Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 22

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIF- LANDIÐ Samstarfsvettvangur Vesturlands stofnaður Morgunblaðið/Davíð Pétursson Þátttakendur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Morgunblaðið/Hafþór Reinhard Reynisson og Linda Baldursdóttir skrifa undir, en á myndinni eru einnig fulltrúar bæjarins og Völsungs. Húsavíkurkaup- staður og Völsung- ur semja til sjö ára Grund - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn á Laugum í Sælingsdal, föstudaginn 27. október sl. Bar þar helst til tíðinda að Akurnesingar frestuðu úrsögn sinni úr samtök- unum, sem þeir höfðu boðað eftir síðasta aðalfund. Fundurinn hófst kl. 10 með skýrslu stjórnar, framkvæmda- stjóra, atvinnuráðgjafar og sam- göngunefndar. Síðan voru reikn- ingar ársins 1999 afgreiddir og lögð fram fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 2001 og þar var gert ráð fyrir að Akurnesingar yfírgæfu ekki sam- tökin. Næst á dagskrá var kynning á fyrirtækjum sem stofnuð hafa ver- ið fyrir forgöngu ATSSV en þau eru: Eignarhaldsfélag Vesturlands hf., Sorpurðun Vesturlands hf., Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands og Símenntunarmið- stöð Vesturlands. Síðasta mál fyrir matarhlé var erindi Ólafs Sveinssonar, Nýsi um hugmyndir að framtíðarskipulagi SSV. Jafnframt erindi Ólafs var flutt tillaga um að aðalfundur SSV samþykkti að stofna samstarfs- vettvang Vesturlands þar sem full- trúar sveitarfélaga, ríkisins, stofn- ana og félagssamtaka geta fjallað um sameiginleg málefni Vestur- lands sem heildar og stjórn SSV verði jafnframt stjórn samstarfs- vettvangsins. í greinargerð sem fyldi með tillögunni kom fram að þrjú markmið yrðu með stofnun samstarfsvettvangsins: Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna, efling atvinnulífs og efling þekk- ingar og menntunar. Lagt var til að þátttakendur í samstarfsvettvanginum yrði sem hér segir: Sveitarfélög á Vestur- landi kjósi 20 fulltrúa. Einn full- trúi komi frá eftirtöldum: Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Við- skiptaháskólanum á Bifröst, heil- brigðisráðuneytinu, menntamála- ráðuneytinu, samgönguráðuneyt- inu, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, sjávarútvegsráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu, umhverf- isráðuneytinu, Vegagerðinni, Bún- aðarsambandi Vesturlands, Sam- tökum atvinnulífsins fjórir full- trúar og stéttarfélög fjórir full- trúar. Alls 40 þátttakendur. Ljóst var, að fengist þessi tillaga ekki samþykkt gengju Akurnesingar úr samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi um næstu áramót, eins og áætlað var. Hins vegar, með vísan í kynninguna á þeim félögum sem SSV hefur staðið fyrir stofnun á, fannst mörgum fulltrúanum á aðal- fundinum að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hefðu verið, eftir mætti, að efla sveitarfélögin, at- vinnulífið, þekkingu og menntun, allan tímann frá stofnun eða í um 30 ár. Eftir matarhlé flutti Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Islandsbanka- FBA, erindi sem hann nefndi „Fjárfestar og atvinnulífið á lands- byggðinni" og Gísli Gíslason, bæj- arstjóri á Akranesi, talaði um Evrópu og sveitarfélögin. Vilja að erindi Norðuráls um stækkun fái farsælan framgang A fundinum voru margar sam- þykktir og ályktanir. Meðal annars ályktun um byggðamál, atvinnu- ráðgjöf og iðnað á Grundartanga en þar segir: „Aðalfundur SSV haldinn að Laugum í Sælingsdal 27. október 2000 samþykkir að beina þeirri áskorun til iðnaðar- ráðherra að stuðla áfram að upp- byggingu iðnaðar á Grundartanga. í því sambandi hvetur fundurinn til þess að erindi Norðuráls hf. um stækkun verksmiðjunnar fái far- sælan framgang.“ Þegar fundurinn samþykkti að stofna samstarfsvettvang Vestur- lands og leggja niður atvinnumála- nefnd bað Guðmundur Páll Jóns- son, forseti bæjarstjórnar Akra- ness, um orðið og tilkynnti að Akranes myndi fresta brotthvarfi sínu úr SSV. Var þá hægt að ganga til kosninga í stjórn og nefndir samtakanna, auk fulltrúa í samstarfsvettvang Vesturlands. Stjórn SSV er þannig skipuð: Gunnar Sigurðsson, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Val- geirsson, Jónas Guðmundsson, Dagný Þórisdóttii’ og Kristinn Jónasson. Strax að loknum aðalfundi hélt stjórnin sinn fyrsta fund. Eina mál fundarins var að kjósa for- mann. Nú voru viðbrögð önnur en fyrir ári, því að Gunnar Sigurðs- son var kosinn með öllum greidd- um atkvæðum. Sigurður Valgeirs- son var kjörinn varaformaður, einnig með öllum greiddum at- kvæðum. Húsavík - Húsavikurkaupstaður og íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér rammasamning um starf- semi og fjármál félagsins, auk þess hefur verið gengið frá skuldamál- um félagsins í samvinnu við útibú Islandsbanka-FBA á Húsavík. Með þessum samningi viðurkennir kaupstaðurinn mikilvægi Völsungs í íþrótta og æskulýðsmálum í bæjar- félaginu og íþróttafélagið hlutverk sitt og skyldur á móti. Þá vill bærinn með þessu tryggja að það fé sem er sett í þetta starf nýtist sem allra best og þá sérstak- lega æsku bæjarins. Öll samskipti bæjarins og félagsins munu fara í gegnum löglega stjórn félagsins eða formann þess og mun tóm- stundafulltrúi bæjarins verða eftir- litsaðili með framkvæmd samnings- ins. Með þessum samningi samþykkir Völsungur skyldur sínar við að standa fyrir öflugu og fjölbreyttu bama- og unglingastarfi sem tekur mið af stefnu ISÍ og áhersla verði m.a. lögð á að allir hafi sama rétt til íþrótta þ.m.t. fatlaðir, auka þátt- töku foreldra, vera með virka for- varnaráætlun og auka fræðslu um skaðsemi ávana- og fíkniefna. Húsa- víkurkaupstaður mun á móti leitast við að viðhalda og haga framboði á aðstöðu til íþrótta og tómstunda- iðkunar í samræmi við markmið samningsins. Þá mun íþróttafélagið á hverju ári fá greitt rekstrarframlag ákveð- ið af tómstundamefnd, á gildistíma þessa samnings verður félaginu og eða einstökum deildum innan þess óheimilt að ráðast í fjárhagsskuld- bindingar eða framkvæmdir án um- sagnar tómstundanefndar og stað- festingar bæjarstjórnar auk þess sem félaginu er óheimilt að taka lán með ábyrgðum einstaklinga. Reinhard Reynisson bæjarstjóri og Linda Baldursdóttir skrifuðu undir samninginn sem gildir til árs- loka 2007 með ákvæðum um endur- skoðun á samningstímanum, Linda vildi koma á framfæri þökkum fyrir hönd félagsins til bæjaryfirvalda fyrir þeirra þátt í gerð samningsins sem og bæjarins og útibús Islands- banka-FBA á Húsavík fyrir þeirra þátt í að ganga frá skuldum félags- ins sem nú gera félaginu kleift að takast á við framtíðina og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þar bjóðast. Jakob S. Bjarnason, sljórnarmað- ur í Völsungi, sagði að niðustaðan í uppgjöri skulda félagsins væri nið- urstaða vinnuhóps sem í voru auk fulltrúa bæjarins og íslandsbanka- FBA núverandi og fyrrverandi stjórnai-menn félagsins, hann sagði að erfitt hefði verið að halda áfram miðað við þá skuldastöðu sem var en nú væri bjart framundan í starfi félagsins. Aðilar þessa samnings eru sammála um að markmið hans sé að efla tengsl bæjarins og íþróttafélagsins í því skyni að efla íþrótta- og æskulýðsstarf á Húsa- vík, húsvískri æsku til heilla. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Guðrún Jóhannesdóttir í starfsstöð Stjörnubita. Ný veitingaþjónusta Hvammstanga - Stjörnubiti heitir einkafyrirtæki Guðrúnar Jóhannes- dóttur á Hvammstanga. Fyrir skömmu opnaði Guðrún nýja starfs- stöð að Eyrarlandi 1, sem er nýbyggt fjölnotahús á Hvamms- tanga. Stjömubiti gerir smurbrauð, samlokur og hvers kyns brauðbita og selur til smásala í Húnaþingi og allt vestur í Dali. í nýrri starfsstöð mun Guðrún bjóða upp á kaffiveitingar og einnig smárétti í hádegi. Guðrún ætlar að auka þjónustuna, en segir fram- kvæmdahraði muni ráðast af við- brögðum viðskiptavina. Viðgerð lok- ið á Kálfa- fellsstaðar- kirkju Kálfafellsstað - Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju nú í vetr- arbyijun að lokinni umfangsmik- illi viðgerð og fegrun kirkjunnar í sumar. Kirkjan var máluð utan sem innan, gluggar sandblásnir og lagfærðir, gólf ýmist parket- klædd eða flísalögð. Nýr prédik- unarstóll og grátur prýða nú helgidóminn. Kirkjubekkjum var fækkað og þeir lagfærðir og eru þeir nú orðnir hinir þægilegustu. Yfirsmiður var Haraldur Jónsson, Höfn. Kostnaður nemur á þriðju milljón og hefur því fé verið vel varið. Kirkjunni var færð að gjöf af- steypa af lágmynd eftir Thorvald- sen til minningar um frú Þóru Einarsdóttur er lést nú í vor. Þóra var gift sr. Jóni Péturssyni pró- fasti og var prestsfrú á Kálfa- fellsstað 1936-1944. Þekktust mun hún þó af störfum sínum að mannúðarmálum var m.a. stofn- Kálfafellsstaðarkirkja MorgunDiaoio/Hrínar jonsson andi Verndar og lengi formaður samtakanna. Gefendur voru börn þeirra hjóna, Pétur borgarfull- trúi, Helga Jarðþrúður og sr. Ein- ar á Kálfafellsstað. Fjölmenni mættu til messu og var sérstaklega ánægjulegt að sjá þar brottflutta Suðursveitunga og aðra velunnara kirlqunnar. Að at- höfn lokinni voru kaffiveitngar á borðum í félagsheimilinu að Hrollaugsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.