Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 43
42 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ftagmiHfifeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GRUNDVÖLLUR GRUNDAR AÐ BRESTA? DEILUR heilbrigðisráðuneyt- isins og Elliheimilisins Grundar eru harla einkenni- legar frá sjónarhóli leikmanns. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru forsendur þeirra eitthvað á þessa leið: Gert er samkomulag milli elli- heimilisins, sem er sjálfseignar- stofnun, og ráðuneytisins þess efnis að Grund fái daggjöld sem séu eitt- hvað svipuð því sem Hrafnista fær. Elliheimilið telur vanefndir á því og óskar eftir leiðréttingu. Niðurstaðan er sú að Hæstarétti er sent bréf og þess óskað að hann skipi gerðardóm í málinu. Það er gert og gerðardómur- inn kveður upp úrskurð sem er Grund í hag, þ.e. að „af þessu leiðir að túlka verður tilnefningu Hæsta- réttar á tveimur framangreindum gerðarmönnum á þann veg að réttur- inn telji ágreining um daggjöld heyra undir gerðardóm samkvæmt 1. málsgr. 39. gr. margnefndra laga, ella hefði Hæstiréttur hafnað tilnefn- ingunni." Málinu verði þannig ekki vísað frá gerðardómi að kröfu ráðuneytisins. Heilbrigðisráðuneytið getur ekki stefnt gerðardómnum og tekur því þann kost og stefna elliheimilinu. Heimildarmenn Morgunblaðsins halda því fram að hvorki heilbrigðis- ráðherra né ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins hafi vitað gjörla um þessi stefnumál og hafi þau komið þeim í opna skjöldu. Þau beita sér fyrir því að náð verði samkomulagi og óska eftir heiðursmannasátt. Elli- heimilið telur að fyrri sátt um dag- gjöld hafi ekki staðizt og hafnar því, enda sé sáttartillaga ráðuneytisins þess efnis að málið verði látið niður falla, en Grund vildi fresta því meðan reynt væri að ná sáttum í málinu. Sem sagt, málið fer í hnút og for- maður stjórnar elliheimilisins situr uppi með stefnu frá heilbrigðisráðu- neytinu. Stjórn Grundar veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þar sem fyrir liggja niðurstöður gerðardóms- ins. En ráðuneytið vill ógilda þessar niðurstöður. Ef málið færi fyrir Hæstarétt gæti hann varla annað en staðfest niðurstöður gerðardómsins af þeirri einföldu ástæðu að honum var komið á legg að fyrirlægi réttar- ins sjálfs. Hann gæti því vart ógilt niðurstöður gerðardóms sem væri einhvers konar hugmyndafræðilegt afkvæmi hans sjálfs og þá samkvæmt almannatryggingalögum, en þar seg- ir m.a. að daggjöld skuli ákveðin af heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra „að höfðu nánu samráði við við- komandi stofnanir“. Síðan segir að daggjöldin skuli „ákveðin þannig að samanlagðar tekjur stofnunar standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði á hverjum tíma miðað við þá þjónustu sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur ákveðið að stofnunin veiti“. Leikmenn eiga vafalaust erfitt með að sjá ávinning af stefnu ráðuneytis- ins, eða hverjum væri það til hags- bóta að elliheimilið Grund yrði að hætta starfsemi sinni vegna þess að það fengi ekki þau daggjöld sem heit- ið var - og haldi áfram taprekstri? Ekki gæti það verið ríkinu til hags- bóta, það hefur nóg með þá erfiðleika sem fyrir eru í heilbrigðiskerfinu. Enginn virðist ráða við þá. Kerfið er eins og marghöfða dreki. Þegar einn hausinn er höggvinn af vaxa margir í staðinn. Og ekki væri það til að auð- velda lausn á miklum vanda að hefta eða lama starfsemi elliheimilis sem hýsir stóran hóp gamals fólks, eða 250 manns, sem vart á í önnur hús að venda. Væri þá ekki betra að starf- semin héldi áfram með einhverjum hætti fyrst hún hefur gengið skap- lega fram að þessu - og þá auðvitað á forsendum fyrra samkomulags? Auk þess hefur Elliheimilið Grund á sér gott orð og ekki annað vitað en það sé rekið með sæmilegri fyrirhyggju í stíl einkarekstrar sem verður að bjarga sér með aðstoð ríkisins sem einnig hefur hag af þessari starfsemi. Ríkið hefur engin tök á því að sinna henni annars staðar, þar er nóg af óleystum vanda eins og fyrr segir. I augum leikmanns er niðurstaðan þessi: Drekinn á í erfiðleikum og í vandræðum sínum grípur hann til þess að vega að sjálfum sér. Grund er nefnilega einn af skaplegri hausum þess mikilvæga en vandrekna fyrir- tækis sem heitir heilbrigðiskerfi. Og elliheimilið verður ekki endalaust rekið með daggjöldum sem nægja ekki fyrir lágmarksafköstum. Eða - eru einhverjar skýringar á afstöðu hins opinbera sem ekki hafa séð dagsins ljós? VERÐHÆKKANIR Á ELDSNEYTI ENGUM þarf að koma á óvart, þótt Flugleiðir tilkynni nú hækkun á fargjöldum vegna hækkandi verðs á eldsneyti. Það er auðvitað augljóst, að hvorki Flugleiðir né önnur flugfélög geta tekið á sig þær miklu hækkanir, sem orðið hafa á eldsneyti. Hið sama má segjá um verðhækkun á eldsneyti í öðrum atvinnugreinum. Fyrirtækin geta tekið á sig slíkar hækkanir um skeið en að því kemur, að þau neyðast til að velta þeim út í verðlagið eða þær hafa alvarleg áhrif á afkomu þeirra. Tvær miklar olíuverðshækkanir á áttunda og níunda áratugnum áttu mikinn þátt í að kynda það bál óða- verðbólgu, sem við áttum við að stríða á tveggja áratuga tímabili. Með sama hætti stuðlaði lækkandi olíuverð að minnkandi verðbólgu og jafnvægi í efnahagsmálum á Vesturlöndum. Það er augljós hætta á því, að hækkun olíuverðs nú hafi áþekk áhrif og áður og ýti undir vaxandi verð- bólgu. Þetta er kostnaðarliður, sem menn ráða ekki við nema á löngum tíma. Þróun olíuverðs nú að undan- förnu ætti að verða mönnum hvatning til að finna valkosti, svo að þjóðir heims verði ekki jafn háðar olíuverði og þær eru nú um afkomu sína. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 43 Um 9.000 fermetra verslunarmiðstöð með yfír 20 verslunum verður opnuð á Akureyri í dag Stelpurnar í Accessorize voru búnar að gera allt klárt í gær og biðu eftir viðskiptavinum sínum. Unnið var við lokafrágang í verslunarmiðstöðinni í gær og var í mörg horn að líta. Fjárfesting upp á ríflega milljarð Verslunarmiðstöðin Glerártorg verður opnuð með viðhöfn á Akureyri klukkan 11 í dag. Með tilkomu meira en 20 nýrra versl- ana á svæðinu skapast 80 ný störf í verslun og þjónustu á Akureyri. HÚSNÆÐIÐ á Gleráreyr- um er í eigu Smáratorgs, hlutafélags sem Rúm- fatalagerinn stendur að. Um er að ræða tæplega 9.000 fer- metra verslunarmiðstöð á Glerár- eyrum og þar verða um tuttugu verslanir af ýmsu tagi, veitingastað- ir, ísbúð, apótek og banki. Aætlaður heildarkostnaður við bygginguna er um einn milljarður króna. Forsvarsmenn Rúmfatalagersins og Kaupfélags Eyfirðinga hófu leit að hentugri lóð undir verslunarmið- stöð í byrjun síðasta árs og höfðu í fyrstu augastað á Akureyrarvelli undir hana. Miklar deilur urðu í bæjarfélaginu um málið og sýndist sitt hverjum um ágæti þess að fórna íþróttavellinum undir verslunarmið- stöð. Haldinn var fjölmennur borg- arafundur um málið en eftir hann var ákveðið að ekki yrði hróflað við vellinum. í kjölfarið benti skipulagsnefnd á lóð austan Samkomuhússins undir miðstöðina þar sem byggja mætti uml2 þúsund fermetra verslunar- miðstöð, en forsvarsmenn Rúmfata- lagersins höfðu ekki áhuga á þeirri staðsetningu. Fram eftir sumri veltu menn fyrir sér ýmsum mögu- leikum, en um haustið var ákveðið að kaupa húsnæði Skinnaiðnaðar á Gleráreyrum og reisa verslunar- miðstöðina þar. Einnig var húsnæði fjögurra fyrirtækja á samliggjandi lóð keypt. Ákveðið var að fara út í umfangsmiklar framkvæmdir þar, breyta eldra húsnæði og byggja við það. Verkefnið var boðið út og tilboð opnuð í lok apríl á þessu ári, en ein- ungis eitt tilboð barst, frá SS-Byggi og hljóðaði það upp á 368 milijónir króna. Þetta var jafnframt stærsta einstaka verk í byggingariðnaði sem boðið var út á Akureyri á árinu. Verkefnið fólst í að breyta eldra húsnæði Skinnaiðnaðar, um 400 fer- metra verksmiðjuhúsi, auk þess að reisa nýbyggingar austan og vestan við það hús, samtals um 4.700 fer- metra að stærð. Húsin keypt og þeim breytt eða þau rifin Húsnæði Skinnaiðnaðar var reist árið 1970, eftir stórbruna sem varð í verksmiðjum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið áður. Fleiri hús voru á svæðinu, m.a. hús sem reist var árið 1946 undir Dúka- verksmiðju Vigfúsai- Jónssonar og var nyrst, út við Glerá, en það var allsérstætt hús með riffluðu þaki. Síðar varð það nýtt sem gæru- geymsla. Þá voru svonefnd Mjölnis- hús þar einnig, en árið 1947 flutti starfsemi Þórshamars þangað og var í húsinu til ársins 1970. Þessi hús voru öll rifin síðasta vor til að rýma til fyrir verslunarmiðstöðinni. Kostnaður við kaup á húsunum sem voru rifin nam um 100 milljónum króna. Starfsmenn SS-Byggis, svo og fjöldi undirverktaka, hófust handa við framkvæmdir á Gleráreyrum í byrjun sumars og skiluðu húsnæð- inu til verkkaupa um miðjan sept- ember og frá þeim tíma hefur verið unnið hörðum höndum við að inn- rétta verslunarplássin. Opnað með viðhöfn Því er nú lokið og komið að því að klippa á borða og opna Glerártorg formlega, en það verður gert með athöfn sem hefst kl. 11 í dag, fimmtudag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðhen-a og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fá það hlutverk, en þau munu einnig flytja ávörp við athöfnina sem og Jakub Jakobsen aðaleigandi Smára- torgs, sem á og rekur Glerártorg. Boðið verður upp á tónlistaratriði, en Michael Jón Clarke syngur við undirleik Hannesar Guðrúnarsonar og Karlakór Akureyi'ar flytur nokk- ur lög. Glerártorgsfólk heldur svo áfram að fagna opnuninni alla helg- ina með ýmiss konar uppákomum, en meðal þeirra sem þar verða á ferð má nefna Skralla trúð og þá verður Solla stirða og fleiri íbúar Latabæjar á ferðinni. Lúðrasveit Morgunblaðið/Kristján Verslunarmiðstöðin Glerártorg verður opnuð í dag, fimmtudag. Hún er um 9.000 fermetrar að stærð og stærsta verslunarmiðstöðin á landsbyggðinni. Glerártorg á Akureyri O £7«®' Akureyrar leikur á planinu fyrir ut- an áður en opnað er. I tilefni dagsins verður gestum boðið upp á köku og gosdrykk í dag, opnunardaginn. Góðar viðtökur Akureyringa réðu miklu um að ráðist var íbygginguna „Ég er afskaplega ánægður með þetta og hlakka mikið til að skoða bygginguna, en ég hef ekki komið norður frá því húsið var afhent um miðjan september," sagði Jakub Jakobsen eigandi Rúmfatalagers- ins. „Það hefur alltaf gengið vel hjá mér á Akureyri. Þegar ég opnaði þar fyrst verslun íyrir um 13 árum heyrði ég miklar úrtöluraddir og menn sögðu að þetta væri ekki hægt í smábæ með innan við 15 þúsund íbúa. Menn sögðu að það þyrftu að vera að minnsta kosti 40 þúsund manns á bak við rekstur slíkrar verslunar. Akureyringar og nær- sveitamenn tóku hins vegar vel á móti okkur og það hefur gengið ein- staklega vel að reka þar verslun," sagði Jakub, „Það gengur alltaf bet- ur og betur,“ bætti hann við og sagði að þessi góða reynsla hafi ekki hvað síst orðið til þess að hann afréð að ráðast í þessa miklu fjárfestingu sem bygging verslunarmiðstöðvai-- innar Glerártorgs er. Stöðugra vinnuafl á Akureyri Miðað við íbúafjölda sagði Jakub að rekstur Rúmfatalagersins gengi betur á Akureyi-i en á höfuðborgar- svæðinu og þar væri vinnukraftur- inn einnig mun stöðugri. Margt starfsfólk hefði unnið lengi í versl- uninni og það skipti máli að fólk hefði þekkingu á því sem það væri að starfa við, þekkingu sem það afl- aði sér með reynslu. Vegna þess sagði hann að stórum hluta af þeim vörum sem pantaðar eru hjá fyrirtækinu og sendar vítt og breitt um landið væri pakkað á Akureyri og þær sendar þaðan á viðkomustað. Jakub sagði að uppsveifla væri á Akureyri um þessar mundir og hann hefði trú á staðnum, en helst vildi hann sjá bæinn stækka upp í um 20 þúsund manns innan tíðar. „Ég hef mikla trú á þessari fjár- festingu, það kom mér t.d. á óvart hversu mikil eftirspurn varð eftir verslunarrýmum á Glerártorgi og margir vildu fá mun stærra pláss en hægt var að veita,“ sagði Jakub. Um 200 manna vinnustaður Yfir 20 verslanir eru á Glerár- torgi, Nettó, Rúmfatalagerinn, Byko, Sportver, Rollingai-, Búnað- arbankinn, Pedromyndir, Dóta- kassinn, Gullsmíðastofan skart, Halldór Ólafsson úrsmiður, Parið, Rexín, Dressmann, Hjá Maríu, Djásnið, Centro, Accossorize, Stein- ar Waage, Is-Inn, Heilsuhornið, Kaffi-Torg, Lyf og heilsa og Penn- inn Bókval. Verslanirnar voru áður reknar víða á Akureyri, sumar flytja starfsemi sína úr miðbænum, en aðrar verða með starfsemi á báðum stöðum. Þá er einnig í sumum tilvik- um verið að opna útibú frá verslun- um í Reykjavík. Alls er talið að um 200 manns verði að störfum í verslunarmið- stöðinni Glerártorgi og er áætlað að með opnun hennar hafi skapast um 80 ný störf í verslun og þjónustu á Akureyri. Arkitekar að byggingunni voru Ark ís ehf., verkfræðingar, Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf„ rafmagnshönnuðir, Raftákn, lands- lagsarkitektar, Landark, verktaki var SS-Byggir, byggingastjóri Tryggvi Tryggvason hjá Opus, og verkefnisstjóri var Verkfræðiþjón- usta Magnúsar Bjarnasonar. Verslunai-miðstöðin verður opin frá kl. 10 til 19 virka daga, á laugar- dögum frá kl. 10 til 17 og á sunnu- dögum frá kl. 12 til 17, en verslun Byko verður opnuð kl. 8 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.