Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIF- LANDIÐ Samstarfsvettvangur Vesturlands stofnaður Morgunblaðið/Davíð Pétursson Þátttakendur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Morgunblaðið/Hafþór Reinhard Reynisson og Linda Baldursdóttir skrifa undir, en á myndinni eru einnig fulltrúar bæjarins og Völsungs. Húsavíkurkaup- staður og Völsung- ur semja til sjö ára Grund - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn á Laugum í Sælingsdal, föstudaginn 27. október sl. Bar þar helst til tíðinda að Akurnesingar frestuðu úrsögn sinni úr samtök- unum, sem þeir höfðu boðað eftir síðasta aðalfund. Fundurinn hófst kl. 10 með skýrslu stjórnar, framkvæmda- stjóra, atvinnuráðgjafar og sam- göngunefndar. Síðan voru reikn- ingar ársins 1999 afgreiddir og lögð fram fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 2001 og þar var gert ráð fyrir að Akurnesingar yfírgæfu ekki sam- tökin. Næst á dagskrá var kynning á fyrirtækjum sem stofnuð hafa ver- ið fyrir forgöngu ATSSV en þau eru: Eignarhaldsfélag Vesturlands hf., Sorpurðun Vesturlands hf., Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands og Símenntunarmið- stöð Vesturlands. Síðasta mál fyrir matarhlé var erindi Ólafs Sveinssonar, Nýsi um hugmyndir að framtíðarskipulagi SSV. Jafnframt erindi Ólafs var flutt tillaga um að aðalfundur SSV samþykkti að stofna samstarfs- vettvang Vesturlands þar sem full- trúar sveitarfélaga, ríkisins, stofn- ana og félagssamtaka geta fjallað um sameiginleg málefni Vestur- lands sem heildar og stjórn SSV verði jafnframt stjórn samstarfs- vettvangsins. í greinargerð sem fyldi með tillögunni kom fram að þrjú markmið yrðu með stofnun samstarfsvettvangsins: Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna, efling atvinnulífs og efling þekk- ingar og menntunar. Lagt var til að þátttakendur í samstarfsvettvanginum yrði sem hér segir: Sveitarfélög á Vestur- landi kjósi 20 fulltrúa. Einn full- trúi komi frá eftirtöldum: Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Við- skiptaháskólanum á Bifröst, heil- brigðisráðuneytinu, menntamála- ráðuneytinu, samgönguráðuneyt- inu, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, sjávarútvegsráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu, umhverf- isráðuneytinu, Vegagerðinni, Bún- aðarsambandi Vesturlands, Sam- tökum atvinnulífsins fjórir full- trúar og stéttarfélög fjórir full- trúar. Alls 40 þátttakendur. Ljóst var, að fengist þessi tillaga ekki samþykkt gengju Akurnesingar úr samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi um næstu áramót, eins og áætlað var. Hins vegar, með vísan í kynninguna á þeim félögum sem SSV hefur staðið fyrir stofnun á, fannst mörgum fulltrúanum á aðal- fundinum að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hefðu verið, eftir mætti, að efla sveitarfélögin, at- vinnulífið, þekkingu og menntun, allan tímann frá stofnun eða í um 30 ár. Eftir matarhlé flutti Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Islandsbanka- FBA, erindi sem hann nefndi „Fjárfestar og atvinnulífið á lands- byggðinni" og Gísli Gíslason, bæj- arstjóri á Akranesi, talaði um Evrópu og sveitarfélögin. Vilja að erindi Norðuráls um stækkun fái farsælan framgang A fundinum voru margar sam- þykktir og ályktanir. Meðal annars ályktun um byggðamál, atvinnu- ráðgjöf og iðnað á Grundartanga en þar segir: „Aðalfundur SSV haldinn að Laugum í Sælingsdal 27. október 2000 samþykkir að beina þeirri áskorun til iðnaðar- ráðherra að stuðla áfram að upp- byggingu iðnaðar á Grundartanga. í því sambandi hvetur fundurinn til þess að erindi Norðuráls hf. um stækkun verksmiðjunnar fái far- sælan framgang.“ Þegar fundurinn samþykkti að stofna samstarfsvettvang Vestur- lands og leggja niður atvinnumála- nefnd bað Guðmundur Páll Jóns- son, forseti bæjarstjórnar Akra- ness, um orðið og tilkynnti að Akranes myndi fresta brotthvarfi sínu úr SSV. Var þá hægt að ganga til kosninga í stjórn og nefndir samtakanna, auk fulltrúa í samstarfsvettvang Vesturlands. Stjórn SSV er þannig skipuð: Gunnar Sigurðsson, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Val- geirsson, Jónas Guðmundsson, Dagný Þórisdóttii’ og Kristinn Jónasson. Strax að loknum aðalfundi hélt stjórnin sinn fyrsta fund. Eina mál fundarins var að kjósa for- mann. Nú voru viðbrögð önnur en fyrir ári, því að Gunnar Sigurðs- son var kosinn með öllum greidd- um atkvæðum. Sigurður Valgeirs- son var kjörinn varaformaður, einnig með öllum greiddum at- kvæðum. Húsavík - Húsavikurkaupstaður og íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér rammasamning um starf- semi og fjármál félagsins, auk þess hefur verið gengið frá skuldamál- um félagsins í samvinnu við útibú Islandsbanka-FBA á Húsavík. Með þessum samningi viðurkennir kaupstaðurinn mikilvægi Völsungs í íþrótta og æskulýðsmálum í bæjar- félaginu og íþróttafélagið hlutverk sitt og skyldur á móti. Þá vill bærinn með þessu tryggja að það fé sem er sett í þetta starf nýtist sem allra best og þá sérstak- lega æsku bæjarins. Öll samskipti bæjarins og félagsins munu fara í gegnum löglega stjórn félagsins eða formann þess og mun tóm- stundafulltrúi bæjarins verða eftir- litsaðili með framkvæmd samnings- ins. Með þessum samningi samþykkir Völsungur skyldur sínar við að standa fyrir öflugu og fjölbreyttu bama- og unglingastarfi sem tekur mið af stefnu ISÍ og áhersla verði m.a. lögð á að allir hafi sama rétt til íþrótta þ.m.t. fatlaðir, auka þátt- töku foreldra, vera með virka for- varnaráætlun og auka fræðslu um skaðsemi ávana- og fíkniefna. Húsa- víkurkaupstaður mun á móti leitast við að viðhalda og haga framboði á aðstöðu til íþrótta og tómstunda- iðkunar í samræmi við markmið samningsins. Þá mun íþróttafélagið á hverju ári fá greitt rekstrarframlag ákveð- ið af tómstundamefnd, á gildistíma þessa samnings verður félaginu og eða einstökum deildum innan þess óheimilt að ráðast í fjárhagsskuld- bindingar eða framkvæmdir án um- sagnar tómstundanefndar og stað- festingar bæjarstjórnar auk þess sem félaginu er óheimilt að taka lán með ábyrgðum einstaklinga. Reinhard Reynisson bæjarstjóri og Linda Baldursdóttir skrifuðu undir samninginn sem gildir til árs- loka 2007 með ákvæðum um endur- skoðun á samningstímanum, Linda vildi koma á framfæri þökkum fyrir hönd félagsins til bæjaryfirvalda fyrir þeirra þátt í gerð samningsins sem og bæjarins og útibús Islands- banka-FBA á Húsavík fyrir þeirra þátt í að ganga frá skuldum félags- ins sem nú gera félaginu kleift að takast á við framtíðina og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þar bjóðast. Jakob S. Bjarnason, sljórnarmað- ur í Völsungi, sagði að niðustaðan í uppgjöri skulda félagsins væri nið- urstaða vinnuhóps sem í voru auk fulltrúa bæjarins og íslandsbanka- FBA núverandi og fyrrverandi stjórnai-menn félagsins, hann sagði að erfitt hefði verið að halda áfram miðað við þá skuldastöðu sem var en nú væri bjart framundan í starfi félagsins. Aðilar þessa samnings eru sammála um að markmið hans sé að efla tengsl bæjarins og íþróttafélagsins í því skyni að efla íþrótta- og æskulýðsstarf á Húsa- vík, húsvískri æsku til heilla. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Guðrún Jóhannesdóttir í starfsstöð Stjörnubita. Ný veitingaþjónusta Hvammstanga - Stjörnubiti heitir einkafyrirtæki Guðrúnar Jóhannes- dóttur á Hvammstanga. Fyrir skömmu opnaði Guðrún nýja starfs- stöð að Eyrarlandi 1, sem er nýbyggt fjölnotahús á Hvamms- tanga. Stjömubiti gerir smurbrauð, samlokur og hvers kyns brauðbita og selur til smásala í Húnaþingi og allt vestur í Dali. í nýrri starfsstöð mun Guðrún bjóða upp á kaffiveitingar og einnig smárétti í hádegi. Guðrún ætlar að auka þjónustuna, en segir fram- kvæmdahraði muni ráðast af við- brögðum viðskiptavina. Viðgerð lok- ið á Kálfa- fellsstaðar- kirkju Kálfafellsstað - Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju nú í vetr- arbyijun að lokinni umfangsmik- illi viðgerð og fegrun kirkjunnar í sumar. Kirkjan var máluð utan sem innan, gluggar sandblásnir og lagfærðir, gólf ýmist parket- klædd eða flísalögð. Nýr prédik- unarstóll og grátur prýða nú helgidóminn. Kirkjubekkjum var fækkað og þeir lagfærðir og eru þeir nú orðnir hinir þægilegustu. Yfirsmiður var Haraldur Jónsson, Höfn. Kostnaður nemur á þriðju milljón og hefur því fé verið vel varið. Kirkjunni var færð að gjöf af- steypa af lágmynd eftir Thorvald- sen til minningar um frú Þóru Einarsdóttur er lést nú í vor. Þóra var gift sr. Jóni Péturssyni pró- fasti og var prestsfrú á Kálfa- fellsstað 1936-1944. Þekktust mun hún þó af störfum sínum að mannúðarmálum var m.a. stofn- Kálfafellsstaðarkirkja MorgunDiaoio/Hrínar jonsson andi Verndar og lengi formaður samtakanna. Gefendur voru börn þeirra hjóna, Pétur borgarfull- trúi, Helga Jarðþrúður og sr. Ein- ar á Kálfafellsstað. Fjölmenni mættu til messu og var sérstaklega ánægjulegt að sjá þar brottflutta Suðursveitunga og aðra velunnara kirlqunnar. Að at- höfn lokinni voru kaffiveitngar á borðum í félagsheimilinu að Hrollaugsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.