Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýheiji, Olíufélagið og Reykjavíkurborg í vanda vegna nýbyggingar við Borgartún Húsið stendur ekki á réttum stað Borgartún VEGNA skekkju í uppdrætti stendur hús Nýherja við Borg- artún 60 sentimetrum út af af- mörkuðum byggingarreit og nær væntanlegri bensínstöð Olíufélagsins og fjær Sæ- brautinni sem því nemur. Byggingaeftirlit borgarinnar uppgötvaði ekki mistökin og komu þau ekki í ljós íyrr en farið var að huga að frágangi lóðarmarka. Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur segir að ástæða þess að húsið sé ekki á réttum stað á lóðinni væri sú að afstöðumynd hönnuða hafi ekki verið rétt. „Það getur vel verið að það hefði átt að upp- götvastvið byggingaeftirlit, ég er ekki frá því,“ sagði Stefán aðspurður í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að það hefði verið til siðs að aðalhönn- uður byggingar setti afstöðu- mynd inn á bygginganefnd- arteikningu til að sýna staðsetningu hússins með af- gerandi hætti. „Byggingafull- trúi fer yfir þessar teikningar og samþykkir þær en í þessu tilviki var ekki auðsætt að það væri svona í pottinn búið og þetta fór fram hjá mönnum. En ég myndi viðurkenna það að í 100% gæðum á yfirferð teikninga hefði þetta átt að sjást.“ Stefán sagði að mistökin mundu á endanum fyrst og fremst bitna á Nýherja, eig- enda hússins. Stefnt væri að því að leysa málið með því að mjókka braut milli hússins og bensínstöðvarinnar. „Við get- um ekki látið Olíufélagið fá stærri lóð nær Borgartúni," sagði hann og sagði ennfremur að byggingafulltrúi ynni nú að því ásamt Olíufélaginu og Nýherja að ná sameiginlegri niðurstöðu um frágang á lóð- inni. „Það eru einhver atriði sem þarf að skoða til að gera þetta léttbærara fyrir báða að- ila,“ sagði Stefán. Aðspurður kvaðst hann telja afar ósennilegt að borgin gæti orð- ið bótaskyld vegna þessara mistaka. Hins vegar væri miklu nær að spyrja um skaðabótaskyldu hönnuða. Guðni Pálsson, arkitekt hússins, sagðist ekkert vilja láta eftir sér hafa um málið að svo stöddu þegar Morgunblað- ið leitaði til hans í gær. Voru í góðri trú um að húsið væri á réttum stað „Við keyptum þetta hús af verktaka sem heitir Hörður Jónsson og arkitektinn er Guðni Pálsson," sagði Frosti Siguijónsson, forstjóri Ný- heija. „Við berum ekki ábyrgð Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Framkvæmdir við nýja bensínstöð Olíufélagsins við Borg- artún hófust í sumar. Hús Nýherja er 60 sentimetrum nær bensínstöðinni en gert var ráð fyrir í skipulagi. á þessu. Við keyptum húsið og vorum í góðri trú um að það væri á réttum stað. Við erum nú að ræða um hvemig sé hægt að leysa þetta en um er að ræða fyrirtæki sem hafa átt ágætis viðskipti sín á milli.“ Frosti sagði að Nýheija hefðu borist upplýsingar um málið frá borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir við bens- ínstöðina voru að hefjast og ganga átti frá lóðarmörkum. Hann sagðist ekki telja að starfsemi Nýheija yrði fyrir miklu óhagræði vegna þess að 60 cm styttra væri milli húss- ins og bensínstöðvarinnar en skipulag gerði ráð fyrir. Ef munað hefði einhveijum metr- um hefði vandræðaástand get- að skapast en Nýherji hefði ekki farið út í ystu æsar við nýtingu lóðarinnar og ekki nýtt 20 sentimetra af henni og því snerist málið í raun um 40 sentimetra af svæðinu milli hússins og bensínstöðvarinn- ar, eða um það bil breidd éinn- ar gangstéttarhellu. Stefán Guðbergsson, fram- kvæmdastjóri hjá Olíufélag- inu, vildi aðspurður lítið um málið segja á þessu stigi. „Þeim urðu á mistök. Það er verið að leiðrétta þau og á meðan get ég ekkert sagt um það,“ sagði hann. Litlir kassar á hafnarbakka ÞESSIR gámar í Sundahöfn fönguðu augu ljós- myndarans, þegar hann var á ferð þar í blíðviðrinu Sundahöfn um daginn, enda ekki að furða, jafn litbjartir og þeir óneitanlega eru. Viljaminn- isvarða um Jón Pál Sigmarsson Reykjavík FYRIRHUGAÐ er að reisa minnisvarða um Jón Pál Sigmarsson í Reykjavík og hefur verið settur á laggirnar styrktarsjóður af því tilefni. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent menningamefnd Reykjavíkurborgar í nafni sjóðsins í lok september. Þar segir m.a.: „Það sem við höfðum hugs- að okkur er að setja upp bronsstyttu í fullri stærð á áberandi stað, þar sem hann væri sjáanlegur líkt og hann var í lifanda lífi. Við teljum að minnisvarðinn myndi sóma sér best náiægt íþrótta- mannvirkjum, t.d. í Laugar- dalnum. Við sjáum hann t.d. fyrir okkur á hringtorginu fyrir ncðan Suðurlandsbraut- ina á móts við Laugar- dalshöllina eða á álíka stað. Þessi staður þyrfti að vera í alfaraleið, þar sem ferða- menn og aðrir ættu greiðan aðgang að.“ Jón Páll Sigmarsson and- aðist 32 ára gamall árið 1993. Hann var heimskunnur afl- raunamaður og bar fjórum sinnum sigur úr býtum i keppninni um Sterkasta mann f heimi, auk þess að vera í fremstu röð kraftlyft- ingamanna. „Á sinni stuttu ævi greypti Jón Páll sig djúpt í íslensku þjóðarsálina með sinni einlægu framkomu og góðu sigrum," segir í bréfinu og ennfremur að „tfmi [sé] til kominn að launa þessum fjór- um sinnum sterkasta manni heims fyrir æviframlagið til þjóðarinnar og setja upp minnisvarða um þennan íþróltamann og þau göfugu gildi sem hann stóð fyrir.“ Bréfið er hvorki undirritað né er í því getið aðstandenda styrktarsjóðsins. Það var lagt fram á fundi menningar- málanefndar nýlega án þess að afstaða væri til þess tekin. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með útilistaverkum í borginni. Eiríkur Þorláksson forstöðumaður þess, sagði að málið væri til athugunar í réttum farvegi. Garðabær Ibúar við Arnarnesvog safna undirskriftum gegn landfyllingu út í miðjan voginn „Nánast allir íbúar skrifa undir ÍBÚAR við Amamesvog em um þessar mundir að ganga í hús í Amamesi, Grunda- hverfi og Ásahverfi og safna undirskriftum á lista gegn áformum um 7,7 ha. landfyll- ingu út í miðjan voginn. „Þátt- takan er feikilega góð, það eru nánast allir sem skrifa undir,“ sagði Tómas H. Heiðar, sem er talsmaður íbúanna, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er enginn á móti því að skipasmíðastöðin verði rifin og byggðar íbúðir þar; en íbúar leggjast ákveðið gegn landfyllingu út í voginn." Fjölmennur íbúafúndur „Konan mín og ég kynntum okkur fyrirhugaða fram- kvæmd og efndum í framhaldi af því til íbúafundar sem hald- inn var í lok september sl.,“ sagði Tómas. „A fundinum, sem var fjölmennur, kom fram mikil andstaða við um- rædda landfyllingu í Arames- vogi. Almenn skoðun íbúanna við voginn, það er á Arnar- nesi, í Grundahverfi og í Ása- hverfi, er sú, að sjálfsagt sé og eðlilegt að gera ráðstafanir til að hófleg íbúðabyggð komi í stað iðnaðarhverfisins í botni vogsins. Við teljum hins vegar að með landfyllingu langt út í Amamesvog, ásamt tilheyr- andi íbúðabyggð, bíla- og bátaumferð, yrði gengið á þá náttúruperlu sem vogurinn er og á hagsmuni núverandi íbúa við voginn. Við höfum ekki mátt ætla að sjálfur Amar- nesvogurinn, þ.e. grunnsævi hans, yrði byggingarland." Hjarta vistkerfis strand- svæðanna .Amamesvogurinn er vist- fræðilega mjög mikilvægur,“ sagði Tómas. „Vogurinn er hjarta vistkerfis strandsvæð- anna í kring og hann er meðal fárra lítt raskaðra leirusvæða sem eftir eru á höfuðborgar- svæðinu. Arnamesvogur er allur á náttúruminjaskrá og á alþjóðlegum skrám yfir mjög mikilvæg fuglasvæði í heimin- um sem ber að vemda. Á svæðinu eru annars vegar mikilvægar varp- og dvalar- stöðvar fyrir um 30 stað- bundnar fuglategundir og hins vegar er svæðið mikil- vægur áningarstaður fyrir um 10 tegundir af farfuglum, þar á meðal er margæs,“ sagði Tómas og nefndi að þarna væri eini staðurinn á Suðvesturlandi þar sem margæs hefur viðkomu á leið sinni milli írlands og Kanada. Ljóst væri að landfylling í voginum ásamt tilheyrandi íbúðabyggð og bátaumferð mundi hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir lífríki vogsins. „Við höfum valið okkur búsetu við Amamesvog ekki hvað síst vegna nálægðarinn- ar við náttúruna og lífríkið, friðsældar þeirrar sem ríkir í voginum og útsýnisins sem við njótum. Þetta á bæði við um þá íbúa sem fyrir eru á svæðinu og þá sem nú em að koma sér fyrir í nýbyggingun- um í Ásahverfi, sunnan til við voginn,“ sagði Tómas og nefndi að þessi lífsgæði end- urspegluðust m.a. í háu lóða- og fasteignaverði á svæðinu. Með landfyllingu langt út í voginn, íbúðabyggð, bílaum- ferð og bátaumferð yrði geng- ið á réttmæta hagsmuni íbúanna sem fyrir em við vog- inn. „Við höfum ekki mátt ætla að sjálfur Amamesvog- urinn, þ.e. grunnsævi hans, yrði byggingarland og þannig sótt að okkur af hafi. Gegnir u þar öðm máli en á svæðum þar sem era auðar landspild- ur sem ætla má að geti farið undir byggingar. Ibúar á þeim svæðum vita að um- hverfið kann að breytast." Breyta iðnaðarhverfí í íbúðir en án landfyllingar Tómas sagði að undir- skriftasöfnunin, sem ákveðið var að ráðast í á fyrmefndum fundi íbúanna, væri vel á veg komin og undirtektir væra mjög góðar. „Einnig var ákveðið að óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum í Garðabæ til þess að lýsa and- stöðu við umrædda fram- kvæmd. Við höfum þegar átt fundi með bæjaryfirvöldum og kynnt þeim sjónarmið okk- ar. Bæjaryfirvöld hafa eins og við áhuga á að breyta iðnaðar- hverfinu í botni vogsins í íbúðahverfi en hafa lagt áherslu á að engin afstaða hafi verið tekin til hugsanlegrar landfyllingar. Við treystum því að bæjaryfirvöld muni láta skynsemina ráða og taka þá afstöðu að láta áform um landfyllingu í Amamesvogi ekki verða að veruleika,“ sagði Tómas. I síðustu viku lauk fresti til að skila athugasemdum við matsáætlun vegna umhverfis- mats, sem útbúin var vegna áformanna. Ráðgert er að reisa við voginn og á landfyll- ingunni 900 íbúða fjölbýlis- húsahverfi fyrir 2-2.500 íbúa. Skipulagsstofnun hefur áætl- unina og innsendar athuga- semdir við hana nú til um- sagnar. Áformin era í andstöðu við gildandi aðal- skipulag bæjarins, að því er fram kemur í matsáætluninni sjálfri, en bæjaryftrvöld veittu leyti tíl þess að ráðist yrði í umhverfismat án þess þó að lýsa sig málinu fylgj- andi. Allmargar athugasemd- ir bárust frá íbúum við voginn og öðram, m.a. Náttúravemd ríkisins og fleiri samtökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.