyrir flesta sem fara til rjúpnaveiða, sbr. það sem áður var sagt. Enginn lætur í sér heyra til varn- ar rjúpunni, enginn vill styggja þennan drápsglaða lýð sem veður um landið með skotvopn sín. Dag- blöðin meira að segja keppast við að birta myndir og viðskiptatengdar fréttir af þessum „hetjum“, m.a. ein- um sem drap í leiðinni tvo refi sem virðist brot á dýraverndarlögum því að grenjatíminn nær yfir tímabilið frál. maítil31.júlí. Hvar eru dýravinimir? Hvar eru náttúruverndarsinnarnir, þeir sem vilja vernda landið ósnortið? Hvers virði er ósnortið land upp til fjalla og heiða, ef dýrin sem þar áttu heima eru fallin fyrir hendi slátrara? Marg- ir fuglastofnar munu nú í hættu vegna ofveiði. Svo ber einnig að nefna hættumar og slysin sem af þessu brölti stafar. Menn týnast og rándýr leit hefst. Hver borgar þann brúsa? Aðrir verða fyrir voðaskotum. Vonandi verða ekki alvarleg slys á þessari rjúpnavertíð. Mér finnst að við íslendingar ætt- um að friða alla villta fugla, bæði staðfugla og farfugla, við getum lifað besta lífi án þess að éta þá. Við eig- um að líta til fugla himinsins í kær- leika og sem vinir og verndarar eins og Frelsarinn gerði en ekki sem til- finningalausir slátrarar. Við eigum að bera lotningu fyrir lífinu og öllu því sem lífsanda dregur og fuglarnir em einn fagur hlekkur í sköpunar- verki Guðs. Mikið lof eiga Hríseyingar skilið fyrir að friða rjúpuna árið um kring. Þeir uppskera gleði og hamingju fyr- ir það og velþóknun skaparans. Þeir sjá í rjúpunni spakan og mannelskan fugl því dýrin finna vel hvað að þeim snýr. Aðrir landsmenn ættu að læra af þeim og fara að dæmi þeirra. Höfundur erprestur. Ný öflug idnadarhreinsricfni Rxstivörur Stangarhyl 4 110 Reyhjavík Sími 567 4141 Kynning á nýju haustlitunum í dag, fimmtudaginn 2. nóv., frá kl. 12.00-17.00. Kristín Steindórsdóttir förðunarfræðingur býður ykkur velkomin og að þiggja faglega ráðgjöf um allt það nýjasta í förðun í haust. Fyrstir á markaðinn með dagkrem með Retinol Haustkaupauki: Hreinsimjólk 50 ml Andlitsvatn 50 ml Andlitsdropar 2 ml Andlitskrem 10 ml með keyptum vörum frá Christian Dior OculuS ^osturstraeú 3 MYNDLISTARMENN Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum L árið 2000 J Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í níunda sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir lt» desember 2000. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást j í verslunum og á skrifstofu Pennans. Einnig er hægt að sækja um á netinu á slóðinni www.penninn.is Kynnum stórkostlegar nýjungar fyrir andlit. Komdu og fáðu sýnishorn af góðu kremi og nýja ilminum miracle. Viðskiptavinir Lancóme fá veglega kaupauka. }-[ y G E A Kynning í dag, á morgun jnyrtivðrupcrilttn oc laueardae. Kringlunm ö & simi 533 4533 OlffiO 1 , Brúðhjón Allm boróbiínaöur - GIæsi 1 eíj gjafavara Briiólijónalislar VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.