Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 45 PENINGAMARKAÐURINN/FRÉTTIR Sviptingar eru á Olympíuskákmótinu sem fram fer í Tyrklandi SKAK í FJÓRÐU umferð Ólympíuskák- mótsins í Istanbúl fékk íslenska karlasveitin harðsnúið lið fra Uzbek- istan sem andstæðinga. Uzbekar eru nítjándu í styrkleikaröð þátttöku- þjóð, þannig að vitað var, að baráttan yrði hörð. Hannes Hlífar Stefánsson hafði hvítt gegn Kasimzhanov. Hannes fékk færi að mannsfóm í byrjuninni, sem væntanlega hefði gefið honum unnið tafl. Þegar líða tók á skákina lenti Hannes í tímahraki og missti tökin og tapaði. Helgi Ólafsson náði snemma góð- um tökum á stöðunni í skák við Zagr- ebelny. Helgi fórnaði peði og fór út í endatafl. Hann hafði öruggt frum- kvæði og andstæðingurinn komst í vandræði með tímann. Svo fór að lok- um, að upp var að koma staða, þar sem Helgi hefði fengið það verkefni að máta andstæðinginn með riddara og biskupi. Zagrebelny taldi ekki ástæðu til að kanna þekkingu Helga á þessu sviði, hefur líklega vitað, að okkar maður er skólastjóri Skákskól- ans! Andstæðingur Þrastar Þórhalls- sonar, Yuldashev, tefldi byrjunina illa. Þröstur vann peð, án þess að Uzbekinn hefði neinar bætur fyrir það. Þröstur flýtti sér of mikið við úrvinnsluna og lék af sér. Við það fékk andstæðingurinn sterka sókn. I lokin, þegar Þröstur var að hugsa um leikinn sinn í tapaðri stöðu, með ein- Kvennasveit- in vann á öll- um borðum Fiskmarkaðir MORGUNBLAÐINU bárust ekki upplýsingar frá fiskmörk- uðum í gær vegna tæknilegra örðugleika en unnið er að því að sameina tölvukerfi fiskmarkað- anna. Því eru ekki birtar tölur frá fiskmörkuðum í blaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þessu. ungis 2 mínútur eftir af umhugsunar- tíma sínum, bauð Uzbekinn óvænt jafntefli. Það er auðvitað alveg ólög- legt að trufla andstæðinginn á þenn- an hátt, en Þröstur sá ekki ástæðu til að kalla á skákstjórann, heldur tók góðu boði fegins hendi. Jón Viktor Gunnarsson lenti í vandræðum í byrjun, en í rannsókn- um okkar að lokinni skákinni, kom í ljós, að hann átti ýmsa góða mögu- leika eftir það. Jón varðist af mikilli hörku í endatafli með tveim peðum minna, með einum hrók og mislitum biskupum. Það reyndist því miður ekki hægt að bjarga skákinni. Kvennasveitin okkar vaknaði til lífsins í þessari umferð og vann sveit frá Jemen á öllum borðum. Harpa Ingólfsdóttir, Islandsmeistari, varð fyrst okkar kvenna til að vinna skák á þessu móti, en skömmu síðar vann Guðfríður Lilja sigur í sinni skák. Andstæðingur Áslaugar varðist lengi, en úrslitin voru aldrei í hættu. I þessari umferð tóku Þjóðverjai- forystuna í karlaflokki með góðum sigri á Ungverjum, 3-1. í gær vann karlasveitin Marokkó með þremur og hálfum vinningi gegn hálfum. Hannes Hlífar, Þröstur og Jón Viðar unnu en Helgi gerði jafn- tefli. Kvennasveitin tapaði fyrir Sýr- landi 2-1. Guðfríður og Aslaug gerðu jafntefli en Aldís Rún Lárusdóttir tapaði sinni skák. Eftii- 5 umferðir er Þýskaland í efsta sæti í karlaflokki með 16,5 vinn- LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.% Úrvalsvísitala aðallista 1.392,46 -2,71 FTSE100 6.420,90 -0,07 DAX í Frankfurt 7.078,34 -0,05 CAC 40 í París 6.405,19 0,12 OMX í Stokkhólmi 1.188,96 0,82 FTSE NOREX 30 samnorræn 1.406,38 -0,20 Bandaríkin Dow Jones 10.899,47 -0,65 Nasdaq 3.333,39 -1,08 S&P 500 1.421,22 -0,57 Asía Nikkei 225 ÍTókýó 14.872,39 2,29 Hang Seng í Hong Kong 15.349,01 3,05 Viðskiptl með hlutabréf deCODE á Nasdaq 20,125 -0,875 deCODE á Easdaq 19,50 - inga og Rússar eru næstir með 15 vinninga. ísland er með 12,5 vinn- inga. I kvennaflokki er sveit Kína efst með 12 vinninga en Island hefur hlot- ið 5,5 vinninga. Á ýmsu gengur með móts- haldið í Istanbúl Á ýmsu hefur gengið í móthaldinu eins og áður hefur verið sagt frá í pistlum. Öryggisgæsla er mikil við innganginn og menn setja töskur í gegnumlýsingu og ganga sjálfir í gegnum sérstök öryggishlið. Höf- undur þessa pistils var hinn ánægð- asti með þetta mikla öryggi og taldi, að verið væri að leita að vopnum. Nei, ó nei, í gær komst hann að því það er ekki verið að leita að byssum og sprengjum, heldur súkkulaði!! Þegar hann hugðist gefa liðsmönnum ís- lensku sveitarinnar vatn og súkkul- aði, í keppninni við Uzbeka, var hon- um bannað að taka súkkulaðið með sér inn í bygginguna. íslendingamir fengu súkkulaðið með illu, en við upp- haf umferðarinnar í dag var tilkynnt, að sérstaklega hefði verið samið við húsráðendur um að færa mætti skák- mönnunum súkkulaði. Stríðinu um súkkulaðið lauk með sigri okkar og vonandi verða íslensku sveitirnar jafnsigursælar við skákborðið. Við skulum nú sjá vinningsskák Helga gegn Zagrebselny frá Uzbek- istan. Hvítt: Sergey Zagrebelny Svart: Helgi Ólafsson Caro-Kann vörn I. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. c3 - Nýjasti leikurinn í stöðunni. Áður léku menn oftast 4. c4 ásamt 5. Rc3; 4. Re2-g3, h2-h4 og Bd3 eða 5. Rf3, ásamt 6. Be2 o.s.frv. 4. - e6 5. Be3 Rd7 6. Db3 Dc7 7. Rd2 c5 8. f4 c4!? 9. Ddl Re7 10. g4 Bg6 II. Be2 f6 12. Bf2 Rc6 13. Rgf3 Be7 14.0-0 fxe5 15. fxe5 b5!? Helgi hefði átt ömgga stöðu, eftir stutta hrókun, en ef til vill ekki mikla möguleika á að ná frumkvæðinu. 16. Rh4 Bf7 17. Rdf3 g5! 18. Rg2 0-0-0 19. Be3 h6 20. a4 bxa4!? 21. Dxa4 Bg6 22. b3! cxb3 23. Dxb3 Rb6 Hvítur hótaði 24. Ba6+. 24. c4?! - Hvítur hefði betur leikið 24. Rd2 til að koma í veg fyrir Bg6-e4 í fram- haldinu. 24. - dxc4 25. Bxc4 Rxc4 26. Dxc4 Be4! Helgi fórnar peði til að koma bisk- upi sínum á skáklínuna a8-hl. í fram- haldinu kemur vel í ljós, hve þetta er snjöll áætlun. 27. Dxe6 Dd7 28. Dxd7+ Kxd7 29. Rd2 Bd5 30. Rel h5! 31. gxh5 Hxh5 32. Rd3 Hh4 33. Hf2 Hdh8 34. Rel Hh3 35. Rfl a5! Helgi hefur nú írumkvæðið í skák- inni algjörlega í sínum höndum og peðið, sem hann fórnaði til að ná þessari stöðu, skiptir litlu máli. Uzbekinn getur ekkert annað gert en að bíða. 36. Rg2 Ke6 37. Hb2?! Bb4 38. Bxg5 Bc3 39. Rf4+ - 39. - Kf5 40. Rxh3 Hxh3 41. Re3+ Kxg5 42. Rxd5 Bxb2 43. Ha4 Hd3 44. e6 Hxd4 45. h4+! Kg4 Helgi vildi ekki drepa þetta peð, vegna þess, að þá getur hvíti riddar- inn komist aftur í vörnina og náð a- peðinu, t.d. 45. - Kxh4 46. Hxd4 Bxd4+ 47. Kfl a4 48. e7 Rxe7 49. Rxe7 a3? 50. Rf5+ Kg5 51. Rxd4 a2 52. Rc2 o.s.frv. 46. Hxd4 Bxd4+ 47. Kfl a4 48. Rb4 a3 49. Ke2 Bc5! 50. Rc2 a2 51. Kd2 Bd4! og hvítur gafst upp, því að hann verður að fórna riddaranum fyrir svarta drottningu á al, þegar svartur vekur þar upp drottningu í næsta leik. Bragi Kristjánsson Kynnir frumvarp um félagsþjónustu VIÐMIÐUNARVERÐ Á HRÁOLÍU frá 1. maí 2000 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meóalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun Br.frá í% síðasta útb. Ríklsvíxlar 17. ágúst ’OO 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11-12 mán. RV01-0418 Ríklsbréf sept. 2000 11,36 0,31 RB03-1010/K0 Sparlskírtelni áskrlft 11,52 -0,21 5 ár 6,00 Áskrifendur greiða 100 kr. afgreiðslugjald mánaðarlega. % ÁVÖXTUN RÍKISVÍXLA 11 A- Bv- - 11,31 I lf4, '’Nrs- I l»4‘ 10,6- 10,4- p O o o Osj n: V-- oj v— Sept. Okt. Nóv. sveitarfélaga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að leggja fram á Alþingi stjórnarfmmvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga svo framarlega sem þingflokkar stjórnarflokkanna fallast á að málið fái fram að ganga. Frumvarpið felur í sér endurskoð- un á núgildandi lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga en það var einnig lagt fram á Alþingi á síðasta löggjafarþingi. Fór það fyrir fyrstu umræðu og síðan til félagsmála- nefndar Alþingis þar sem ýmsir aðil- ar veittu því umsögn. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra verður frumvarpið nú lagt fram að nýju með tilliti til þeirra umsagna sem það fékk á síðasta vetri. Frumvarpinu er öðru fremur ætl- að fella saman núgildandi lög um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga og nú- gildandi lög um málefni fatlaðra en stefnt er að því að sveitarfélögin taki yfir málefni fatlaðra 1. janúar árið 2002. „Eins og frumvarpið lítur nú út þá skerpir það á skyldum sveitarfé- laga í þessum málum,“ segir félags- málaráðherra. „Þar er m.a. lögð áhersla á að fagfólk sé tiltækt og að fullkomin nútímaleg þjónusta sé veitt.“ VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGIÍSLANDS 1.11.2000 Kvótategund Viöskipta- Viðsklpta-Hœsta kaup-Lægsta sölu- Kaupmagn Sólumagn Vegiðkaup- Végiösðlu- Síð.meðal magn(kg) verð (kr) tilboð (kr) tilboð(kr) eftir(kg) eftir(kg) verö (kr) verð (kr) verð (kr) Þorskur 68.035 100,94 99,00 102,99 60.000 55.298 99,00 105,32 103,82 Ýsa 37.613 86,00 0 0 85,27 Ufsi 32,77 0 56.243 32,86 34,00 Karfi 30.000 40,00 39,77 0 55.109 39,98 39,99 Steinbítur 32,77 0 38.513 34,28 35,30 Grálúöa 15.700 98,00 96,00 98,00 29.998 15 96,00 98,00 96,00 Skarkoli 10.000 106,00 105,49 0 4.990 105,49 104,83 Þykkvalúra 60,00 75,00 10.000 5.598 60,00 75,00 65,00 Sandkoli 18,00 21,21 10.000 15.000 18,00 21,21 21,00 Skrápflúra 21,49 0 25.000 21,49 23,07 Úthafsrækja 25,00 35,00 4.000 152.674 25,00 52,49 35,28 Ekki voru tilboð í aörar tegundir Lögum um endur- greiðslu vegna kvik- myndagerð- ar breytt VALGERÐUR Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, hefur fengið sam- þykkt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á lögum um tímabundnar endurgreiðslm- vegna kvikmynda- gerðar á íslandi. Frumvarpið er lagt fram vegna athugasemda sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gerði á lögun- um. í athugasemdum ESA kemur fram að stofnunin telji að menningarlega skírskotun vanti í lögin. Er bætt úr þeim ágalla í 1. gr. frumvarpsins auk þess sem menningarleg skírskotun er aukin hvað varðar mat nefndar og í skilyrðum fyrir endurgreiðslu. Enn- fremur er gert ráð fyrir að Kvik- myndasjóður íslands eigi fulltrúa í endm-gi-eiðslunefnd. Samkvæmt lögunum er eingöngu heimilt að endurgreiða hlutfall þess, framleiðslukostnaðar sem fellur til á íslandi. ESA gerði athugasemd við þá framkvæmd og taldi óheimilt að gera þann aðskilnað, þar sem með því væri brotið gegn ákvæðum EES-samn- ingsins um þjónustufrelsi. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir að falli meira en 80% framleiðslukostnaðar til á íslandi skuli miða endurgreiðslu við heildar- framleiðslukostnað á Evrópska efna- hagssvæðinu. Breytingin þýðir að kvikmynd sem kostar 200 milljónir króna í fram- leiðslu, þar af falla 170 milljónir til á ' Islandi, 20 milljónir í Danmörku og 10 milljónir í Kanada, fær endurgreidd- ar úr ríkissjóði 22,8 milljónir, þ.e. 12% af 170 milljónum og 12% af 20 milljón- um. Falli hins vegar 150 milljónir til á íslandi (eða undir 80%) miðast endur- greiðslan eingöngu við þann kostnað og yrði 18 milljónir króna. Ekki er lengur um að ræða misháa endurgreiðslu eftir upphæð fram- leiðslukostnaðar; né heldur er gert ráð fyrir að endurgreiðsluhlutfall breytist á gildistíma laganna. Endur- greiðsla er fastsett við 12%. í lögunum segir að hafi framleið- andi hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði Islands skuli hann útilokaður frá end: urgreiðslu samkvæmt lögunum. í* frumvarpinu er því gert ráð fyrir að styrkur frá Kvikmyndasjóði skuli dreginn frá innlendum framleiðslu- kostnaði en slík verkefni ekki útilokuð frá endurgreiðslu eins og áður. Frum- varpið gerir þó ráð fyrir að saman- lagður styrkur úr Kvilonyndasjóði og upphæð endurgreiðslu fari aldrei yfir 50% heildarframleiðslukostnaðar. Vilja að fram- kvæmdum við Reykjanes- braut sé flýtt * AÐALFUNDUR Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum fagnar fram- kominni vegaáætlun fyrir árin 2000- 2004, þar sem kveðið er á um að framkvæmdum verði flýtt frá því sem áður var áformað varðandi Reykjanesbraut og Suðurstrandar- veg. Það er þó harmað að enn er gert ráð fyrir fimm ára framkvæmdatíma og að verktími verði á árunum 2002 til 2007. I ályktun aðalfundarins segir að sívaxandi umferð sé á Suðumesjum, ekki síst í tengslum við flug-; starfsemina, og brýn þörf sé á því að fjármagn verði tryggt til að hrinda vegaáætlunum í framkvæmd. Áfram verði unnið að því af fullum krafti að útvega meira fjármagn til að flýta verkinu. Aðalfundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að vinna að því að gert verði ráð fyrir lýsingu á vegina til Sandgerðis, Garðs og Grindavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.