Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 84
Síðan 1972 Leitið tilboða! Traust íslenskai murvorurl il steinp MORGUNBLAÐID, KRINGLUNNI l, 103 REYKJAVÍK, SÍMI569 UOO.StMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ&MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Helgi Jónsson í gær var unnið að því að koma pðstbflnum á réttan kjöl. Póstur fauk um sveitir SLÆMT veður var um land allt í gær og fyrrinótt og nokkuð var um óhöpp í umferðinni. Mest fór vind- hraðinn í 42 metra á sekúndu á Kjal- arnesi. Póstflutningabíll valt út af hring- veginum í Langadal í A-Húnavatns- sýslu skömmu eftir kl. 4 fyrrinótt. Kerra var tengd við bílinn en hún brotnaði í spón við óhappið og dreifð- ist póstur úr henni víða. í kerrunni var einkum póstur frá Sauðárkróki og Sigluflrði en í gær var ekki vitað hversu mikill hluti hans hefur glat- ast. Fyrr um nóttina hafði flutninga- bíll með aftanívagni oltið út af hring- veginum í Víðidal í A-Húnavatns- sýslu. I bflnum var m.a. varningur sem á að fara í verslanir í Glerártorgi sem verður opnað í dag. Þá valt bfll á hringveginum við Grjótgarð í Glsæibæjarhreppi í gær- kvöldi. Bíll með tengivagni sem flutti kísilgúr til Húsavíkur lenti einnig ut- an vegar í gærkvöldi. Engin meiðsli urðu í þessum óhöppum. Flugfélag Islands aflýsti öllu inn- anlandsflugi á hádegi í gær og því urðu hátt í 300 manns af flugi. Veð- urstofan spáði í gær norðlægri átt, 18-23 m/sek. víðast hvar á landinu. Gert var ráð fyrir snjókomu norð- vestanlands, slyddu eða rigningu norðaustanlands og á Austfjörðum en skýjuðu að mestu á sunnanverðu landinu. Fargjöld Flugleiða . hækka um 7% ALMENN fargjöld í millilanda- flugi Flugleiða hækka mánu- daginn 6. nóvember að meðaltali um rúmlega þrjú þúsund krón- ur. Hækkunin er nokkuð mis- jöfn eftir fargjaldaflokkum en er að meðaltali um 7%. Meginástæðan er hækkun á eldsneytisverði á heimsmarkaði „sem hefur komið mjög illa nið- ur á afkomu samgöngu- og flutningafyrirtækja hér á landi líkt og annars staðar,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. „Eldsneyti MB erstórhlutikostnaðarviðrekst- ur Flugleiða, líkt og annarra fé- laga. A síðustu 12 mánuðum, eða frá 1. nóvember 1999 til 1. nóv- ember 2000, hefur heimsmark- aðsverð á flugvélaeldsneyti hækkað um 94% í íslenskum krónum eða nær tvöfaldast." Pakkaferðir og almenn far- gjöld í millilandaflugi hækka um 3.000 krónur, viðskiptamanna- fargjaldið Saga 2 hækkar um 4.500 kr. og verður um leið af- ^ numinn fjögurra daga bókunar- y fyrirvari sem verið hefur á því fargjaldi. Ferðir sem greiddar eru áður en hækkunin tekur gildi næstkomandi mánudag hækka ekki. Skekkja f uppdrætti Nýherja- húsið er á röng- um stað HIÐ nýja stórhýsi Nýherja hf. við Borgartún stendur 60 sentimetra út af afmörkuðum byggingarreit. Húsið er nær fyrirhugaðri bensínstöð Olíufélagsins og fjær Sæbrautinni en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Orsak- anna er að leita í skekkju í uppdrætti. Vissu ekki betur en húsið væri á réttum stað Mistökin komu í ljós þegar hugað var að frágangi lóða- marka. Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mistökin hefðu átt að uppgötvast við byggingareftir- lit. Frosti Sigurjónsson, for- stjóri Nýherja, segir fyrirtæk- ið ekki bera ábyrgð á þessu. „Við keyptum húsið og stóðum í þeirri trú að það væri á rétt- um stað.“ ■ Húsið stendur/18 Umhverfísráðherra fellst á kísilgúrvinnslu úr hluta Syðri-Flóa Mývatns Jafngildir leyfí til í efnis- töku í vatninu í 20 ár SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra staðfesti í gær úrskurð skipu- lagsstjóra rfltísins um heimild til efn- istöku kísilgúrs úr svonefndu námusvæði 2 í Syðri-Flóa Mývatns að uppfylltum skilyrðum. Ráðu- neytið fellst hins vegar ekki á kísil- gúrvinnslu úr námusvæði 1 í Syðri- Flóa vegna skorts á gögnum. Gunnar Orn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, fagnar úrskurði umhverfisráðherra og seg- ist líta svo á að með honum sé verksmiðjunni í reynd veitt leyfi til ~**4tísilgúrvinnslu úr Mývatni næstu 20 árin. Gunnar Öm segir að næsta skref sé að undirbúa námuvinnsluleyfi sem sækja þurfi formlega um til iðnaðar- ráðuneytisins og verksmiðjan muni uppfylla þau skilyrði sem sett eru í úrskurðinum. Hann segir að fyrirtækið muni jafnframt hefja undirbúning að vinnslu í Syðri-Flóa. Leggja þurfi í miklar fjárfestingar og framkvæmd- ir við aðstöðuna í Syðri-Flóa vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu, en þess verði gætt að þær skaði ekki um- hverfið við Mývatn. „Við gerum svo ráð fyrir að hefja námuvinnslu þar í kringum 2002. Það hefur alltaf legið fyrir að náman í Ytri-Flóa muni ekki nægja okkur nema næsta ár,“ segir hann. Starfsmenn komu saman og fögnuðu í gærkvöldi Starfsmenn Kísiliðjunnar komu saman og fögnuðu úrskurðinum á Hótel Reynihlíð í gærkvöldi. „Það er búið að halda þessu samfélagi í kringum Kísiliðjuna í nokkurs konar óvissu síðustu 18 árin,“ segir Gunnar Öm. „Þetta er miltíll áfangi og léttir fyrir það fólk sem hér starfar og býr. Eg tel að umhverfisráðuneytið og skipulagsstjóri hafi unnið mjög fag- lega að þessu verkefni. Ég held að menn hafi farið ákaflega varlega. Okkur eru sett ýmis skilyrði sem við þurfum að uppfylla og ég held að úrskurðurinn staðfesti okkar mál- flutningum að við höfum ekki skaðað lífríki Mývatns og við munum ekki gera það í framtíðinni," sagði hann. í úrskurði sínum fellst umhverfis- ráðherra á efnistöku á námusvæði 2 niður á 6,5 metra meðaldýpt. Stað- festir ráðherra þau skilyrði sem skipulagsstjóri setti í úrskurði sínum í sumar og bætir við því skilyrði að framkvæmdaraðila beri að leggja fram tillögu að svonefndri vöktunar- áætlun vegna nýmyndaðs sets. „Ráðuneytið telur að ekki hafi ver- ið sýnt fram á að kísilgúmám í Mý- vatni raski lífríki vatnsins. Ennfrem- ur er í gildandi starfsleyfi fyrir Kísiliðjuna hf. ákvæði þar sem segir að vinnsla skuli stöðvuð og leyfi aft- urkallað ef óæskilegra áhrifa á Mý- vatn verði vart. Ráðuneytið er þeirr- ar skoðunar að samsvarandi ákvæði verði að vera áfram ef gefið verður út nýtt og breytt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna," segir m.a. í úrskurði umhverfisráðherra. ■ Fallist á/6 Kristín Rós fékk hlýjar móttökur ÍÞRÓTTAMENNIRNIR sem kepptu fyrir íslands hönd á Ól- ympiumóti fatlaðra í Sydney kom til landsins í gær eftir langt og strangt ferðalag. Fólkið fékk hlýjar móttökur en fjöldi fólks var saman kominn í Leifsstöð til að taka á móti íþróttamönnunum og meðal þeirra voru Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra, Ellert B. Schram, forseti Iþrótta- og ól- ympíusambands Islands, KamiIIa Hallgrimsson, varaformaður íþróttafélags fatlaðra og fulltrúar þeirra félaga sem áttu keppcndur á mótinu. Isiensku keppendurnir stóðu sig með sóma á Ólympíu- mótinu en Kristín Rós Hákonar- dóttir sló í gegn og vann til tvennra gullverðlauna og tvennra bronsverðlauna. Einn stærsti sigur íslenskrar íþróttasögu Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra flutti ávarp við komu íþróttafólksins. Hún sagði mcðal annars í ræðu sinni: „Það sem þið hafið verið að gera er svo mikil hvatning fyrir alla aðra sem eru að stunda íþróttir. Keppni á mótinu er orðin svo hörð að sá sigur sem vannst hjá Kristinu Rós er kannski sá mesti sem unninn hefur verið í íþrótta- sögu íslands." Á myndinni tekur Kristín Rós á móti hamingjuóskum frá Ingi- björgu Pálmadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.