Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR og Margrét Helga segjast hafa notið þess í botn að æfa þetta verk. „Ég er búin að vera í leikhúsinu í nær 40 ár,“ segir Margrét Helga, „og ég man ekki eftir að hafa ekki skemmt mér svona vel á æfmgatímanum. Það er eiginlega verst að geta ekki haldið áfram að æfa og þurfa að frumsýna." „Þetta leikrit minnir á Tsékov- leikrit að því leyti að allir eru að tala í kross, enginn hlustar á neinn og alla langar til að fara eitthvað og vera eitthvað annað en þeir eru, “ segir Sóley. Ólafur Darri segist halda að allir þekki þessar persónur. „Það hafa all- ir lent í svona partíi þar sem enginn hefur neitt að segja og fólk drekkur bara þangað til að skyndilega losnar um málbeinið á öllum í einu og allir byrja að tala en enginn hefur áhuga á því sem hinir eru að segja. Við þekkjum líka öll svona persónur. En þetta leikrit er dálítið sérstakt vegna þess að hér eru samankomnar fímm svona persónur á sama stað á sama tíma. Það gerir þetta mjög sérstakt." „Þau eru öll að bíða eftir að það verði gaman hjá þeim. Þau spila tón- listina sem þau höfðu gaman af sem unglingar og þau reyna af öllu aflí að ná í eitthvað sem er liðið og kemur aldrei aftur,“ segir Sóley. „Þetta er leikrit sem byggist á að- stæðum og persónum. Ekki sögu- þræði beinlínis,“ segir Ólafur Darri. Leikstjórinn Mike Leigh er höfundurinn Höfundurinn Mike Leigh er þekktm- breskur leikstjóri og höf- undur kvikmynda á borð við Naked og Secrets and Lies. Þar beinir hann athyglinni að samskiptum fólks og er þekktur fyrir þá vinnuaðferð að leyfa leikurunum að spinna atriðin áfram á milli sín eftir ákveðnum línum sem hann gefur þeim. Abigail heldur partí var upphaflega leiksýning sem unnin var með þessari aðferð en var síðan tekin upp sem sjþnvarpsmynd. Hvorutveggja leikritið og sjónvarps- myndin nutu mikilla vinsælda. „Þetta eru ýktar persónur sem standa á brúninni. Þær reyna að vera eðlilegar en það þarf ekki mikið til að þær falli framaf,“ segir Sóley. „Ég veit ekki hvort þau eru svo ýkt,“ segir Ólafur Darri. „Ég hef oft séð svona fólk,“ segir hann. „Allir hafa séð svona fólk og allir þekkja svona fólk, en enginn sér sjálfan sig í því,“ segir Sóley. „Þetta er tragíkómík," segir Mar- grét Helga. „Þetta er fólk sem er að reyna að endurupplifa fjörið í denn. Það er alltaf sorglegt að sjá fullorðið fólk reyna að troða sér í fermingar- fötin.“ Angela: Við þurfum ekkert að fai-a snemma heim útaf mér. Beverly: Ertu viss Ang? Laurence: Hún þarf að geta vakn- að í fyrramálið! Beverly: Æi, þegiðu Laurence! Laurence: Þú segir mér ekkert að þegja! Tony: Angela - kápan þín! Angela: Nei, þetta er allt í lagi. Susan: Ég held í alvörunni að ég ætti að fara koma mér. Beverly: Enga vitleysu, Sue, við höfum ekki enn fengið okkur kaffi- bolla - svona sestu. Morgunblaðið/Sverrir Ég var einu sinni partíi þar sem einhver sagði „Kann einhver að spila á píanó?“ Og ég sagði „Já, já, ég.“ Susan, Laurence, Angela og Beverly. Partí handan við götuna Á litla sviði Borgarleikhússins verður frumsýnt í kvöld breska leikritið Abigail heldur partí. Þar segir frá tvennum hjónum og einni fráskildri móður sem reyna að skemmta sér á meðan unglingsstúlkan Abigail heldur dúndrandi partí handan við götuna. Hávar Sigurjónsson hitti leikarana og persónur þeirra eftir æfingu í gær. Morgunblaðið/Sverrir „...Það er bara með unglinga, þeir fá sér í glas, og þeir ráða ekkert við æsinginn í sér...“ Beverly, Angela og Tony. veg yfirmáta leiðinlegt, samræðurn- ar innantómar og fólkið sjálft leiðin- legt og óáhugavert í meira lagi. Þau drekka og drekka og horfa yfir göt- una með öfund þar sem unglingarnir skemmta sér af lífi og sál. Húsgögn, innréttingar, bílar og atvinna eru umræðuefnin á yfirborðinu en undir kraumar óánægja með hlutskipti sitt, vonbrigði í hjónabandi, kynlífi og ástarmálum, starfsvettvang, hlut- verkaskiptingu í hjónabandi. Við- fangsefni leikritsins er því ekki leið- inlegar samræður leiðinlegs fólks, heldur grátbrosleg samskipti fólks sem vill helst allt vera á allt öðrum stað og með allt öðru fólki. Beverly: Tókstu teppin af gólfun- um, Sue? Susan: U-nei. Angela: Er íbúðin teppalögð? Susan: Já, hún er teppalögð. Angela: Já, það er líka teppalagt hjá okkur. Macdonaldsfjölskyldan skildi teppin eftir. Þau voru innifalin í verðinu. Susan: Er þaðjá? Angela: Og við vorum heppin, því að við fengum verðið á húsinu niður úr tuttugu og tveimur þúsundum í tuttugu og eitt. Susan: Já er það. Angela: Ég veit ekki hvað við ger- um með teppin þegar við höldun partí. Við ætlum bráðum að halda partí, þú manst Tony? Tony: Innflutningspartí. Angela: Þú verður að koma. Susan: Þakka ykkur fyrir. Beverly: Jæja, Sue, hvað segirðu þá, má bjóða þér sígarettu? Susan: Ó, nei, takk. Beverly: Ertu viss? Susan: Já, alveg. Beverly: Kannski langar þig í eina seinna í kvöld. Og ég veit að Angelu langar ekki í. Eru þá ekki bara allir með allt? Tony: Jú, takk. Angela: Jú, þetta er alveg æðis- legt. Beverly: Er það ekki bara? Meiri- háttar! Rokktónlist heyrist frá númer níu, ekkert mjög hátt. Beverly: Jáhá! Það er byrjað Sue. Angela: Nú eru þau búin að setja plötu.á fóninn! Nú verður gaman hjá þeim. Beverly: Það lítur út fyrir það. Susan: Það vona ég. Angela: Hvað er dóttir þín gömul? Susan: Fimmtán. Angela: Hvernig lítur hún út? Ég gæti nefnilega hafa séð hana. Susan: Ja, hún er frekar hávaxin, og hún er með ljóst hár, frekar sítt ljóst hár. Angela: Getur nokkuð verið að hún sé með bleika strípu í hárinu? Beverly: Já, það er Abigail! Og hún gengur í svona gallabuxum, þú veist, sem eru allar í bótum og með nælur á hliðunum og snjáðar á rass- inum. Angela: Já, ég hef séð hana. Susan er móðir Abigail og hefur leyft henni að halda partí. Á meðan fer Susan í boð til Beverly og Laur- ence sem hafa einnig boðið Tony og Angelu í heimsókn. Þeirra boð er al- Morgunblaðið/Sverrir „Já, nei, en merkilegt - við vorum öll að gifta okkur eiginlega á sama tíma og þú varst að skilja!" Verst að þurfa að frumsýna Leikararnir Sóley, Ólafur Darri Leikarar og listrænir stjórnendur ABIGAIL heldur partí eftir Mike Leigh í þýðingu Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar. Leikstjdri: Hilmir Snær Guðnason. Leikarar: Harpa Arnardóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Ðarri Ólafsson, Sóley Elías- dóttir. Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.