Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja löggæslu f lágmarki Ég ætti kannski líka að auglýsa á pólsku, þetta verður ekkert mál, Böðvar minn, ef það fást fagmenn í klippiríið. Landskrá lausafjár- muna er ekki til LANDSKRÁ lausafjármuna er ekki til og lausafé er almennt ekki skrán- ingarskylt að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðarmanns dóms- málaráðherra. Hins vegar er hægt að skrá lausafjármuni hjá viðkom- andi sýslumanni ef manni býður svo við að horfa. Ástæða þess að Ingvi Hrafn er spurður um Landskrá lausafjár- muna er sú að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra að því í fyrirspurnar- tíma á Alþingi á mánudag hvað liði hugmyndum um flutning svonefndr- ar Landskrár lausafjármuna til Ól- afsfjarðar sem Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði kynnt á borgarafundi þar í skyndibitastaður til sölu 18 lítra og 800 watta, nettur örbylgjuofn býðst nú á góðu verði. Fínn í upphitun, prýðilegur í samlokugerð, góður fyrir ýmsa smárétti og pottþéttur poppari. Staðsetning er mjög miðsvæðis og opnunartlmi sveigjanlegur. Verði þér að góðu BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is mars sl. Dómsmálaráðherra svaraði því til að því miður hefði komið í ljós að verkefnið myndi aðeins skapa hálfsdagsstarf fyrir einn starfs- mann. Ingvi Hrafn upplýsir að skrár yfir lausafjármuni séu víða til erlendis. í þeim löndum sé skylt að skrá verð- mæta lausafjármuni til að tryggja aðgang að upplýsingum um það hvort veð hvíli á fjármununum. Slík- ar skrár hefðu með öðrum orðum svipað hlutverk og skrár fasteigna - sem eru í höndum sýslumanna hér á landi - en í þeim skrám getur vænt- anlegur kaupandi fasteigna t.d. nálg- ast upplýsingar um það hvort veð hvíli á fasteigninni. Sem dæmi gætu lausafjármunir m.a. verið vélar eða aðrir dýrir hlutir sem teljast ekki til fasteigna eða fylgifjár þeirra. Ingvi Hrafn segir að Þorsteinn Pálsson, þáverandi dómsmála- ráðherra, hafí lagt fram tillögu að hugmyndum um landskrá lausafjár- muna á Alþingi fyrir nokkrum árum en sú tilllaga hafi ekki náð fram að ganga. Síðan þá hafi ekki komið til tals á Alþingi, svo Ingva Hrafni sé kunnugt um, að koma á fót slíkri landskrá. ---------------- 135 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur 135 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í sérstöku sólarhrings hraðamælingaátaki lögreglunnar í Reykjavík. Stóðu mælingar yfir um alla borg frá því klukkan sjö á þriðju- dagsmorgun og til sjö í gærmorgun. Ökumaður bifreiðar sem mældist á 120 km hraða í Garðabæ seint í gærkvöldi reyndi að komast undan lögreglu. Eftir skamma eftirför náði lögreglan að stöðva för mannsins. Þá hafði lögreglan í Hafnarfirði afskipti af nokkrum bifreiðaeigendum, sem ekki höfðu fært bifreiðir sínar til ár- legrar ökutækjaskoðunar á tilskild- um tíma. Nýr framkvæmdastjóri Dómsfólaráðs Mörg spennandi verkefni bíða NYLEGA tók til starfa nýr fram- kvæmdastjóri Dómstólaráðs, Elín Sigrún Jónsdóttir sem áður var forstöðumaður Ráðgjafa- stofu um fjármál heimil- anna. Hún var spurð hvað hið nýja starf fæli í sér? „Dómstólaráð skipað fimm mönnum var sett á stofn með dómstólalögum nr. 15/1998, til að fara með veigamikla þætti í stjórnsýslu héraðsdóm- stólanna. Með dómstóla- lögunum var leitast við að skilja enn frekar á milli framkvæmdavalds og dómsvalds en verið hafði, í því skyni að tryggja dóm- stólunum meira sjálfstæði Elín og gera þá óháðari hinum þáttum ríkisvaldsins, þ.e. löggjaf- ar- og framkvæmdavaldi.“ - Hefar þetta borið árangur? „Já, við teljum að svo sé. Það hefur verið starfandi fram- kvæmdastjóri í rétt tvö ár og til- gangur með þessu starfi er eink- um að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Dómstólaráð fer með yfirstjórn dómstóla og hefur með höndum stjórnsýsluverkefni sem áður heyrðu undir dómsmála- ráðuneyti og hefur einnig verið falið ýmis ný verkefni. Helstu verkefni ráðsins eru fjárreiður héraðsdómstólanna og setning samræmdra reglna. Ráðið fer og með sameiginlegt forsvar dóm- stóla gagnvart stjórnvöldum. Einnig sinnir það símenntun fyrir dómara og aðra starfsmenn dóm- stólanna og tölvu- og upplýsinga- málum.Við tökum ákvörðun um fjölda dómara við hvern héraðs- dómstól og við söfnum upplýsing- um um fjölda og afgreiðslu mála. Almennt ber ráðinu að stuðla að því að gætt sé skilvirkni og hraða við rekstur mála.“ - Er nú eins mikill seinagangur og áður var kvartað undan í dóms- kerfí landsins? Sigrún Jónsdóttir ► Elín Sigrún Júnsdöttir fæddist 22. apríl 1960 í Sandgerði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi 1979 frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og embættisprófi í lögum frá Háskóla Islands 1986. Hún hefur starfað m.a. sem for- stöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál hcimilanna, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og sem lögmaður BYKO en hefur nú verið ráðin framkvæmdastjóri Dómstólaráðs. Elín er gift séra Sigurði Árna Þórðarsyni sem starfar á Biskupsstofu og á hún þrjú stjúpbörn. ur nýverið sent frá sér tilmæli til dómara um meðferð þeirra mála. Reynslan sýnir að dómarar hafa í auknum mæli nýtt sér þjónustu Barnahúss þegar um yngstu börnin er að ræða, síðan er mjög góð aðstaða til yfirheyrslu barna hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrirhugað er að koma upp slíkri aðstöðu hjá Héraðsdómi Norður- lands eystra og Héraðsdómi Reykjaness.“ - Hvað starfa margir hjá hér- a ðsdómstólum? „Nei, slík erindi berast okkur ekki og ljóst má telja að tekist hafi að auka skilvirkni og hraða við rekstur mála almennt." -Hefur fólk tök á að fylgjast með starfi dómstóla efþað vill? „Við stefnum að því að almenn- ingur geti aflað sér upplýsinga um störf dómstólanna, dóma þeirra og starfshætti almennt á aðgengi- legri heimasíðu á Netinu. Unnið er að þessu og gert ráð fyrir að þetta verði að veruleika á næsta ári. Það er verðugt verkefni Dóm- stólaráðs að auka skilning og fræðslu um störf dómstólanna. Fólk er oft fáfrótt um störf og starfsemi dómstóla hér og sumir halda jafnvel að hér starfi kviðdómur eins og fólk þekkir úr bandarískum bíómynd- um.“ - Hefur dómskerfíð að undanförnu tekið einhverjum breyting- um sem umtalsverðar eru? „Á síðustu árum hef- ur stöðugleiki ríkt og starfsemi dómstólanna ekki breyst að ráði, hins vegar eru alltaf breytingar innan einstakra málaflokka. Þar sjáum við t.d. að einkamálum hef- ur fjölgað töluvert á þessu ári og jafnframt hefur orðið mikil fjölg- un í stórum fíkniefnamálum." -Hvað með barnaverndarmál, hefur meðferðþeirra breyst? „Það hefur verið mikil umræða um yfirheyrslur yfir börnum, þá hvort sú yfirheyrsla eigi að fara fram hjá dómstólunum sjálfum eða í Barnahúsi. Dómstólaráð hef- „Þar starfa um 90 manns, hjá Dómstólaráði er eitt og hálft stöðugildi. Ráðið er skipað tveim- ur dómstjórum, tveimur héraðs- dómurum og einum fulltrúa dóms- málaráðherra." - Eru gerðar auknar kröfur til þessara starfsmanna hvað mennt- un snertir? „Jafnt fyrir dómara sem og aðra starfsmenn dómstólanna er þörf á að sinna símenntun og það er einmitt mikilvægur þáttur í starfsemi Dómstólaráðs. Nýlega hefur verið samþykkt símenntun- aráætlun fyrir starfsmenn dóm- stólanna. Sú alþjóðavæðing sem við tökum þátt í krefst þess að starfsmenn sinni end- urmenntun og sofni ekki á verðinum. Dóm- stólaráð hefur einnig verið með sérstök nám- skeið fyrir ólöglært starfsfólk dómstól- anna. Nýverið héldum við ráðstefnu fyrir alla starfsmenn dómstól- anna, sem bar nafnið „Ásýnd héraðsdómstólanna". Þar skoðuðum við hvaða viðmót mætir fólki sem leitar til dómstólanna og hver er líðan fólks sem kemur fyr- ir rétt. I því sambandi fengum við til okkar sálfræðing sem fjallaði um líðan aðila, vitna og sakborn- inga fyrir dómi og einnig fengum við til okkar fanga sem sagði okk- ur frá reynslu sinni af að koma fyrir rétt sem sakborningur. Dómstólaráðs bíða mörg og spennandi verkefni og ég sem framkvæmdastjóri hlakka til að takast á við þau. Dómstólaráð sinnir stjórn- sýsluverkefn- um sem áður heyrðu undir dómsmála- ráðuneyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.